Tíminn - 12.10.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 12.10.1972, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 12. október 1972 TÍMINN 13 Kirkjukórasambandið heldur hljómleika Stp—Reykjavík Um miðjan marz á næsta ári mun Kirkjukórasamband Reykjavikurprófastsdæmis halda konzert i Bústaðakirkju undir stjórn söngmálastjóra, Róberts A. Ottóssonar, og við undirleik Sinfoniuhljómsveitarinnar. Fyrsta æfing kórsins var haldin um mánaðamótin siðustu. Fréttamaður átti tal við Aöal- stein Helgason, formann Kirkju- kórasambands Reykjavikurpró- fastsdæmis, um væntanlega hljómleika og starf Kirkjukóra- sambandsins yfirleitt. Samband- ið var stofnað 21. marz 1948, að tilhlutan þáverandi söngmála- stjóra, Sigurðar Birkis, og verður þvi 25 ára i marz næstkomandi. Það voru fimm organistar og jafnmargir formenn kirkjukóra, sem komu saman á fund þennan dag til að stofna samband til efl- ingar og framdráttar söngllfi i kirkjum höfuðborgarinnar. Organistarnir fimm voru: Páll 'ísólfsson, Siguröur Isólfsson, Páll Halldórsson, Kristinn Ingvarsson og Jón Isleifsson. Hefur sam- bandiö vissulega unnið mikið og gott verk. Það hefur haft á stefnuskrá sinni kennslu i söng, útvegar kirkjukórum söngþjálf- ara og unniö að málefnum kirkju- söngs almennt. Afmælistónleikarnir, sem nú standa fyrir dyrum, eru haldnir með þátttöku velflestra kirkju- kóra prófastdæmisins, en þeir eru alls 14. Til þátttöku i afmælistón- leikunum hafa nú skráð sig um 100 manns úf 11 kórum, en aö sögn Aöalsteins er þörf á fleira fólki. Ef einhverjir kórfélagar óska enn þátttöku, er þeim bent á aö snúa sér til formanns Kirkju- kórasambandsins eða organista viðkomandi kirkjukóra. Verkin, sem flutt verða, eru kantata nr. 11 eftir Johan Sebasti- an Bach, og Háskólakantata eftir Pál Isólfsson, við ljóðaflokk eftir Davið Stefánsson. — Sú nýlunda er i sambandi viö konsertinn og undirbúning hans, að þaö eru fjórir organistar, sem raddæfa kórinn, auk söngþjálfara, en söngmálastjóri stjórnar sam- æfingum. Fara æfingar fram i safnaðarheimili Langholtssóknar og Laugarneskirkju. Organist- Tilboð óskast i birgðarskemmur stærð 12,5x30 metrar. Upplýsingar i sima 24989 kl. 10-12 árdegis næstu daga. Til- boð verða opnuð á skrifstofu vorri fimmtudaginn 19 þm., kl. 11 árdegis. Sölunefnd varnarliðseigna. (28. leikvika - leikir 7. okt. 1972) (Jrslitarööin: X2X -1 1 1 - XI1 -1 X 1 1. vinningur: 12 réttir - kr. 269.000.00 nr. 17456 (Vest- mannaeyjar) 2. Vinningur: 11 réttir - kr. 4.600.00 nr. 1693+ nr. 19731 nr.’ 2363+ nr. 19750 nr. 3262+ nr. 21271 nr. 3299+ nr 25304 nr. 29629 nc 8009+ nn 27485+ nr. 35094 nr. 8144 nr. 27637 nr. 36480 nr, 9300 +nafnlaus nr. 28742+ nr. 38125 + nr. 29012 nr. 38715+ nr. 29128 ' nr. 38805 nr. 40046+ nr. 44046 nr. 48172 Kærufrestur er til 30. okt. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 28. leikviku verða póstlagðir eftir 31. okt. Handhafar nafnlausra seöla verða af framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiösludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiöstöðin — REYKJAVÍK Tilkynning frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Með tilkynningu dags. 10. ágúst s.l. var auglýst, að lánsumsóknir, sem til greina ættu að koma á árinu 1973, vegna fram- kvæmda, annara en vélakaupa, ættu að berast bankanum fyrir 15. október 1972. Ákveðið er nú að frestur þessi verði fram- lengdur til 15. nóvember 1972. Að öðru leyti er tilkynning vor frá 10. ágúst s.l. óbreytt. Reykjavik, 9. október 1972 Búnaðarbanki íslands Stofnlánadeild Landbúnaðarins arnir, sem æfa kórinn, eru Jón Þórarinsson, Jón Stefánsson, Marteinn Hunger og Gústaf Jó- hannesson. Söngþjálfari kórsins er Elisabet Erlingsdóttir. Alls taka þátt I flutningi kórs- sins sex einsöngvarar, fjórir i verki Bachs og tveir i verki Páls Isólfssonar. 1 siöarnefnda verk- inu eru einsöngvarar Magnús Jónsson og Elisabet Erlingsdótt- ir, en i verki Bachs hafa þegar veriö ákveðnir einsöngvarar þau Sólveig Björling, Ólöf K. Harðar- dóttir og Halldór Vilhelmson. Eins og yfirleitt gerist i blönduðum kórum, eru konurnar mun fleiri en karlmennirnir i kórnum. Munu vera milli 30 og 40 konur i sópran og rúmlega 20 i altrödd. 1 bassa og tenór eru kringum 20 i hverri rödd. Æfingar veröa einu sinni i viku fram að desember. Veröur siðan aftur byrjað af fullum krafti i janúar og þá væntanlega með tiö- ari æfingum. Flutningur verkanna hvors um sig tekur um hálfa klukkustund, svo að konsertinn i heild er um það bil einn klukkutima i flutn- ingi. Kantata Bachs er bæöi mjög þekkt og viöurkennd. Verk Páls er einnig hiö vandaösta, og má geta þess, aö það hefur aldrei veriö tekið upp i heild hjá Rikisút- varpinu. Söngmálastjóri, Róbert A. Ottósson, mun stórna bæöi kór og hljómsveit, en eins og menn vita, stjórnar hann alltaf einum tón- leikum á ári meö Filharmóniu- kórnum og Sinfóniuhljómsveit- inni. — Margt af okkar bezta söng- fólki syngur i kirkjukórum. Má I þvi sambandi geta þess, að báðar konurnar, sem syngja einsöng i verki Bachs, Sólveig og Ólöf, syngjailkirkjukórum. Udanfarna 4 vetur hefur Kirkjukórasam- bandið gengizt fyrir sérstökum skóla fyrir fólk i kirkjukórun- um. Hefur skólinn verið kostaö- ur af sóknarnefndunum sameig- inlega og fleiri aðilum. 1 vetur starfar þessi skóli ekki, að ööru leyti en þvi, aö starfskröftum hans er beint að undirbúningi flutnings fyrrnefnds kórverks. Veröur skólinn væntanlega starf- ræktur áfram næsta vetur. Hann hefur verið vel sóttur undanfarin ár, eða af i kringum 30 manns. 1 skólanum er kennd m.a. radd- beiting og nótnalestur, og enn- fremur hefur söngmálastóri haft einn fyrirlestur i mánuöi um sögu kirkjutónlistar. Skólinn starfar i tveim bekkjardeildum. Hafa alls 14 manns útskrifazt hingað til. Mest hefur skólinn verið sóttur af fólki i kirkjukórunum, en einnig er hitt til, að fólk byrji kirkjusöng upp úr námi við skólann. Eftir- tektarvert er, að fólk hættir yfir- leitt ekki i kirkjukórunum, eftir að þeir hafa einu sinni byrjað. Nokkur skortur er á söngfólki i kórana, einkum karlmönnum. — Aðalsteinn gat þess að lok- um, að Kirkjukórasambandið væri söngmálastjóra mjög þakk- látt, fyrir að hafa tekiö að sér stjórn tónleikanna. Auglýsið i Timanum Dagskrá i Norræna húsinu um jafnrétti þegnanna i menntun og löggjöf, 14. og 15. október n.k. Laugardaginn 14. október kl. 17 talar INGER MARGRETE PEDERSEN, dómari I östre Landsret i Kaupmannahöfn, um réttarfarslega stöðu konunnar á Norðurlöndum i dag. Sunnudaginn 15. október kl. 20.30 talar HELGA STENF. frá Kennaraháskólanum i Osló, um konuna i menntunar- þjóðfélaginu fyrr og nú og i framtlöinni. Fyrirlesararnir taka þátt i umræöum hvor hjá öðrum að erindunum loknum. Verið velkomin. NORRÆNA HÚSIÐ Ungt par utan af landi óskar eftir að taka á leigu litla íbúð eða herbergi með aðgangi að eldhúsi, sem fyrst. Góð umgengni og fyrirframgreiðsla. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins sem fyrst merkt íbúð 1364. FWA FL Störf í vöruafgreiðslu Flugfélag íslands h.f. óskar að ráða karl- menn til starfa i Vöruafgreiðslu félagsins á Reykjavikurflugvelli. Upplýsingar hjá Sverri Jónssyni, stöðvar- stjóra á Reykjavikurflugvelli. Flugfélag íslands h.f. $ #ií ■ r:i áj': -4 ,e , S f's v;y. ð Staða borga rverkf ræði ngs i Reykjavik er laus til umsóknar. Staðan veitist frá ársbyrjun 1973. Laun samkv. lfl. B-5. Umsóknir sendist skrifstofu borgarstjóra $1 líl irJ /M á ■ 'V Austurstræti 16, nóvember. n.k. ll.október 1972 eigi siðar en ?& , Borgarstjórinn i Reykjavik 15-| Sfi y.‘ fi* \::r, M $ Verkfæri eru sérgrein okkar Næst þegar þú kaupir verkfæri, vertu viss um að það sé

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.