Tíminn - 11.10.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.10.1972, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Miövikudagur 11. október 1972. Miðvikudagur 11. október 1972. TÍMINN HELGI H. JÖNSSON SKRIFAR: Heimsókn á minjasafnið á Akureyri Söfn eiga að vera lifandi stofnanir í tengslum við fræðslukerfi landsins IJtskorinn skápur frá 1(!72 • safngripurin u. - var áöur i llrafnagilskirkju. Þetta er elzti lliuiöurinn á göngustaf Jóns ólafssonar á Snæbjarnarstööuni. Hann gerði (iuöimindur bildhöggvari Fálsson. Siðari hluta ævinnar fór Guð- niiindur viöa uin sveitir og liaföi ofan af fyrir sér nieö útskuröi. Stórir og fallegir trjágarðar eru ekki sjaldgæf sjón á Akureyri. Kinn slikan má sjá innarlega i Kjörunni, sem svo er nefnd: l*ossi trjágaröur er þó ekki aðeins fallegur á aö lita, heldur á liann sér lika merkilega sögu, þvi aö hcr er elzta trjáræktarstöö landsins. Páll amtmaður Briem beitti sér l'yrir þvi laust fyrir siðustu alda- mót, að komið yrði upp trjágarði á þessum stað og fyrstu trén voru gróðursett 1899. 1 upphafi annað- ist garðinn Sigurður búfræðingur Sigurðsson, siðar búnaðarmála- stjóri, en siðan tók við honum J. Chr. Stephánson. Að þessu sinni leggjum við leið okkar i Kirkjuhvol, en svo nefnist hús sem stendur neðst i brekkunni og hýsir nú minjasafn- iö á Akureyri. Þar ræður Þórður safnstjóri Friðbjarnarson rikj- um. ..... Hann tekur okkur af ljúfmann legri hógværð og kurteislegri hlé- drægnieinsog honum kvað lagið og sýnir okkur safnið hátt og lágt. TILDRÖG AÐ SAFNINU Það er upphaf þessa safns, að þeir Eiður Guðmundsson á Þúfnavöllum og Þórarinn Kr. Eldjárn á Tjörn vöktu máls á þvi á aðalfundi M jólkursamlags KEA 1949, að timabært væri að koma upp minjasafni um bú- skaparháttu eyfirzkra bænda. Það varð svo úr, að Snorri Sig- fússon námsstjóri hóf söfnun árið 1951, og 1952 gekk Ragnar As- geirsson, ráðunautur Búnaðar- félags Islands, i lið með honum við söfnunina. Þegar hér var komið sögu, höfðu Akureyringar og Eyjafjarðarsýsla gerzt aðilar að málinu, ásamt KES. 1961 kom svo forstjóri byggða- safnsins i Lillehammer i Noregi hingað til lands og lagði á ráðin um, hversu skyldi háttað fyrir- komulagi safnsins. Fram til þessa hafði safn- gripum verið fenginn staður til bráðabirgða i heimavistarhúsi menntaskólans á Akureyri, en 1962 var ráðizt i að kaupa Kirkju- hvol og Þórður ráðinn safnstjóri Safnið hét i fyrstu Norðlenzka byggðasafnið á Akureyri. Þessu undu sumir Norðlendingar illa aðallega þó Þingeyingar sem hugsað varð til byggðasafnsins á Grenjaðarstað, og urðu jafnvel blaðaskrif um þetta. Nú heitir Þessi altaristafla, sem ,,er gjörö ár 1806’ barösstrandarkirkju til Akureyrar. eins og á henni stendur, er eini gripurinn, seni fylgdi Sval- safnið Minjasafnið á Akureyri, en það nafn hefur ekki bögglast fyrir brjóstinu á nokkurri sál, svo kunnugt sé. Safnstarfiö Safnið hefur eflzt mjög i tið Þórðar. Alls voru um 600 gripir á skrá, þegar hann tók við störfum, en eru nú 6350. Hlutverk minja- safna er magþætt. Undirstaðan er náttúrulega söfnun muna og minja af ýmsu tagi, skrásetning þeirra og varðveizla. Þá koma rannsóknir, eftir þvi sem mann- afli og timi leyfir, og siðast en ekki sizt sýningarstarf og upp- lýsinga. Fræöslugildi minjasafna Við spyrjum Þórð, hvort aðsókn sé sæmileg. — Jú — hún má heita góð og fer vaxandi. Siðastliðið ár komu i safnið um það bil 4500 manns, aðallega utanbæjarfólk. Töluverður hluti gesta er skóla- fólk af Akureyri og annars staðar að. Mér sem þetta skrifa finnst að svona söfn ættu að tengjast fræðslukerfinu. Það er óþarfi að láta sér nægja bókmálið eitt i sögukennslu, þegar hægt er að sýna nemendunum áþreifan- lega hluti, þeim til skilningsauka. Söfnun er vandaverk — Hvernie tekur fólk þér á söfnunarferðum? spyrjum við. — Einstaklega vel, safnið hefur ekki þurft að kaupa nokkurn hlut. Annars er meiri vandi að vera safnmaður nú en áður var, af þvi að þrjóunin er svo ör, að hlutirnir eru horfnir, áður en mann varir. Sem dæmi um hluti sem hafa komið og farið næstum jafn- skjótt, má nefna skilvindur, hestasláttuvélar, já, og þannig mætti auðvitað lengi telja. I þessu efni er lika erfitt um vik, af þvi að margir þessara gripa eru rúmfrekir, en húsnæðið minna en skyldi. Ýmsar safndeildir Minjasafnið á Akureyri skiptist i nokkra meginþætti Þar eru gamlir munir úr ýmsum áttum og af margvislegu tagi. Þá er i safninu fjöldi ljósmynda úr at- vinnulifiog af mönnum og mann- virkjum. Eitt herbergi er helgað Björgvini tónskáldi Guðmunds- syni og i öðru er verkfæri Frið- riks Þorgrimssonar úrsmiðs og loks er listskurðarsafniö, þar sem saman eru komnir listmunir gerðir af listamönnunum frá Litla-Árskógi, þeim bræðrum Kristjáni Hannesi og Jóni Vigfús- sonum, en þeir gáfu mir.jasafn- inu þessa gripi árið 1967. Margur góður bátur farið í áramótabrennu Á göngu okkar um safnið höfum við orð á þvi við Þórð, að okkur finnist litið um muni, sem varða verzlunar- og útgerðarsögu Akureyrar, þótt safnið sé heil- steypt að öðru leyti. — Það er alveg rétt, segir Þórður. En slika muni er bara ekki að fá. Það hefur viða verið ieitað að gamalli verzlunarinn- réttingu, til dæmis að taka. Ég gerði mér meira að segja ferð alla leið austurá firði i þvi skyni. En allt slikt reyndist týnt og tröllum gefið. Og það er um báta og annað af þvi tagi að segja, að þar hafa áramótabrennurnar gleypt margan merkilega hlut. Þessi orð sýna, við hvaða erfið- leika safnmaðurinn á etja og hvernig fargað hefur verið i hug- sunarleysi sögulegum minjum. Svalbarösstrandarkirkja Á safnlóðinni sunnanverðri stendur gömul timburkirkja. Við spyrjum Þórð, hvað kirkja þetta sé og hvernig hún sé hingað komin. —Þetta er Svalbarðsstrandar- kirkjan gamla, svarar hann. Hanasmiðaði Þórður Danielsson á Skipalóni áriör 1846. Hún var notuð fram til 1956, að reist var ný kirkja i hennar stað. Upp úr þvi komst gamla kirkjan i eigu Æskulýðsfélags Hólastiftis, sem ætlaði að flytja hana að sumar- búðum þjóðkirkjunnar við Vest- mannsvatn og setja hana niður þar. Til þess kom þó ekki. Siðan eignaðist minjasafnið kirkjuna, giog lét flytja hana til Akureyrar og O/koma henni fyrir á sama stað og 4/Akureyrarkirkja var áður — sú, Silungadorg. maðkahorn og veiðiskrina frá Mývatni. Venjulegur undirristuspaði lengst til vinstri, en á neðri mynd blað af slikum spaða, smiðað af Torfa i ólafsdal. Neðan við hann torfkrókur úr hreindýrshorni frá Syðra-Laugalandi i Eyjafirði og til hliðar við hann til hægri tunnustúfari svokallaður, er notaður var við að velta sildar- tunnum. sem var rifin um 1940. Það hefur sætt nokkurri gagnrýni, að Sval- barðsstrandakirkja skyldi flutt til Akureyrar og sett á gamla kirkjustæðið, og þvi er ekki að leyna, að mér finnst þessi gagn- rýni ómakleg. A hinn bóginn vil ég lika geta þess, að svo eru aftur aðrir, sem eru hinir ánægðustu með þetta. Það er verið að gera við kirkjuna, en að þvi loknu er ætlunin að vigja hana að nýju og nota hana til kirkjulegra athafna. Við getum ekki stillt okkur um að taka undir ummæli Þórðar um kirkjuflutninginn, enda verður ekki annað séð en Svalbarðs- strandarkirkja sómi sér vel þarna á safnlóðinni, þótt aðflutt sé. Það var gamla Akureyrar- kirkjan reyndar lika að nokkru leyti, þvi að i hana voru notaðir viðir úr Hrafnagilskirkju, sem var sóknarkirkja Akureyringa fram til 1862, að hún var tekin ofan. Hitt er svo annað mál, að óþarft var að rifa gömlu Akureyrar- kirkjuna. Slikt óhappaverk eru þvi miður tiðari en skyldi, þótt aukizt hafi skilningur fólks á sögulegu gildi gamalla húsa. Hér kemur einnig fleira til en sögulegt gildi, þvi að gömlu kirkjurnar, sem hafa verið rifnar, hafa lika margar verið fallegri hús en steinkassarnir, sem venjulega er komið upp i staðinn. Þar að auki er oftast nær ódýrara að gera við gömlu kirkjurnar en að reisa nýjar. Ljósmyndir: Friðrik Vestmann Ilér sér inn i baðstofuhorn i Minjasafninu. Innan skamms veröur gamla Svalbarðsstrandarkirkjan vígö á nýjan leik. Ljósmynd: IIIIJ Þórður Friöbjarnarson er liagleiksmaður. Auk venjulegra safnstarfa, smiðar hann flest það, sem til safnsins þarf. Hér er hann i smiöastofunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.