Tíminn - 13.10.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 13.10.1972, Blaðsíða 17
17 Föstudagur 13. október 1972. TÍMINN Reykjavíkurmótið í handknattleik: „Hvað á þetta að þýða? hann á að taka vítaköstin, en ekki þú”. Þetta sagði þjálfari Víkings, sem átti í erfiðleikum með Fylki Reykjavikurmótið i meistaraflokki karla í handknatt- leik hélt áfram á miövikudags- kvöldið, og voru þá leiknir þrir leikir. Vikingsliðiö átti i erfið- leikum með nýiiðana úr Fylki — l>að var ekki fyrr en i lok leiksins, að Vikingsliðið tryggði sér sigur. Þá kom ieikur Ármanns og KR mjög á óvart. KR-liöiö sem kaf- sigldi ÍR um daginn, mátti þola stórt tap gegn Ármanni. Ár- mannsliöiö lék sér að KR-liðinu — þegar hálf min. var til leiksloka, þá hafði það ellefu mörk yfir, cn siöustu tvö mörkin voru skoruð af KR-ingum.Þróttarliöiö stóð lengi vel i islandsmeisturunum, Fram, en i siðari hálfleik tryggðu Framarar sér öruggan sigur. En litum þá á leikina, sem leiknir voru i Laugardalshöllinni á mið- vikudagskvöldið: Guðjón maðurinn á bak við Víkingssigur Vikingsliðið fékk heldur betur mótspyrnu, þegar það mætti Fylki og svipbrygði þjálfara Vikings, Péturs Bjarnasonar, gáfu það greinilega til kynna að hann var langt frá þvi að vera ánægður með leik liðs sins. Vikingsliðið tekur örugga forustu Nú er búið að leika tiu leiki i Reykjavikurmótinu i hand'- knattleik. Fram hefur tekið forustuna i mótinu, en á botninum sitja Fylkir og 1R. Við birtum hér stöðuna, eins og hún er i dag og markahæstu leikmenn mótsins Til gamans ætlum við að birta, hvað leik- mennirnir sem eru marka- hæstir núna, voru búnir að skora mörg mörk i Reykja- vikurmótinu 1971, i jafn mörgum leikjum liða sinna. Mörkin frá þvi i fyrra eru innan sviga: Staðan Fram 3 3 0 0 46:26 6 Valur 2 2 0 0 27:14 4 KR 3 2 0 1 31:29 4 Víkingur 2 I 1 0 24:17 3 Ármann 2 1 0 1 24:16 2 Þróttur 3 0 1 2 30:35 1 ÍR 2 0 0 2 18:30 0 Fylkir 3 0 () 3 14:47 0 Markahæstu menn Axel Áxelsson Fram 14(12) i byrjun leiks og það kemst i 5:1 þá skorar Orn Jensson fyrir Fylki. Guðjón Magnússon skorar 6:2, og var þetta fjórða mark hans i röð fyrir Viking. Leikmenn Fylkis sækja mjög undir lok fyrri hálfleiks og þeim tekst að minnka muninn niður i eitt mark fyrir leikhlé — Fyrir Fylki skoruðu Einar Einarsson, Einar Ágústsson og örn Jensson. Guðjón skorar strax i siðari hálfleik fyrir Viking. og Einar Magnússon bætir svo marki við, Kjartan Kolbeinsson lagar stöðuna fyrir Fylki i 8:6. Allt gengur á afturlöppunum hjá Vikingi og þegar Ólafur Friðriks- son misnotar vitakast, þá ris Pétur Bjarnason upp úr sæti sinu og kallar: ,,Hvað á þetta að þýða — hann (Einar Magnússon) á að taka vitaköstin, en ekki þú”, og um leið hristir Pétur höfuðið og bölvar i hljóði. Guðjón Magnússon skorar 9:6 og rétt á eftir fær Einar að taka vitakast og skorar. Vikingsliðið kemst i 13:6 áður en Fylkir getur svarað, en Kjartan skoraði sjöunda mark Fylkis. Siðasta orðið i leiknum átti Einar Magnússon og lauk leiknum með sigri Vikings 14:7. Vikingsliðið átti mjög lélegan dag, ef Guðjón Magnússon hefði Einar Magnúss. Vik. 9(10) Björgvin Björgv.s. Fram 8(4) Björn Jóh.s. Árm. 8(4) Haukur Ottesen KR 8(4) Þorbjörn Guðm.s. Val 8 (-) Vilbcrg Sigtr.s. Arm. 8(5) Guðjón Magnússon, Vik 7(7) Jóh. Frimannss Þrótti 7 (8) Trausti Þorgrims Þr. 7(-) Eins og sést, eru tveir leik- menn, sem léku ekki með liðum sinum i Reykjavikur- mótinu 1971. Af þessum tiu leikmönnum, eru aðeins fjórir sem voru á listanum yfir 20 markahæstu leikmenn Reykjavikurmótsins, þegar þvi lauk. Það eru þeir Axel, Einar, Guðjón og Jóhann. Miklar likur eru til þess að markahæsti leikmaðurinn i ár verði markahærri en efstu leikmennirnir i fyrra. Þá urðu efstir eftir mótið þeir Halldór Bragason, Þrótti og Hilmar Björnsson KR en þeir skoruöu 26 mörk hvor. Nú er einu liði fleira og meiri leikar að skora mörk. ekki rifið sig upp úr meðal- mennskunni og skorað sjö mörk, þá er ekki gott að segja, hvernig leikurinn hefði endað. Skemmtilegt Ármannsliö lék sér að KR-ingum og sigraði með 9 marka mun. Ármannsliðið er að verða mjög skemmtilegt handknattleikslið — liðið á á að skipa mjög ungum og friskum leikmönnum, þar af einn i landliðsklassa, en það er hinn skemmtilegi linumaður liðsins Vilberg Sigtryggsson. Þá hefur liðið á að skipa góðum lang- skyttum eins og Birni Jóhannes- syni og Herði Kristinssyni. Þessir þrir leikmenn voru mennirnir a* bak við stórsigur Ármanns gegn KR. Það var ekki fyrr en á 12. rninútu. að KR-ingar komu knettinum i netið, hjá Skafta markverði Ármanns — þá voru Ármenningar búnir að skora fjögur mörk: Björn (2) og Vil- berg (2). Næstu tvö mörk leiksins skora þeir Björn og Hörður, úr aukaköstum, og svo bætir Hörður marki við og staðan er orðin 7:1. Þorvarður Guðmundsson skorar annað mark KR á 16. min en rétt fyrir leikhlé skorar Kristinn Ingólfsson fyrir Ármann 8:2. Fyrstu fimm mörkin i siðari hálfleik skora Ármenningar Björn(3), Vilberg og Olfert Nábye. Markið, sem Vilberg skoraði, var nokkuð sérkennilegt. Það má segja, að það hafi verið annað markið i sókn Ármanns — þvi að Björn var búinn að skora, knötturinn hrökk af járn- stönginni, efst i markinu, út til Vilbergs, sem sendi knöttinn aftur i netið. Þorvarður skorar fyrir KR, á 17. min.og er þá staðan 13:3 fyrir Ár- mann. Vilberg bætir svo við marki fyrir Ármann, en KR- ingar skora sitt fjórða mark, þegar 30. sek. eru til leiksloka og það fimmta, þegar leiktiminn er útrunninn, þá skoraði Atli Þ. Héðinsson úr vitakasti. Ármannsliðið þarf ekki að kviða fyrir, að þvi gangi illa i vetur. Liðið hefur góða leikmenn og markverðir liðsins sýndu það i leiknum gegn KR, að þeir eru til alls liklegir. Sérstaklega vakti Kristinn Petersen, knattspyrnu- maður, athygli, en hann kom inn á i siðari hálfleik og varði mjög vel. Þar er á ferðinni markvörð- ur,, sem hræðist ekkert. Þróttur stóð i islands- meisturunum lengi framan af. Framliðið tók forustu i Reykja- vikurmótinu þegar það sigraði efnilegt Þróttarlið. En erfiður var róðurinn, það var ekki fyrr en i siðari hálfleik, að Framarar gátu farið að anda rólega. Framarar komast i 2:0 i byrjun, en Jóhann Frimannsson skorar þá tvö mörk fyrir Þrótt og jafnar 2:2. Axel Axelsson kemur svo Fram aftur yfir með tveimur vitaköstum og Björgvin Björgvinsson skorar 5:2. Þá taka Þróttarar góöan sprett og jafna, 5:5. Mörk Þróttar skora:Trausti Þorgrimsson (2) og Jóhann. Gylfi Jóhannsson og Björgvin laga stöðuna i 7:5 og Halldór Bragason minnkar muninn i 7:6. Axel skorar áttunda mark Fram, en Guðmundur Jó- hannesson skorar fyrir Þrótt fyrir leikhlé. Framarar skora þrjú fyrstu mörkin i siðari hálfleik, Axel (2) og Ingólfur allt langskot. Þá skora Trausti og Halldór fyrir Þrótt. Sigurbergur og Ingólfur, svara með tveimur mörkum og staðan er þá 13:9. Halldór og Sveinlaugur koma Þrótti i 13:11. Ungur nýliði, Guðmundur Sveins- son skorar fyrir Fram og Sigurður Einarsson og Gylfi bæta tveimur mörkum við — 16:11. Axel Axelsson, hin frábæra langskytta úr Fram, er nú markhæsti leikmaöur Reykjavíkurmótsins. Axel markahæstur í Reykjavíkurmótinu - Fram hefur tekið forustuna Vikingurinn i Vikingsliöinu Guöjón Magnússon, skoraði sjö mörk gegn Fylki og bjargaöi þar mcö Víkingsliðinu frá miklu áfalli. Þróttur átti siðasta orð leiksins, þegar Sveinlaugur og Árni Svavarsson skora siðustu mörk leiksins. Með framliðinu lék einn nýliði og lofar hann góðu — þessi ungi maður, Guðmundur Sveinsson, hefur gott auga fyrir samleik og er vel vakandi. Guðmundur er örvhentur og getur hann leikið stórt hlutverk hjá Fram i vetur. Þróttar liðið er skemmtilegt lið, með meiri æfingu og keppnis- reynslu er þess ekki langt að biða, að liðið láti sjá sig i 1. deild. SOS. Það vantar net í mörkin í Laugardalshöllinni - net til að draga úr skotum, sem lenda inn í mörkunum Leikmenn Reykjavikur- liðanna i handknattleik, hafa kvartað mikið yfir þvi, að net til að draga úr skotum hafa ekki enn verið sett upp i mörkin i Laugardalshöllinni. Er þetta mjög óþægilegt fyrir markverði liðanna og einnig getur komið fyrir, að mörk séu dæmd af liðum, eins og t.d. i leik Ármanns og KR — þá skoraði Björn Jóhannesson gott mark, knötturinn small i járnslá, sem er efst i markinu, skotið var svo snöggt, að knötturinn hrökk strax út á vöilinn. Dómarar leiksins dæmdu ekki mark — þeir héldu, að knötturinn hefði lent istönginni. Þessi mistök hefðu getað ráðið úrslitum — þó að svo væri ekki i þetta sinn. Dómarar, sem dæma i Reykjavikurmótinu, eiga með réttu að neita aö flauta leiki á, ef ekki eru sett net i mörkin. Þarna er strax komiö upp verkefni fyrir hinn nýja for- mann HKDR Svein Kristjáns- son, en Sveinn tók við af Einari Hjartarsyni, sem gaf ekki kost á sér á aöalfundi s.l. þriöjudagskvöld. SOS. Auglýsing um útsvör og aðstöðugjöld til Ölfushrepps 1972 Siðari gjalddagi útsvara til ölfushrepps 1972 er 15. október. Aðstöðugjöld féllu i gjalddaga 15. september. Athygli er vakin á því, að dráttarvextir falla á gjöld þessi, verði þau eigi greidd til skrifstofu ölfushrepps innan tveggja mánaða frá gjalddaga. Þorlákshöfn, 11. október 1972 Sveitarstjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.