Tíminn - 14.10.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 14.10.1972, Blaðsíða 5
Laugardagur 14. október 1972. TÍMINN 5 Hefndin er sæt Wallis Simpson, ekkja her- togans af Windsor, áöur Ját- varðar Englandskonungs, sem kölluð er Wallis frænka, af meðlimum konungsfjölskyld- unnar, en hertogaynjan af Windsor af öllum öðrum. hefur ákveðið að halda til heimalands sins Bandarikjanna. En áður en hún yfirgefur Evrópu ætlar hún að hefna sin svolitið á fjöl- skyldu eiginmanns sins, sem aldrei vildi viðurkenna hana, eða yfirleitt vita af að hún væri til opinberlea og neitaði Wallis ávallt um þann titill, sem hún sóttist ákafíega eftir. Hún hefur ákveðið að annar svartur sauður i konungsfjöl skyldunni, Snowdon, maður Margrétar prinsessu, sem ekki er alltof vel séður innan fjöl- skyldunnar, skuli erfa auðæfi þau, sem hún fékk eftir mann sinn. Drottningin eða skyldulið hennar fá ekki grænan eyri. Hefndin liggur i þvi, að hin fráskilda Simpson, af borgara- legum ættum, en nú ekkja her- togans af Windsor, lætur auð fyrrverandi Englandskonungs ganga til Tony, sem var borgaralegur ljósmyndari i London, áður en hann kvæntist Margréti prinsessu, en nú er búið að dubba upp i hertoga. Ekki er vitað hvort hertoginn látni hefði viljað hafa þetta svona, en Simpson ræður. Svörtu sauðirnir i konungs- fjölskyldunni halda saman og gefa fjandann i hvað fólkið með bláa blóðið segir. Þetta tiltæki mun áreiðanlega ergja Elisabetu drottningu, ekki végna þess að hún og hennar hafi ekki nóg fyrir sig að leggja, heldur vegna þeirrar tilhögunar á arfi fyrrverandi konungs, að láta fólk með rautt blóð i æðum ráðskast með hann. Kvikmynd um frú Perón. Verið er að gera kvikmynd um Evitu Perón, fyrrum eigin- konu Peróns forseta Argentinu. Evita var með fádæmum vin- sæl i heimalandi sinu, þegar maður hennar hafði þar ein- ræðisvöld, og var sagt, að hún væri ekki siður valdamikil en hann, og sjálf aflaði hún Perón mikils fylgis. Eftir lát hennar hrökklaðist Perón frá völdum og hefur verið landflótta á Spáni siðan, en hann sjálfur og stjórnarstefna hans á enn kaffihúsi einu var borið á borð nokkuð, sem kallað var „kafbátssamloka” þetta voru rúnnstykki, skorin sundur og með einhverju áleggi á milli. — Hvers vegna hejtir þetta kafbátssamloka? spurði einn gestanna. — Það er þó ekkert i henni, sem hægt er að rekjá til sjávarins. — Ég held, að ég viti það, hvislaði þá sessunautur hans. — Ég er búinn með mina, en hún reynir alltaf að komast upp aftur. — Jæja, heldurðu aö strákarnir séu ekki til i póker. Ég held að heppnin sé með mér i dag. ftZrvs£í — Hugsaðu þig nú vel um. Þú hlýtur að hafa matað hana eitt- hvað vitlaust. Piparsveinn er maður, sem hugsaði alvarlega, þegar hon- um datt i hug að gifta sig. Ungur maður hafði tilkynnt sig sem sjálfboðaliða i sjóherinn og var nú i gáfnaprófi. — ef þú værir á gangi á götunni og sæir gufuskip koma beint á móti þér á fullum hraða, hvað myndirðu gera? —- Hætta að drekka á stundinni, svaraði hinn. — Fyrirgefðu, að ég trufla þig, afi, en ég get ekki reiknað eitt af dæmunum hans Jonna. DENNI DÆMALAUSI Veiztu hvers ég sakna mest á sumrin? Snjósins. miklu fylgi að fagna i Argen- tinu, og hefur flokknum nú verið heimilað að bjóða fram i næstu kosningum, og Perón fær að snúa heim. Evita Perón var leikkona áður en hún giftist Perón. Hún lézt um aldur fram. i kvikmyndinni fer Christine Kruger með hlutverk Evitu, Sigfried Rauch leikur Perón. Á litlu myndinni t.v. eru leikararnir en á hinni forseta- hjónin meðan veldi þeirra stóð sem hæst. Á stóru myndinni er Christine i hlutverki Evitu, en atriðið á að gerast áður en hún varð forsetafrú. Yndisfullir brúðgumar Það er ekki á hverjum degi, sem haldið er upp á giftinu án þess að brúður sé nærri, en þetta skeði i fyrri viku i Houston i Texas. Þá voru gefnir saman i heilagt hjónaband þeir Antonio Molina og William Ert. Hinn siðarnefndi var i brúðarkjól og með hörgula hárkollu og slör. Voru báðir brúðgumarnir hinir glæsilegustu. Brúðarskart Williams var náttúrulega hvitt. William var litlu lægri en Antonio, en hann var lika á há- hæluðum skóm. Hinn siðar- nefndi er fótboltamaður að at- vinnu og er sterkbyggður 33 ára gamall náungi. William er þritugur penn og sætur. Mótmælandaprestur framkvæmdi vigsluna og er samkvæmt áreiðanlegustu heimildum hin önnur i röðinni, þar sem tveir karlmenn fá að ganga i hið heilaga á lögform- legan hátt. að hægt sé að eyða öllum þeim milljónum ’ dollara sem söng- varinn og leikarinn hefur unnið sér inn á löngum frægðarferli sinum. Martin skildi við konu sina fyrir nokkrum árum eftir langt og sagt er hamingjusamt hjóna- band. Nú er hann i slagtogi með ungri leikkonu, Cathy Hawn, og ætla þau að giftast. Orðrómurinn um gjaldþrot Dean Martins komst á kreik^er han auglýsti sveitasetur sitt til sölu, en sá staður er sagður honum kærri, en nokkur annar. Söluverðið á að vera 150 milljónir króna. Á setrinu er 14 herbergja hús, sundlaug, tennis og golfvöllur og lendingarpallur fyrir þyrlur. Martin segir að ástæðan fyrir að hann ætli að selja þetta himnariki á jörðu sé, að unnusta hans kunni ekki við sig þar og vilji selja, en hún segir að þetta sé bull og að Dean hafi einfald- lega eytt öllum sinum pen- ingum og verði að selja. Peningalaus milljóna- mæringur? t Hollywood er sagt að Dean Martinséá barmi gjaldþrots og velta menn vöngum yfir hvort mögulegt sé fyrir nokkurn mann að drekka svo mikið og skemmta sér svo óhemjulega,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.