Tíminn - 10.10.1972, Qupperneq 16

Tíminn - 10.10.1972, Qupperneq 16
16 TÍMINN Þriöjudagur 10. október 1972. Þaö var ekki að sökum aö spyrja, knötturinn lá i tR-markinu. KR-ingar voru óstöövandi gegn lélegu tR- liöi. (Timamyndir Róbert). Reykjavikurmótið í handknattleik: Baráttuglaðir KR-ingar skutu lélega IR-inga í kaf — Ármannsliðið sýndi góðan leik gegn Reykjavíkur- meisturunum. Framarar fóru létt með Fylki. Kjórir leikir voru leiknir i Rcykjavikurmótinu i handknatt- leik á sunnudagskvöldiö, og voru þeir lieldur bragödaufir. Kn þaö vakti alliygli, livaö KR-liöiö sigr- aöi ílt meö stórum iiiun, og livaö Ariiienniiigar slóöu í Valsinöiin- um. I>á mátlu Vikingar þakka l'yrir jafntefli gegn Rrólti, cn Kramliöiö átti ekki i erfiöleikum meö Kylki. Viö skuluni nú lita iiánar á leikina og sjá, livað þeir liöföu upp á aö bjóöa: Kylkir stóð i Fram lyrstu min., en svo sprakk blaöran Nýliðarnir úr Fylki stóðu i ts- landsmeisturum Fram fyrstu minúturnar, og þeir komust yfir 1:2, en þá jaínaði Guðjón Mar- teinsson fyrir Fram, og mörk frá Axeli Axelssyni og Guðjóni komu svo Fram yfir 4:2, en þá lagaði Einar Agústsson stöðuna i 4:3 og þá voru 14 min búnar af fyrri hálfleik. Þá sprakk blaðran og Framarar skora hvert markið af öðru — Axel skorar þrjú mörk i röð og Björgvin, Axel og Pétur Jóhannsson skora svo önnur þrjú f'yrir hálfleik og staðan er þá 10:3 fyrir Fram. 1 siðari hálfleik kveður mest að ungu leikmönnunum hjá Fram. — Pétur skorar tvö fyrstu mörk Fram, þá bætir Guðjón marki við, og staðan er þá 13:3. Guðmundur, Sigurbergur Sigsteinsson og Guð- jón skora svo siöustu mörk Fram- liðsins, og lokastaðan varð 17:3 fyrir tslandsmeistarana i frekar léttum leik fyrir þá. Framararnir tóku litið á gegn Fylki, þeir léku léttan leik og gáfu ungu leikmönnunum kost á að sýna hvað i þeim býr. Ingólfur Óskarsson lék aftur með liðinu, og er gaman að sjá hann kominn á leikvöllinn. Leikmenn Fylkis sýndu leiðinlega framkomu á leikvelli, þeir voru sinöldrandi út af dómum — leiðinlegur ávani, sem kominn er upp hjá liðinu strax, eftir tvo leiki i mótinu. ivar markvörður KR átti snilldarleik gegn ÍR KR-ingar komu mjög á óvart gegn IR-liðinu, þeir hreinleg skutu tR-liðið i kaf i byrjun, og ekki var það verra fyrir þá, að ungur efnilegur markvörður þeirra, tvar Gissurarson, sýndi frábæra markvörzlu i leiknum. Björn Blöndal skorar fyrsta markið fyrir KR og Björn Krist- insson bætir öðru við. Þá svarar Agúst Svavarsson fyrir tR með þrumuskoti — Kr-ingar láta það ekki á sig fá, heldur skora þeir næstu fimm mörk leiksins. Jó- hannes Gunnarsson skorar svo annað mark tR á 13. min og Bogi Torfason svarar fyrir KR, en Jó- hannes skorar svo aftur og staðan er þá orðin 8:3 fyrir KR. Ekkert virðist ganga hjá tR-liðinu, skot leikmanna liðsins lenda i stöngunum og Ivar ver oft stór vel, bæði af linu og hraðupphlaup- um. Fyrir hálfleik bætir Björn Pétursson svo tveimur mörkum við fyrir KR og staðan er orðin 10:3. Brynjólfur Markússon skorar fyrir tR, en Haukur Ottesen svar- ar fyrir KR. Þá skorar Agúst Svavarsson, og staðan er 11:5. KR-ingar eiga ekki i erfiðleikum með lélegt lið 1R, þeir bæta við þremur mörkum áður en Bryn- jólfur getur svarað fyrir 1R. Vil- hjálmur skorar svo úr hraðaupp- hlaupi — það dugir ekki gegn KR- liðinu, sem bætir tveimur mörk- um við, 16:7. Hörður Arnason skorar þá fyrir tR, en Björn Pétursson átti siðasta orðið i leiknum og innsiglaði stórsigur KR-liðsins 17:8. KR-liðið sýndi mikinn keppnis- vilja og leikmenn liðsins léku sér að lélegu IR-liði. ívar Gissurar- son, átti mjög góðan leik i mark- inu, og hann varði allan leikinn af stakri prýði. Með þessum leik sýndi KR-liðið undir stjórn Stefáns Sandholts, að það er til alls liklegt i vetur, ef rétt er á spilunum haldið. IR-liðið er mjög lélegt lið, og það nær ekki langt með þessu áframhaldi — markverðir liðsins verja varla nokkurn bolta og leik- menn liðsins eru skjótandi i vit- leysu i tima og ótima. T.d. stend- ur sókn liðsins ekki nema i 40-50 sek. Leikur liðsins er ekki nógu sannfærandi og leikmenn liðsins verða að gera betur, ef ekki á að fara illa i vetur. Armenningar stóðu i Revkiavikurmeisturun- um Nýliðarnir i 1. deild Ármanns sýndu i leiknum gegn Val, að þeir eiga eftir að vera erfiðir i vetur. Valsmenn áttu i erfiðleikum gegn þeim og Valsmönnum tókst ekki að komast yfir fyrr en þegar 6 min. voru til leiksloka. Valsmenn skoruðu tvö fyrstu mörkin i leiknum, fyrst Ólafur Jónsson og svo Bergur Guðnason. Ármanns-liðið svarar með þrem- ur mörkum frá Vilberg (2) og Herði Kristinssyni. Þorbjörn Guðmundsson jafnar og kemur Val svo yfir 4‘-3 og Bergur lagar llinn efnilegi linumuður, Vilberg Sigtryggsson.sést hér kasta sér inn i vilateig Vals og skora örugglega. stöðuna i 5:3. Þá taka Ár- menningar góðan sprett og jafna 5:5 — Hörður Kristinsson skoraði bæði mörkin. Jón Ástvaldsson kemur svo Ár- manni yfir, en Þorbjörn jafnar fyrir Val. Siðan mátti sjá tölur eins og 7:7, 8:8, 9:9 og Armanns- liðið náði alltaf forustu, en Vals- menn jöfnuðu. A 14. min. siðari hálfleiks skoraði Ólafur Jónsson tiunda mark Vals og Torfi bætti öðru við.Þegar staðan var 10:9 fyrir Val, dæmdi Sveinn Krist- jánsson frikast af Armanni á óskiljanlegan hátt, leikmenn Ar- manns voru að stilla sér upp við punktalinu, þegar Sveinn dæmdi Val boltann. Þessi dómur kostaði Ármann jafnvel jafntefli eða sig- ur. En Ármannsliðinu tókst ekki að jafna, þó að Vilberg skoraði 11:10 og Armann hefði knöttinn, þá komu mistök Harðar i veg fyr- ir jafntefli — hann reyndi að troða knettinum inn á linu, þar sem var litill möguleiki á að góma hann. Ármannsliðið kom skemmti- lega á óvart og með smákeppni hefði það getað náð jafntefli gegn Val, eða jafnvel sigrað. Liðið er skipað ungum og efnilegum leik- mönnum, sérstaklega Vilbergi Sigtryggssyni, sem er okkar allra skemmtilegasti linumaður, og má landsliðsnefnd fara að gefa honum auga. Mörk Ármanns skoruðu: Vilberg 4, Hörður 3, llér á myndinni sést Björn Pétursson, hinn lúmski leik- niaður kominn inn á Ifnu og skora gcgn ÍR. Björn Jóhannesson 2 og Jón Ast- valdsson eitt. Valsliðið er ekki eins ógnandi og það var i fyrra, munar þar mestum Gisla Blöndal, sem legg- st inn á spitala nú i vikunni. Mest bar á Bergi og Þorbirni i leiknum, en þeir skoruðu þrjú mörk i leikn- um hvor. Aðrir, sem skoruðu, voru: Ólafur Jónsson 2, Stefán Gunnarsson, Torfi og Gunnsteinn, eitt hver. Þróttarliðið missti sigurleik niður i jafn- tefli Enn einu sinni var heppnin ekki með Þrótti, liðið missti leik, sem var unninn, niður i jafntefli, þeg- ar liðið mætti Vikingi. Þróttarlið- ið leiddi nær allan leikinn, en und- irlokin skoraði Einar Magnússon þrjú mörk fyrir Viking og tryggði liðinu jafntefli. Þróttur hafði yfir i hálfleik 5:4 og sýndi þá Trausti Þorgrimsson góðan leik — hann skoraði þrjú mörk af linu. Kjartan Steinbach skorar svo fyrir Þróttarliðið i sið- ari hálfleik og var staðan þá 6:4. Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.