Tíminn - 12.10.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.10.1972, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 12. október 1972 TÍMINN 15 lUmsjón Alfreð ÞorsteirrssorK_ Pósthóif íþrótta- manna T- Agæti póstur. Allt frá þvi, aö samþykkt var, aö handknattleikur karla yröi meöal keppnisgreina á ÓL i Miinchen '12, var stefnt aö þvi, að isl. landsliöiö yröi þar meöal keppenda. Þvi tak- marki náöi svo landsliöiö meö glæsilegri frammistööu sinni i undankeppninni á Spáni. Nú aö ÖL* leikunum loknum hafa margir leitt hugann aö frammistööu isl. landsliösins þar, og hafa sumir vel viö unaö, en aðrir ekki. Ég efast ekki um, aö reynsluleysi okkar manna miöaö viö þær stórþjóðir, sem þarna leiddu saman hesta sina hafi aö mestu valdið þvi, aö liöiö náöi ekki lengra en raun bar vitni um. Vonandi gengur þetta betur næst. En nóg um þaö. Nú hefur verið ákveðið aö á ól. leikunum í Montreal ’76 verði einnig keppt i hand- knattleik kvenna. Þaö er von min og trú,aö á þeim leikjum verði isl. kvennalandsliöiö meðal keppenda. En þvi tak- marki verður sjálfsagt ekki náö fyrirhafnarlaust. Þaö er sorgleg staöreynd, að hand- knattleikur kvenna hefur verið stórlega vanræktur þáttur i starfsemi H.S.l, a.m.k. nokkur undangengin ár. Það er ekki tilgangurinn með þessu bréfi aö rifja upp það, sem miöur hefur fariö, heldur vil ég beina þeim til- mælum til þeirra, sem eiga að sitja næsta þing H.S.Í, aö láta þessi mál til sin taka. Einhverja forsvarsmenn hlýtur kvenþjóðin að eiga þar. EG. B ráða b i rgðask íðaská I i reistur í Bláfjöllum Alf-Reykjavik. — Á fundi iþróttaráðs Reykjávikurborgar, sem haldinn var s.l. mánu- dag, var samþykkt að ieggja það til við borgarráð að reistur verði 100 fermetra skáli i Bláfjöllum og þessi skáli lánaður Skiðaráði Reykjavikur. Hefur borgarráð nú samþykkt þessa málaleitan iþróttaráðs. Kostnaðaráætlun vegna byggingu skálans er um 1,5 millj. króna. Verður hér um bráða- birgðaskála aö ræða, en siðar meir er ráögert aö byggja full- komnariaðstööu fyrir skiðafólk i Bláfjöllum. Skálinn, sem reistur veröur á næstunni, mun koma skiðafólki að góðum notum. Mikill fjöldi fólks sótti Bláfjöll á s.l. vetri og var bagalegt, að þar skyldi ekkert húsaskjól vera. Heykjavikurborg og aðrir aðilar i nágrenni borgarinnar hafa fullan hug á þvi að i Blá- fjöllum risi skiðamiðstöð höfuð- borgarsvæðisins. Er unnið að þvi að gera Bláfjöllin að fólkvangi. Liðum 1. deildar fjölgað - verður stofnuð 3. deild? - þar með fæst húsaskjól fyrir skíðafólk í vetur Það var oft margt um manninn i Bláfjöllum s.l. vetur. deildar keppninni, eigi ekkert erindi i hana strax. Eru dæmi þess, aö lið hafi hætt þátttöku af þeim sökum. Ekki er gott að segja á þessu stigi, hvaöa ákvörðun HSl þing tekur, en hér er um mjög veiga- mikil skipulagsmál að ræða, sem skipta handknattleiksiþróttina miklu. Frjálsar íþróttir í Noregi um helgina Arne Kvaldheim náði sinum langbezta tima i 10 km, hlaupi um helgina, er hann sigraði á meistaramóti óslóborgar hljóp á 29:23,8 min. Terje Schröder- Nielsen varð annar á 29:53,8 Háskólamót Noregs i frjáls- iþróttum var háð i Bergen um helgina. Góöur árangur náðist m.a. i hástökki, Gjengedal og Falkum stukku báðir 2,05 m. Bergen sigraði i 4 x 100 m hlaupi á 10,8 sek. Björbæk, ósló kastaði kringlu lengst eöa 51,30 m. Oslo sigraöi i 4 x 100 m boöhlaupi kvenna á 53,7 sek. Alf-Reykjavik. — Hinn kunni handknattleiksmaður úr Fram, Sigurður Einarsson hefur tekið að sér þjálfun 2. deildar liðs Gróttu á Sel- tjarnarnesi. Er Sigurður ráðinn til loka keppnistíma- bilsins.sem nú er nýhafið. Siguröur Einarsson — þjálfari Gróttu i vetur. Reykjanesmót í handknattleik Eins og kunnugt er, náði Grótta ágætum árangri á siðasta keppnistimab. og var nálægt þvi að hljóta sæti i 1. deild. Reykjanesmótið i handknatt- leik hefst n.k. miðvikudag 18. október 1972. Keppt veröur i Iþróttahúsinu i Hafnarfirði, i meistara-, 1. og 2. flokki, en á Seltjarnarnesi í 3ja og 4. flokki. Þátttökutilkynningar skulu sendar eða tilkynntar fyrir n.k. mánudag til HKRH simi 50449 eða Stefáns Agústssonar sima 18088 eöa 11146. Þátttökugjald fyrir hvern flokk er kr. 500,00 og greiðist fyrir fyrsta leik. Handknattleiksráð Hafarf jarðar. Alf - Reykjavík, — Eins og fram hefur komið, verður ársþing Hand- knattleikssambands ís- lands haldið siðar i þessum mánuði. Meðal mála, sem eflaust verður rætt um á þinginu, er fjölgun liða i 1. deild. Eru forustu- Arsþing FRÍ Arsþing Frjálsiþróttasam- bands Islands fer fram i Reykja- vik dagana 25. og 26. nóvember. Tillögur og mál, sem sambands- aðilar óska eftir að leggja fyrir þingið þurfa að berast stjórn FRl fyrir 1. nóvember og sendist i pósthólf 1099. menn handknattleiks- mála ekki á eitt sáttir um það, hvort f jölga eigi frekar i 1. deild en orðið er, en nú eru i 1. deild 7 lið. Verði liðum fjölgað, i 8, munu Haukar, sem féllu úr 1. deild i fyrra, og Grótta sem tapaði i úr- slitaleik 2. deildar, leika um 8. sætið. Það er hins vegar skoðun margra, að ótimabært sé að fjölga liðum I 1. deild. Er það skoðun þeirra, að það sé hag- kvæmara fyrir islenzkan hand- knattleik að styrkleiki 2. deildar sé meiri en hann er nú, og að þaö sé sizt til þess fallið að styrkja 2. deildina að annaö tveggja beztu liða hennar flytjist upp i 1. deild. Það er ennfremur útbreidd skoðun, að nauðsynlegt sé aö stofna 3. deild i hanknattleik. Sum þeirra liða, sem þátt taki i 2. VEIZTU 9 VEIZTU — að einn af keppendunum i skotfimi á Olympiuleikunum i Róm 1960 hét Thorsten Ullmann. 24 árum áður i Berlin 1936 sigraði hann, en á leikunum i Róm varð Ullmann fimmti. VEIZTU — að á Olympíu- leikunum i Stokkhólmi 1912 voru þátttakendur 2541 frá 28 þjóðum. Það var ekki fyrr en á leikunum i Helsinki 1952 að þátttakendur voru fleiri. VEIZTU — að Mal Whitfield, Banda- rikjunum sigraði i 800 m. hlaupi á Olympiuleikunum I Helsinki 1952. Hann sigraði einnig i London 1948 og i bæði skiptin fékk hann nákvæmlega sama tima. Þess má, geta, að i báðum tilvikum varð Arthur Wint fra Jamaica annar! VEIZTU — að maðurinn sem hljóp með olympiueldinn siðasta spölinn á Olympiuleikunum i Mel- bourne 1956, var enginn annar en Ron Clarke, siðar marg- faldur heimsmethafi i lang- hlaupum. Sigurður Einarsson þjálfar hjá Gróttu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.