Tíminn - 12.10.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.10.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Fimmtudagur 12. október 1972 „Hugsaðu ekki um það....Segöu mér heldur eitthvað um Emiliu Blair”. Hann rýndi á mig hvössum, stingandi augum. „Þú hefur oröið að striða við margt, ein og yfirgefin. Ég finn, aö ég hefði átt að koma fyrr. Mig grunar, aö þér heföi ekki veitt af návist minni”. „Ó! Allt i lagi með mig”, svaraði ég hikandi. „Jæja”, svaraði hann brosandi og hélt áfram að mæla mig og vega með augunum. „Ég sé lika, að þú ert sælleg: alveg eins og þú hafir legið úti i rigningu heila nótt i janúar. Hvernig er heyrnin? Skýrari? Stöðugri en áður?” Hann stóð upp og gekk að pianóinu og sló fáeina tóna og leit ekki af mér. „Ófullgeröa hljómkviðan!” Ég þekkti tónana undir eins, og hann kinkaði kolli og lét hendurnar siga i kjöltu sina. „Ekki vissi ég, að þú kynnir að leika á pianó”. „Ég kann það ekki heldur, þvi miður. Ég fæddist ekki i söngleika- húsi. En ég fékk stundum ókeypis aðgöngumiöa á hljómleika, þegar ég var i skóla. Við fórum, ég og systir min, i Carnegie-höliina i vikunni sem leiö, og hlustuðum á Sokkna musterið eftir Debussy. bá varö mér hugsað til þin”. „Til min...? Hvers vegna?” „Tónlistin minnti mig á þig. Ekkert, sem sýnilegt var, en undir hjúpi leiks og tóna fann ég stundum æðaslátt þinn — bak við bjölluhljóminn i seytlandi tónunum.” „Þannig hef ég lika skynjað”. Ég ætlaði ekki að svara honum. Ég vissi ekki fyrr en ég var búin aö segja þetta. Hann leit á armbandsúr sitt og hélt þvi þannig, að ég gat séð á þaö. Klukkuna vantaði fimmtán minútur i tólf. „Ég hef um margt að tala við þig”, hélt hann áfram’ „en það er orðiö stutt til miðnættis, og ég þarf margar klukkustundir til þess að skýra fyrir þér það, sem læknarnir segja um þig. Þeir eru enn að athuga skýrslur minar og sjúkdómslýsingar, og við munum njóta aðstoðar þeirra framvegis. Viö geröum margar tilraunir. Það er búið að koma á laggirnar serstakri stofnun, sem annast rannsóknir og tilraunir á þessu sviði. Ég var hafður með i ráðum um skipulag hennar, og tveir læknar, sem ég þekki, hafa tekiö að sér stjórn hennar. Ekkert hefur verið látið uppi um árangurinn af lækningaaðferð okkar ennþá, en viö erum sann- færðir um, að við séum i þann veginn að gera stórkostlega uppgötvun. Og hún verður sennilega ekki bundin við eyrun eingöngu. Ef hægt er að lifga vissar taugar með aöferð minni, er þá ekki hægt aö beita sömu ráðum til aö lifga og græða fleiri liffæri? Skilurðu hvilikir möguleikar á sviöi læknislistarinnar kunna aö skapast við þetta?” „Mig furðar á þvi, að þeirskyldu leyfa þér að fara hingað til Blairs- borgar aftur”. „bað var með ölium ráðum reynt að halda mér kyrrum, en ég vildi ekki verða við óskum þeirra — ekki strax. Enn er langt þangað til ég tel timabært, aö þeir prófi heyrn þína. Það verður ekki fyrr en þú ert komin af þvi stigi að þurfa á daglegum dælingum að halda. A morgun dæli ég i þig stærri skammti en áður og held svo áfram að auka styrk- leikann smátt og smátt”. „Biddu við”, sagði ég snögglega. „Ég þarf að segja þér dálitið”. Hann mun hafa grunað, hvað mér bjó i brjósti, þvi að ákefð hans dvinaði á svipstundu, og þjáning og kviði speglaðist i augum hans. Ég gat ekki horft framan i hann meðan ég sagði það, sem ég hafði ætl- aö að segja. „Ég er hætt”, mælti ég. „Ég kem ekki oftar til þin sem sjúklingur”. Ég dirfðist að lita frman i hann aftur, þegar ég hafði stunið þessu upp. Það var kominn á hann harðneskjusvipur éins og hann hef,ði skyndilega stirðnað i sæti sinu. „Það er tilgangslaust fyrir þig að vera hér min vegna”, hélt ég áfram. „Þú getur helgað þig rannsóknarstofnun ykkar þess vegna”. „Þú veizt ekki, hvað þú ert að segja, Emilia. bú ert ekki orðin heil- brigðennþá. bú ert ekki komin á það stig, að heyrnin haldi áfram að glæðast án aðgerða. Þú ert einmitt á hættulegasta stiginu, og það væri hrein og bein fásinna að hætta dælingunum. Ég vil ekki bera ábyrgð á þvi”. „Þú átt við að allt muni sækja i sama farið aftur”, sagði ég. „Ég verð heyrnarlaus aftur”. Hann kinkaði kolli, og ég he'it áfram ræöu minni: „Ég get ekki haldið áfram, hvað sem öllum skuldbindingum kann að liða. bú hefur sannað það, sem þú vildir sanna á mér. En ef ég vil vera heyrnarlaus áfram, þá er ég einráð um það, hvort sem þú skilur mig eða ekki”. „Ég skil þig”. Hann sneri sér frá mér og gekk út að glugganum. bar staðnæmdist hann og horfði út á milli gluggatjaldanna. Svo kom hann aftur, og enn einu sinni lagði hann báðar hendurnar á axlir meV og þröngvaði mér til þess að lita upp og gefa gaum að orðum sinum. „Þú kýst fremur að láta bugast vegna Harrýs Collins en standa af þér storminn min vegna. Er það ekki mergurinn málsins?” Mér duldist ekki fyrirlitningin i skærum, áskakandi augum hans. Mér fannst ég skreppa saman fyrir augnaráði hans. „Geturðu ekki látið mig i friði?” Ég reyndi að slita mig lausa. „Ég hef sagt þér það: ég er hætt. Þú getur þefað upp nóga heyrnarleysingja til þess að gera tilraunir á”. „Við erum ekki að tala um neinn nema þig. Látum aðra liggja milli hluta — Harrý Collins lika. Ég hélt, að þú værir búin að sigrast á þessu brjálæði, ég hef verið að vegsama þig fyrir heilbrigðan metnað”. Ég titraði frá hvirfli til ilja. Fingur hans, sem sýndust svo mjúkir og grannir, voru sterkir eins og stálklær og gæddir einhverjum krafti, sem ég fékk ekki reist rönd við. „Metnaðurinn má sin litils andspænis ástinni”, stundi ég loks. „En ég bjóst við, að þú vissir þetta lika”. „Nei”. Hann laut að mér, og ég fann heitan andardrátt hans leika um kinn mina, er hann talaði. „Og ég vona, að ég komist aldrei i mikil kynni við þess háttar ást. Þú vilt gera ástina að smyrsli til þess að fægja kaun þin, einhverju eiturbrasi til þess að draga úr sársaukanum, af þvi aö þú ert ekki nógu hugrökk til þess að viðurkenna sannleikann. Þú elskar mann. Gott og vel. Ef til vill hefur hann lika elskað þig ein- hvern tima, en hann gerir það ekki nú og aldrei framar. Hann elskar aðra. Gott og vel. Ekkert er athugavert viðþað. — En hættu að ljúga að sjálfri þér og blekkja þig”. „bað er ósæmilegt af þér að segja annað einsog þetta. Ég.” „Gerir þú ekki það, sem er ósæmilegt gagnvart sjálfri þér — og mér?” „Ég geri það, sem mér sýnist. Það kemur þér ekki vitund við”. „Vist kemur mér það við — alveg sama þótt þú berir á móti þvi”. Hann sleppti snögglega taki sinu og stjakaði mér frá sér. „Ég veit ekki hvers vegna ég hélt, að þú værir einhvers verð. Ég hefði þó átt að sjá, að þú ert ein af þeim, sem sifellt þykjast eiga kröfur á hendur tilver- 1230 Lárétt Lóðrétt 1) Drafli.- 2) GG.- 3) Gæs.- 4) 1) Logann,-5) Sturlaða.-7) Eins.- Urta.- 6) Brasar.- 8) AAÁ,- 10) 9) Númer tvö,- 11) Höfuðfat.- 13) ósára,- 12) Arfa,- 15) Ark,- Und.- 14) Unglingsár.- 16) Tónn.- 18) Ek.- 17) Ilmað.- 19) Spyrni.- Lóðrétt 1) Sjálfbjarga.- 2) Lézt,- 3) Straumkast.- 4) Sverðs,- 6) Sleikti.- 8) Tangi,-10) Reikar.- 12) Geð,- 15) Æða,- 18) Einkst.- X Ráðning á gátu no. 1229. Lárétt 1) Duggur,- 5) Gær,- 7) AA,- 9) Stór,- 11) Fáa,- 13) Asa,- 14) Lára.- 16) As.- 17) Frera,- 19) Lakkar,- ii!l ilHi ■ FIMMTUDAGUR 12. október 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunieikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Pálina Jónsdóttir les söguna „Kiki er alltaf að gorta” eftir Paul HÍihnefeld (4). Tilkynningar kl. 9.30. 9.45: Þingfréttir. Létt lög milli liða. Popphornið kl. 10.25: The Howlin ’Wolf Session og Pink Floyd leika og syngja. Fréttir kl. 11.00. Hljómplötusafniö (endurt. þáttur G. G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Á frivaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna 14.30 „LifiO og ég” — Eggert Stefánsson söngvari segir frá. Pétur Pétursson les (17). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Gömul tónlist. Herman Prey, Lisa Otto, Theo Ad- am, Manfrd Schmidt, Karl- Ernst Mercker og Ursula Schirrmacher flytja ásamt Gunther Arndt kórnum og Filharmóniusveitinni i Ber- lin 'úrdrátt úr óperunni „Krösus” eftir Reinhard Keiser: Wilhelm Briickner- Ruggeberg stj. Hans-Martin Linde og strengjasveit Schola Cantorum Brasili- ensis flytja Flautukonsert eftir Jean- Marie Leckair: August Wenzinger stj. Edu- ard Melkus og Vera Sch- warz leika Sónötu nr. 2 I A- dúr fyrir fiðlu og sembal eftir Georg Philipp Tele- mann. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir. Tónleikar. 17.30 Hrafninn og fleiri fuglar Minningaþáttur eftir Bene- dikt Gislason frá Hofteigi. Arni Benediktsson flytur. 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Frá listahátið í Reykja- vik i972.Sænska söngkonan Birgit Finnila syngur lög eftir Vivaldi, Schumann, Brahms,Wolf og Rang- ström. Dag Achatz leikur á pianó. 20.35 Leikrit: „Völundarhús tryggðarinnar” eftir Mikos GyárfásÞýðandi: Asthildur Egilson. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Persónur og leik- endur: Anna : HelgaBach- mann, Stúdentinn : Borgar Garðarsson, Maðurinn i dýragarðinum : Þorsteinn Gunnarsson. Læknirinn Gisli Halldórsson. Eigin- maðurinn : Steindór Hjör- leifsson. Julius Cæsar : Pét- ur Einarsson. Sir Lawrence Olivier : Karl Guömunds- son. Shakespeare : bor- steinn O. Stephensen. Rödd- in i simanum : Jón Sigur- björnsson. Sænsk stúlka : Þórunn Sigurðardóttir 21.25 Janine Andrade leikur á fiðlu lög eftir Fritz Kreisler og útsett af honum. Alfred Holecek leikur á pianó. 21.45 i skóginum þýtur. Stein- gerður Guðmundsdóttir leikkona les frumort ljóð. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. 1 sjón- hending Sveinn Sæmunds- son ræðir við Ottó Magnús- son og Sigurjón Pálsson um loftárásirnar á Seyðisfjörð á striðsárunum. 22.35 Manstu eftir þessu?Tón- listarþáttur i umsjá Guö- mundar Jónsonar pianó- leikara. 23.20 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.