Tíminn - 12.10.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 12.10.1972, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 12. október 1972 TIMINN 17 þaö sjálfur. Ég skirskotaöi til þess samvizkufrelsis, sem stjórnarskráin veitir þegnun- um, en auk þess gat veriö viö ýmsar lagagreinar aö styðj- ast. Hér á landi er þaö til dæmis forsenda samninga- frelsis, aö báðir samningsaðil- ar standi jafnt að vigi, og eru samningar ógildir ella. Allir mega sjá, hvort ég hef staðið jafntaö vigi, hvitvoöungurinn, og presturinn, foreldrar minir og 'skirnarvottarnir hins veg- ar. En það kom ekki aö haldi. Málinu var visaö frá dómi, bæöi i héraöi og hæstarétti. Rökstuðningurinn var þessi: „Lög og landsréttur taka ekki til sakarefnis þess, sem hér liggur fyrir”. Með skirnar- sáttmálann skyldi ég sitja nauöugur, hversu mjög sem það braut i bága viö samvizku mina og sannfæringu. — Voru þá öll sund lokuð? — Nei. Ég var skiröur eins og alþjóö mátti oröið vera kunnugt, og skiröur maður er bær að skira annan, ef nauð- syn ber til. Af þvi ætti einnig að leiða, að skirður maður geti ógilt skirn, ef nauð þrengir. Ég átti um það tvennt að velja: að láta kúgast eða ógilda skirn mina sjálfur, úr þvi að dómarar höfðu komizt að þeirri niðurstöðu, að skirnarsáttmáli væri samn- ingur, sem lög og landsréttur ná ekki til. Ég fór niður i dóm- kirkju á messudegi, svo að ég hefði vitni að athöfnum min- um, og allt væri um grun gert. Jón prestur Auðuns var að ferma börn, og ég fór með öðru fólki upp að altarinu, þar sem hann útdeildi kjöti og blóði Jesú. Presturinn stakk upp i mig pillu og hellti rauð- vini á staup handa mér. Þegar ég var búinn aö fá hvort tveggja, veiddi ég pilluna út úr mér og lét hana i plastbelg, sem ég hafði meöferðis, og hellti þar einnig i úr staupinu. Siðan tók ég kirkjugesti til vitnis um, hvað ég hefði gert af kjötinu og blóðinu og sagði mig lausan allra þeirra samn- inga, sem gerðir höfðu verið fyrir mina hönd i skirninni. — Þetta var 16. október 1966. — Telur þú þá ekki skirnar- sáttmálann úr sögunni? — Jú, það tel ég. 1 þvi efni hef ég einskis framar að óska, þó að ég hefði kosið, að þetta gerðist með öðrum hætti. — Hvers er þá áfátt? — Þjóðskráin er eina opin- bera persónuheimildin, sem til er um mig. 1 þessari einu persónuheimild er þess getið, að ég hafi verið skirður og fermdur, og það er hvort tveggja satt og rétt. Ég óskaði þess ekki, að neitt væri afmáð, er þar stendur, en ég fór fram á þá viðurkenningu rikis- valdsins á orðnum hlut, að ógildingu minni á skirnarsátt- málanum yrði bætt i hana. Þess er getið i henni, ef menn hafa aldrei verið skiröir, og ég, sem hafði lagt talsvert á mig til þess að losna við þær kvaðir, er mér finnst skirnin leggja á menn, vildi njóta jafnréttis við þá. Mér heföi þótt réttlætinu fullnægt, ef þetta hefði verið. Málið hefði verið úr sögunni af minni hálfu. — En hefur þú ekki fengið þvi framgengt? — Nei. Ég skrifaði hagstofu- stjóra tvö bréf, og þá bað hann mig aö koma og tala við sig. Hann sagði mér strax, að þetta fengi ég ekki. Þegar ég óskaði skriflegrar neitunar, var hann svo vinsamlegur að láta mér hana i té. Rökstuðn- ingurinn var sá, að málið væri þjóðskránni óviðkomandi. Þetta varð til þess, að ég höfð- aði mál gegn fjármálaráð- herranum, æðsta yfirmanni hagstofunnar, — þó ekki fyrr en ég hafði skrifað honum tvö bréf, sem ekki var svarað — og gerði þær dómkröfur, aö rikisvaldið viðurkenndi á formlegan hátt með skráningu i þjóöskrána ógildingu mina á skirnarsáttmálanum. En hér fór sem fyrr, að sakarefnið var ekki taliö heyra undir lög- sögu dómstóla. Málskostnað- urinn var mér aftur á móti dæmdur úr rikissjóði. — 1 Þessi mynd frá alþingishúsinu á þriðjudaginn er stækkuö úr 33 millimetra fiimu, og er þaö tólfti hluti filmunnar, sem þessi mynd er tekin úr og stækkuð 18 sinnum. Hún sýnir glöggt ólik viöbrögð manna. —Timamynd: Gunnar. Langholtskirkju komst ég lika i hljóönemann. En þar varð Arelius prestur mér snjallari. Hann hækkaði róminn meira en mig grunaði, svo aö litiö heyröist til min, þó að ég hefði vitaskuld getaö yfirgnæft hann, ef ég hafði brýnt raust- ina. Hann bannaði lika þeim, sem voru reiðubúnir meö handafliö, aö fljúga á mig. „Lofið manninum aö vera”, sagði hann. „Hann gerir mér ekkert mein, hann vill vera prestur”. — Þeir eiga til gam- ansemi, klerkarnir. — Eftir þetta var lögreglu- vörðurinn settur viö kirkju- dyrnar. — Já, og þá hef ég veriö með mótmælaspjöld úti fyrir. Bæði við Hallgrimskirkju og Laugarneskirkju. En það virðist vera jafnsaknæmt. Ég hef lika verið handtekinn, þó að ég gerði enga tilraun til þess að fara inn. — Hefur þú verið settur i fangaklefa? — Já-já. Ég hef veriö settur i klefa niður frá, og einu sinni hefur verið farið meö mig inn I Síðumúla. Lengst hafa þeir haldið mér I þrjá klukkutlma. Út af fyrir sig hef ég svo sem ekkert upp á lögregluna að klaga — þeir eru að gera það, sem þeim er sagt, manna- greyin. Ég á ekki I neinni deilu viö lögregluna, og mér kemur ekki til hugar að veita henni viðnám. Þó er einn varöstjór- inn, sem viröist þola mig illa, til dæmis þegar ég hef fett fingur út i, að svör min eru ekki bókuð i yfirheyrslu, er ég hygg þó, að sé réttur fanga. Einu sinni sagði hann: „Hann er vitlaus, helvitis karlinn — farið með hann i klefann”. Hvort það var lækningatilraun eða refsing fyrir ódæðiö — það veit ég ekki. En lögreglan yfirleitt — ég ber hana ekki neinum sökum. — Þú hefur vel tamið skap, aö reyna aldrei að verja þig I öllu þessu stimarbraki? — Tamiö skap? O-nei. Ég hæli mér ekkert af skapgerð minni — hún er ekki svo góð, að vert sé aö lofa hana. Ég er bara frábitinn áflogum og veit þar að auki, að stimpingar myndu hvorki verða mér né öðrum til neins góðs. Ég læt ekki ginna mig til likamlegrar mótspyrnu. — Þú hefur aldrei verið handjárnaður? — Þvi skyldu þeir handjárna auösveipan mann? Gera þeir þaö nokkurn tima nema mót- þróa sé beitt? — Áttu sektir yfir höföi þér? — Sektir? Það hef ég ekki hugmynd um. Enn eru þeir ekki farnir að sekta mig. En þaö hefur kannski verið látið I þaö skina, að þungur fangels- isdómur gæti beöið min, ef ég væpi með ófrið i kirkjum. — Nú, þaö er ekki þar fyrir: Mér er vel ljóst, aö það er hvim- leitt. En þess er aö gæta, að þetta eru örþrifaráö, þegar rikisvaldiö réttir mér skit á spýtu i stað réttlætis. Ég hef árum saman reynt að fara lagaleiðir — allar þær laga- leiöir, sem mér hafa hug- kvæmzt, til þess að ná þeim rétti, sem mér finnst ég eiga, ef hér er á annaö borö viöur- kennt sjálfsforræði manna 1 trúarefnum. Ég vildi ekkert frekar en þetta leystist á frið- samlegan hátt. Ég skil ekki, að það dyttu af neinum gull- hringarnir, þótt ég fengi sátt- málariftingu mina færða i þjóöskrána, og gott væri, ef aldrei væri drýgður varhuga- verðari verknaöur af emb- ættismönnum landsins, án þess aö ég sé með þessum orð- um að hafa uppi neinar dylgj- ur. Ég fer ekki fram á annað en viðurkenningu á sjálfs- ákvöröunarrétti minum. — Myndir þú láta mótmæla- aðgerðir þinar niöur falla, ef þú fengir þessu framgengt? — Já-á, jú. Ef rikisvaldið lætur skrá það i persónuheim- ild mina i þjóöskránni, að skirnarsáttmálinn sé úr gildi numinn, þá hef ég einskis framar að krefjast i þvi efni. Ef þetta hefði verið gert strax, þegjandi og hljóöalaust, hefði allt fallið i ljúfa löð. Frá- visunardómar hæstaréttar yröu mér þó eftir sem áður sár fleinn i holdi, þvi að ég get tæpast iátið mér skiljast, að þaö hafi verið réttdæmi. — Sitji við það, sem komiö er? — Þá mun ég halda máli minu til streitu, unz þeir, sem þess eru umkomnir, fá vilja til þess að greiða fram úr þvi. Kúgast mun ég ekki láta á meöan lif og heilsa endist. Svo mælti Helgi Hóseasson og dæsti nokkuö við. Hann er sýnilega ólik manngerð Si- moni Pétri, sem dró sverð úr slirðum og hjó eyrað af Mal- kusi, er þjónar æðsta prestsins komu á vettvang, en glúpnaði siöan svo fyrir griðkonum viö koleldinn i hallargaröinum, að hann afneitaöi málstaðnum. Hvort tveggja sýndist fjarri Helga og tæpast myndi hann verða lostinn sárri iðrun, þótt hanar göluðu mikiö i dögun i Langholtshverfinu, ef ein- Framhald á bls. 19 þessum málum minum hlýddi hvorki ráðherra né biskup sáttakalli, og hvorugur hirti um að hafa uppi neinar varnir fyrir dómstóiunum. Þeim hef- ur kannski fundizt það stór- mannlegast. — En snerir þú þér ekki ein- hvern tima til mannréttinda- dómstóls Sameinuðu þjóð- anna? — Jú-jú. Ég skaut máli minu til hans, og skirskotaði meðal annars til niundu greinar svo- kallaðs Evrópusáttmála. Mál mitt kom þó aldrei fyrir sjálf- an dómstólinn, heldur fór það til nefndar, sem rannsakar kærur manna og ákveður, hvort þær skuli koma til dóms. Álit þeirra i nefndinni var, að mannréttindi hefðu ekki verið brotin á mér. Svo má geta þess, að ég hef þrívegis skrifað öllum þing- mönnunum til þess að vekja athygli þeirra á þvi, að lög eru ekki talin taka til máls, sem varða trúfrelsi og skoðana- frelsi i landinu. Aðeins einn þeirra hefur svarað mér, og það var Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Fyrir það kann ég honum þakkir. Við hina á ég ekki slikt að meta. — Það er annars meira bölvaö siðferðiö aö svara ekki bréf- um. — Það hefur enn staðið styr um þig þetta siðasta misseri? — Já, þeir hafa verið að taka mig fastan. Þaö er kominn lögregluvörður viö kirkjudyr hér i höfuðstaönum á messu- dögum. Þeim finnst það lik- lega umfangsminna og við- kunnanlegra en leyfa mér aö ráða þvi sjálfur, hvort ég játa þessu eöa hinu eöa neita. Og krota tvær linur i þjóðskrána. — Þú hefur komizt i hljóð- nema, þegar útvarpsmessur hafa staðið yfir? — Já, i dómkirkjunni og Langholtskirkju. I dómkirkj unni ruku þrir á mig, þegar ég var búinn að lesa ávarp mitt I hljóðnemann og þvældu mér ■ út i einhvern kofa þar á bak við. Auðvitað áttu þessir menn ekkert með að abbast upp á mig — það var verk lögregl- unnar að taka mig, ef þess var talin þörf. En ég var ekkert aö fljúgast á við þetta fólk og beiö lögreglunnar góðfúslega. 1 Þrir lögregluþjónar handjárna Helga, þar sem hann liggur hreyfingar laus á grúfu meö andlitið á malbikinu. —Tímamynd= Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.