Tíminn - 14.10.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.10.1972, Blaðsíða 13
Laugardagur 14. október 1972. TÍMINN 13 Þorskafli ísl. skipa minnkaði um 30% á síðustu 2 árum Söngskemmtanir Kvenfélags Bústaðasóknar Þann 24. þ.m. kemur hingað til landsins 20 manna flokkur ball- ettdansara frá Sovétrikjunum og sýnir á vegum Þjóðleikhússins atriði úr þekktum ballettum. Fyrirhugað er að listafólkið sýni þrisvar sinnum i Þjóðleikhúsinu dagana 25,26. og 27. október. Hingað kemur listafólkið frá Gautaborg,_ en flokkurinn er i sýningarferðá Norðurlöndum um þessar mundir. Allir dansararnir, sem taka þátt i þessari sýningaferð, eru sólódansarar frá ýmsum þekktustu leikhúsum i Sovét- rikjunum. I þvi sambandi má geta þess að nokkrir af helztu dönsurum eru frá hinum heims- fræga Bolshoi balletti og aðrir eru frá Kirov operunni i Leningrad. í blaðaumsögnum, sem hingað hafa borizt, er sagt frá þvi að hér séu á ferðinni frábærir listamenn og dansatriði þeirra sé bæði fjöl- breytileg og skemmtileg. Enn- fremur er tekið fram að nokkrir af dönsurunum séu verðlauna- hafar og hafi hlotið sérstaka viðurkenningu fyrir list sina. Arið 1964 kom hingað til landsins 30 manna flokkur list- dansara frá Kiev-ballettinum i Sovétrikjunum og sýndi lista- fólkið hér á vegum Þjóðleik- hússins. Sýningar urðu þá alls fimm og var aðsókn þá svo mikil að margir urðu frá að hverfa. Margir telja að það hafi verið beztu ballettdansarar, sem sézt hafi á sviði Þjóðleikhússins. Ekki er að efa að þessi heimsókn sovézkra listdansara á eftir að verða mörgum ballettunnendum gleðiefni. Myndin er af atriði úr ballettinum. sagði Haraldur Kröyer sendiherra í efnahagsnefnd Allsherjarþingsins 11. október Útdráttur úr ræðu, er Haraldur Kröyer sendiherra flutti í almennu umræðunum i efnahags- nefnd Allsherjarþings S.b. hinn 11. október 1972. Island telur að þjóðfélagslegar framfariri þróunarlöndunum séu með réttu, og eigi að vera, eitt meginviðfangsefni Sameinuðu þjóðanna. Illt sé til þess að vita að bilið milli hinna riku iðnaðar- landa og þróunarlandanna fari sifellt vaxandi og hlutur þróunar- landanna i heimsviðskiptunum fari minnkandi. Eins og málum sé nú háttað sé mjög hæpið að það takmark náist sem sett hefur verið varðandi aðstoð hinna efnuðu rikja við þróunarlöndin, 0.7% — af þjóðarframleiðslu þeirra árið 1975. Sé það skoðun islenzku rikis- stjórnarinnar að meginverkefni S.þ. næstu árin verði að bæta úr þessu ranglæti. Finna verði nýjar leiðir i baráttunni við fátækt, hungur og menntunarskort i þróunarlöndunum. Aðeins með þvi að efla þar hagsæld og hag- vöxt verði unnt að tryggja það að sæmilegyr friður haldist i veröld- inni á komandi árum. Þá fjallaði sendiherrann nokkuð um frumkvæði Alþingis og almannasamtaka á sviði auk- innar aðstoðar Islands við þróunarlöndin, m.a. með aðild að norrænum aðstoðaráætlunum. Siðan vék hann að hinum vaxandi skilningi sem nú væri að finna innan Sameinuðu þjóðanna á mikilvægi umhverfisverndar. tslendingar væru i hópi þeirra þjóða sem litu til þess með ugg i brjósti að ýmsar mikilvægustu auðlindir veraldar væru senn þurrausnar. Fyrir land sem tsland gæti þessi þróun haft mjög örlagaríkar afleiðingar þar sem tslendingar byggðu efnahag sinn fyrst og fremst á einni auðlind — fiskistofnum i hafinu kringum landið. Bezt hefði þetta komið i ljós á erfiðleikatimabilinu 1967-1969 þegar þjóðartekjurnar hefðu minnkað um 20% fyrst og fremst vegna minnkandi fiskafla. t þessu sambandi væri full ástæða til þess að vekja athygli S.þ. á hinni uggvænlegu þróun sem nú ætti sér stað varðandi fiskistofnana i Norðaustur-- Atlantshafi. Sildin væri horfin og þorskstofninn, grundvöllur veið- anna, i bráðri hættu. tslenzkar skýrslur sýndu að á siðustú 2 árum hefði þorskafli islenzkra skipa minnkað um 30% — þrátt fyrir aukna sókn. Og aðeinsfyrir nokkrum vikum hefði út komið skýrsla fiskifræðinga frá 8 löndum, þar sem þeir teldu æskilegt að minnka sóknina i þorskstofninn i Norðaustur-- Atlantshafi um 50% til þess að tryggja viðgang hans. Bitur reynsla hefði kennt Islendingum að einungis með þvi að fá strandrikinu lögsögu yfir fiskistofnum væri unnt að hindra ofveiði og eyðingu þeirra. Lögsaga tslendinga yfir mið- unum kringum tsland væri nauð- synlegt að vernda, ekki ein- vörðungu i þágu tslendinga sjálfra, heldur allra þeirra þjóða sem fiskveiðar stunduðu i Norð - austur-Atlantshafi. Yfirráð rikja yfir náttúruauð- lindum sinum, væri mál sem um nokkurt skeið hefði verið á dag- skrá S.þ. Væri vissulega full ástæða til á þessu þingi að gera ályktun um mál þetta og árétta þar þessi grundvallarréttindi rikja. Ilaraldur Kröyer Kanadíski ísbrjóturinn McDonald farinn norð ur i höf til aðstoðar skipunum 3 í ísnum ÞÓ—Reykjavik. Kanadiski isbrjóturinn John MacDonald kom við i Keflavik og i Hvalfirði i gær, á leið sinni norð- ur i ishaf til aðstoðar við bandariska hafrannsóknarskipið Mizar og isbrjótana Edestvin og Southvvind, en þeir eru um 3500 lestir að stærð. McDonald kom fyrst við i Keflavik og tók þar vistir, en siðan hélt hann upp i Hvalfjörð, þar sem hann tók oliu fyrir ferð- ina norður, en vegalengdin er um 700 milur og tekur um það bil 3 daga. John McDonald er 8186 lestir að stærð. Ganghraðinn er um 10 sjómilur og vélarstærðin er 15 þúsund hestöfl. A skipinu er 77 manna áhöfn og skipstjóri þess er George S. Burdoc, en hann var einnig skipstjóri á stærsta isbrjót Kanada, þegar hann fylgdi oliu- skipinu Manhattan norðvestur- leiðina. Skipin þrjú, sem biluð eru I isn- um eru ekki i nauðum stödd, en þau hafa ekki afl vegna vélabil- ana til þess að komast af sjálfs- dáðum út úr isnum. McDonald á að brjóta skipunum leið, og taldi skipstjóri isbrjótsins engin vand- kvæði á þvi, en taldi að það gæti tekið dálitinn tima. Tveir opinberir Há skólafyrirlestrar Prófessor dr. sc. phil Bruno Kress mun i næstu viku halda tvo opinbera fyrirlestra i boði heim- spekideildar Háskóla Islands. Dr. Kress er nú prófessor við háskól- ann i Greifswald i A-Þýzkalandi, en hann var sendikennari við H.I. fyrir mörgum árum og kenndi þá jafnframt við K.t. Er hann þvi ts- lendingum vel kunnur frá fyrri tið. Fyrri fyrirlesturinn nefnist: Verknaðarhættir og horf sagna i islenzku. Hann verður fluttur i fyrstu kennsiustofu Háskólans þriðjudaginn 17. okt. kl. 18.15. Hinn siðari, sem dr. Kress nefnir: islenzkar og þýzkar sagnir (setn- ingafræðilegur samanburður), verður fluttur á sama stað og tima fimmtudag 19. okt. Báðir fyrirlestrarnir verða fluttir á islenzku, og er öllum heimill aðgangur. (skv. frétt frá Háskóla tslands) A sunnudaginn kemur, þann 15. október efnir Kvenfélag Bústaða- sóknar til hinnar árlegu skemmt- unar sinnar að Hótel Sögu. Síð- degis er fjölskylduskemmtun, sem undirbúin er og stjórnað af hjónunum Unni Arngrimsdóttur og Hermanni Ragnari Stefáns- syni og þar verða boðnar fram þær lystilegu kræsingar, sem kvenfélagskonurnar hafa rétti- lega aflað sér viðurkenningar fyrir. Um kvöldið er siðan efnt til mikiljar bingó-keppnþ, þar sem vinningarnir eru hver öðrum betri og margar matarkörfur eru látnar fylgja með sem hið glæsi- legast krydd á annars góðar gjaf- ir, sem ná hámarki sinu, er spilað verður um Mallorca-ferð með Sunnu. Stjórnandi bingó-spilsins er Jón Gunnlaugsson, hinn vel- þekkti skemmtikraftur. Kvöld- skemmtunin er undirbúin af frú Elinu Guðjónsdóttur með aðstoð fjölmargra félagskvenna. Agóðinn af skemmtunum þess- um rennur til Bústaðakirkju, þar sem enn eru ógreiddir reikningar frá smiði kirkjunnar og stórt átak er enn eftir til þess að safnaðar- heimilið, sem áfast er kirkjunni, geti gegnt þvi mikla hlutverki, sem fjölbreytt félagsstarf sóknarinnar útheimtir. Erekki að efa, að fjöldinn leggur leið sina á Sögtr á sunnudaginn, bæði til að njóta góðrar skemmtunar og svo til að styrkja gott málefni. Nýtur starf og árangur Bústaðasóknar viðurkenningar og stuðnings fjöl- margra um alla borgina, sem hvað bezt kom i ljós á hinum frá- bæru undirtektum þeirra, sem leitað var til i sambandi við und- irbúning þessa fjáröflunardags. Skógaskóli settur SB-Reykjavik Héraðsgagnfræðaskólinn i Skógum var formlega settur mið- vikudaginn 4. október, en tók til starfa 1. október. Nemendur verða i vetur 125 talsins i fjórum bekkjardeildum. Nýr kennari við skólann er Kristbjörg Arnadóttir frá Reykjavik, en af störfum læt- ur Sigurlaug Bjarnadóttir. Húsnæðisþrengsli há starfi skól ans nokkuð, svo að til dæmis hef- ur ekki enn verið stofnaður 5. bekkur, sem er þó aðkallandi. Nýlunda i starfi skólans er að nú hefur verið ráðinn bryti að mötu- neytinu, Jóhannes Júliusson. Auk skólastjórans, Jóns R. Hjálmarssonar, flutti formaður skólanefndar, Björn Fr. Björns- son ræðu við skólasetninguna. Nýr bandarískur sendiherra Rússneskur ballettflokkur Nýskipaður sendiherra Banda- rikjanna hr. Frederick Irving afhenti, á miðvikudaginn.forseta tslands trúnaðarbréf sitt að við- stöddum utanrikisráðherra Einari Ágústssyni. Siðdegis þá sendiherrann heimboð forsetahjónanna að Bessastöðum ásamt nokkrum fleiri gestum. Reykjavik 11. október 1972 sýnir í Þjóðleikhúsinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.