Tíminn - 11.10.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.10.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 11. október 1972. TÍMINN 7 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.),'Jón Helgason, Tómas Karlsson/ Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Tímans)í::::::::: ::::::::::: Auglýsingastjóri: Steingrimur. Gislason Ritstjórnarskrif-::::::::: :$•:■::::: stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306.-:;:;:;:;: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusfmi 12323 — auglýs- ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300..Askriftargjaldg:::::: 225 krónur á mánuði innan iands, i lausasöiu 15 krónur ein takið. Blaðaprent h.f. Björn og AAbl. Eins og áður hefur verið getið, hefur Mbl. tvo aðstoðarmenn i landbúnaðarskrifum, eða þá Björn Matthiasson og Ingólf Jónsson. Skoðanir þeirra eru þó harla ólikar, þar sem Ingólfur berst fyrir auknum útflutningi á kjöti og mjólkurvör- um, en Björn vill draga úr landbúnaðarfram- leiðslunni og flytja inn kjöt og mjólkurvörur. Lengi vel lét Mbl. ekki neitt uppi um það, hvort það fylgdi heldur Birni eða Ingólfi að málum. Það kom fyrst i ljós siðastl. sunnudag, þegar höfundur Reykjavikurbréfs kom til liðs við Björn i deilum hans við Inga Tryggvason, blaðafulltrúa bænda- samtakanna. 1 Reykjavikurbréfinu er að visu reynt að segja sem minnst um deiluefnið sjálft, en þó komizt að þeirri niðurstöðu, að Ingi hafi ,,haft miklu minna til mála að leggja en Björn Matthiasson.” Um Björn Matthiasson segir Mbl. ennfremur, að hann ,,sé mætur og menntaður maður, sem meinar allt vel.” Mbl. segir einnig, að „auðvitað er það af góðum hug gert, þegar hagvisindamenn benda þjóð sinni á, að hún geti aflað meiri auðlegðar með þvi að draga fjármagn og vinnuafl frá landbúnaði og beina þvi að öðrum starfsgreinum.” Glöggt er það af þessu, að samúð Mbl. er með Birni Matthiassyni og málflutningi hans. Þetta styður þá skoðun, að Ingólfur Jónsson og sálu- félagar hans séu að einangrast i Sjálfstæðis- flokknum og ný kynslóð sé að móta þar aðra og nýja landbúnaðarstefnu undir leiðsögn Björns Matthiassonar og sálufélaga hans. En sitthvað þurfa þessir menn að ihuga betur áður en þeir ráðast til frekari atlögu gegn land- búnaðinum. Nú er t.d. i smiðum mikil iðnþróun- aráætlun, þar sem þeir Jóhann Hafstein og Magnús Kjartansson deila um höfundarrétt. Eitt höfuðatriði hennar er að auka stórlega útflutning á iðnaðarvörum, en sá útflutningur á öðru fremur að byggjast á betri nýtingu á ull og gærum. En hvar á að fá ullina og gærurnar, ef sauðfjár- ræktin leggst að mestu niður og kjöt verður flutt inn frá Ástraliu og Argentinu? Eða reikna hag- visindamenn Mbl. likt og einn foringi Alþýðu- flokksins, sem setti upp þekkingarsvip og spurði af þjósti: Eru bændur svo miklir skussar, að þeir geti aldrei fengið margar gærur af sömu kind- inni? Honum hafði orðið það á i hagvisindum sin- um að rugla saman reifum og gærum. Herleiðingin Alþýðublaðið birtir i gær forustugrein um her- leiðingu þess, án þess að minnast nokkuð á kjarna málsins. Hann er sá, að útgáfa blaðsins hefur verið afhent fyrirtæki, þar sem ihaldsmenn ráða og stefna að þvi að gera það að morgunút gáfu Visis. Alþýðuflokkurinn fær aðeins að ráða yfir örlitlum hluta þess. útgáfufyrirtækið ræður yfir blaðinu að öðru leyti og mótar efni þess. Til að árétta þessa herleiðingu Alþýðublaðsins hefur sölustjóri Visis verið gerður að framkvæmda- stjóra þess, og eitt helzta þingmannsefni Sjálf- stæðisflokksins i Reykjavik situr fundi, þar sem rætt er um útgáfu blaðsins. Svona fullkomin er þessi herleiðing. ERLENT YFIRLIT Anker þykir líklegur til traustrar forustu Verkamaður skipar nú mesta valdasæti Danmerkur Anker Jörgensen HINN NÝI forsætisráðherra Danmerkur fær vafalitið að glima við mörg vandamál. Stjórn hans er minnihluta- stjórn sosialdemokrata, sem situr á eldfjalli, eins og hann hefur sjálfur komizt að orði. Hún byggir tilveru sina á stuðningi sosialiska þjóð- flokksins, sem hefur engan áhuga á, að stjórnin verði sos- ialdemokrötum til fram- dráttar. Helzta lifvon hennar er sennilega fólgin i þvi, að hinum nýja forsætisráðherra takist svo vel, að sosialistar þori ekki að fella hana af ótta við fylgistap. Ef sosialiski þjóðflokkurinn hefði mátt ráða.hefði hann sennilega miklu fremur kosið, að Krag héldi áfram sem for- sætisráðherra, en að Anker Jörgensen tæki við. Anker Jörgensen hefur mun meiri tiltrú vinstri armsins hjá sosialdemokrötum en Krag hafði og er þvi liklegri til að koma i veg fyrir, að sosial demokratar missi fylgi til sosialiska þjóðflokksins. Hættan, sem hann þarf að glima við, er frekar sú, að hann missi kjósendur úr hægri armi sosialdemokrata til radi- kala flokksins. Jörgensen þarf þannig að þræða vandfarna millileið. I NÁINNI framtið mun Jörgensen fyrst og fremst reyna að ná aftur tiltrú þeirra kjósenda meðal sosialdemo- krata, sem voru og eru and- vigir aðild að Efnahagsbanda- laginu. Margir þeirra hafa nú horn i siðu hans, þvi að þeir treystu honum sem róttækum manni til að beita sér gegn aðildinni, og það kom mörgum á óvart, þegar hann snerist á sveif með henni. Þar snerust margir nánustu liðsmenn og vandamenn Jörgensen gegn honum. í kjördæmi hans fengu t.d. andstæðingar aðildar hlut- fallslega fleiri atkvæði en i nokkru kjördæmi öðru. Fjögur börn hans, sem eru á aldrinum 11-27 ára, voru öll á önd- verðum meiði við hann i aðildarmálinu, enda þótt þau meti hann mikils og fjöl- skyldulif hans hafi verið gott. Rök Jörgensens fyrir stuðningi hans við aðildina voru aðallega tviþætt. Hann hélt þvi fram i fyrsta lagi, að aðildin myndi tryggja al- menningi i Danmörku betri lifskjör en ella. i öðru lagi taldi hann, að hin öfluga verkalýðshreyfing i Danmörku gæti gegnt mikil- vægu hlutverki innan Efna- hagsbandalagsins. Hún gæti t.d. haft forustu um að fylkja saman verkalýðssamböndum i Efnahagsbandalagslöndun- um, og þannig sameinuð gætu þau haft mikil áhrif á þróun mála innan bandalagsins. Nokkur sönnun um þetta er það, að á vegum bandalagsins er nú verið að vinna að reglum, sem eiga að tryggja starfsfólki stórra fyrirtækja vissa hlutdeild i stjórn þeirra. Jörgensen hyggst reyna að fylgja fram slikum málum eftir megni. Hann ætlar sér þvi að taka eins mikinn þátt i störfum bandalagsins og staða hans framast leyfir. ANKER JöRGENSEN er fyrsti ófaglærði verkamaður- inn, sem verður forsætisráð- herra Danmerkur. Stauning var faglærður en hann hafði sveinsbréf sem vindlinga- gerðarmaður. Jörgensen hefur það einnig til viðbótar, að hann var alinn upp sem munaðarleysingi, en hann missti báða foreldra sina, þegar hann var fjögurra ára gamall. Ein af frænkum hans, sem nú er áttræð, fylgdist aðallega með honum, og hafa jafnan verið miklir kærleikar milli þeirra. Hún sagði nýlega i blaðaviðtali, að hún hafi ekki verið i neinum vafa um, hver eftirmaður Krags yrði, þegar hún heyrði i útvarpinu, að hann hefði sagt af sér. Henni hefði verið það ljóst frá upp- hafi, að Anker myndi ná langt, en þó hafi hún ekki spáð þvi, að hann yrði forsætisráðherra. Anker Jörgensen hóf strax að vinna fyrir sér, þegar hann hafði lokið barnaskólanámi 14 ára gamall. Hann vann fyrst ýmiss konar vinnu, en fékk siðan fast starf i birgða- skemmum danska samvinnu- sambandsins. Hann sýndi fljótt forustuhæfileika sina og var fljótlega gerður að trúnaðarmanni viðkomandi verkalýðsfélags á vinnustað sinum. Hann hlaut siðan hvert trúnaðarstarfið á fætur öðru. Árið 1950 var hann kosinn varaformaður Sambands verkamanna i birgðaskemm- unum og jafnframt ráðinn launaður starfsmaður þess. Árið 1962 var hann ráðinn framkvæmdastjóri Verka- mannasambandsins, en i þvi eru allir ófaglærðir verka- menn og er það langfjölmenn- asta verkalýðssambandið i Danmörku. Hann var kosinn formaður þess 1968 og gegndi þvi starfi þangað til hann varð forsætisráðherra á dögunum. Þótt Anker Jörgensen hafi ekki verið i öðrum skóla en barnaskóla, hefur hann aflað sér allgóðrar menntunar. Hann hefur sótt ýmsa kvöld- skóla og námskeið og m.a. lagt þar stund á málanám. Fyrir nokkrum árum sótti hann námskeið i hagfræði og vinnumarkaðsmálum, sem var haldið við Harvardhá- skóla. t tómstundum sinum hefur hann lesið vel og segja kunningjar hans, að hann geti ekki siður vitnað i Goethe en Karl Marx. Anker Jörgensen hefur átt sæti á danska þinginu siðan 1964. Hann hefur ekki látið bera mikið á sér þar, en þó hefur um skeið verið rætt um hann sem eitt af helztu for- ingjaefnum sosialdemokrata. Útnefning hans i embætti for- sætisráðherra kom þó nokkuð á óvart, en Krag er sagður hafa ráðið mestu um hana. Krag mun hafa talið rétt, að eftirmaður hans væri úr vinstra armi sosialdemo- krata, en Krag hefur verið tal- inn fylgjandi þeim arminum, þótt hann gæti ekki látið mikið á þvi bera sem forsætisráð- herra. KRAG mun þó engan veginn hafa valið Jörgensen sem eftirmann sinn vegna þess eins, að hann væri vinstri sinnaður. Hann mun ekki sið- ur hafa borið traust til hans sem manns. Anker Jörgensen hefur sýnt það i starfi sinu inn- an verkalýðshreyfingarinnar, að hann hefur marga þá höfuðkosti, sem forustumaður verður að hafa. Hann er heiðarlegur og hreinlyndur, en getur þó vel sýnt lagni og sveigju, ef þess þarf við. Hann er laginn að tala máli sinu og er vinsæll hjá þeim, sem kynnast honum. Þess vegna fylgja honum góðar vonir, þegar hann tekur við hinu vandasama embætti forsætis- ráðherra, og andstæðingarnir munu vafalitið veita honum tækifæri til að sýna, hvort hann er eins vel þeim vanda vaxinn og forustunni i verka- lýðssamtökunum. Þ.Þ. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.