Tíminn - 13.10.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.10.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Föstudagur 13. október 1972. Hátt áfengisverð — færri drykkjusjúklingar Myndin var tckin á umræöufundi vaktavinnufólks, sem haldinn var i lok september. Stóraukið fræðslu- starf B.S.R.B. Fræðslunefnd Bandalags starfs- manna rikis og bæja heíur aukið mjög starfsemi sina að undan- förnu. Hefur aðstaðan i þeim efn- um gerbreytzt við starfrækslu or- lofsheimila og veitingaskála samtakanna að Munaðarnesi i Borgarfirði og einnig er nú verið að taka i notkun fundarsal i hinu nýja húsnæði bandalagsins að Laugavegi 172, sem henta fyrir fræðsluhópa, sem ekki eru þeim mun fjölmennari. Vetrarstarf l'ræðslunefndar er þegar byrjað og fór það myndar- lega af stað. Miðvikudaginn 27. sept. s.l. var haldinn umræðu- fundur að Hótel Ksju um málefni vaktavinnufólks. Bátttakendur voru 115 og skiptust þeir að loknu framsöguerindi Haraldar Stein- Toppverð í Danmörku Islenzku bátarnir seldu fyrir 33 milljónir ÞO-Keykjavik Sildarsölur i Norðursjó gengu mjög vel i siðustu viku. Þá seldu 33 islenzk sildveiðiskip 1 .(>64 lestir af sild til manneldis, i'yrir rúmar 32 milljónir isl. kr. og meðal- verðið var að þessu sinni 19.50 kr, sem er það langhæsta, sem íengizt hel'ur á þessu ári. Sölurnar i siðuslu viku voru yfirleitt mjög jafnar og sézt það bezt á þvi, að lægsta meðalverð var kr. 17.79 en það hæsta kr. 21.62, en það meðalverð fékk Helga Guðmundsdóttir BA. Hæstu heildarsöluna, eins og svo oft áður, fékk Loftur Bald- vinsson EA, en Loftur seldi 103 lestir 4. okt. fyrir 2.155.478.00 kr og með þessari sölu er Loftur Baldvinsson búinn að selja fyrir röskar 7 milljónir á 3 vikum, sem er mjög gott. ÞÓ—Reykjavik. Stjórn Farmanna- og fiski- mannasambands tslands samþykkti einrónia á fundi sinum 4. október. að verða við tilmælum stjórnar Landssöfnunar i land- helgissjóð um að skrifa sam- bandsfélögum sinum með hvatn- ingu um að hver einstakur félagi i sambandinu veiti atvinnurek- anda sinum skriflega heimild til að greiða landssöfnuninni jafn- virði launa sinna einn dag i októ- bermánuði 1972, sem skráð verði sem gjöf eða framlag viðkomandi félaga i þeim tilgangi að kaupa nýtt björgunar- og varðskip fyrir islenzku landhelgisgzluna. Umbjóðendur allra atvinnurek- enda hafa fyrir sitt leyti samþykkt að annast slikar greiðslur og koma þeim til skila. Ætlazt er til, að allir landsmenn eigi þarna hlut að máli. þórssonar i umræðuhópa, sem fjölluðu um mismunandi þætti varðandi launa- og starfskjör vaktavinnufólks. Niðurstöður voru kynntar i fundarlok og verða þær siðan ræddar af sérstakri nelnd vaktavinnufólks og loks lagðar l'yrir nýjan umræðufund siðar i vetur. Næsti áfangi i fræðslustarfinu er ráðstefna um samningsréttar- mál rikis- og bæjarstarfsmanna, sem haldin verður að Munaðar- nesi um næstu helgi (13.-15. okt.). Málsheljendur verða Kristján Thorlaeius og Albert Kristinsson, sem eru lulllrúar BSRB i nefnd, sem nú vinnur að endurskoðun laga um kjarasamninga. Einnig tala þar llalldór E. Sigurösson, fjármálaráðherra, og Hannibal Valdimarsson, félagsmálaráð- herra. Munu framsögumenn sið- an svara spurningum, sem starfshópar beina til þeirra um samningsrétt opinberra starfs- manna. Loks munu sjö starfshóp- ar fjalla um ýmsa þætti varðandi fullan samnings- og verkfallsrétt. Þátttakendur verða rúmlega 50 og þegar fullskipað á ráðstefn- una. Nýstárlegast er svo félags- málanámskeið, sem hefst i næstu viku og stendur til 26. nóv. n.k og er það ætlað fyrir trúnaðarmenn i bandalagsfélögum og áhugamenn um félagsmálefni. Fyrst skiptist námskeiðið i þrjá starfshópa, sem koma saman i húsnæði BSRB að Laugavegi 172 einu sinni i viku (einn hópur á mánudagskvöldum, annar á mið- vikudögum og sá þriðji á fimmtu- dögum). Skipting verkefna er i aðalatriðum þessi: 1. kvöld: Samtalstækni og sam- skipti við aðra. 2. kvöld: Fundatækni og ræöu- mennska. 3. kvöld: Samningatækni og undirbúningur samningagerðar. 4. kvöld: Réttindi og skyldur starfsmanna. Fyrir framlagið kvittast i þrennu lagi á sérstök eyðublöð Landssöfnunarinnar. Gefandi heldur einu eftir, sem er frádrátt- arbært við skattframtal. en at- vinnurekandi og Landssöfnun fá sitt hvort. Undirskriftareyðublöð til greiðsluheimildar ásamt öðrum gögnum varðandi málið, mun Landssöfnunarstjórnin láta liggja frammi hjá atvinnurekendum. Úrfærsla landhelginnar og frið- un miða sem framtið lands. hefur alltaf verið eitt af höfuðmálefnum Farmanna- og fiskimannasam- bands lslands. Lengi hefur þörfin verið okkur brýn, en nú er hún orðin okkur lifsnauðsyn. Verum nú samtaka i þessu lifs- hagsmunamáli. Með einlægum sambandskveðjum Stjórn Farmanna- og fiskimannasambands íslands 5. kvöld: Kjarasamningar opin- berra starfsmanna. Siðan starfa allir hóparnir sam- eiginlega i Munaðarnesi frá fimmtudegi 23. nóv. til sunnudags 26. nóv. Þar verður m.a. fjallað um starfsemi og skipulag BSRB og verða forystumenn bandalags- ins fyrir svörum um þau efni. Einnig munu starfshópar þjálfa sig i fundahöldum og samninga- gerð. Þegar hefur allstór hópur til- kynnt þátttöku, en siðustu forvöð eru fyrir þá, sem áhuga hafa á námskeiðinu, að gefa sig fram þegar i stað við skrifstofu BSRB, eða það bandalagsfélag, sem þeir eru meðlimir i. Loks verður tveggja daga fræðsluráðstefna um lifeyris- sjóðsmál haldin að Hótel Esju föstudaginn 3. nóv. og laugardag- inn 4. nóv. Kramsögumaður verð- ur Jón Sigurðsson, ráðuneytis- stjóri, sem er i stjórn Lifeyris- sjóðs starfsmanna rikisins. Verð- ur siðan skipt i umræðuhópa og einnig munu kunnugir menn fjalla um ýmis atriði málsins i umræðuþætti. Þátttaka er heimil öllum meðlimum bandalagsins, svo og lifeyrisþegum i lifeyrissjóðum opinberra starfsmanna og þarf að tilkynnast skrifstofu BSRB fyrir 27. okt. n.k. Fræðslunefnd BSRB er þegar farin að huga að áframhaldandi fræðslustarfi eftir áramót, og þá m.a möguleika á starfi utan Reykjavikursvæðisins. Sjálfvirkur sími í Búðardal Sextiu og tveir sjálfvirkir simar voru teknir i notkun i Búðardal á miðvikudaginn, en þá var sjálf- virk simstöð opnuð þar formlega. Svæðisnúmer i Búðardal er 95, en notendanúmer 2100 til 2199. Búðdælingar eru þar með komnir i sjálfvirkt simasamband við aðra landshluta, og má búast við að simareikningurinn hækki hjá þeim fyrstu mánuðina eftir sjálfvirknina, en sú hefur raunin orðið á, þar sem sjálfvirkar sim- stöðvar hafa veriö opnaðar. Danskt útgáfufyrirtæki, Anders Nyborg hefur tekið sér fyrir hendur að gefa út á ný frægar bækur um norræn éfni. Byrjar það á þvi að gefa út grænl. þjóðsögur, fjögur bindi, alls 664 blaðsiður. Þjóðsögurnar voru upphaflega prentaðar i Góðvon árið 1859, bæðiágrænlenzku og dönsku. Þær voru skráðar af grænlenzkum mönnum og skreyttar tré- skurðarmyndum og kopar- stungum og voru myndir þessar A alþjóöaráðstefnu um áfengis- og fikniefnavandamálið, sem lialdin var i Amsterdam i byrjun scpt. i ár á vegum ICAA, var kanadíski visindamaöurinn Róbert Popham, sæmdur Jellinekverölaununum. Er þaö mesta viðurkcnning, sem veitt er visinda mönnum, sem að rannsóknum á áfcngis- og fíkni- efnamálum starfa. Nýlega hefur Róbert Popham ásamt tveim öðrum löndum sinum, Wolfgang Schmidt og Jan de Lint, sem báðir eru þekktir vegna rannsókna sinna á áfengis- málum samið skýrslu um tjón af völdum áfengisneyzlu. Er skýrslan samin a vegum einnar merkustu rannsóknarstofnunar heims á þessu sviði, Addiction Research Foundation of Ontario. t skýrslunni komast visinda- mennirnir að þeirri niðurstöðu, að færri yröu áfengi að bráð, drykkjusjúklingum fækkaöi, ef Enn þá hefur ekki tekizt aö leysa Laxárdeilu, þótt hennar hafi ekki mikiö gætt aö undan- l'örnu i fjölmiðlum. Óleyst eru milli 2(1 og 30 dómsmál, sem rekja má til þessa mikla ágreinings milli bænda viö Laxá og Mývatn og Laxárvirkjunar. Mál bænda við Mývatn á hendur Laxárvirkjun snúast aðallega um skerta urriðaveiði og eyðileggingu á bökkum Mývatns og á hólmum og eyjum i vatninu með vatnsboröshækkun þeirri, sem stiflur Laxárvirkjunar hafa valdið. Mál bænda i Laxárdal snúast hins vegar aðallega um umráðatakmarkanir, sem þeir telja Laxárvirkjun hafa fellt á jarðir sinar með áætlunum um að leggja dallinn undir vatn. Nú, eftir að landhelgisdeildan milli Islendinga annars vegar og Breta og Þjóðverja hins vegar, hefur risið halda þingeyskir bændur þvi mjög á loft að barátta þeirra fyrir Laxá og Mývatni sé barátta fyrir þingeyskri land- helgi. Sérstaklega vitna þeir þar til orða forsætisráðherra um,að landhelgin verði varin með öllum tiltækum ráðum. Enda þótt Laxárdeilan hafi að vonum horfiö mjög i skugga land- helgisdeilunnar, er þó viða erlendis fylgzt af athygli með framvindu mála við Laxá og Mývatn. 1 bréfi frá forseta og aðalfram- kvæmdastjóra Þýzku náttúru- verndarsamtakanna segir: ,,Skömmu eftir að við höfðum á öndverðu ári 1972 beitt áhrifum okkar i Laxármálinu með atbeina Alþjóðlegu fuglaverndarstofnun- arinnar, bar dr. Panzer okkur enn þær fréttir.að Laxá og Mývatni væri ógnað með áætlun um gerð stórrar virkjunar til rafmagns- framleiðslu. Okkur er mjög hjartfólgið eitt merkilegasta landslag jarðar- kringlunnar og þvi leyfum við sumar verk Grænlendinga einkum Arons frá Kangek og Jens Kreutzmann, sem báðir eru enn i minnum sökum verka þeirra, sem á prent komust. 1 hinni nýju útgáfu verður önnur siðan á grænlenzku en hin á dönsku alls 46 þjóðsögur. Tré- skurðarmyndirnar eru 41, kopar- stungurnar fjdrtán og þar að auki tveir uppdrættir. Enn fremur eru átta söngvar með nótum og tvær litmyndir. Þetta verk mun kosta 244 krónur danskar i þokkalegu bandi. verð áfengra drykkja hækkaði verulega frá þvi sem nú er. Visindamennirnir segja: „Alit okkar er, að rikisstjðrnir ráði öflugu vopni til að hafa hemil á áfengisneyzlu. Samt sem áður er margt, sem kemur i veg fyrir, að þvi sé beitt. Til að fjarlægja þær hindranir verður að fræða al- menning um hættur mikillar áfengisneyzlu. Ekki leikur á tveim tungum, að neyzlan eykst, ef verðið er lágt, en minnkar með hækkuðu verði. Það hefur komið i ljds, að i löndum, þar sem verð áfengis er hærra en til dæmis i Kanada, er drykkjusýki fátiðari og dauðsföll af völdum skorpulifrar færri. Verðlag er alls ekki það eina, sem ahrif hefur á áfengisneyzlu, en það virðist raunhæfasti þátturinn og sá, sem auöveldast er að notfæra sér i baráttunni við drykkjusýkina.” okkur i nafni 2,2 milljóna félaga samtakanna að leggja sem ein- dregnast að yður að láta hvergi undan i baráttu yðar til að bægja þessum háska frá Laxá og Mý- vatni. Þótt ekki sé litið til þess tjóns, sem hljótast kann á seiðum af vatnshverflum og stiflumann- virkjum, er það allt að einu álit staðkunnugra sérfræðinga að við búnar séu djúpstæðar breytingar á landslagi og þó einkanlega á öllu vatnskerfi héraðsins með þungvægum vistfræðilegum af- leiðingum og þá þurfi ekki lengi að biða óbætanlegra spjalla. Um viða veröld fengju menn ekki skilið, hvernig svo gömul menningarþjóð, sem Islendingar gæti látið sig henda að ofurselja eyðileggingu dýrmætasta hluta lands sins að Þingvöllum ef til vill undanskildum. Þegar höfð er i huga auðlegð lands yðar að annars konar vatnsafli og jarðhitasvæðum og annáluð hæfni islenzkra verk- fræðinga, þá getur það ekki verið annað en staðföstu sannfæring okkar, að ekki muni miklu þurfa til viðbótar til að kosta svo að takast muni að framleiða nægi- legt rafmagn, án þess að stofna Laxá og Mývatni i hættu.” 600 opnuðu spari- iánareikninga á viku KJ-Reykjavik — Við erum mjög ánægðir með undirtektirnar við sparilánin, og hafa þær raunar farið fram úr okkar björtustú vonum, sagöi Helgi Bergs bankastjóri i Lands- bankanum, er Timinn leitaði frétta hjá honum af þessari nýjung i starfsemi bankans. — Fyrstu vikuna voru opnaðir 600 sparilánareikningar i aöal- bankanum og útbúunum 1 Reykjavik og úti á landi, sagði Helgi, og virtist sem fólk i Reykjavik tæki fyrr við sér en fólk úti á landi, þar sem kippur kom ekki i sparilánin fyrr en síðari hluta vikunnar. — Flestir gera samning um sparnað i 12 mánuði, en sá mögu leiki er fyrir hendi að lengja sparnaðartimann i 18 eða 24 mán- uði. Svo sem skýrt hefur verið frá áður, þá byggjast sparilánin á þvi að fólk gerir samning við Lands- bankann um að spara ákveðna upphæð i 12, 18 eða 24 mánuði, og að loknu sparnaðartimabilinu á fólk kost á að fá lán i bankanum. Engin skilyrði eru sett fyrir lán- tökunni önnur en reglusemi i við- skiptum við bankann, og sama daginn og sparitimabilið er liðið, getur fólkið fengið lánið. Farmanna- og fiskimannasambandið hvetur sjómenn til að gefa Grænlenzkar þjóðsögur frá 1859 gefnar út á ný Erlend náttúruverndar samtök fylgjast með Laxármálinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.