Tíminn - 11.10.1972, Side 1

Tíminn - 11.10.1972, Side 1
 V. GOÐI ~fyrir góotm mat V kæli- skápar A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Simar 18395 & 86500 KJ—Kcykjavík. Alþingi islendinga var sett i gær i alþingishúsinu að lokinni guðsþjónustu i dóinkirkjunni. í dómkirkjunni hófst guðs- þjónustan kl. 13.30 og predikaði séra Guðmundur Þorsteinsson. Að guðsþjónust- u lokinni var gengið til alþingishússins. Urðu forseta- hjónin, ráðherrar og alþingis- menn þar fyrir aðkasti manns, sein skvetti á þá skyri úr fötu, eins og frá segir nánar i frétt annars staðar i blaðinu. Fengu suinir yfir sig stórar gusur, og sá á fötum þeirra við þing- setninguna. Um kl. 14.30 gekk forseti Is- lands, dr. Kristján Eldjárn, i sal sameinaðs þings og las upp forsetabréf frá 18. september siðastliðnuin um, að Aiþingi væri kallað saman til fundar 10. október, og setti þar með alþingi. Óskaði forsetinn þing- niönnum blessunar i störfum sinum. Var siðan forseti og fósturjörð hyllt með ferföldu húrrahrópi. Krá þingsetningunni i gær. Forsetinn les forsctabréf. Timainynd iGunnar þvi þingi var slitið s.l. vor, þeirra Vilhjálms Þór , fyrr- verandi bankastjóra, Jóns Sigurðssonar, bónda á Iteyni- stað, og Asgeirs Asgeirssonar, fyrrverandi forseta. Heiðraði þinghcimur ininningu hinna íátnu með þvi að risa úr sæt- uin. Minningarorðin eru birt á bls. (i. Þvi næst tók aldursforseti þingsins, Hannibal Valdi- marsson, við forsetastörfum. 1 upphafi minntist hann þriggja manna, sem látizt höfðu frá Þessu næst var þingfundi frestað lil kl. 14 i dag, en þá verða forsetar og skrifarar þingsins kjörnir. Fjárlaga- frumvarpið EJ—Reykjavik. Fjárlagafrumvarp rikis- stjórnarinnar fyrir næsta fjár- lagaár vcröur lagt fram á Alþingi i dag. Tekur sæti á Alþingi EJ—Reykjavik. Eyjólfur Konráð Jónsson, rit- stjóri, tók i gær sæti á Alþingi i fjarvcru Fálma Jónssonar, 4. þingmanns Norðurlandskjör- dæmis vestra. Helgi Hóseasson eys i ákafa úr skyrdalli sínum. Viöbragðsfljótustu lögregluþjónarnir taka á sprett, og höndin á fyrirliðanum er að losna frá húfunni. — Tímamynd: Gunnar. Viðhöfn, sem rauk út i veður og vind Eins og áður segir var þing- messa úti. Forseti og biskup gengu fremstir, eins og venja er til við slíka athöfn, og voru komn- ir nokkur skref upp á gangstétt- ina við horn þinghússins. Næstir á eftir þeim gengu forsetafrúin og presturinn, sem predikaði við þingsetningu, séra Guðmundur Þorsteinsson, þá forsætisráð- herra og forseti Sameinaðs þings, siðan ráðherrar tveir og tveir og loks þingmenn hver af öðrum, einnig tveir og tveir hlið við hlið. Tólf manna heiðursvörður lög- regluþjóna hafði skipað sér i röð á miðju Kirkjustræti með fingur hægri handar til húfuskygghi og var vestastur fánaberi, en beint Framhald á bls. 13 Þeir sletta skyrinu, sem eiga — það sannaðist við þingsetninguna i gær. Þegar ráöherrar og þing- menn með forsetahjónin og bisk- up landsins, I brjósti fylkingar. voru á leið milli kirkju og þing- húss að lokinni þingmessu, hljóp fram maður mcð fötu i hendi og jós úr henni skyrblöndu, að menn ætla, yfir þá sem fremstir fóru. Þannig hélt hann siðan áfram aft- ur mcð fylkingunni, unz hann hafði náð að skvetta á tuttugu menn, eða þar yfir. Aldrei hefur neitt þessu likt gerzt fyrr við þingsetningu. Aftur á móti minnir þetta mjög á það atvik, er stúlkan skvetti bleki á Heath, forsætisráðherra Breta, i Briissel fyrr á þessu ári. Maður sá, sem þarna var að verki, var Helgi Hóseasson húsasmiða- meistari, sem oftsinnis hefur brugðið fyrir sig ýmsu harla óvenjulegu sökum þess, að hann hefur ekki fengið ógiltan skírnar- sáttmála sinn á lögformlegan hátt. „Grípið manninn, grípið manninn!" var hrópað, þegar herfjöturinn raknaði af stjörfum heiðursverðinum Myndir frá atburðinum við þinghúsið — sjá 15 síðu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.