Tíminn - 10.10.1972, Síða 14

Tíminn - 10.10.1972, Síða 14
14 TÍMINN Þriðjudagur 10. október 1972. „Þú þarft ekki að láta tilfinningar þinar gagnvart henni hlaupa með þig i gönur i annað sinn”. Hún spratt á fætur og gekk til hans. Hann hopaði undan. „Ég þekki Emiliu betur en þú.” Ég sá, hvernig vöðvarnir framan á hálsi hans titruðu. „Ef hún væri svipt þvi eina, sem hún getur hugsað sér að lifa fyrir, er bágt að segja, hvað hún kynni að taka til bragðs.” „En verði ég svipt þvi, Harrý?” „Jú.... ég hef lika hugsað um það. Við höfum ekki skap hennar. Hún er eins og vörurnar frá Friðarpipuverksmiðjunum — engin veila, hvergi bláþráður.... Við gætum ekki átt samleið, og þó er ég hræddur....” Þau nálguðust hvort annað. Þau gátu ekki lengur haldiö ástinni i skefjum sektar og þjáningar. Ég sá, að hún gróf andlitið i jakkaboð- anginn. — Ég leit undan. — Ég hafði séð of mikið i speglinum. Hjartað barðist heiítarlega i brjósti minu, en annars kenndi ég einskis sárs- auka. Ég kreisti bréfin i hendi minni og reyndi að hugsa. Ég vissi, að ég átti að lara inn til þeirra og láta kylfu ráð akasti. Kona i skáldsögu og á leiksviði hefði gert það. En ég var hvorki persóna á sviði né á bókarsið- um. Mér voru bönnuð orð og athafnir jafn gersamlega og mér hefði verið varpað fyrir hamra, og ég vissi ekki, hvort ég væri iifandi eða dauð. Þau sátu bæði á legubekknum, þegar ég loks áræddi inn i stofuna. Hárið á Hönnu var dálitið úfið, en annars voru dökkir baugar fyrir neðan skær augu hennar hið eina, sem vitnaði um geðshræringuna, er hún hafði komizt i. Harrý var helzt til fljótur að spretta á fætur, fannst mér, og brosið kostaði hann ol' sýnilega áreynslu. Að öðru leyti var ekk- ert i fari þeirra, sem gæti vakið grun. Ég varð allt i einu svo óstyrk, er ég stóð þarna andspænis þeim, að bréfin tvistruðust úr hendi minni út um gólíiö. „Ó, fyrirgefið,” sagði ég,”.... klunni er ég.” Harrý var óðar lagztur á hnén að tina bréfin saman. Ég laut einnig niður. „Herra minn trúr!” sagði hann um leið og hann hlóð bréfunum i vinstri hendina. „Hvað firn hefurðu verið með af bréfum... Það var gott, aö þú komst. Við opnum flöskuna strax, þótt klukkan sé ekki orðin tólf.” Ég kinkaði kolli og lét fallast á þann stólinn, sem næstur mér var. „Gott og vel,” sagði ég. „Ég gæti vel þegiðeitt staup núna.” Ég rétti út hendur og yljaði mör við arininn og leit ekki upp. Harrý mun hai'a sótt glös fram i eldhúsið, og ef til vill hefur Hanna hjálpað honum til þess. Ég gaf þvi ekki gætur. En brátt vorum við öll setzt við arininn og Wallace frændi kominn i hópinn. „Láttu ekki eins og þú sjáir draug, herra minn,” sagði Harrý hlæj- andi um leið og hann sýndi honum merkið á kampavinsflöskunni. „Svona var það i gamla daga, áður en bann-pétrarnir tóku frá okkur tárið. Þetta er gjöf og ekki nema rétt aðeins brjóstbirta, svo að það ætti ekki að skaða neitt okkar. Ég veit ekki, hvenær við þurfum að drekka heillaskál, ef ekki i kvöld.” „Það segir þú satt, drengur minn,” svaraði Wallace frændi. — „Taktu tappann liðlega úr flöskunni”. Þeir voru allt of önnum kafnir til að gefa gaum þvi, hve ég hrökk við, þegar tappinn skrapp upp úr stútnum. Það var einkennilegt, hve ég heyrði það greinilega, þótt blóðið dunaði fyrir eyrum mér. „Jæja þá”. Wallace l'rændi lyíti glasi sinu hátt á loft. „Hamingju- samt ár og blómlegra atvinnulíf”. Hanna hnykkti höfðinu óþolinmóðlega til. „Skál okkar”, sagði hún. Ég kreppti báðar hendur utan um glasið og áræddi ekki að bera það upp að vörunum. Ég þorði ekki heldur að lita á Harrý og Hönnu, þótt ég vissi, að þau höfðu breytt umtalsefni. Hafi þau tekið eftir þvi, hve ann- ars hugar ég var, gerðu þau að minnsta koti ekkert til að vekja athygli á þvi. Ég varð að gera eitthvað. Mér fannst hugur minn segja mér það ein- hvers staðar langt úr fjarska. Svona gat ég ekki setið til miðnættis. Ég varð Parkerssystrunum og förunautum þeirra ávallt þakklát fyr- ir að koma á þessari stundu. Þær voru að fara á nýársdansleik og litu inn i framhjáleiðinni og fluttu með sér nýtt andrúmsloft. Við risum á fætur, og ungu mennirnir, sem voru i fylgd með þeim, voru kynntir fyr- irokkur. Þeir voru gestir Parkersfólksins um hátiðirnar. Með vélræn- um hreyfingum rétti ég þeim höndina og vonaði það eitt, að þeir hefðu ekki orð á þvi, hve helkaldir fingur minir voru. Ég man ekki nöfn mannanna — ég gerði mér ekki það ómak að reyna að muna þau —, en kátina og málæði þeirra var mér sannarlega himnasending. Ég hef alltaf hugsað til þeirra þakklátum huga. Þegar margt fólk var viðstatt og mikið talað, var ætið afsakanlegt, þótt ég þegði. Ég settist i sæti mitt aftur og gerði enga tilraun til þess að fylgjast með samtalinu. „Emilia!” önnur Parkerssystirin sneri sér að lokum að mér og snart handlegg minn. „Þú verður að koma okkur til hjálpar. Þú hefur ekkert lagt til málanna.” Ég þröngvaði mér til þess að lita framan i hana og gefa gaum að þvi, sem hún var að segja. Hún vildi, að við kæmum lika á dansleikinn. Þessir dansleikir voru svo hundleiðinlegir, nema dálitill hópur tæki sig saman. Væri það ekki andstyggilegt af þeim Harrý og Hönnu, ef þau brygðust einmitt núna? „Og þú kemur lika”, bætti hún við eftir dálitla umhugsun. „Þó að þú kærir þig ekki um að dansa, er skárra að fara heldur en hirast heima á gamlaárskvöld”. „Auðvitað fer Hanna”, sagði ég. „Ég hélt lika, að hún hefði ætlað að fara, og ef Harrý situr heima min vegna...” Hann mun hafa hlustað á samtal okkar, þvi að nú kom hann til okkar. „Nei, Emilia’’, sagði hann og tók hönd mina. Ég varð að beita allri orku minni til þess að titra ekki, er hann snart mig. „Nei. Það verður okkur að minnsta kosti ekki að fjörutjóni, þótt árið renni yfir okkur hérna heima. Ég var búinn að lofa að vera heima i kvöld, að það efni ég”. En ég sá, að Hanna horfði á hann. Ég fann, hve ákaft þau þráðu að komast brott. Ég vissi, hvernig dansleikirnir i Félagshúsinu voru. Þar buðust elskendum nóg tækifæri til þess að skjótast út i bifreiðina sina, ef þá fýsti. Jafnvel i dansiðunni á gólfinu var auövelt um ástaratlot, sem enginn veitti athygli. Ég vissi, að þau sátu bæði um hvert færi, sem kunni að gefast. Látum þau þá fara, hugsaði ég. Látum þau sleppa héð- an brott undir fölsku yfirskyni. Svo gat ég stytt mér stundir heima við siðustu vonirnar. „Auðvitað farið þið”, endurtók ég, „— bæði. Ég hef snúizt i mörgu i dag og er orðin þreytt. Þið vitið, að það er ekkert góðverk að draga mig með ykkur — hvorki við mig né neinn annan”. Harrý reyndi að andmæla, en ég þaggaði allar mótbárur niður. Lárétt 1) Dýr,- 5) Norður,- 7) Leit,- 9) Vonds,- 11) Frostbit- 13) Ennfremur- 14) Stó.- 16) Haul.- 17) Kvendýrið,- 19) Ekki talaða.- Lóðrétt 1) Leikur illa,- 2) Lita,- 3) Utanhúss,- 4) Mann,- 6) Blaðið,- K) Afar,- 10) Trjágreinarnar.- 12) Farða.- 15)Spil,- 18) Þungi (skst.) Háðning á gátu No. 1227 Lárétt 1) Hundar,- 5) Nóg.- 7) Um,- 9) Tafl,- 11) Tók,- 13) Róa,- 14) Taug - 16) ÐÐ,- 17) Róðra,- 19) Glaðar,- 1) Hvutti,- 2) NN.- 3) Dót,- 4) Agar,- 6) Hlaðar.-8) Móa,- 10) Góðra,- 12) Kurl - 15) Góa,- 18) ÐÐ,- D R E K I 1 gamla daga höfðu leiðtogar menn til að bragða allan mat — til ,að tryggja að hannværi ,ekki eitraður I! il lilisil ÞRIÐJUDAGUR 10. október 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Setning Alþingisa. Guðs- þjónusta i Dómkirkjunni Prestur: Séra Guðmundur Þorsteinsson. Organleikari: Ragnar Björnsson. b. Þing- setning 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 M iödegistónleikar: Felicja Blumental og Sin- fóniuhljómsveitin i Lundún- um leika Pianókonsert i brasiliskum stil op. 105 nr. 2 eftir Hekel. Tavares: Ana- tole Fistoulari stjórnar. Grete og Josef Dichler leika 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Sagan: „Fjölskyldan i Hreiðrinu” eftir Estrid Ott Sigriður Guðmundsdóttir les (6). 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill 19.45 Umhverfismál. 20.00 Lög unga fólksins. Sigurður Garðarsson kynn- ir. 21.00 íþróttir'.Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.10 Vettvangur. f þættinum er fjallað um vandamál ungra öryrkja. Umsjónar- maður: Sigmar B. Hauks- son. 21.40 Tónlist eftir Sarasate. Ruggiero Ricci leikur á fiðlu. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Endur- minningar Jóngeirs. Jónas Árnason les úr bók sinni „Tekið i blökkina” (13). 22.35 Harmonikulög. Danskir harmonikuleikarar taka lagið. 22.50 Á hljóðbergLCelia John- son les smásögu, „Bliss” eftir nýsjálenzku skáldkon- una Katherine Mansfield. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Þriöjudagur 10.október1972 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Ashton-f jölskyldan. Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 24. þáttur. Hazard liðþjálfLÞýðandi Jón O. Ed- wald. Efni 23. þáttar: Freda og Sheila og Doris, vinkona þeirra, bregða sér til South- ampton, til að skemmta sér. Freda og Doris kynnast tveim ungum og glaðværum hermönnum og eyða kvöld- inu með þeim. Sheila leggur af stað heim, en á brautar- stöðinni hittir hún skraf- hreifinn náunga, sem býður henni upp á drykk. Fyrir bragðið missir hún af sið- ustu lest heim, og þegar hún loks kemur heim daginn eft- ir, er Davið þar fyrir drukk- inn og reiður. 21.25 Karlakórinn Þrestir. Þrestir frá Hafnarfirði syngja i sjónvarpssal. Söng- stjóri Eirikur Sigtryggsson. Einsöngvari Inga Maria Eyjólfsdóttir. Hljóðfæra- leikarar Agnes Löve, Eyþór Þorláksson og Njáll Sigur- jónsson. Stjórnandi upptöku Tage Ammendrup. 21.40 Sildin, sem hvarf.Norsk mynd um sildveiðar og sildarrannsóknir. (Nordvis- ion — Norska sjónvarpið) Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. Á eftir myndinni fer umræðuþáttur um efni hennar. Umræðum stýrir Magnús Bjarnfreðsson. 22.40 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.