Tíminn - 14.10.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.10.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 14. október 1972. „Sveltandi stofnanir geta ekki hjálpað sveltandi fólki" — Spjall við Erlend Einarsson, forstjóra Sambands íslenzkra samvinnufélaga Krlendur Einarsson, forstjóri i ræöustól á þinginu. „Sveltandi stofnanir geta ekki gert mikiö til þess að bjarga sveltandi fólki". Nýlega er lokið i Varsjá 25ta þingi Alþjóða samvinnusam- bandsins. Af lslands hálfu sótti þingið forstjóri Sambands is- lenzkra samvinnufélaga, Er- lendur Einarsson, og i tilefni af þvi snerum við okkur til hans og inntum hann Irélta al' þinginu. Sumum kann að virðast næsta ófróðleg l'yrsta spurningin, sem lögð var fyrir forstjórann: ilvað er Alþjóða samvinnu- sambandið? - f>etta eru samtök samvinnu- félaga viðs vegar i heiminum. Alþjóða samvinnusambandið var slofnað i London árið 1895, og hel'ur þvi starl'að i sjötiu og sjö ár. Samband islen/.kra samvinnufé- laga gerðist aðili að þessu sam- bandi árið 1927, fyrir hálfum limmta áratug. — Ilvaðeru mörg samvinnufé- lög innan Alþjóðasambandsins núna? - Lau eru núna um 560 þúsund i um 65 löndum, og l'jöldi félags- manna er um tvö hundruð og sjö- tiu milljónir. Er ekki sérstök sljórn lyrir Alþjóðasamvinnusambandið? - ,lú, það er sérstök fram- kvæmdastjórn, sem i eiga sæli limmtán menn. Siðan er mið- stjórn og i henni eiga sæti öll sam- vinnusambönd, og þar á meðal Samband islenzkra samvinnu- félaga. Og i þessari miðstjórn eru um 210 lulltrúar. Innan Alþjóða samvinnusam- bandsins eru að sjáll'sögðu ýmsar undirstol'nanir, og vil ég þar fyrst nel'na Inlercoop, sem stolnað var lyrir Iveim árum. Lað hel'ur skrifslofu i Hamborg. l>að eru samtiik til þess að hafa samvinnu um verzlun og viðskipli milli samvinnusambandanna, og cinnig að stuðla að þvi að koma á sameiginlegum iðnaði. l>að er nú 21 sam vinnusamband innan Intercoop, þar af tvö frá Austur- Evrópu, Ungverjalandi og Tékkóslóvakiu, og enn l'remur annað af tvcimur samböndum i .Japan. '— Telur þú ekki, að Samband islenzkra samvinnufélaga hafi halt gott af' þvi að vera i Inter- coop? Jú, á þvi er enginn ef'i. Við höfum komizt inn i svokölluð samkaup, en Intercoop hefur beitt sér fyrir þvi, að samvinnu- samböndin gerðu sameiginleg innkaup i stórum slil, en i gegnum það hefur verið hægt að ná hag- stæðari verðum. Það má ennfremur minna á nefnd sérstakra byggingarsam- vinnufélaga, landbúnaðarnefnd, bankanef'nd, vátrygginganefnd og fiskimálanefnd. Ilve marga fulltrúa á tsland á þingi Alþjóða samvinnu- sambandsins? fsland á lulltrúa i miðstjórn Alþjóða samvinnusambandsins, og siðan ég tók við slarl'i forstjóra Sambands islenzkra samvinnufé- laga árið 1955, hef ég átt sæti i miðsljórninni. Ég hef verið á þessum þingum Alþjóða sam- vinnusambandsins siðan árið 1948, en þá voru þar einnig Vil- hjálmur Þór, þáverandi lorstjóri Sambandsins, og Jakob Fri- mannsson núverandi sljórnarfor- maður Sambandsins. En þessi þing eru haldin þriðja hvert ár. - En hvað er nánar að l'rétta af þessu þingi, sem nú er nýlokið? — Það var haldinn fundur i fiskimálanel'ndinni lyrir sjálf't þingið. Við Islendingar höfum ekki átt f'ulllrúa i þeirri nef'nd, en ég kom þar núna i fyrsta skipti. Þessi nel'nd hel'ur það hlutverk að greiða fyrir og aðstoða sam- vinnufélög fiskimanna viðs vegar i heiminum, enda eru slik sam- vinnufélög liskimanna starfandi viða, þótt þau hafi enn ekki náð að l'esta ræfur hér á landi. En ég, sem sagt, sat nú þarna þennan lund og fékk þar mjög kærkomið lækilæri til þess að útskýra mál- stað tslands i landhelgismálinu. — Varðstu ekki var við nokkra l'ordóma i okkar garð? - Jú, ekki er nú þvi að'neita. Ég varð var við það, aö margir lulltrúanna voru haldnir tals- verðum fordómum, og leyndi sér ekki, að áróður erlendra fjölmiðla gegn málstað fslendinga, hefur halt veruleg áhrif. Þess vegna lagnaði ég þvi mjög að geta nú leiðrétl ýmsan misskilning og jafnframt skýrt okkar sjónarmið i þessu stóra máli. Við höfðum þó áður bréllega sent öllum sam- vinnusamböndum iheiminum rök Islands fyrir útfærslunni. — En hverjir voru helztu mála- flokkar þingsins sjálfs? - A dagskrá þingsins voru tvö höfuðmál. i lyrsta lagi aðslaða samvinnu- lélaga lil þess að keppa við stórar lyrirtækjasamsteypur, sem starfa i mörgum löndum, og þá sérstaklega, hvernig samvinnu- félögin gætu fundið leiðir til þess að byggja upp fjármagn, bæði til þess að standa sig betur i sam- keppninni, og þá einnig í þvi augnamiði að hefja sameiginlega framleiðslu, og reyndar bæði á sviði framleiðslu og dreifingar. Þetta mál hefur verið á dagskrá i miðstjórn Alþjóða samvinnusam- bandsins siðastliðin þrjú ár og reyndar hefur það nokkuð borið á góma hér hjá okkur. Ég hef hreyft ýmsum tillögum varöandi nýjar leiðir til þess að byggja upp fjármálakerfi innan samvinnu- félaganna. En núna var þetta sem sagt eitt af aðalmálum þingsins, og ég vonast til að geta síðar gert nánari grein fyrir þvi. Varðandi sameiginlega fram- leiðslu langar mig til þess að minnast á aðeins eitt atriði. Bandarisku fulltrúarnir á þing- ingu hreyfðu þeirri hugmynd, að samvinnufélög i ýmsum löndum tækju upp samvinnu i framleiðslu á tilbúnum áburði. En i þessari grein eru bandarisku félögin ein- mitt mjög stór. Þá kæmi til greina að setja á stofn fyrirtæki eða verksmiðjur til þess að fram- leiða áburð, sem siðan yrði seldur á heimsmarkaði. Þá yrði auð- vitað fyrsta sporið að leita að landi, sem lægi vel við, og einmitt landi,sem hefði hagkvæma orku. t þvi sambandi kemur manni að sjálfsögðu i hug tsland og gæti þá verið freistandi að athuga það mál siðar. En eins og ég sagði áðan, þá standa Bandarfkjamenn mjög framarlega á þessu sviði, og eitt samvinnuíélagið þar er núna stærsti framleiðandi tilbúins áburðar i heiminum. — Þetta var þá annað aðalmál þingsins. En hvert var hitt málið? — Hitt aðalmálið var aðstoð við þróunarlöndin. Fyrir tveimur árum ákváðu Sameinuðu þjóð- irnar að nefna áratuginn frá 1970—1980 þróunaráratug. Og Al- þjóöa samvinnusambandið ákvað lika að nefna áratuginn sam- vinnuþróunaráratug. Siðustu tvö árin hafa lika verið í gangi ýmsar áætlanir um það að gera sérstök átök i þróunarlöndum til þess að koma á samvinnufélögum, og á þann hátt að freista þess, að fólkið geti hjálpað sér sjálft með slikum samtökum. Auk skrifstofunnar i London, hefur Alþjóða samvinnusam- bandið skrifstofur i Nýju Delhi á Indlandi, og einnig i Tansaniu i Austur-Afriku. Þessar skrifstofur eru miðstöðvar fyrir margvíslega aðstoð, sem veitt er i þessum hlutum heims. Þess má gjarna geta, að sam- vinnusamböndin á Norðurlönd- um, einkum i Sviþjóð, hafa verið mjög dugleg við að hjálpa fólkinu til þess að koma upp samvinnufé- lögum hjá sér, þar sem ekkert slikt hafði áður þekkzt. — En hefur ekki Alþjóða sam- vinnusambandið gengizt fyrir beinum fjárframlögum til hinna vanþróuðu þjóða? — Jú. Einn þátturinn i þessu, að gera áratuginn að sérstöku þróunartimabili, var að setja á stofn sérstakan þróunarsjóð, og var ætlazt til þess, að samvinnu- samböndin legðu i hann fé og siðan yrði fé úr sjóðnum varið til þess að gera skipulagt átak eftir fyrirfram gerðum áætlunum. — Voru tslendingar ekki með i þeim aðgerðum? — Þegar til okkar kemur, verður það að segjast eins og það er, að okkur er mikill vandi á höndum. Hvað geta islenzk sam- vinnufélög gert, svo fámennir sem við erum, hér norður i Atlantshafinu? En þegar þessi mál voru rædd hér i stjórn Sam- bands islenzkra samvinnufélaga, þá varð það niðurstaða að fram- lag okkar skyldi vera fé i sjóðinn, en ekki mannafli til starfa i van- þróuðum löndum, enda höfum við satt að segja ekki nein tök á slfku. Við höfum nú i tvö ár lagt fé i þennan sjóð, sem er miklu meira miðað við fólksfjölda, en nokkur önnur samvinnusambönd hafa gert. Við höfum lagt i þetta um það bil hálft fjórða hundrað þús- unda nú um tveggja ára skeið, en það samsvarar um tiu krónum á iivern mann, sem er i okkar hreyfingu hér á tslandi. Ég fékk tækifæri til þess að minnast á þetta i minni ræðu á þinginu, og notaði það þá sem hvatningu og fordæmi til annarra samvinnusambanda. En sann- leikurinn er sá, að ef þær þjóðir og þau samvinnusambönd, sem heima eiga i hinum vel þróuðu löndum, þar sem félagsmanna- fjöldinn er um það bil tvö hundruð milljónir, — ef þau fylgdu for- dæmi Sambands islenzkra sam- vinnufélaga, þá myndi Þróunar- sjóðurinn fá i árlegar tekjur um tvö þúsund milljónir króna. Slikt myndi að sjálfsögðu tákna það, að hægt yrði að gera veruleg átök, en fjárskortur hefur háð þessari starfsemi ekki svo litið. — Voru menn ekki fegnir þess- um fréttum frá lslandi? — Jú, þessu var að sjálfsögðu fagnað mjög, og tillögur minar um fordæmi og hvatningu fyrir aðra hlutu einnig mjög góðar undirtektir. Einkum voru það fulltrúar frá hinum svokallaða þriðja heimi, sem fögnuðu þessu, og mátti segja, að fyrir þessar sakir kæmist tsland i sviðsljósið á þinginu. — Komu þeir beinlinis til þin til þess að þakka framlag okkar litlu þjóðar? — Já, það komu margir fulltrú- ar til min og voru að þakka þetta fordæmi tslendinga. Og það voru ekki aðeins menn frá hinum van þróaða hluta heims, heldur lika forystumenn í Alþjóða samvinnu- sambandinu, sem gáfu sig á tal við mig og létu i ljós mikla ánægju með okkar skerf til þess- ara mála. Þeir vita lika hvar skórinn kreppir, þvi það er ekki svo sjaldan, sem þeir standa and- spænis þvi að geta ekki fullnægt óskum, sem berast frá samvinnu- félögum i þriðja heiminum, einungis af þvi að þeir hafa ekki yfir fjármagni að ráða til þess að leysa vandann. — Er ekki Alþjóða samvinnu- sambandið i neinum tengslum við Sameinuðu þjóðirnar? — Jú. Það hefur fastan áheyrn- arfulltrúa á þingi Sameinuðu þjóðanna, og það er náin sam- vinna þar á milli i sambandi við aðstoðina við þróunarlöndin. Og á þessu nýafstaðna þingi, voru fulltrúar frá ýmsum stofnunum Sameinuðu þjóðanna. — Má ég að lokum spyrja þig, hvað þér er efst i huga núna, þegar þú ert nýkominn heim af þessu þingi? — Ég álit, að mesta gagnið af þvi að fara á svona þing, sé að hitta sina félaga og að kynnast mönnum. Það hafa skapazt persónuleg tengsl, sem ég tel mjög þýðingarmikil, bæði fyrir islenzka samvinnuhreyfingu og alhliða samstarf. En varðandi sjálf þingstörfin, þá er mér efst i huga hin geysilega og hrópandi þörf fyrirað rétta hjálparhönd til þriðja heimsins. En hinu megum við ekki gleyma, að sveltandi stofnanir geta aldrei gert mikið til þess að hjálpa sveltandi fólki. —VS. 17 einbýlishús í smíðum í Vogum Ilúsnæðisskortur hefur staðið inörgum kauptúnum fyrir þrifum á undanförnum árum. Ungt fólk, sem hefur ekki átt kost á húsnæði þótt það vildi eiga þar heima, og af þeim sökum orðið að hrekjast burt. Þessi misseri er þó viöa byggt ákaflega mikið af ibúðar húsnæði i kauptúnum, langmest einbýlishús, þótt sums staðar séu einnig fjölbýlishús i smiðum. Þar er til dæmis að 17 ibúðarhús, allt einbýlishús, séu i byggingu i Vogum, og er það mjög mikið i ekki mannfleira plássi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.