Tíminn - 11.10.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.10.1972, Blaðsíða 16
Ferðamönnum fjölgar jafnt og þétt - orðnir álíka margir og allt s.l. ár ÞÓ-Reykjavík Erlendum ferðamönnum, sem sækja fsland heim, fjölgar með hverju árinu, og allt bendir til þess, að við lok þessa mánaðar verði ferðamennirnir orðnir fleiri en allt siðastliðið ár. Þá hefur landinn verið iðinn við að ferðast til útlanda, þvi að fyrstu niu mánuði ársins hafa tæplega 29 þúsund Islendingar komið með skipum og flugvélum til landsins. Fyrstu niu mánuði ársins komu 59.758 erlendir ferðamenn til landsins meö skipum og flug- vélum, og eru þá skemmtiferða- skip ekki með talin , en með þeim komu i sumar 13.734 feröa- menn. Allt árið 1971 komu 62.478 erlendir ferðamenn til landsins meö skipum og flugvélum. Vantar þvi aðeins rétt um 3000 feröamenn til þess að ná sömu tölu og yfir allt siðastliðið ár. Arni Sigurjónsson hjá út- lendingaeftirlitinu taldi góðar horfur á, að fjöldi erlendra í'erða- manna færi yl'ir fjöldann i fyrr^ nú þegar i þessum mánuði. I september s.l. komu 12221 feröamaður tii landsins, með flugvélum, þar af voru 6427 ls- lendingar og 5794 úllendingar. Með skipum komu alls 365, 265 Is- lendingar og 100 útlendingar. Ef farþegar með hinum al- mennu skemmtiferðaskipum eru taldir með hinum almcnnu ferða- mönnum, þá hafa komið 73.492 út- lendingar til landsins fyrstu niu mánuði ársins. A fjöru i gærilag var liifrciðinni, liát <ig liíla. sem valt í vatnið við Iteykjanesbraut, náð i land en til þess þurfti bæði (Timamynd GE) Beið hjálpar á bílþakinu Klp-ltcykja vik. ílm kl. 10,00 i gærmorgun ók ung kona, á svo lil nýlcgum litlum liil, úl af vcginum rélt fyrir sunn- vel d sjónvarpsmennina • A GS-lsafirði Nokkrir bálar slunduðu þorskanclavciðar i isafjarðar- iljúpi i septcmbcrmánuði og öriuðu þeir sæmilcga. Kinn liáturinn Itcynir, skipsljóri Kjarlan Sigmundsson fckk 96 tonn, og var bátiirinn ckki nema mcð 20 ncl i sjó. Nii er fiskurinn alvcg horfinn úr Djúpinu. Vikingur 3. er byrjaður róðra með linu, og i gær kom hann að landi meö 9 tonn af stórþorski sem hann fékk i Djúpálnum, á tæp 50 bjóö. Með Vikingi 3. i þessari ferð voru kvikmynda- tökumenn frá norska rikissjón- varpinu, og er ekki hægt að segja annað en þeir séu fisknir, Norð- mennirnir. an gjaldskýlið á Itcykjanesbraut. Þar sem hún fór útaf er stór tjörn og valt billinn út i liana miðja og siikk. Konunni tókst að opna rúðu og komast út úr bilnum og siðan að klifra upp á þakið, þar sem hún stóð i ökladjúpu vatni og hópaði á hjálp. Vörður i gjaldskýlinu sá á eftir bilnum niður i vatnið og hringdi á lögregluna i Hafnar- firði. Þegar hún kom á vettfang stóð konan enn upp á þaki bif- reiðarinnar og voru vegfarendur þá að gera sig tilbúna til að ná henni. Skammt frá vatninu var bátur og var hann sóttur og siðan róið út að bifreiðinni og konunni bjargað i land. Var hún að mestu ómeidd en hafði fengið snert af taugaáfalli. Farið var með hana til læknisrannsóknar en siðan fékk hún að fara heim til sin. Miðvikudagur 11. október 1972. Vatnið sem hún ók úti er rétt við veginn. A flóði rennur sjór inn i gegnum hraunið og verður það þá all djúpt, en háflæði var þegar konan ók þarna útaf. A fjöru i gærdag var bifreiðinni náö i land, en hún mun hafa verið nokkuð mikið skemmd eftir veltuna og eftir að hafa legið i þessu hálf- salta vatni i nokkrar klukku- stundir. Tíminn og Eldurinn bók um fornmenninguna komin út ÞÓ—Reykjavik Félagið Edda hefur gefið út ritið Timinn og Eldurinn eftir Einar Pálsson. Er þetta þriðja bindið i bókaflokknum ,,Rætur islenzkrar menningar”. Helztu viðfangsefni „Rætur islenzkrar menningar” eru skoðuð frá allt öðru sjónarsviði, en íslendingar hafa átt að venjast til þessa, — sjónarmiði fornra trúarbragða, klassiskrar hug- myndafræði og miðaldalærdóma. 1 bókinni Timinn og eldurinn eru krufin mörg þau mál, sem lslendingar hafa aldrei rann- sakað áður. Má nefna tengsl hins islenzka goðaveldis viö konung - dæmi tra og Dana og endur- speglun hugmyndafræði i Njáls sögu. Þá er að finna i bókinni langan kafla um eina stærstu gátu norrænnar menningar, grundvöll rúnaleturs og ástæðuna til rúnaraðaskiptanna á 8. öld. Er lögð fram hugsanleg lausn á þessari miklu gátú i bókinni, og er sú lausn byggð á rannsókn islenzkra goðsagna. Ritið Timinn og eldurinn er 430 bls. að stærð, prentað i prent- smiðju Jóns Helgasonar á vand- aðan pappir og i fallegu bandi. Er Kissinger að semja um Víetnam? — langar viðræður og mikil leynd FBI SANNAR STÓRSVIK í KOSNINGABARÁTTU NIXONS NTB-Washington Alrikislögreglan bandariska, FBt, hefur nú sannað, að innbrotið i aðalstöðvar demókrata i sumar var liður i að- gerðum stuðningsmanna Nixons forseta. Ætlun þeirra er að spilla sem mest þeir mega fyrir demókrötum i kosninga- baráttunni. Þetta kom fram I grein i Washington Post i gær. Sjö menn eru ákærðir um þátt- töku i innbrotinu. Samkvæmt ákærunni reyndu þeir að koma fyrir hljóðnemum i aðal- stöðvunum. Þessum njósna- og skemmdarverkaaðgerðum er stjórnað af embættismönnum i Hvita húsinu og meðlimum nefndar þeirrar sem vinnur að endurkjöri Nixons. FBI-menn hafa dregið fram i dagsljósið ýmsa hluti, sem ekki eiga heima i venjulegri kosninga- baráttu. Stuðningsmenn Nixons fylgjast náið með fjölskyldum forsetaefnis og varaforsetaefnis demókrata, falsa bréf, búa til „leka" og láta fjölmiðlum í té rangar upplýsingar, auk þess sem þeir misnota leyniskýrslur og rannsaka lifnaðarháttu tuga manna, sem starfa með McGovern og Shriver. Þá hefur FBI komizt að þvi, að innbrotið og allar svipaðar að- gerðir gegn demókrötum eru fjármagnaðar úr leynilegum sjóði, sem hefur að geyma hundruð þúsunda dollara. Fyrr- verandi dómsmálaráðherra John Mitchell sá um sjóðinn,en eftir að hann sagði af sér til að stjórna kosningabaráttu Nixons hefur Maurice Stans, fyrrum verzlunarráðherra tekið sjóðinn inn á skrifstofu til sin, en Stans stjórnar einmitt efnahagshliðinni á baráttu Nixons. NTB-Paris Getgátur og sögusagnir um að nú sé loks að draga til tiðinda i samningum um framtið Vietnam, ganga nú fjöllum hærra. Vist er að Kissinger og Le Duc To áttu i gær með sér fund þriðja daginn i röð, en svo langan tima hafa þeir aldrei áður rætt saman i einu. Siðdegis i gær ræddi siðan Kissinger við utanrikisráöherra Frakklands. Maurice Schumann og greindi honum frá efni við- ræðnanna.^ Stjórnmálasérfræðingar eru margir þeirrar skoðunar, að Bandarikjamenn ætli sér að komast að bráðabirgðasam- komulagi um lausn deilunnar, þannig aö hægt verði að skýra frá þvi mjög fljótlega eftir forseta- kosningarnar eftir tæpan mánuð. Báðir aöilar þegja þunnu hljóöi um efni viöræðna sinna, en talið er að þessa þrjá daga hafi aðal- lega verið rætt um framtiðar- fyrirkomulag stjórnmála i S-Viet- nam, eftir að Bandarikjamenn hafa yfirgefið landið. 1 fyrsta sinn tók einn af nánustu samstarfsmönnum Kissingers, Alexander Haig, hershöfðingi, þátt i viðræðunum. Haig var fyrir skömmu á ferð i Vietnam, þar sem hann átti m.a. viðræður við Thieu forseta. N-Vietnamar og þjóðfrelsis- fylkingin hafa sett það skilyrði fyrir lausn málsins, að Thieu hverfi frá völdum og vilja frétta- skýrendur i Paris meina, að Kissinger og To hafi i gær rætt mest um, hvernig það megi verða. Brezka íhaldið þingar í Blackpool: Sameinast Neskaupstaður og Norðfjarðarhreppur ? ÞÓ-Reykjavik. A siðasta bæjarstjórnarfundi i Neskaupstað, bar bæjarstjórinn, Bjarni Þórðarson, fram tillögu, sem fól i sér, að kannað yrði hvort ekki væri heppilegt að Neskaup- staður og Norðfjarðarhreppur sameinuðust i eitt sveitarfélag fyrir næstu sveitastjórnarkosn- ingar. Var tillaga Bjarna sam- þykkt einróma af bæjarstjórn Neskaupstaðar. Bjarni Þórðarson sagði i sam- tali við blaðið, að tillaga sin hefði verið á þá leið, að bæjarstjórnin teldi timabært að sameina Nes- kaupstað og Norðfjarðarhrepp. Og bæjarstjórn liti svo á, að ekk- ert mælti gegn sameiningu, en margt með, og bæjarstjórn sam- þykkti að snúa sér til hrepps- nefndarinnar i Norðfjarðarhreppi með tilmæli um beinar viðræður um þessa sameiningu. En þar sem bæjarstjórn væri andvig þvi að sveitarfélögin sameinuðust, nema meirihluti ibúa beggja sveitarfélagannasamþykktu sam- eininguna, þá teldi bæjarstjórn, að fyrsta skrefið á þessari braut yrði að efna til atkvæðagreiðslu um málið i báðum sveitarfélögun um samtimis. Bæjarstjórn telur að þessi sameining þurfti að fara fram það timanlega, að fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar veröi kosin sveitarstjórn fyrir þetta sameiginlega sveitarfélag, þannig að ekki þurfi að fara fram aukakosningar. Bæjarstjórn bendir ennfremur á, að laga- breytingu þurfti til þess að sam- eining geti átt sér stað, og hún þurfi að gerast ekki siðar en næsta haust. Þessvegna er óskað eftir þvi, að hreppsnefndin taki þetta fljótlega til ihugunar og af- greiðslu. Aðalsteinn Jónsson, oddviti Norðf jarðarhrepps sagði, að hann væri nýbúinn að fá samþykkt bæjarstjórnar Neskaupstaðar, og gerði hann ráð fyrir að sam- þykktin yrði tekin fyrir á næsta hreppsnefndarfundi. Aðalsteinn sagðist halda, að þessi samþykkt fengi slæman hljómgrunn i sinu sveitarfélagi. 1. desember s.l. voru ibúar i Neskaupstað 1602 og i Norð- íjarðarhreppi 119, þannig að ibú- ar i þessu sveitarfélagi yrðu tals vert á átjánda hundraðið, ef úr sameiningu yrði nú á næstunni. Órói og kvíði svífa yfir vötnum NTB-Blackpool óróleiki og kviði veröur lik- lega það, sem livað mestan svip muii setja á landsþing iliaids- flokksins brczka, en þingið hcfst i Blackpool i dag. Orsakir þessa eru i fyrsta lagi ákvörðun stjórnarinnar um að taka við 30 þúsund brottreknum Asiumönn- um frá Uganda, verðbólgan, vcrklöllin á siöasta ári og stór- aukin glæpastarfsemi i stór- borgunum. Stjórnmálasérfræðingar telja, að Heath og ráðherrar hans muni reyna að draga úr óróleikanum með þvi að full- vissa flokksfélaga og stuðnings- menn um að þeir hafi allt undir góðri stjórn. Margir ihaldsmenn óttast að fjöldainnflutningur Asiumanna muni skapa mikið félagslegt vandamál og ennfremur óttast menn, að átökin á N-lrlandi verði að raunverulegri borgara- styrjöld, þrátt fyrir stjórnarað- gerðir. Þá hafa margir stuðn- ingsmenn flokksins lýst yfir óánægju sinni yfir þvi, að lítið samband sé á milli stjórnar flokksins og félaga hans. Búizt er við, að Heath muni vikja eitthvað að öllum þessum málum á laugardaginn, er hann slitur þinginu. Sérstaklega mun hann þó ræða alla þá möguleika, sem Bretum opnast við inn- göngu landsins i EBE um ára- mótin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.