Tíminn - 13.10.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.10.1972, Blaðsíða 3
TÍMINN 3 Föstudagur 13. október 1972. Alfreð Þorsteinsson borgarfulltrúi: FRÁ heródesi til pilatusar Fáein orð í tilefni atburðanna við alþingishúsið Helgi Hóseasson, húsasmið- ur hér i borg, hefur um langt árabil gert árangurslausar til- raunir til að fá skirnarsátt- mála sinn ógildan með dóms- úrskurði, Sú saga er löng og þyrnum stráð, saga einstakl- ings, sem hefur haft þor og kjark til að halda óvenjuleg- um skoðunum sinum fram i trássi við klerka og kirkjunnar lög, en ekki mannanna lög, þvi að svo virðist sem þau nái ekki yfir deilusviðið. Það hlýtur að vera einkamál hvers og eins hvaða augum hann litur skirnarsáttmála. Yfirleitt láta menn hann sig litlu skipta, þegar þeir hafa hlotið vitneskju um hann eftir að þeir eru komnir til vits og ára. En auðvitað er það aug- ljóst mál að ómálga barn sem haldið er undir skirn, er ekki fært um að tjá sig — með eða á móti. Mótmæli gegn skirnar- sáttmálanum hljóta þvi, eðli málsins samkvæmt, að koma siðar, þegar viðkomandi hefur hlotið þroska til að tjá sig. Enda þótt sá, sem þessar linur skrifar, sé ekki skoðana- bróðir Helga Hóseassonar varðandi skirnarsáttmálann finnst honum augljóst rétt- lætismál að Helgi fái sáttmál ann ógildan, leggi hann á það áherzlu sjálfur. Það er hans mál. En það óeðlilega við þetta mál er það, að enginn úrskurður hefur verið felldur i þvi. Helgi Hóseasson hefur um árabil gengið milli Heródesar og Pilatusar, milli kirkjunnar manna, klerka og biskups, milli æðstu valdamanna og fulltrúa dómsvaldsins. Hver hefur visað á annan. Og Hæstiréttur visar málinu frá á þeirri forsendu, að engin is- lenzk lög nái yfir það. Þrautarlending Helga er að skrifa alþingismönnum bréf og biðja þá um liðveizlu, en þeir virða hann ekki viðlits frekar en aðrir. Með öðrum orðum. Helgi Hóseasson hefur reynt allar löglegar leiðir til að fá skirnarsáttmálann ógildan, en hvarvetna rekið sig á veggi og fyrirstöður, án þess þó, að nokkur hafi dregið rétt hans i þessu efni i efa. Vel má vera, að mörgum finnist það óeðlileg þráhyggja að leggja slikt ofurkapp á að fá skirnarsáttmálann ógildan, en hvaða skoðun, sem menn kunna að hafa á þvi, getur enginn mótmælt þvi, að Helgi Hóseasson hefur fyllsta rétt til að hafa sina skoðun á þessu máli, fyllsta rétt til þess að leita til dómsvalda, fyllsta rétt til þess að tjá sig um þetta mál á opinberum vettvangi og fyllsta rétt til að vekja athygli á þvi, svo fremi, að hann skaði enga. Að visu féll hann i þá gröf að vekja athygli á máli sinu með þeim hætti, að varðar við landslög. Slikt athæfi er ekki hægt að verja. En það er held- ur ekki hægt að verja þá máls- meðferð, sem mál hans hefur fengið, hvaða skoðun, sem menn kunna að hafa á sjálfu málinu. Sem blaðamaður hef ég átt talsverö samskipti við Helga Hóseasson og get fullyrt, að hann er einstakt ljúfmenni, dagfarsprúður og að sögn mjög hjálpsamur við sjúka og þá sem minna mega sin i lif- inu. Nú hefur þessi heiðursmað- ur verið sendur til geðranns- óknar, en slikar aðferðir eru notaðar sums staðar i stærri rikjum, þegar einstaklingar halda fram skoðunum, sem ekki falla i kramið. Hvort tekst að brjóta Helga Hóseas- son niður með þeim hætti sker framtiðin úr um, en þökk sé honum að hafa þor og kjark til að halda skoðunum sinum fram. Slikir menn eru ekki á hverju strái. Nýr forstjóri Norræna hússins Erl-Reykjavik. Á þriðjudaginn tók nýr forstjóri við störfum i Norræna húsinu. I örstuttu spjalli við fréttamenn sama dag sagði hinn nýji for- stjóri, Maj Britt Imnander, m.a. að hún hygði mjög gott til starfs- ins hér og hlakkaði til að takast á við verkefnin. Hún bað jafnframt fyrir þakkir til allra, sem hönd hafa lagt á plóginn á fyrri starfs- árum Norræna hússins, einkum þó fyrri forstjóra. Maj Britt, sem er fil. mag. i norrænum fræðum og landafræði, 37 ára og ógift, sagði, að ekkert þrot yrði á verk- efnum, en gat að sjálfsögðu ekki gefið upp dagskrá vetrarins á fyrsta starfsdegi sinum. Þó taldi hún vænlegt, að sænski teiknarinn Ewert Karlsson kæmi hér i náinni framtið og héldi sýningu á verk- um sinum. Um frekara starl' sagðist hún mundi reyna að komast i nánara samstarf við Færeyinga, en vonir standa til, að þar risi einhvers konar Norrænt hús innan tiðar. Maj Britt hefur áöur unnið m.a. við kennslu og annazt útgáfustörf hjá bókaforlagi. Hún hefur dvalizt hér á landi sem styrkþegi 1963-64 og hafði þá áður sótt hingað islenzkunámskeið. Eins var hún viðstödd vigslu Norræna hússins árið 1968. Hinn nýi for- stjóri er vel kunnug mörgum hér á landi, einkum islenzkukennur- um við Hákólann, og talar islenzku ágæta vel. Hjálmlaus piltur á skellinöðru fyrir bíl Klp-Reykjavik t gærmorgun varð umferðar- slys á mótum Hraunbrautar og Austurgerðis i Kópavogi. Þar á beygjunni lentu saman bifreið og vélhjól. Skall pilturinn sem ók hjólinu i götuna og mun hafa brotnað illa og skorizt. Einnig mun hann eitthvað hafa meiðzt á höfði en hann var hjálmlaus. ökumaður bifreiðarinnar skarst eitthvaðá höndum er framrúðan i bifreiðinni brotnaði við áreksturinn. Ferðafélag Islands byrjar vetrarstarfsemi Stp-Reykjavik t kvöld verður haldin kvöldvaka á vegum Ferðafélags Islands i Sigtúni og hefst hún kl. 20.30. Á dagskrá kvöldvökunnar verður m.a sýning á myndum úr Miðlandsöræfaferð F.I. i ágúst i sumar, myndum frá öræfajökli og frá Heimsmeistaraeinviginu i skák i sumar. Þá verður einnig myndagetraun, en að lokum verður stiginn dans til kl 1 eftir miðnætti. Miðar verða seldir við inn- ganginn og kostar hver miði 150 kr. Jöklarannsóknafélagið: Með Páli og Braga á Bárðarbungu Jöklarannsóknarfélag tslands, er að hefja fræðslustarf, sem það mun reka i vetur. Verður fyrsti fundurinn i Domus Medica annað kvöld, og hefst klukkan hálf-niu. Þar munu þeir Páll Theódórs- son og Bragi Arnason segja frá borun á Bárðarbungu og sýna þaðan myndir. Verður áreiðan- lega bæði fróðlegtog skemmtilegt að hlýða máli þeirra. Aðalhátið félgasins verður sið- an haldin i Átthagasal Sögu 4. nóvember. Kúiö er að koma fyrir tveim stórum toggálgum framan viö nótakassann á Eldborg, er þeim þannig komiö fyrir að um skuttog verður að ræða. (Timamynd Gunnar). Eldborginni breytt fyrir flotvörpuna ÞÓ—Reykjavik. Stöðugt er unnið að þvi, að breyta Eldborg GK 13 svo að skipið geti stundað flotvörpu- veiðar, en nú er verkið það langt komið að búizt er við að skipiö geti lagt af stað til veiða eftir mánaðamót.— Þegar búið veröur að breyta Eldborginni þá getur skipið verið með nót og flot tvö veiðarfæri um borð þ.e flotvörpuna og hring- nótina. Er hugmyndin, að Eld- borg reyni fyrir sér út af Austur- landi og kemur þá til greina að veiða þar bæði kolmunna og loðnu. Nú er verið að setja upp flotvörpu fyrir Eldborgina i Vest- mannaeyjum, og slik varpa mun kosta um 400 þús . Eftir áramót bætist annað skip i islenzka flotann, sem bæði getur verið með nót og flotvörpu um borð, en það er Börkur NK 122, sem keyptur er frá Noregi. Tveir nýir læknar til Vestmannaeyja KJ-Reykjavik Tveir læknar hafa nýlega hafið störf i Vestmannaeyjum og eru þaö þeir OIí Kr. Guðmundsson og Kristján Eyjólfsson. Eru þá alls fjórir læknar starfandi i Eyjum og telja Vestmannaeyingar sig nú vel setta með lækna. Óli Kr. Guðmundsson er sér- fræðingur i skurðlækningum og starfaði um nokkur ár á Selfossi, en fór nú i haust til Vestmanna- eyja eftir að hafa verið um hrið i Reykjavik. Starfar Óli við Sjúkrahús Vestmannaeyja, en Einar Valur Bjarnason er þar sérfræðingur I lyflækningum. Einar Guttormsson hefur starfað i upp undir 40 ár i Eyjum og verið yfirlæknir á sjukrahúsinu og mun hann áfram stunda lækningar i Eyjum. Kristján Eyjólfsson verður staðgengill Arnar Bjarnasonar héraðslæknis I eitt ár, en örn fer til eins árs náms erlendis. Auk þessara fjögurra lækna er von á kandidat til starfa i Eyjum og eins og áður segir um, eru Eyjabúar ánægðir með þróun læknamála i heimabyggð sinni, enda er mjög nauðsynlegt, að nægjanlegt læknalið sé til staðar i Vestmannaeyjuni þar sem sam göngur við land liggja oft niðri svo dögum skiptir, og þarna búa á sjötta þúsund manns,auk þess sem margt aðkomufólk er þar á vetrarvertiðinni. Á undanförnum árum hefur nýtt sjúkrahús verið I byggingu i Eyjum, og miðar þeirri byggingu ná vel áfram. Er ráðgert að hægt verði að taka sjúkrastofurnar i notkun eftir eitt ár. hörð og löng i siðasta blaði Einherja birt- ist grein eftir Magnús H. Gislason um landhelgismálið. Þar segir m.a.: ..Enginn þarf að efast um, aö framundan er hörð barátta og hún getur orðið löng. Við þurfum þó vart að efast um út- slitin. Bretar eru visir til að beita þeim ofbeldisaðgerðum, sem þeir treysta sér ýtrast til. Vcstur-Þjóðvcr jar eflaust einnig. Þeir munu stefna hing- að togurum sinum i tugatali, likt og þeir hafa gert, rétt eins og þetta væru þeirra einka- fiskimið. Þeim cr trúandi til þess að senda hingað herskip ránskipum sinum til verndar, enda sérfræðingar i sjóránum frá fornu fari. Flogið hefur fyrir. að þeir muni afmá nöfn og númer togara sinna, þótt það athæfi sé andstætt háttum siöaöra siglingamanna og bort á samningum, sem þeir eru sjálfir aöilar að. En Bretum væri sjálfum fyrir beztu að skilja það sem fyrst, að hér eiga þeir i striði, sem ekki verður unnið með neinum her- styrk né neinskonar ofbeldi. Vcikleiki þcirra liggur i styrknum, styrkur okkar i veikleikanum. ..island ver sig sjálft”, sagði Hermann Jóna- sson, fyrrverandi forsætisráð- herra, þegar landhelgin var færð út 1958. Svo mun og reyn- ast nú. Þeir togarar geta ckki dregið fisk. sem hnappsetnir eru af herskipum. Togara- menn munu þrcytast á svo vonlausum vciðiskap. Og brezka þjóðin mun einnig gef- ast upp á þvi að kaupa af togr- uiuin sinum dýrustu fisk- hröndur i heimi.” Sigurinn verður okkar Magnús II. Gislason segir en nfremur: ..Timinn er góður banda- inaöur og hann vinnur með okkur islendingum. Það er ekki stætt á þvi til lengdar að mcina með olbeldi minnstu þjóð veraldar að gera það, sem afskiptalaust er látið hjá öðrum stærri og það þvi siður sem útfærsla fiskveiðiland- hclginnar er brýnna lifshags- munamál fyrir okkur, cn nokkra þjóð aðra. A þvi er einnig vaxandi skilningur, að við erum ekki eingöngu að vernda okkar cinkahagsmuni. Við erum jafnframt að berjast fyrir þvi, að vernda matarbúr, scm aðr- ar þjóðir, cinnig Bretar og Vestur-Þjóðverjar, eiga mikið undir komið, að ekki veröi eylt. Þannig er barátta okkar, öðrum þræði, i annarra þágu. Einnig það cr okkur styrkur. Við skutum sýna æðruleysi og stillingu i þeim átökum, sem frainundan eru. Vitundin um góðan málstað á að auð- velda okkur það. Þótt einhvcr og crfið bið kunni að verða á endanlcgum sigri þá verður hann okkar. Og þá mun morgunsöngur á sænum liljóma kringum tsland”. Prestsembætti í Eyjum KJ-Reykjavik Annað prestsembættið i Vest- mannaeyjum hefur verið auglýst laust til umsóknar, vegna þess að séra Jóhanni Hliðar hefur verið veitt Nesprestakall i Reykjavik. 1 Vestmannaeyjum hafa verið tveir sóknarprestar i upp undir tuttugu ár, og auk séra Jóhanns hefur Þorsteinn L. Jónsson þjón- að I prestakallinu. Umsóknarfrestur um Vest- mannaeyjaprestakall er til 15. nóvember n.k.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.