Tíminn - 12.10.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.10.1972, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 12. október 1872 TtMINN 5 't Askenazystjórnar Sinfóníunni á Borg í Grímsnesi Skipulagðar hafa verið hljómleikaferðir hans í tvö ár Þó-Reykjavik. Næstu hljómleikar Sinfóniu- hljómsveitar Islands veröa haldnir i félagsheimilinu Borg i Grimsnesi fimmtudaginn 12. október. Að þessu sinni verður sami maðurinn stjórnandi og ein- leikari, og það er maður, sem all- irkannastvið,nefnilega Vladimir Askenazy. Askenazy er ekki óþekktur hér sem stjórnandi, þvi að i desember s.l. stjórnaði hann Sinfóniuhljóm- sveit Islands, þegar Daniel Barenboinvar einleikar. Þá hefur Askenazy stjórnað hljómsveitinni i upptöku fyrir Rikisútvarpið. — Upptaka, sem tókst einstaklega vel að sögn Gunnars Guðmunds- sonar, framkvæmdastjóra Sin- fóniuhljómsveitarýjnar. A efnisskránni á hljómleikunum á fimmtudaginn verða sinfónia nr. 35 i D-dur K 381 eftir Mozart, pianokonsert nr. 20 i D-moll K 466 sömuleiðis eftir Mozart og sinfónia nr. 8 i F-dur op. 93 eftir Beethoven. Askenazy mun stjórrfa og leika einleik, nema i pianókonsertinum eftir Mozart, þar sem hann leikur eingöngu á pianóið. Askenazy sagði á blaðamanna- fundi i gær, að hann hefði, eins og margir aðrir einleikarar, fundið vissa hvöt hjá sér til að stjórna hljómsveit, og sér hefði gefizt tækifæri til þess hér „heima á Is- landi”. En hann sagðist samt halda, að hann væri ekki góður stjórnandi, — ekki ennþá. — Þetta er allt Gunnari Guðmundssyni að Vandamál fráskilinna foreldra Vetrarstarf Félags einstæðra foreldra hefst n.k. föstudags- kvöld, 13. október, og verður þá fundur að Hallveigarstöðum. Þar verður rætt efnið „vandamál frá- skilinna foreldra, séð frá báðum hliðum.” Fjórir foreldrar, tvær konur og tveir karlar, ræða sam- an, og Valborg Bentsdóttir, stjór- nar umræðu. Gestum verður og heimilt að leggja orð i belg og taka þátt i umræðunum. Skrifstofa félagsins, að Traðar- kotssundi 6, hefur nýlega opnað aftur að loknum sumarleyfum. Er opið þar tvo daga i viku, mánudaga kl. 17-21 og fimmtu- daga kl. 10-14. Hefur reynzt mikil og vaxandi þörf fyrir upplýsinga- og fyrirgreiðslustarf skrif- stofunnar þau tvö ár, sem hún hefur starfað. Tvær félagskonur vinna þar, þær Jódis Jónsdóttir og Margrét örnólfsdóttir. Stefnt er að þvi að auka starfsemi skrif- stofunnar, með þvi að lengja opn- unartima, en vegna fjárskorts hefur það ekki verið kleift til þessa. Geta má þess, að jólakort félagsins eru nú i vinnslu I Kassa gerð Reykjavikur, en þetta er þriðja árið, sem félagið gefur út jólakort, og er öllum ágóða varið til starfsemi félagsins og skrif- stofu hennar. Hafa félagsmenn að mestu annazt einir dreifingu og sölu kortanna. 1 ár verða gefnar út þrjár nýjar gerðir jólakorta og tvær endurprentaðar siðan i fyrra vegna mikillar eftirspurnar. Auk þess er verið að undirbúa útgáfu minningarkorts Félags einstæðra foreldra. Félögum er bent á, að kaffi verður að sjálfsögðu á boðstólum á fundinum og hafa nokkrar félagskvenna veg og vanda af þvi. Geta þeir, sem hug hafa á að að- stoða á einhvern hátt, gefið sig fram á skrifstofu félagsins fimmtudaginn 12. október. Loks skal tekið fram, að nýir félagar eru velkomnir á fundinn og ekki að efa, að umræðuefnið þykir hið forvitnilegasta. kenna, að ég fór út i þetta, sagði Askenazy brosandi, en bætti þvi við að þetta væri óneitanlega gaman. Undanfarið hefur Askenazy verið á ferð um Skandinaviu og hvilt sig að mestu leyti, þó hefur hann haldið hljómleika, eins og t.d. i Færeyjum, en þar lék hann 15. september s.l. Héðan fer Askenazy strax á föstudagsmorg- un, og er förinni heitið til Stokk- hólms, þar sem hann heldur tón- leika. Annars er búiö að skipu- leggja hljómleika Askenazys tvö ár fram i tímann og hann sagði, aö nú vissi hann hve lengi hann gæti og hve oft hann gæti komið við á Islandi. Og það er oftar enn i nokkru öðru landi, enda reynir hann að skipuleggja hljómleikana þannig, að hann geti haft hér sem oftast viðkomu. Askenazy upplýsti aö hann væri þegar byrjaður að undirbúa næstu listahátið með þvi að út- vega listamenn, en ekki vildi hann segja hverjir það væru, sem hann væri með i huga. Föður Askenazy bar aðeins á góma á fundinum, og sagði Askenazy, að hann hefði ekkert heyrt um það undanfarið hvort faðir hans fengi aö koma I heim- sókn til Islands. Hann sagðist vera viss um það, að faðir sinn fengi að koma i heimsókn til Is- lands, en hvenær það yrði gat hann ekki sagt um. Enda taka mál sem þetta, oft mörg ár að komast i gégnum kerfið i Rúss- landi. Askenazy ætlar að dvelja á Is- landi um áramótin, og þann 4. janúar verður Askenazy stjórn- andi og einleikari Sinfóniuhljóm-' sveitarinnar i Háskólabiói og þá verða eingöngu verk eftir Mozart á efnisskránni. Þá stjórnar hann einnig 13. tónleikum hljómsveitarinnar 5. april, en ein- leikari verður þá Misha Dicther og á efnisskránni verða verl^ eftir Brahms og Tsjaikovský. Undanfarin ár hefur Askenazy haldið um það bil 100 tónleika hvert ár. Þannig að það liða varla nema rúmir 3 dagar á milli tón- leikahalds hjá honum. Gunnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Sinfóniuhljóm- sveitarinnar, sagði i gær, að hljómsveitin hefði áður leikið i félagsheimilinu Borg, og hefði það eefizt mjög vel, enda væru Árnesingar mjög músikalskt fólk. En reyndar má segja að Borg, sé eitt af fáum félagsheimilum Súnnanlands, þar sem eitthvað hefur kveðið að annarri starfsemi en dansleikjum. Fræðimanna- styrkir NATO Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) mun að venju veita nokkra styrki til fræðirannsókna i aðildarrikjum bandalagsins á há- skólaárinu 1973-1974. Styrkirnir eru veittir i þvi skyni að efla rannsóknir á sameigin- legri arfleifð, lifsviðhorfum og áhugamálum Atlantshafsþjóð- anna, sem varpað geti skýrara ljósi á sögu þeirra og þróun hins margháttaða samstarfs þeirra i milli — svo og vandamál á þvi sviði. Upphæð hvers styrks er 23.000 belgiskir frankar á mánuði, eða jafnvirði þeirrar fjárhæðar i gjaldeyri annars aðildarrikis, auk ferðakostnaðar. Utanrikisráðuneytið veitir allar nánari upplýsingar og lætur i té umsóknareyðublöð, en umsóknir skulu berast ráðuneytinu i siðasta lagi hinn 15. desember 1972. Askenazy stjórnar Sinfóniuhljómsveit tslands á æfingu i Háskólablói. TimamyndGE. Nýja heyköggla- og þangverk smiðjan í Lindarholti í Dölum að komast í gagnið Stp—Reykjavik Eins og fyrr hefur verið greint frá hér i blaðinu er komin á lagg- irnar heyköggla- og þangverk- smiðja vestur i Lindarholti i Döl- um. Að visu er verksmiðjan ekki tekin til starfa ennþá, en þess er aö vænta mjög bráðlega. Fréttamaður hafði samband við forstjóra verksmiðjunnar á þriðjudag, en hún er i eigu hluta- félags i Dalasýslu og viöar, og innti hann eftir gangi mála. Kom 79 brezkir landhelgis- brjótar og 7 v-þýskir fram i viðtalinu, að gerð var til- raun siðastliöinn laugardag til að gangsetja verksmiðjuna og var sett i hana nýslegið gras. Gekk það ekki alveg i gegn, og mun þar um að kenna, að vélarnar hafa ekki verið stilltar nægilega vel saman ennþá. Danskur verkfræðingur, Line að nafni, hefur starfað undanfarið við uppsetningu vélanna i verk- smiðjunni, en hann er frá Atlas- verksmiðjunum, þar sem vélarnar eru framleiddar. Hann þurfti aö skreppa heim um helgina vegna nauðsynlegra eirinda, en hans er aö vænta aftur næstu daga og verða þá vélarnar endanlega smiöjan verði komin I fullan gang i næstu viku. Hlutafélagið, sem stendur að verksmiðjunni, keypti á sinum tima 200 hektara lands, en sáö var grænfórði i 30 ha i vor, og stendur það nú óslegið og biöur þess að vera unnið 1 verksmiöjunni. Sá háttur veröur hafður á, aö grasið veröur slegið meö sláttutætara og siðan flutt beint I verksmiðjuna til vinnslu. Verksmiöjan er einnig gerö til að vinna mjöl úr þangi. Mis- hermt var i frétt i blaöinu, sem birtist I siðasta mánuði, þar sem sagt var, að þang hefði ekki áður verið unnið hér á landi. Hið rétta i málinu er, að slik vinnsla fór fram á Eyrarbakka fyrir nokkr- um árum og gekk i tvö ár. Var þangmjölið allt flutt út. Ætlunin er, aö Lindarholts- verksmiðjan vinni þang i haust, en nokkuð erfitt veröur að ná þanginu úr fjörunum. Verður það handskoriö fyrst um sinn. Ef tið verður eins góö og i fyrra og verk- smiðjan gengur vel, verður vænt- anlega unnið þang i vetur. Fjárlögin Framhald, af bls. 1 vegna Reykjanesbrautar, sem _____ áður var mætt með nýju lánsfé. KJ-Reykjavik Brezki togaraflotinn heldur sig enn i hópum út af Austurlandi, og er sá stærsti, alls 25 skip, út af Gerpi, samkvæmt talningu Land- helgisgæzlunnar, sem fram fór i gær og i fyrradag. Alls voru þá 86 togarar að ólöglegum veiðum innan 50 milna markanna, og þar af voru 79 brezkir og sjö vestur- þýzkir. í talningar- og eftirlitsflugi Landhelgisgæzlunnar, reyndust alls vera 108 erlend veiðiskip viö landiö, 106 að veiðum, en tvö á siglingu. Brezku togararnir voru flestir við Austurland, út af Gerpi, út af Hvalbak og út af Langanesi. Aö- eins átta brezkir togarar voru út af Vesturlandi. Vestur-þýzku togararnir sjö voru að ólöglegum veiðum undan suð-austurlandi, á Reykjaneshryggnum og á Halan- um. Þá voru sjö vestur-þýzkir að löglegum veiðum utan 50 milna markanna undan Suð-Vestur- landi. Niu færeysk fiskiskip voru að veiðum innan 50 milna mark- anna, samkvæmt veiðiheimild- um, og fjórir belgiskir togarar voru að veiðum samkvæmt undanþágum. Einn rússneskur togari var á ferð innan 50 milna markanna og annar vestur-þýzk- ur. íslendingar smygla Klp—Reykjavik, þriðjud. 1 gær og i dag gerðu tollveröir i Reykjavík mjög viðtæka leit i danska leiguskipinu Assir Rig, sem kom til Reykjavikur um helgina. Fundust við þessa leit um 300 flöskur af 75% sterku vodka. A skipinu er dönsk áhöfn en einnig þrir Islenzkir yfirmenn og eru tveir þeirra viðriðnir smygl- ið, svo og nokkrir aðrir af áhöfn- inni. jöfnuður er hagstæöur um 104 milljónir. A bls. 6 eru birtir kaflar úr at- hugasemdum þeim, sem fylgja fjárlagafrumvarpinu, en hér á eftir eru dregin saman nokkur meginatriði athugasemdanna. Vandaðri undirbúningur fjárlagafrumvarpsins. Við undirbúning fjár- lagafrumvarpsins lá fyrir sundurliðuð greinargerð fra nokkrum raðuneytum um kostnað við einstakar framkvæmdir. Þessi undir- búningur gerir starf fjárveitinga- nefndar og alþingismanna yfir- leitt mun auöveldari en áður hefur verið, þar sem þessar til- lögur liggja nú fyrir, er störf alþingis hefjast, svo að undirnefndir fjárveitinganefndar geta strax tekið til starfa við athugun á þessum áætlunum. A að vera hægt með þessum vinnubrögðum að hraða og vanda undirbúning við afgreiðslu fjár- laga. Framkvæmdaáætlun af- greidd með fjárlögun- um. 1 kjölfar fjárlagafrumvarpsins verður lögð fram tillaga um framkvæmdaáætlun fyrir árið 1973, og gert er ráð fyrir, að af- greiðsla fjárlagafrumvarps og framkvæmdaáætlunar fari saman frá Alþingi. Kemur þá fram samhliða ein mynd af fram- kvæmdum hins opinbera, og einn- ig verður sett fram heildarmynd af væntanlegum framkvæmdum i þjóðfélaginu á árinu 1973. Sambandið milli framkvæmda- áætlunar og fjárlagagerðar hefur verið breytt til batnaðar með þessu fjárlagafrum varpi aö nokkru frá þvi, sem verið hefur, m.a. með þvi að taka nú til útgjalda á fjárlagafrumvarpi vexti og afborganir, eins og t.d. Skattvisitala . hækkuð um 28 stig i stað 10. Tekjuáætlun f járlagafrum- varpsins er miöuð við gildandi lög um tekjustofna rikisins og spár um tekjur, verðmætaráö- stöfun og innflutning á árunum 1972 og 1973. Skattvisitölu skal ákveða meö fjárlögum. Ef miða heföi átt við skattvísitölu viö hækkun framfærslukostnaðar á árinu 1972 eina saman, hefði hún átt að hækka um 10 stig. Hins veg- ar tók rikisstjórnin þá ákvörðun við gerð fjárlagafrumvarpsins, að teknu tilliti til allra aðstæðna, að hækkun skattvlsitötunnar að þessu sinni yrðu um 28 stig. Fyllsta aðgæzla ! útgjöldum rikissjóðs. Þeirri stefnu var fylgt við gerð þessa fjárlagafrumvarps að gæta fyllstu aögæzlu i útgjöldum rikis- sjóðs, enda hækkun fjárlaga- frumvarpsins fyrst og fremst vegna ákvarðana i kjarasamn- ingum, i lögum og til aukinna verklegra framkvæmda. Þá er gert ráö fyrir i frum varpinu veru- legum útgjöldum vegna afborg- ana af lánum rikissjóðs og vegasjóðs, þ.á.m. 250 milljón króna sem fyrstu greiðslu af láni Seðlabanka íslands, sem stofnað var til i þeim tilgangi að mynda sjóð, er staöið gæti á móti hinni árstíðabundnu sveiflu i rikisfjár- málunum. Greiðsluafgangur án nýrrar tekjuöflunar. Fjárlagafrumvarpið er með u.þ.b. 100 milljón króna greiðslu- afgangi, þó að engin ný tekjuöflun eigi sér stað. Rikisstjórnin mun fylgja þeirri ákvörðun sinni fram við afgreiðslu þessa fjárlaga- frumvarps, að fjárlög fyrir áriö 1973 verði greiðsluhallalaus, — segir I athugasemdum við frum- varpið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.