Tíminn - 15.10.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.10.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Sunnudagur 15. október 1972 G]E]E]E]B]E]G]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E]E] Draumur húsmúiurinnar i 4é%*4 H ¦ _______¦ ELDAVELIN Fímm mismunandi gerðir Hagstætt verö Góðir greiðsluskilmálar Umboðsmenn viða um land H.G.GUDJÓNSSON UMBOÐS&HEILDVERZLU^ STIGAHLÍÐ 45-47-REYKJAVIK SÍMI 376-37 BBÍÉBBlaÍálÉialalaBlalaBBBBBBB Atvinna - Húsnæði Mann eða konu vantar nú þegar til fram- reiöslustarfa á litlu gisti- og veitingahúsi, ásamt benzinafgreiöslu úti á landi. Ttlvíilií) l'yrir samvizkusöm hjón með góða framkomu. Skoli á staðnum. Upplýsingar i simum :í-4()-:i5 og 4-29-36 el'tir kl. 16 næstu daga eoa i llolel Varmahlið. ARISTO léttir námið MeS aukinni stærðfræöikennslu og vaxandi kröfum nútíma tækniþjóðfélags er sérhverjum námsmanni nauðsynlegt að vera búinn full- komnum hjálpargögnum við námið. Aristo reiknistokkurinn er gerður fyrir náms- fólk með kröfur skólanna í huga. Aristo reiknistokkur á heima í hverri skóla- tösku. PENNAVIDGERÐIN Ingólfsstræti 2. Sími 13271. Árelíus Níelsson: Samstarf í siað sundrungar Ekki eru margar aldir siðan hinar ýmsu deildir þeirrar kirkju, sem þó kennir sig víð sjálfan friðarhöíðingjann Krist bárust á banaspjótum, með ofsóknum, pyndingum og grimmd, meira að segja langvinnum styrjöldum. A þetta minna nú hin ógeðslegu og grimmdarlegu átök á Norður- Irlandi, sem talin eru milli kat- ólskra og mótmælenda, þótt vafa- iaust blandist þar inn i stjórn- máladeilur og rótgróið ranglæti um aðstöðu til lifsgæða og efna- hags, gömul forréttindi handa einum, þar sem annar er kúgaður og fótum troðinn, að ógleymdum ihlutunum þriðja aðila, forns óvinar og yfirvalds, sem yrði sjálfsagt misskilinn þótt hann kæmi i hinum bezta tilgangi. Kn jafnvel þessar blóðugu deilur hagga ekki þeirri stað- reynd, að aldrei hefur verið meiri alúð lögð við einingu og samstarf allra kirkjudeilda en einmitt á þessari 20. öld. svo segja md, að það sé eitt hið gleðilegasta tim- anna tákn. t>ar má auðvitað fyrst og fremst nefna Alkirkju- hreyfinguna sjálfa, sem kom til starfa eftir aðra heimsstyrjöld og Austin Gipsy Til siilu vel með l'arinn Aust- in (iipsy 1966. Upplýsingar i sima 14296, milíi kl. 9-6 á daginn. hefur þegar unnið stórvirki til skilningsog einingar i anda Krists, sýnt og sannað að ágreiningsefnin eru flest hégóminn einber, blásinn upp af hinu illa og gerður að fordómum og imyndaðri stærð, likt og skuggabjörg, sem skyggja á sjálfan himininn, sól hans og sljörnur. Hvergi kemur þessi sameining betur i ljós en á Bretlandi nú á dögum. Þar i næsta nágrenni við átökin á trlandi taka nú höndum saman heil og stór kirkjufélög, sem áratugum eða öldum saman hafa eldað grátt silfur sin á milli með ýmsu móti. Þau hafa nú loksins komið auga á, að öll einangrun er neikvæð, samstarf og skilningur — gagn- kvæmur skilningur og þekking á eðli og starfi hvers annars er hið eina rétta. Og þá geta þau svo sannarlega margt hvort af öðru lært til að efla krafta hans, sem þau kenna sig við. Hann er hornsteinninn, einingaraflið, sem hafði gleymzt i öllu moldviðri kenninga, játninga, skoðana og smámuna, sem allt hefur einmitt orðið til að skyggja á hann, friðarboðann og frelsishetjuna og verið svö fjarri kjarna kristins dóms, sem hugsazt getur. Hinar ýmsu deildir metódista hafa nú sameinazt i landinu og gengið opinberlega til samstarfs við sjálfa ensku kirkjuna, Church of England. Liklegt þykir, að samstaða verði meira að segja um biskup við næstu kosningu erkibiskups af Cantaraborg. Ennfremur kemur einnig i ljós sú furðulega staðreynd, að tvö stór kirkjufélög, presbyterianar og congregationistar hafa ákveðið að mynda eina stóra heild. En þessar deildir hafa hingað til haldið fast fram nauð- synlegu sjálfstæði sinu, hvor annarri óháð og fjarlæg. En einmitt i maíi vor héldu þær hvor um sig þing, þessar deildir, þar sem ákveðið var frá beggja hálfu með miklum meiri hluta atkvæða að sameinast i óllum meiri háttar málum. A fulltrúaþingi presbyteriana — öldungakirkjunnar komu 549 fulltrúar. Og hvorki meira né minna en 434 greiddu atkvæði með sameiningu við congrega- tionista. Svipað var um þá að segja. En milli þessara déildá hefur mest borið stjórnarform til sundrungar. Talið er vist, að ákvarðanir fulltrúanna fái fullan stuðning safnaðanna viðsvegar um landið, þvi að óliklegt er, að þeir fylgi ekki i spor fulltrúa sinna. Fullkomin sameining og sam- starf þessara áður sundruðu kirkjudeilda gæti þvi hafizt þegar á næsta ári. En þar með er stigið stórt spor i áttina til hins sanna kristindóms, sem auðvitað er i eðli sinu einingarafl. Vel mættum við hér úti á tslandi i fámenni og skammsýni standa betur saman og gleyma ágreiningsefnum, sem oft hafa skyggt á birtuna frá kenningu og persónu Krists, og orðið til þess að gefa steina fyrir brauð, þar sem kærleiki hans átti að ráða i stað þröngsýnna trúarskoðana og bindandi bókstafs. Areifus Níelsson Höfum flutt verzlun okkar í nýtt húsnæði -að Suðurlandsbraut 20 Kristinn Guðnason fi.f. Sími 8-66-33 SANDVIK snjónaglar SANDVÍK SNJCNAGLAR veita öryggi í snjó og hálku. Látið okkur athuga gömlu hjólbarðana yðar og negla þá upp. Skerum snjómunstur í slitna hjólbarða. Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22, GÚMMIVNNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.