Tíminn - 12.10.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.10.1972, Blaðsíða 6
6 Frá æfingu L.A. á Stundum og stundum ekki 1 haust. Meginmarkmið L.A. að koma upp atvinnuleikhúsi fyrsta frumsýning væntanlega 19. okt. næstkomandi Stp—Reykjavík. Leikfélag Akureyrar hefur nú sitt 56. leikár, og mun starfsemi þess verða með liku sniði og undanfarin þrjú ár. Meginmark- mið félagsins i framtiðinni verður að vinna að þvi að koma upp at- vinnuleikhúsi i höfuðstað Norður- lands, Akureyri, og þar með sköpuð aðstaða fyrir fastráðna leikara. Þetta er aðkallandi og þarft verkefni, þar sem leikstarf- semin hefur hingað til byggzt á þátttöku fólks i fullri atvinnu, sem þurft hefur að sækja æfingar á svo til hverju kvöldi yfir vetur- inn, en sýnd hafa verið fjögur til fimm viðamikil leikrit yfir vetur- inn. Fyrsta skrefið að áðurnefndu markmiði var stigið fyrir þemur Guörún Asmundsdóttir leikkona stjórnar fyrsta leikriti L.A. á nýbyrjuöu starfsári. Nokkrir Eyja- bátar á netum KJ—-Reykjavik. — Það er nýjung hér að bátar séu á netum á þessum tima árs, sagði Sigurgeir Kristjánsson fréttaritari Timans i Vestmanna- eyjum i gær, þriðjudag, en undanfarið hafa 6-8 Eyjabátar stundað netaveiöar, og fengið sæmilegan afla einn og einn róð- ur. Bátarnir fá aðallega ufsa, og hafa sumir bátanna siglt með afl- ann, og selt á Þýzkalandsmark- aði. Huginn mun hafa stundað þessar netaveiðar einna lengst, og seldi hann fyrir um hálfum mánuði i Þýzkalandi og fékk 34 krónur fyrir kilóið af ufsanum. Þá mun Bergur vera um það bil að selja. Sigurgeir sagði, að aflinn heföi verið rýr i netin, nema einn og einn túr, og það sama gilti um togbátana. Afli þeirra hefði verið miklu lakari i ár en á sama tima i fyrra, og mætti kenna mikilli ásókn á mið Eyjabáta um hinn lélega afla. Annars er heldur dauft yfir út- gerðinni i Eyjum um þessar mundir, eins og oft vill verða á þessum tim árs, og er þá timinn notaður til að taka bátana i slipp, mála og lagfæra eftir þvi sem þörf krefur. árum, er félagið réð sér fram- kvæmdastjóra. t haust var annað skref stigið með ráðningu leik- stjóra. Er það Magnús Jónsson, sem m.a. setti á svið hjá L.A. i fyrra og hitteðfyrra Þiö munið liann Jörund.og Túskildingsóper- una,sem Þjóðelikhúsið er einmitt að hefja sýningu á. — t vetur áformar L.A. að sýna fjögur leikrit, þar af eitt barna- leikrit. Fyrir velvild hins nýja leikhússtjóra L.R. tókst félaginu að fá þá þjóðkunnu leikkonu Guö- rúnu Asmundsdóttur, sem er fastráðin hjá L.R., til að stórna fyrsta verke. vetrarins, Stundum og stundum ekki eftir Arnold og Bach, með forleik eftir Jón Hjartarson, sem unninn var i samvinnu við leikendur L.A. Leikritið er mjög af sama togi spunnið og hinn geysivinsæli gamanleikur Spanskflugan, en það var einmitt Guðrún, sem leik- stýrði honum. Það má geta þess i sambandi við Stundum og stund- um ekki, að það er dálitið sögu- legt verk. Það var fyrst sýnt i Iðnó fyrir rúmum þrjátiu árum og var flutningur þess i upphafi bannaður af siðferðislegum ástæðum. Það, sem þótti brjóta i bága við siðferðiskröfur þessa tima, var atriði nokkuð, þar sem leikkona kemur fram i sundbol (reyndarekki bikini).. Þetta þótti aldeilis óforskammaður dóna- skapur, enda þótt blessuð konan hefði að auki verið sveipuð bað- slopp. Siðar var þessi leikur sýnd- ur við miklar vinsældir. Næstu verkefni verða hið al- kunna og vinsæla barnaleikrit Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner, og verður það að likindum sýnt i janúar. Einhvern tima ym miðjan vetur verður Brúðuheimilið eftir Ibsen sýnt. Leikrit þetta fjallar m.a. um stöðu konunnar i þjóðfélag inu og er sigilt, þannig að ekki kemur að sök, þótt það sé samið fyrir einum hundrað árum, (Ibsen, 1828-1906), en það er nú sýnt viða um heim. Nánar verður skýrt siðar frá siöasta verkefni L.A. á leikárinu, en það veröur væntanlega islenzkt leikrit eftir kunnan höf- und. Þess má geta, að L.A. heldur leiklistarnámskeið I vetur, eins og verið hefur. Hefst það fyrsta um miðjan október og stendur i tvo mánuöi. Þá gengst félagiö einnig fyrir bókmenntakynningu. Seld verða stuðningsáskriftar- kort að þriðju og fjórðu sýningu hvers leikrits i vetur með 25% afslætti frá venjulegu miðaverði. Þá fær skólafólk kost á hálfvirðis- miðum. — Frumsýning á Stundum og stundum ekkiverður væntanlega 19. október. Aðalleikendur eru: Jón Kristinsson, Guðlaug Her- mannsdóttir, Þórhalla Þorsteins dóttir, Arnar Jónsson, Agúst Guömundsson, Þráinn Karlsson, Marino Þorsteinsson, Hjördis Danielsdóttir og Helga Thorberg. Aðsókn að sýnisgum L.A. var heldur meðdræmara móti i fyrra, en þrátt fyrir mikið færri sýning- ar var hún ekki mikið lakari en að Þjóöleikhúsinu og sizt lakari en að Iðnó. Alls voru sýningargestir L.A. á siðasta ári á áttunda þús- und, en ibúar eru um 10.000. ____TÍMINN_____________ _________Fimmtudagur 12. október 1972 Ljóðakvöld í Norræna húsinu Tvö skáld lesa úr eigin verkum Erl-Reykjavik I kvöld kl. 20.30 veröur i Norræna húsinu haldið norsk- islenzkt ljóðakvöld þar sem skáldin Knut Odegaard og Einar Bragi lesa úr eigin verkum. Skáldin hafa þýtt hvort annars ljóð á móðurmáli sitt og munu lesa þau bæði á móöurmálinu og i þýðingu. I lestrarhlénu mun svo Knut ödegaard leika á flautu fyrir samkomugesti. A fúndi með fréttamönnum, sem haldinn var i Norræna húsinu s.l. þriðjudag, kom fram, að skáldin tvö hittust fyrst i Norræna húsinu vorið 1971 er hér var haldin norræn ráðstefna. Upp úr þeim kynnum tókst með þeim samstarf um gerð og útgáfu nor- ræns ljóðasafns, sem nú er nær tilbúið og nefnist i vinnuhand- ritinu Fjórir undir árum. Sú skýring fylgir nafninu, að i bókinni verða ljóð eftir fjögur norræn skáld. Auk þeirra tveggja sem áður er getið og ritstýrt hafa verkinu, verða i safninu ljóð eftir Gunnar Björling, einn af brautryðjendum sænskrar nú- timaljóðlistar i Finnlandi, og færeyska ljóðskáldið Steinbjörn Jakobsen, en sum af ljóðum hans hefur Ingrid Jacobsen þýtt á dönsku, en önnur birtast i norskri þýðingu Knuts ödegaards. Einar Braga ætti ekki að þurfa að kynna islenzkum ljóða- unnendum, en hann hefur nú i rúma tvo áratugi verið með ,'af- kastamestu og vandvirkustu ljóð- skálda á Islandi. Knut ödegaard er aðeins 26 ára að aldri, en hefur þó .gefið út þrjár ljóðabækur og hin f jórða er i prentun. Hann lagöi um skeið stund á guðfræði, en hvarf frá námi og er nú bók- menntagagnrýnandi við Aften- posten. Ljóð hans fjalla mörg um þá niðurniðslu, er viða á sér stað i hinum dreifðu byggðum Noregs, en skáldið er sjálft fætt og upp alið i sveit á vesturströndinni og er æskuheimili hans nú i eyði — gaard. Um yrkisefni sin og þjóðfélagsafstöðu sagði Knut, að i fyrstu hefði hann einkum ort ljóð- ræn smákvæði, en siðar hefði hann tekið fyrir raunveruleikann, og orðið pólitiskari — án þess þó að gerast á nokkurn hátt pólitiskur skósveinn eins né neins. Kvæði hans standa rótum i þvi hugarfari, sem rikir i hinum dreifðu byggðum gagnvart sam- þjöppun valds- og menningar- stofnana i stærri stöðunum, og birtist nú sfðast i þjóðaratkvæða- greiðslunni um EBE. Hann er þvi einn ötulasti talsmaðurinn fyrir „jafnvægi I byggð landsins” i heimalandi sinu. Skáldin Knut ödegaard t.v. og Einar Bragi t.h. á tröppum Norræna hússins ásamt hinum nýja for- stjóra þess, Maj Britt Imnander fil. mag. Timamynd: Róbert. Slysatrygging sjómanna Greinagerð frá Farmanna- og fiskimannasambandi íslands Að undanförnu hafa farið fram á opinberum vettvangi miklar umræöur um slysatryggingamál sjómanna i tilefni af gildistöku laga nr. 58/1972, en lög þessi gengu i gildi 1. október s.l. Bótareglur varðandi slys, er sjómenn verða fyrir i starfi sinu, hafa lengi verið óviðunandi. Sjó- maður, sem slasast, hefur að visu fengið bætur frá almanna- tryggingunum og slysabætur samkvæmt ákvæöum kjarasamn- inga, en þessar bætur hrökkva að jafnaði skammt til að bæta allt tjónið. Aðrar tjónabætur hafa yfirleitt ekki fengizt greiddar, ef hinn slasaði á vegna aðgæzlu- skorts sjálfur sök á slysinu eða ekkert verður upplýst um orsakir þess. Hinn slasaði veröur þvi iöu- lega að sitja uppi með mikið tjón óbætt, ef um örorkuslys er að ræöa, en aðstandendur hans, ef það er dauðaslys. Þessar bóta- reglur hafa bitnað sérlega harka- lega á yfirmönnum flotans, þar sem dómstólar gera mun meiri kröfur til yfirmanna en undir- manna um aögæzlu og rétt vinnu- brögð. Yfirmaöur, sem verður fyrir slysi, er þvi oft á tiöum tal- inn sjálfur bera ábyrgð á slysinu og fær þvi engar bætur umfram þær lágmarksbætur, sem áður eru greindar. Þegar fumvarp til áðurgreindra laga, er gengu i gildi 1. október s.l. var lagt fram á Alþingi á s.l. vetri, þá lýsti F.F.S.l. yfir stuön- ingi við frumvarpið, en fór þess jafnframt á leit, að breytingar yrðu gerðar á þvi. Voru þær óskir að verulegu leyti teknar til greina með breytingartillögu þeirri, er sjávarútvegsráðherra flutti við frumvarpið, en hún var samþykkt af Alþingi. Lög þessi leggja hlut- læga ábyrgð á útgerðarmenn, það er að segja skylda þá til að greiða fullar bætur i öllum slysatilfellum nema i þeim tiltölulega fáu til- vikum þegar hinn slasaði hefur sýnt af sér vitavert gáleysi. F.F.S.I. litursvoá,að siglingar og sjósókn séu mjög hættulegur at- vinnurekstur og af þeim sökum fyllilega réttmætt i grundvallar- atriðum að leggja hlutlæga fé- bótaábyrgð á heröar útgerðar- manna þegar sjóslys eiga sér stað, enda er hliðstæð ábyrgð þekkt hér á landi þegar um bif- reiðaslys er að ræða. Lög nr. 58/1972 hafa að undan- förnu sætt harðri gagnrýni af hálfu samtaka útvegsmanna og vátryggingafélaganna. Margt er ofsagt i þessari gagnrýni en sumt er réttmætt eða gefur að minnsta kosti tilefni til að skoða máliö betur. Þess vegna gat F.F.S.l. fyrir sitt leyti fallizt á að fresta gildistöku laganna til næstu ára- móta i trausti þess að málinu lyktaði með viðunandi úrbótum á bótarétti sjómanna. Við endur- skoðun laganna eru það einkum eftirfarandi breytingar, sem koma til álita: 1. aö fella niður hlutlæga ábyrgð útgerðarmanns á land- mönnum, er starfa i þágu skips, 2. að tryggingin taki til út- gerðarmanns, sem sjálfur er skipverji, 3. að takmarka hina hlutlægu ábyrgð þegar skip ferst með allri áhöfn. Að öðru leyti telur F.F.S.I. eöli- legt að halda óbreyttri grund- vallarreglu laganna um hlutlæga ábyrgð útgerðarmanns. Þó er rétt að benda á þann möguleika að i stað hinnar hlutlægu ábyrgðar gæti komið róttæk endurbót á slysatryggingu sjómanna, annað hvort með breytingum á gildandi ákvæðum kjarasamninga eða með lagasetningu. I slikri breyt- ingu, ef til kæmi, þyrfti að felast: a. stórfelld hækkun á hámarks- fjárhæðum örorkubóta og dánarbóta og visitölubinding þeirra, b. samræming bótafjárhæð- anna,svo að mismunar gæti eigi eftir þvi hvort um er að ræöa kaupskip, togara eða báta, c. dagpeningaréttur á timabil- inu frá þvi kaupgreiðslu lýkur þar til hinn slasaði fær örorku- mat, d. sérstök hækkun dánarbóta þegar hinn látni lætur eftir sig konu og börn. Fleiri breytingar á slysabótum koma vissulega til athugunar, ef þessi leiö verður farin. Slysa- tryggingin hefur þann kost, að það er mjög einfalt að ákveða bótafjárhæð og hinn slasaði þarf ekki að standa i langvinnum og kostnaðarsömum málaferlum til að fá rétt sinn v.iöurkenndan. Auk þess eru iðgjöld af slysatryggingu lægri heldur en af ábyrgðar- tryggingu, sem felur i sér hlut- læga ábyrgð. F.F.S.l. leggur að lokum rika váherzlu á að athugun a slysatryggingamálum sjómanna verði hraðað eftir föngum og að sambandiö fái aðild að þeirri endurskoðun. Reykjavik 10. október 1972 Stjórn Farmanna-og fiski mannasambands lslands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.