Tíminn - 13.10.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.10.1972, Blaðsíða 16
TÍMINN 16 Föstudagur 13. október 1972. jUmsjón Alfreð Þorsteinsson: ÍR-ingar æfa vel fyrir leikina gegn Real Madrid Einar Ólafsson, þjálfari ÍR-Iiösins, sést hér vera að tala við leikmenn ÍR eftir æfingu. Auðvitað var aðalumræðuefnið, Real Madrid og heimsóknin til Spánar, þar sem íR-ingar fá að kynnast fullkomnasta félagssvæði i heimi. —Timamyndir Rábert). - fyrri leikurinn hér heima 9. nóv. Þrír leikmenn bætast í raðir IR-liðsins Nú er aðeins tæpur mánuður, þar til eitt bezta körfuknattleikslið Evrópu, kemur hingað til lands- ins og leikur gegn Í R i fyrstu umferð Evrópukeppni meistaraliða. Ileal Madrid leikur hér í Laugardals- höllinni limmtudaginn í). nóvember og gefst islenzkum körfuknattleiksunnendum og öðrum áhugamönnum um iþróttir kostur á að sjá ÍR-liðið spreyta sig gegn þessu fræga körfuknattleiksliði. Ileal Madrid hefur sigrað oft i Evrópukeppni meistaraliða i körfuknattleik eins og i knattspyrnu. Liðið hefur upp á að bjóða það allra bezta, sem sést i körfuknattieiknum — frábæra leikmenn og þraut- æfðar leikfléttur, sem enda yfirleitt með þvi að knötturinn lendir í körfu andstæðingsins. Real Madrid er að sjálísögðu atvinnumannalið og hefur liðið innan sinna raða marga heimsfræga körfu- knattleiksmenn, t.d. leika bandarískir leikmenn með liðinu og eru körfuknattleiksmenn frá Bandar- ikjunum, þekktir fyrir að leika góðan körfuknatt- Jeík. Ilér s jást þoii' Kinar Sigfiisson og l’élur Röðvarsson. Þcssir tveir sjöllu körl'uknaltlciksmciin lcika mcð ÍR-Iiðinu gcgn Rcai Madrid. Strandamaðurinn sterki kastaði kúlunni 17,79 m. Ilreinn llalldórsson. Sá iþróttamaður, scm mest- ar framfarir liefur sýnt hér- lcndis i suniar, er Stranda- niaðurinn sterki Ilreinn llall- dórsson, kúluvarpari frá IISS. A þriðjudaginn náði hann bc/.tum árangri islcndings i kúluvarpi á þcssu ári, og næst bc/.ta árangri islcndinga, frá upphafi — liann kastaöi kúl- unni 17.79 mctra á kastmóti ill. scm fór fram á Melavell- imim á þriðjudaginn. Er þessi árangur Ureins frábær og veður ekki langt að biða. að hann setji nýtt ts- landsmet og komist jafnvel i Evrópuklassa i greininni. Hreinn kastaði kúlunni 16.53 metra i fyrra — með góðri æf- ingu og smákennslu i kúlu- varpi. hefur hann bætt árang- ur sinn um 1.26 metra. Iþróttasiða Timans óskar Hreini til hamingju með árangurinn og vonar að hann eigi eftir að bæta árangur sinn. Það er ekki að efa, að Hreinn getur náð langt sem kúluvarpari og ætti FRl að styrkja Hrein til utanfarar, þar sem hann getur lært að kasta og verið undir leiðsögn góðs þjálfara um tima. — SOS. Þegar við hjá Timanum, litum inn á æfingu hjá lR-liðinu um daginn, voru allir beztu leikmenn félagsins mættir á æfingu — þaö voru yfir 20 leikmenn, sem voru að æfa i Laugardalshöllinni, undir stjórn hins góðkunna körfuknatt- leiksþjálfara Einars Ólafssonar, en hann hefur alið flesta leikmenn íiðsins upp, frá þvi að þeir voru smástrákar. Einar sagði að liðið æfði mjög vel og engin meiðsli væru hjá leikmönnum. lR-liðiö æfir sex tima inni á viku og þar að auki hafa leikmennirnir æft þrekæfingar utanhúss. Mikill hugur er i leikmönnum og eru þeir staðráðnir að gera sitt bezta gegn snillingunum úr Real Madrid. IR-liðið er nú búið að semja um leikdaga og leika liðin fyrri leik- inn, hér i Laugardalshöllinni, fimmtudaginn 9. nóvember. Siðari leikur liðanna fer svo fram i Madrid 16. nóvember og verður þar leikið i einni beztu iþróttahöll, sem völ er á i Evrópu. Hún tekur um 20 þús. manns i sæti og er að- staða mjög góð i höllinni og einnig þar sem IR-ingar gista á meðan þeir dveljast I Madrid. IR-liðinu hefur bætzt mjög góð- ur liðsauki i sumar og að öllum likindum munu þrir nýir leik- menn leika með liðinu gegn Real Madrid. Þessir leikmenn eru ekki af verri endanum — nefnilega Anton Bjarnason, sem hefur leik- ið með HSK undanfarin ár, en hann lék með 1R hér áður fyrr. Einar Sigfússon, hinn stóri og sterki miöherji HSK, mun leika með liðinu i vetur og hefur hann æft mjög vel. Þá er hinn snöggi og leikni körfuknattleiksmaður Pét- ur Böðvarsson, byrjaður að æfa með 1R en eins og menmnuna þá lék hann með tR-liðinu fyrir þremur árum með góðum árangri og var þá landsliðsklassamaður. Þessir þrir leikmenn, þekkja vel hvern annan , þvi að þeir léku allir með HSK-liðinu, fyrir tveim- ur árum og Anton og Einar léku með þvi s.I. keppnistimabil, þá var Pétur á Seyðisfirði. Við spurðum Pétur, hvernig honum fyndist að vera kominn aftur til Reykjavikur og byrjaður að æfa með IR-liðinu: „Þetta er ofsalegt púl og mjög erfiðar æf- ingar, sérstaklega eftir að maður hafi leikið og æft i salnum á Seyðisfirði, þar sem maður tók þrjú skref að körfunni frá miðju og skoraði. Þar þurfti maður ekki að vera i úthaldsæfingu, til að leika körfuknattleik. Það er að sjálfsögðu gaman, að vera kom- inn aftur til Reykjavikur og byrjaður að æfa með gömlu félög- unum sinum i IR og það verður llér á myndinni, sést Kristinn Jörundsson (i röndóttri peysu), skora körfu á æfingu. Tekst Kristni að senda knöttinn oft f körfuna hjá hinu heimsþekkta körfuknattleiksliði Real Madrid? ekki langt að biða, þar til ég verð kominn i toppæfingu”. Anton Bjarnason hefur litið getað æft með IR-liðinu, þar sem hann er búsettur á Laugarvatni, þar sem hann mun kenna við iþróttakennaraskólann i vetur. Þegar við spurðum Einar Ólafs- son, þjálfara um Anton, sagði hann, að Anton væri i góðri æf- ingu og hann æfði vel fyrir austan. Það verður ekki að efa, að IR-liðið verður sterkt i vetur og önnur lið eiga erfitt með að sækja sigur og stig gegn þeim. Þegar við kvöddum IR-ingana, voru þeir allir inn i búningsklefa og var aðal umræðuefnið, að sjálfsögðu leikirnir gegn Real Madrid. — SOS. Golfárið lengist! Um siðustu helgi lauk form- lega öllum golfmótum hjá golfklúbbunum hér á Suður- landi. Fór þá fram Bænda- glima hjá tveim þeirra, GR og GN og sameiginlegt innan- félagsmót hjá GK og GS i llafnarfiröi. Þar urðu úrslit þau, að Þorbjörn Kjærbo, GS sigraði, lék á 73 höggum. Ann- ar varð Pétur Antonsson, GS, og þriðji Örn Iscbarn, GK. t Bændaglimunni hjá GR sigraði svcit Vilhjálms ólafs- sonar svcit Sveins Svcinsson- ar 16:14 og hjá GN sigraði svcit Ólafs Tryggvasonar sveit Vladimirs Bubnov 22:21. Þrátt fyrir að golfvertiðinni 1972 sé formlega lokið, ætla samt báðir Reykjavikur- klúbbarnir aö halda mót á morgun, laugardag. Á Grafarholtsvelli verða leiknar 12 holur i svonefndri Blindkeppni, og hefst hún kl. 13.30 og er opin öllum sem vilja. Á Nessvellinum fer fram Firmakeppni, sem hefst kl. 13.30 og er forráðamönnum þeirra fyrirtækja, sem taka þátt i keppninni boðið á völlinn kl. 17.00 til að fylgjast með gangi mála.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.