Tíminn - 10.10.1972, Síða 15

Tíminn - 10.10.1972, Síða 15
 lUmsjón Alfreð Þorsteinsson: MÉl Stórgóður leikur Einars Gunnarssonar kom í veg fyrir KR-sigur í Bikarnum — hann sýndi góðan leik i siðari hálfleik og skoraði sjálfur mark, sem kom Keflavíkurliðinu yfir. Keflavík mætir FH i undanúrslitum Keflvikingar geta þakkað Einari Gunnarssyni að þeir komust i 4 liða urslitin i Bikar- keppni KSÍ á laugardaginn, þegar þeir mættu KR á Melavellinum. Þegar staðan var 2:1 fyrir KR fór Einár fram i tengiliðastöðu og breytti Kefla vikurliðinu til batnaðar- Hann stjórnaði leik liðsins eins og hershöfðingi — undir hans stjórn tekst Kefl- víkingum aö jafna og svo skorar Einar (gamli miðherjinn) og kemur liöi sinu yfir 2:3 og stuttu siðar innsigla Keflvikingar sigur sinn meö þvi að bæta fjórða markinu við. Þar með voru Kefl- vikingar komnir i fjögurra liða úrslitin og leika næst gegn FH i Keflavik. En snúum okkur þá að leik KR og Keflavik: A 19. min kom fyrsta mark leiksins. Atla Þór Héðinssyni tókst að komast skemmtilega inn fyrir Keflavikurvörnina og renna knettinum fram hja Þorsteini Ólafssyni, markverði. Adam var ekki lengi i Paradis, á sömu min. tókst Steinari Guðmundi að jafna fyrir Keflavikurliðið, hann fékk langsendingu frá Guðna og skoraði örugglega. KR-ingar sottu mun meira eftir þetta, og litlu munaði, að Sigmundi Sigurðssyni, tækist að skora af 30 m færi a 32. min., en þá átti hann skot i þverslá. Ólafur Júliusson komsteinn inn fyrir KR-vörnina á 37. min., en hann missti knöttinn of langt frá sér. KR-ingar fá óskabyrjun i siðari hálfleik, þegar þeir skora 2:1 eftir aðeins 40 sek. Gunnar Guðmunds- son gaf góða sendingu fyrir mark Keflvikinga — Jóhann Torfason var þar vel staðsettur og skallaði að marki, en til mikillar undrunar sló Þorsteinn knöttinn i netið. Það borgar sig ekki alltaf að vera að reyna að slá knöttinn, það er miklu betra að reyna að gripa hann, þvi að markverðir vita ekki hvert knötturinn hrekkur, þegar þeir eru að reyna að slá hann frá marki. Eftir þetta mark, eru gerðar stöðubreytingar hjá Keflavikur- liðinu — Einar fer fram og leikur sem tengiliöur, þessi breyting var til batnaðar. KR-liðiö gerði mikla skyssu eftir að þeir skoruðu markið, þeir drógu sig i vörnina og hættu að sækja, eins og þeir höföu gert með svo góðum árangri. Það var til þess, að Keflavikurliðið náöi völdunum á miðjunni og þvi tókst fljótlega að jafna 2:2, en markið gerði Jón Ólafur, eftir að hafa fengið stungubolta fram völlinn — hann þrumaði knettinum i markið úr vitateig. Fimm min. siðar kemst Keflavikurliðið svo yfir — Ólafur Júliusson tók hornspyrnu, gaf knöttinn vel inn i vitateig KR, þar sem Friðrik Ragnarsson skallaði iil Einars Gunnarssonar, sem sendi knöttinn i netiö. KR-liðið brotnaði niður við þetta mark og Keflvikingar bættu svo við fjórða markinu á 40. min þegar Friðrik komst með knöttinn að endamörkum og gaf vel fyrir markið, þar sem ólafur kemur á fullri ferð og negldi i netið. KR-liðið gerði mikla skyssu i leiknum, það var búið aö vera betra liðið fram að 2:1 markinu — þá dró liðiö sig i vörnina, hlutur sem það átti aldrei að gera, heldur að fara eftir máltækinu, „Sókn er bezta vörnin.” Keflavikurliðið fór ekki i gang Hér sést ólafur Júlíusson á fleygi ferðupp kantinn. Hann skoraði fjórða mark Kefivikinga gegn KR. (Timamynd Róbert). fyrr en Einar fór í tengiliðastöð- una þá sýndi liðið að það getur verið erfitt aö sigra það. Einnig var sókn liðsins beittari, eftir aö Friðrik Ragnarsson kom inn á i siöari hálfleik. SOS. Þrumuskot Hermanns söng i netinu — varnarmenn Akranesliðsins horfa á eftir knettinum. Valur hélt heiðrí Reykjavíkurliða uppi — Valsmenn sigruðu Skagamenn 2:1 í 8-liða úrslitum Bikarkeppninnar. Leika gegn Eyjamönnum í 4-liða úrslitunum Valsliðið hélt uppi heiöri Reykjavikur, þegar iiðið sigraði Skagamenn i Bikarkeppninni — eftir sigurinn er Valur eina Reykjavikurliðið, sem eftir er i keppninni. En liðið fær erfiða mótherja i undanúrslitunum, nefnilega Eyjamenn og það i Vestmannaeyjum. Það var Skagamaðurinn i liði Vals, Ingvar Eliasson, sem skoraði úrslita- markið fyrir Val gegn sinum gömlu félögum og það munaði ekki miklu, að honum tækist að bæta öðru marki við undir lok leiksins. Skagamenn skoruðu fyrsta mark leiksins. Teitur Þórðarson lék einleik i gegnum Valsvörnina, en þegar hann var að komast i skotafæri inn i vitateig, brá bezti leikmaður Vals, Jóhannes Edvardsson, honum gróflega. Óli Ólsen dómari, dæmdi réttilega vitaspyrnu, sem Eyleifur Haf- steinsson skoraði örugglega úr. Valsm. tekst að jafna fyrir leikshlé — á 33. min á Hermann Gunnarsson skaila að marki, sem markvörður Akurnesinga, Hörður Helgason, bjargar naum- lega i horn, Alexander Jóhanns- son spyrnir vel fyrir markið úr hornspyrnunni — knötturinn lendir hjá Hermanni,sem tekur hann viðstöðulausan og þrumar honum í netið. Skagamenn mót- mæltu markinu á þeim forsendum, að Hermann, hafi kallað: ,,Ég hef ’ ann”, en það er ólöglegt eftir nýju dómarareglun- um. Á 15. min siðari hálfleiks bjargar Jóhannes, bakvörður Skagamanna, góðu skoti frá Her- manni á linu. Stuttu siðar brennir Alexander af í opnu færi. Vals- menn sækja stift, og markið liggur i loftinu. A 20. min gefur Þórir Jónsson knöttinn út á kant til Hermanns, sem leikur upp að endamörkum, og sendir knöttinn þaðan fyrir markið — þar sem Ingvar er vel staðsettur og átti ekki i erfiðleikum meö aö hitta rammann. Teitur skorar mark fyrir Skagamenn á 25. min., en það var dæmt af, vegna þess að það hafði verið tekiö vitlaust innkast. Furðulegur dómur þaö, að fara að dæma vitlaust innkast löngu eftir að það var tekið, og línuvörðurinn veifaði ekki fyrr en knötturinn lá i marki Valsmanna. Á marka- minútinni miklu, munaði ekki miklu, að Ingvari tækist að skora þriðja mark Valsmanna, hann komst einn inn fyrir vörn Skaga- manna, og átti ekkert eftir, ann- að senda knöttinn i mannlaust markið, en svona af gömlum vana sendi hann knöttinn rétt fram hjá. Með þessum sigri er Valsliðið eina Reykjavikurliðið, sem eftir er i Bikarkeppninni og mega Reykjavikurfélögin muna fifil sinn fegri. En sú var tiðin, að þau létu ekki bikarinn fara út fyrir borgarmörkin. SOS. „Óskabörn" Hafnar- fjarðar í undanúrslit — FH sigraði Hauka Þá var kátt i Firðinum.... „Óskabörn” Hafnarfjarðar sigr- uðu Hauka i skemmtilegum leik i Bikarkeppninni á laugardaginn og urðu margir áhorfendur vitni að þvi, þegar „óskabörnin”, FH, unnu sér rétt til að leika i undan- úrslitum, er þau sigruðu, bæjar- bræður sina úr Haukum 3:2. Það var fljótlega i leiknum, sem áhorfendur fengu að sjá knöttinn liggja i netinu. A 5. min. skoraði Viðar Halldórsson, fyrir FH og var það endahnútur á góðri sóknarlotu. Loftur Eyjólfsson, jafnaði siðan fyrir Hauka og var þvi staðan I hálfleik 1:1. (Sigild markatala i 8-liða úrslitunum i Bikarkeppninni). FH-ingar mættu ákveðnir til leiks i siðari hálfleik og þeim tókst fljótlega að bæta við tveim- ur mörkum i viðbót — fyrst Viðar Halldórsson, og siðan Helgi Ragnarsson. Haukarnir gáfust ekki upp, heldur minnkuðu mun- inn með marki frá Adolf Guðmundssyni, en þeim tókst ekki að jafna og hlaut þvi FH-liðið^ farseðilinn til Keflavikur. Eyjamenn slógu Bikar■ meistarana úr keppni — Örn Óskarsson, skoraði þrennu gegn Víking Eyjamenn sigruöu Bikar- meistara Vikings i Bikarkeppn- inni á laugardaginn. Leikurinn sem fór fram i Eyjum, lauk með sigri heimamanna 4:1 — heima- menn voru heppnir að hafa ekki fengið á sig nema eitt mark i fyrri hálfleik, sem Vikingur átti meira i, en það var eins og fyrri daginn — leikmenn Vikings, komu ekki knettinum i netið. Eyjamenn skoruðu fyrsta mark leiksins og var það mjög vafa- samt. örn Óskarsson, spyrnti knettinum úr höndunum á Diðriki Ólafssyni, markverði Vikings. Dómari leiksins ráðfærði sig við linuvörðinn, en dæmdi siðan mark — furðulegur dómur það. Vikingsliðið fór að sækja eftir þetta mark, en leikmönnum liðs- ins tókst ekki að notfæra sér marxtækifærin, sem þeir fengu. Þó komu þeir knettinum i netiö, það var á 28. min., að Guðgeir Leifsson skaut góðu skoti úr aukaspyrnu — knötturinn stefndi i hornið fjær, Páll Pálmason, henti sér i hornið — en knötturinn hrökk i hælinn á Eiriki Þorsteins- syni og þaðan i öfugt horn. örn óskarsson, skoraði svo annaö mark Eyjamanna á 8. min siðari hálfleiks. Stuttu siðar áttu Vikingar að fá réttilega dæmd viti. — Eirikur var kominn i góða skotstöðu inn í vitateig Eyja- manna, en þá kom Friöfinnur og „tæklaði” hann ólöglega — dóm- ari leiksins Valur Benediktsson, lét sem hann sæi ekki brotiö. Haraldur Júliusson, skoraði þriðja mark Eyjamanna og Orn Óskarsson bætti fjórða markinu við fyrir leikslok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.