Tíminn - 12.10.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 12.10.1972, Blaðsíða 16
16 ' TÍMINN Fimmtudagur 12. pktóber 1972 SKYR OG SKÍRNARSÁTTMÁLI Helgi Hóseasson er maður- inn, sem um er rætt þessa dagana, eftir atburð þann, sem varö við þinghús- ið á þriöjudaginn. Þess vegna kann að einhverjum að leika forvitni á að vita skil á manninum og hvað býr á bak við margendurteknar mótmælaaðgerðir hans. Þær eru i fám orðum sagt sprottnarafþvi.að hann hefur krafizt ógildingar á skirnar- sáttmála sinum, þar sem hann telur kirkjuna hljóta að vera þess jafnumkomna að ógilda hann að ósk og vilja fullorðins manns sem að staðfesta hann fyrir hönd ómálga óvita. Hann hefur snúið sér til allra em- bættismanna, sem hlut geta átt að máli, og tvivegis leitað úrskurðar hæstaréttar, en alls staðar komið að luktum dvrum. Sjálfur segist hann geta látið allar mótmælaaðg. niður falla jafnskjótt og hann fái kröfu sinni, er hann telur til mannréttinda, framgengt á lögformlegan hátt. Hann segist ekki vilja una þvi að vera, „þvert gegn vilja minum, dómgreind og sann- færingu minni, skrifaður játandi himnadrauganna i hinum opinberu persónu- heimildum um mig, kirkjubók og þjóðskár”. Haustið 1971 hafði hann skrifaö öllum þingmönnum, sem hann kailar þingseta, bréf um málefni sin, sent þeim það i ábyrgðarpósti og óskað svars fyrir næstu þingsetningu. Hann mun fá eða engin svar- bréf hafa fengið. Svo vill til, að fyrir tæpum þrem árum skrifaði ég viðtal viö Helga, þar sem hann rakti glögglega viðhorf sitt. Þaö birtist i Sunnudagsblaði Timans 4. mai 1969. Það er birt hér á ný að miklu leyti þar eð svo marga mun fýsa að vita skil á forsögu þess, er nú geröist. Þvi má bæta við, að Helgi er svo frábær maður að hjálpfýsi við þá, sem i örðugum sporum standa, að margt af þvi, sem hann hefur gert, myndi hvorki ég né þorri lesenda á sig leggja fyrir óvið- komandi fólk. Fyrirvari er hér hafður um það, hvort Helgi myndi nú haga orðum sinum um lögregluna á sama veg og hann gerði snemma á ári 1969. J.H. Helgi Hóseasson er tæplega meðalmaður á hæö, nokkuð þrekinn, hendurnar þykkar og vinnulegar. Ljóst alskeggið er ofurlitið skotið hærum. Kunnugt fólk segir hann greið- vikinn og hjálpfúsan og einkum við þá, er litils mega sin i mannfélaginu. Hann er hægur i fasi og hægur i tali, dæsir dálitið öðru hverju og tekur litt undir, þótt uppi sé höfð gamansemi, að minnsta kosti ef gamanmálin jaðra við þrjátiu ára strið hans. Kannski er ekki heldur kurt- eisi nema i löku meöallagi að slá á þá strengi við mann, er staðið hefur i jafnströngu og Helgi. — Segðu okkur fyrst ofur- litið um uppruna þinn, Helgi, og lifsferil. — Já, það get ég gert. Ég er trésmiður að atvinnu, og hef starfaö hér i Reykjavik óslitið siðan 1943? En ég fæddist i Breiðdal austur. Foreldrar minir voru Hóseas Björnsson, bóndi og trésmiöameistari i Höskuldsstaðaseli, og Ingi- björg Bersadóttir. Ég var ungur, þegar ég fór fyrst að heiman. Trésmiöina lærði ég fyriraustan hjá föður minum, en fór i iðnskólann á Akureyri til þess að öðlast fullgild réttindi. Iðnskólanáminu varð ég þó aö ljúka i Reykjavik, þvi að ég var rekinn úr skólanum á Akureyri. — Varstu óreglusamur? Eöa hvað kom til? — Nei, til óreglu hef ég ekki hneigzt — það má ég segja. Sakarefni voru þau, að ég hóf máls á þvi á skólafundi, að sumir kennaranna hlýddu ekki skólareglum og reyktu innan húss, þar sem það var bannað. Ég fann einnig að þvi, að tveir kennarar höfðu komið i kennslustund undir áfengisáhrifum. Skólastjórinn var sjálfur á fundinum, og ég skoraði á hann að reka þetta til baka, ef ég færi með rangar sakargiftir. Hann hreyfði þó engum mótmælum. Aftur á móti sagði hann, að ég væri gersneyddur kristilegum kærleika. Og svo var mér visað af kærleiksheimilinu. Ég skrifaði um þetta bækling, sem var prentaður. Styrinn stóð um það, hvort skólaregl- ur eru til að halda þær — eða til þess eins að flagga með þeim. — Manni gæti dottiö i hug, að þú hafir þá þegar verið farinn að láta talsvert brydda á andúð þinni á trúar- brögöunum. Hvenær fór þér að vera þyrnir i auga, að þú skyldir vera skirður? — Ég man það nú ekki glöggt. En mér er i minni, þegar ég ræddi þetta mál fyrst við einn af kennimönnum kirkjunnar. Það hefur liklega verið árið 1940 eða litlu siðar, og maðurinn var Pétur prestur Tyrfingur, sem þá var á Djúpavogi. Ég var honum samferða, og við töluðum um þetta alla leið frá Breiðdals- árósi út að Snæhvammi. ■— Hvernig brást séra Pétur við? — Pétur prestur Tyrfingur var mikið ljúfmenni, og það hvarflaði ekki að honum að visa mér til andskotans, þó að ég bæri þetta i mál við hann. Ég bað hann raunar hvorki um að ógilda skirnarsáttmál- ann né spuröi hann ráða, hvernig ætti að fara aö þvi. En ég sagði honum, aö mér þætti þunnur þrettándi að vera yfir- lýstur játandi þeirra himna- feðga. Sigurjón i Snæhvammi stóð úti á hlaði, þegar við komum þangað, en svo stóð á fyrir mér, aö ég gat ekki kom- ið þar inn með Pétri presti, þvi að ég var á hraðri ferð. Þá vildi Pétur ganga meö mér á leiö, sem hann og geröi, og að skilnaði sagði hann við mig, að þetta mál yrðum viö að ræða betur seinna i góðu tómi. En það tóm gafst aldrei. Ég flutt- ist alfarinn til Reykjavikur ekki miklu siðar, og Pétur Tyrfingur beið bana með sorg- legum hætti eins og mörgum er minnisstætt. — Hvenær fórstu þá að gera gangskör að þvi að fá skirnar- sáttmálann ógiltan? — Það var ekki fyrr en löngu seinna. Ég hafði fitjað upp á þessu við ýmsa, Jakob prest og Arelius prest, og þeir tóku mér ekki óljúfmannlega — já, það má segja það. En þeir harðneituðu, að unnt væri að ónýta skirnarsáttmála. Ég impraði lika á þessu við bróð- ur minn, sem er prestur, og hann sagði eins og hinir, að þau efni væru ekki i, að þetta væri hægt. Til skarar lét ég skriöa i ágústmánuöi 1962. Þá skrifaði ég biskupi landsins tvö bréf, tjáöi honum þann ásetning minn að afturkalla skirnarheit það, sem gert var fyrir mina hönd i bernsku og ég var látinn staðfesta við fermingu, og leitaði fulltingis hans til þess að afmá skirnar- sáttmálann. — Segöu okkur eitt, áður en lengra er haldið: Hver var or- sök þess, aö þú sóttir þetta svona fast? Margir, jafntrú- lausir þér, láta sig einu gilda, hvort þeir hafa verið skirðir eða ekki. — Já, ég veit það. Og jafn- vel háttsettir embættismann hafa sagt við mig, að skirnar- sáttmálinn hafi ekki neitt gildi og þar af leiðandi þarflaust aö gera sér ómak hans vegna. Ég lit þetta allt öðrum augum. Það segir sig sjálft, að ég tel kenningar kirkjunnar hindur- vitni. En það er einmitt af þvi, ég vildi rifta skirnarsáttmál- anum. Ég var tekinn ómálga barn, svo til blautur úr móður- kviöi, og sáttmáli gerður fyrir mina hönd við þessar himna- verur kirkjunnar, og siöan var ég ólögráða og enn á barns- aldri, þrettán ára gamall, lát- inn staðfesta þennan sáttmála við fermingu. Fullorðinn mað- ur og sjálfum mér ráðandi, vildi ég ekki sætta mig við sáttmála, er svo var gerður, og ég get ekki látið mér skilj- ast annað en ég sé bær að kveða á um það. En það var mér ekki nóg. Kirkjan, sem stóð fyrir þessari sáttmála- gerð i minu nafni, hvitvoð- ungsins, hlýtur að hafa bakað sér þá skyldu að rifta slikum gerningi, ef þolandinn krefst þess fullveðja. Og hafi kirkj- an, eða vigðir þjónar hennar, umboð til þeirrar sáttmála- gerðar, sem i skirninni felst, þá skilst mér, að hún hljóti lika að hafa samband i efra til þess að aflýsa þeim hinum sama sáttmála, þegar þess er réttilega krafizt. Engir menn ættu að leggja meiri virðingu á skirnarsáttmálann en þjón- ar kirkjunnar, og mér fannst skjóta i meira lagi skökku við, ef forvigismenn hennar gyldu þvi þegjandi samþykki, aö menn hefðu hann aö engu og létu eins og hann heföi aldrei veriö gerður, svo sem margir gera, en hundsuðu ósk mina, er taldi hann alvarlegan gern- ing og vildi fá hann formlega afnuminn, þegar ég gat ekki fellt mig við hann. — Hvers vegna snerir þú þér til biskupsins? — Hvert var annað að leita? Hann er höfuð kirkjunnar hér á landi, og hjá honum ályktaði ég, að væri hið æðsta vald i þessu efni. — Var þessu ekki svarað? — Jú-jú, biskupinn svaraði mér. En hann fór undan i flæmingi, og var á honum að skilja, að skirnin væri óaftur- kallanleg. „Þetta er einkamál yðar með guöi,” sagði hann. Það var það þó ekki, þegar mér varhaldið undir skirn. Þá höfðu aðrir rétt vald og vilja til afskipta. — Seinna sagði biskupinn við mig, að skirnar- sáttmálinn hefði verið gerður með varanlegum hætti. — Til hvers ætlaðist þú af biskupnum? — Ég ætlaðist til þess, að hann léti rifta eöa veitti heim- ild til aö rifta skirnarsátt- málanum eða lýsa formlega yfir ógildingu hans með ein- hverjum hætti, hliðstæðum þvi, er ég var skirður og fermdur. Þaö heföi mér þótt sanngjörn og eðlileg úrlausn. — Hvert var næsta skref þitt? — Ég leitaði aðstoðar Péturs lögfræðings Þorsteinssonar á Dallandi i Mosfellssveit til þess að sækja mál á hendur biskupnum, ef auðið kynni að vera að knýja hann með dómi til þess að fullnægja kröfu minni. Pétur samdi fyrir mig greinargerð, en gekk siðan frá málinu, svo að ég varð að reka

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.