Tíminn - 12.10.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.10.1972, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Fimmtudagur 12. október 1972 Fimmtudagur 12. október 1972 TÍMINN 11 Anna (iustavsson og llilde lliigstad. Anna varft að koma til Islands aftur og i þetta skipti tók hún llilde með sér. Sendiberra Ésraels, Avigdor Dagan ásamt frú, við (íullfoss. Klnversk-bandarisku lijónin Tsu koiuu við á islandi á leið sinni til Kvrópu. „VARÐ AÐ KOMA AFTUR TIL ÍSLANDS” Skroppið í ferð með áningarfar- þegum Loftleiða Kotaræksnin við Gullfoss. Búið var að negla fyrir dyrnar á útikömrunuin, þannig aö ekki var hægt að ganga örna sinna á þessum vinsæla ferðamannastað, nema úti I guðsgrænni náttúrunni. „Hingað kem ég aftur, og það á næsta ári. Ég ætlaði mér ekki aö stanza á tslandi, en i New York fékk ég þær upplýsingar hjá Loft- leiðum, að ég kæmist ekki með þeim beint til Þýzkalands, ég yrði að biða i tvo daga á tslandi sökum þess, að allar vélar félagsins væru fullar frá landinu til Luxem- borgar. Ég sló til og ákvað að dvelja á tslandi sem áningar- farþegi i tvo daga, og það hefur veriö stórkostlegt, þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi ekki leikið við okkur.” Þetta sagði 27 ára gamall Þjóðverji að nafni Holger Raasch, en hann hittum viö i sið- ustu dagsferð Loftleiða að Full- fossi og fleiri vinsælum stöðum i nágrenni Reykjavikur i siðustu viku. Útsýnisferðir Loftleiöa meö áningar-. farþega og aðra út lendinga, sem dvelja i landinu, njóta sifellt meiri vinsæida, en þessar ferðir hafa veriö farnar á vegum Loftleiða siðan á árinu 1964. Það ár voru áningar- farþegar Loftleiða 1798, en það ár gátu farþegar aðeins valið um 24 stunda áningu. Arið 1966 var þessu breytt þannig, að farþegar gátu valiö um 24 eöa 48 stunda áningu og árið 1970 gátu far- þegar valið um 24 stunda, 48 og 72 stunda áningu, og það ár urðu áningar-farþegar 12.428. Þessar áningardvalirá tslandi hafa notið sifellt meiri vinsælda. Blaðamanni Timans gafst kostur á, að fara i eina dagsferð með áningar- og almennum ferðamönnum i siðustu dagsferð Loftleiða aö Gullfoss og Geysi. Þessi hópur samanstóð af 30 manns, sem voru af ekki færri en 10 þjóðernum, þarna voru Banda- rikjamenn fjölmennastir, 1 var frá Kanada, 1 frá Bretlandi, 2 frá Austurriki, 1 frá Noregi, 2 voru frá Sviþjóð, nokkrir frá Þýzka- landi, 2 frá tsrael, 1 var frá Mexico, 5 frá Frakklandi og nokkrir tslendingar. Leiðsögu- maður i ferðinni var aðalleið- sögumaður Kristján Arngrims- son en einnig var með i förinni þekktur Loftleiðamaður, Sigurð- ur Magnússon, blaðafulltrúi félagsins. Syndaflóö og sólski n Reykjavik var bókstaflega á floti, þegar við lögðum af stað snemma á laugardagsmorgni. Útlendingarnir hristu höfuðið, er þeir komu inn i langfeðabilinn, og einhver spurði Kristján hvort ekki væri brjálæði að fara i ferða- lag i óveðri sem þessu. — Kristján leit út um hliðarglugga rútunnar og sagði siðan rólega. Góöir far- þegar takið þessu með ró. Ég lofa ykkur góðu veðri innan hálf- tima.” Og orð Kristjáns voru orð að sönnu, þvi að um leið og við komum á Kambabrún, birtist Suðurlandsundirlendið okkur, að visu var ekki mjög bjart y^r þvi, en hér var þó þurrt og sólar- geislar brutust fram á einstaka stað milli skýjanna. Okkar fyrsti viðkomustaður var i gróðurhúsinu Eden i Hvera- gerði, en þar er öll aðstaða fyrir útlendinga upp á það bezta, t.d. eru salernismálin i góðu lagi á þessum stað, en það er meira en hægt er að segja um marga aðra staði, sem eiga þó að teljast miklir ferðamannastaðir. Eftir hálftima viðdvöl i Eden var haldið rakleiðis i Skálholt með viðkomu við Kerið og dóm- kirkjan skoðuð. Skyndilega heyðist rödd segja. „What a beautiful picture.” Þegar að var gáö var þetta kona israelska sendiherrans á tslandi, sem lét þessi orð falla, og átti hún við altarismynd Ninu heitinnar Tryggvadóttur af Kristi. Israelsku sendiherrahjónin herra og frú Avigdor Dagan voru hér i nokkurra daga heimsókn. En Dagan er nú að láta af em- bætti hér á landi. Hann hefur verið sendiherra i Noregi og & ts- landi undanfarin 3 ár, og aðsetur hefur hann haft i Osló. Dagan hefur sjálfur komið nokkrum sinnum til landsins, en konan hans hafði ekki komið fyrr en núna. Sagði Dagan, að hann hefði ekki getað yfirgefið landið án þess að konan sin fengi tækifæri á að koma hingað. Bæði sögðust þau vera mjög hrifin af landi og þjóð. Sagði Dagan, að tsraels- menn styddu tslendinga ein- dregið i landhelgismálinu, enda ættu þeir það skiliö af hálfu tsra- els. þar sem Islendingar hefðu stutt tsraelsmenn dyggilega á undanförnum árum. Eins sagði hann, að löndin ættu margt sam- eiginlegt eins og að þurfa að berjast fyrir tilverurétti sinum um þessar mundir, þó svo að það væri á ólikan hátt. Frá Skálholti var haldið að Flúöum i Hrunamannahreppi, en þar snæða ferðalangar Loftleiða ávallt hádegismat. Ingólfur Pétursson sér um veitinga- reksturinn i skólahúsinu á Flúðum, og þar er allur rekstur til mikillar fyrirmyndar. Einstök snyrtimennska er á öllum sviðum og maturinn vel tilreiddur. Enda áttu útlendingarnir bágt meö að lýsa hrifningu sinni á lúðunni, sem þeir fengu i hádegisverð. — Ingólfur segir, að hann gefi út- lendingum ávallt lúöu eða lax, þegar þeir koma i mat, og er það vinsælasta fæðan, sem þeir fá á tslandi, þvi kjöt hafa þeir nóg i heimalöndum sinum. íslenzk ómenning við Gullfoss Gullfoss er alltaf jafn fallegur, það er sama hvernig veðrið er, þegar komið er að þessum tignar- lega og fallega fossi. Það sama Ingólfur Pétursson og Sigurður Magnússon skoða eina kerlaugina við eitt sumarhúsið á Flúðum. verður ekki sagt um nánasta um- hverfi fossins. Kofaræskni, sem einu sinni voru veitingastaður, standa þarna illa útlitandi, og á þessum mikla ferðamannastað fyrirfinnst engin snyrting. Það er hreint og beint furðulegt að is- lenzka rikið skuli ekki hafa látið þessi mál til sin taka. Sigurður Magnússon er heldur óhress yfir ástandinu við Gullfoss og á fleiri ferðamannastöðum eins ög t.d. Þingvöllum. Það er engin furða, þar sem það er frum- skilyrði til þess að laða að ferða- menn, að fólk geti gengið örna sinna. — Sigurður sagði, þegar við vorum við Gullfoss, að hann vildi láta rifa kofaræsknin við Gullfoss og kamrana með — það var búið að negla dyrnar aftur á þeim, þegar við vorum þar, — ennfremur vill Sigurður, láta nýja veginn að Gullfossi enda við beygjuna upp á Kjalveg. Af- leggjarann niður að kofunum vill hann láta leggja niður og rækta upp svæðið, þar sem þeir eru. Það er upp á brúninni, vestan við kofana, sem Sigurður vill láta byggja aðstööu fyrir ferðamenn. Þar sem ferðamenn eiga að geta fengið alla þjónustu, sem ferða- menn almennt þurfa á að halda. Þarna við Gullfoss hittum við tvær sænskar eldri konur. Þær sögðu okkur, að þær hétu Anna Gustavsson og Hilde Högstad. Anna hafði komið til tslands fyrir Holger Raasch. „Hingað kem ég aftur.” 5 árum, og hún sagði, að sér hefði fundizt nauðsynlegt að koma aftur til tslands, áður en hún yrði það gömul, að hún gæti ekki feröast. Sagðist hún hafa sagt Hildu vinkonu sinni frá þessu og þær hefðu ákveðið i fyrravetur, að fara til Islands á þessu ári, en ýmissa hluta vegna gátu þær ekki komizt til landsins fyrr en nú á haustmánuðum . Þær sögðust hafa verið óheppnar meö veðrið i Reykjavik, og spurðu hvort alltaf væri rigning i Reykjavik á Framhald á bls. 19 Þær eru vinsælar isienzku stúlkurnar, sem bera fram veitingarnar á Fiúðum, enda eru þær ávallt klæddar islenzku þjóðbúningnum. A myndinni eru Medina, starfsmaður Air Bahama og Loftleiða I Mexico, starfsstúlka og Dagan, sendiherra. Kristján leiðsögumaður stendur bak við. — Timamyndir Þó Orkulindirnar eru að tæmast Orkulindir heimsins tæmast óðum. Þörf fyrir orku er miklu meiri en svo, aö nýjar orkulindir og eldneytistækni geti fullnægt henni. t samkeppni um ódýrustu og aögengilegustu orkulindirnar er litiö tillit tekið til varanlegra afleiðinga um heim allan. Mjög er umdeild hvenær hinn margumræddi ógn vænlegi orkuskortur verður að veruleika. En aldrei hefur verið dregiö i efa, að nauðsynlegt væri, að iðnaðarþjóöir, jafnt og þró- unarlönd, gerðu áætlun um, hvernig þær gætu mætt orkuþörf sinni, án þess að ganga um of á siminnkandi eldneytisbirgðir, sem finnast i jöröu. Menn eru farnir að lita yfir- vofandi vandræöaástand mjög alvarlegum augum, eins og bezt má sjá i Bandarikjunum. Þar var um árabil nær engöngu notað innlent eldsneyti, unz svo var gengið á oliu og gasbirgðirnar, að nauösynlegt er nú að fjórfalda innflutning hráoliu á næstu tiu árum. Samkeppni Bandarikjamanna um oliukaup á heimsmarkaði (Evrópa og Japan nota nær engöngu innflutta oliu) gæti haft alvarlegar afleiöingar i för með sér og kynni aö valda ógnvæn- legum óliuskorti. Unz farið verður að lita á hinar ýmsu teg- undir eldsneytis i heild, verður erfitt að koma i veg fyrir að slikt vandræðaástand geti skapazt. Vaxandi skilningur Bandarikja- manna á þessu vandamáli hefur valdið þvi, að stjórnin i Washing- ton ýtir nú á þaö, að Efnahags- og framfarastofnun Sameinuðu þjóðanna hafi forystu um, að gerð verði drög að alþjóðlegri stefnu- skrá i orkumálum. En allar hug- myndir sem iðnaðarþjóðirnar kynnu að fá um lausn á sinum eigin vandamálum, hafa augljósa galla. Þróunarlöndin nota eins og er litla orku miðað við fólksfjölda, en eftir þvi sem mannfjöldinn eykst og lifsskilyrði batna, kerfjast þessar þjóðir stærri skerfs af minnkandi orkuforð- anum. Mitt i öllu myrkrinu, sem grúir yfir framtið orkuþarfa og orku- linda heimsbyggðarinnar, hefur þó gerzt atburður, sem af starfar svolitilli birtu. Ef vel tekst til, ætti að takast að koma mann- kyninu heilu og höldnu yfir á næstu öld án þess að til verulegs orkuskorts komi. Fundir Alþjóða orkumálastofn- unarinnar (sem er skipuð full- trúum helztu orkuneytenda og orkuframleiðenda heims) og Um hverfisstofnunar Sameinuöu þjóðanna hafa borið þann árangur að þessir aðilar hafa komið sér saman um að hafa samvinnu um rannsóknir á orku- vandamálum. Fyrsta sameiginlega átakið verður samning skýrslu til Sam- einuðu þjóðanna. Þetta verður allsherjartilraun til að tengja orkuvandamálið umhverfis- og náttúruvernd. Þessi samvinna gæti einnig hjálpað til að brúa bilið, sem enn er fyrir hendi milli orkustofnana og nátturuverndarmanna. Á næsta allsherjaríundi Alþjoða orkumálastofnunarinnar, sem verður haldinn i Detroit 1974, verður sú spurning borin fram hve hátt verð náttúruverndar- menn vilji borga fyrir orkufram- leiðslu, sem er algerlega mengunarlaus. t þetta sinn mun Umhverfisstofnun SÞ sennilega fallast á að reyna að koma með svar við henni. Fyrstastig þessa sameiginlega átaks eru tilmæli Umhverfis- nefndar SÞ, sem lögð verða fyrir Allsherjarþing SÞ i New York i þessum mánuði. Það voru Sviarnir i Umhverfis stofnun SÞ sem lögðu fram þessi tilmæli fyrr á þessu ári, en i þeim er farið fram á að fyrir 1975 verði gerð könnun á orkuforða, nýrri tækni i orkuframleiðslu og stefn- unni i orkuneyzlu. Tilgangurinn erað skapa grundvöll „fyrirsem hagkvæmasta þróun orkulinda heims i tengslum við umhverfis- áhrif orkuframleiöslu og orku- notkunar.” Samning einnar skýrslu um þessa þrjá þætti er gifurlegt verk. Sameinuðu þjóðirnar geta aðeins séð fyrir upplýsingum um stefn- una i orkunotkun; og þaö væri erfitt að setja upp nýjan útbúnað tii að meta orkuforöann, — og einnig ónauðsynlegt, þar sem Alþjóðaorkustofnunin er þegar byrjuð á þvi verki. Tólf menn á vegum Alþjóða orkumálastofnunarinnar (undir forystu Charles Luce frá Sam- einaöa Edison fyrirtækinu) hefur þegar samið spurningalista, en á svörunum munu byggjast upp- lýsingar um hverskonar orku lindir, sem hægt er að bjarga. Þær verða væntanlega fyrir hendi á Detroit fundinum 1974. Alþjóöa orkustofnunin hefur Framhald á bls. 19 Fórnardýr oliumengunar Oliuvinnslustöö. Verður hráefnið senn á þrotum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.