Tíminn - 15.10.1972, Side 6

Tíminn - 15.10.1972, Side 6
6 TÍMINN Sunnudagur 15. október 1972 Innbrotin i sundlaugarnar um helgina, verða til þess að beina athygli fólks enn á ný að þvi þjóð- félagshöli, sem skemmdarverka- æði og eyðileggingarhneigð er orðið. Þar er siður en svo um nokkuð nýtt að ræða, skemmdar- verk á almenningscignum eru að verða daglegt brauð. Ilér er um að ræða félagslegt vandamál, sem þarf að reyna að kryfja til mergjar. I>ar cr þó við ramman rejp að draga, þvi að altæk lög- mál mannlegs atfcrlis eru ófund- in enn og skoðanir skiptar manna á meðal um slik efni. Timinn leit- aði álits nokkurra manna um or- sakir afhrota semþessara og ráð til úrhóta, og fara sviir þeirra hér á eítir. Ilinrik Hjarnason lram- kvæmdastjóri /Kskulýðsráðs. l>að er ákallega erfitt að gefa algildar lausnir við þessum spurningum og nánast ekki hægt. Til þessa liggja flóknar ástæður, og vart hægt að henda reiður á þeim öll- um. I>að er e.t.v. eðlilegt að hugsa sér, að lólk, sem hér á hlut að máli, eigi við mikil innri vand- kvæði að striða og sé sjáll'u sér ónógt á einhvern hátt og athalnir þess tilraunir til að upphefja sig i eigin augum og hópsins, sem það umgengst. Gagnvarl þessu virð- ist mér hinn almenni horgari varnarlilill og verður að þola alls konar ániðslu hótalaust. llin hliðin á þessu máli er svo aðgerðarleysi þjóðfélagsins i þá ált að hjálpa svona l'ólki að leysa sin vandamál og heina athöfnum þess inn á nytsamari hrautir. fog gadi t.d. sagt ýmislegt um skóla- kerlið, sem mér virðist ol't á tið- um beinlinis niðurlægja þá, sem minna mega sin. I>etta gerisl að minu viti einkum á erfi stigum skyldunámsins. Við gelum lika nel'nt það tvöfalda siðferði, sem rikir i þjóðl'élaginu, til da-mis gagnvari ál'engi. Við sliindum með glasið i hendinni og prédik- um bindindi. Við höfum allskvns lagasetningar. sem þverhrotnar eru daglega. án þess að nokkur kippi sér upp við það.l'ella grelur auðvitað undan virðingu fólks lyrir liigum og reglu Við hiifum da-min fyrir okkur. I.iig, sem ekki er hirt um að sé Iramfylgt, eru verri en engin liig. Itagna l’étursdóttir. f:g álit, að ekki sé hægt að tel ja eina ástæðu orsök skemmdar- verkafýsnar, heldur komi þar til ýmsir þættir, sem fléttast saman. og vil ég nefna nokkra. 1 islenzku þjóðfélagi, sem og öðrum, er svo að sjá, sem virð- ingarleysi íyrir eigin eignum og annarra sé mjög almennt. t aug- lýsingaáróðri t.d. virðist lika flest gert til að óvirða það, sem fólk þegar á, til að skapa þörf fyrir ný innkaup. Ýmis konar fjölmiðlar, kvikmyndir., og og viss tegund blaða og bóka verka oft á tiðum sem kennsla i skemmdarverkum. Fólk fremur stundum skemmdarverk vegna sjúklegs ástands, sem getur átt rætur sinar að rekja til andlegrar eða likamlegrar takmörkunar. uppeldishátta, eða andstöðu við þjóöfélagið. Hvar liggur sökin? fyrst og fremst við unglinga og börn, en við skulum hins vegar varast að skella allri skuld á þau i svona málum. Þar geta aðrir allt eins átt hlut að máli. Það er engin altæk lausn á þessum vanda, en benda má á, að þjóðfélagið mótar og rekur þá stofnun, sem mest og lengst sam- skipti hefur við börnin á mótunar- skeiði, og á ég þar við skólann. Vilji þjóðlélagið breyta sjálfu sér, er skólinn réttur vettvangur lil að hefjast handa, að ógleymdum hjálpartækjum eins og fjölmiðl- um, og við skulum hafa hugfast, og hörnin i dag eru foreldrar á morgun. Kristján Guðmtindsson kennar. Undirrótarinnar er e.t.v. að leita i eftirlöldum atriðum, en þó i misjöfnum mæli. 1. Almennt alhalnaleysi og lifs- leiði. 2. Þörf til að fá útrás og skeyta skapi sinu á einhverju. :i. Þörf lyrir, að sýnast ,,töff” i augum annarra. 4. Sjúkleiki og vanþroski. Varðandi siöari hluta spurning- arinnar, hef ég enga nærtæka lausn á reiðum höndum. Bönnin ein ná skammt. Þvi miður rikir nær takmarkalaus vanvirða fyrir almenningseign. Ilér þarf sitt- hvað að koma til, ögun einstakl- inga, almenn hugarfarsbreyting, virðing lyrir umhverfi og, ekki si/.t, virðing mannsins fyrir sjálf- um sér. Israel. Unga fólkið verður að læra að þekkja skyldur sinar gagnvart þjóðfélaginu og samborgurunum og hegða sér i samræmi við það. GiiöiTm A. Sinioiiar óperusöng- kona. Kg er nú þeirrar skoðunar, að unglingarnir hérna hai'i það allt of gott. Þeir halda, að þeir séu orðn- ir fullorðnir um leið og búið er að l'erma þá. Þeir hafa engar skyld- ur gagnvart einum eða neinum. Skemmtanir og aftur skemmtan- ir er það eina sem kemst að hjá þeim. Kf þeir komast ekki á böll þrisvar i viku, þá er allt ómögu- legt. Það er ekkert heilbrigt við þetta. Blöðin og blaðamennirnir gera nú lika sitt til bölvunar. Þau eru alltaf að blása út fréttir um allskonar fyllirissamkomur út um allt. Það er min reynsla, að foreldr- ar eru fúsir til að trúa öllu illu upp á annarra manna börn, en engu upp á sin eigin. Ef eitthvað hendir börnin þeirra, er það alltaf ein- hverjum öðrum að kenna. Svo er það þáttur þess opin- bera. Það er alltaf verið að tönnl- ast á þvi. hvað eigi nú að gera næst fyrir unglingana. Ilvað á nú að byggja næst fyrir þá o.s. frv. Enginn hugsar um gamla fólkið og vandamál þess. Ég ec þeirrar skoðunar. að bezta lausnin sé herskylda. eða þegnskylduvinna eins og er i Giiniiur G iiðm undsson skóla- stjóri. Astæður þessa eru eflaust margar og nefni ég þessar til: Litið þegnlegt uppeldi og ófull- nægjandi fræðsla um samfélags- mál, óreglu og drykkjuskap á mörgum heimilum, óheppilegan félagsskap og neikvætt skemmti- efni skort á aðstöðu til að koma til hjálpar eða taka i taumana, þar sem þörf er brýnust, litil og óheppileg viðurlög við afbrotum. Það þarf að gefa brotamönnum færi á að bæta fyrir brot sin, svo að þeir finni sig skuldlausa að lokinni afplánun. Til úrbóta gæti meðal annars orðið meiri og betri fræðsla um samfélagið, nauðsyn þess, kosti þess og galla, skyldur við það. Meiri aðstoð til handa þeim ung- mennum, sem ekki eiga heimili, sem fær eru um að annast uppeldi þeirra,meiri viðleitni til að koma i veg fyrir, að þeir, sem komnir eru á glapstigu, nái að sýkja frá sér. Við þurfum að leggja meiri rækt við hugsjónalegt uppeldi barna okkar, þannig að þau finni iifi sinu tilgang i jákvæðri þjón- ustu við samfélagið og sjálf sig. Það, sem ég hef sagt hér, miðast Sr. Sigurður llaukur Guöjónsson. Við gleymum þvi ekki i upphafi, að hamingja Islands felst meðal annars i þvi, að þjóðin á mjög efnilega æsku, og það er æði margt, sem hún gerir til að lyfta henni til þroska. Litil þjóð þarf stóra menn og verður þvi að gera meiri kröfur til þegna sinna i námi en flestar þjóðir aörar. Þetta leiðir af sér, að hluti hóps- ins, sem betur fer er ekki stór, getur ekki uppfylltkröfurer þjóðin gerir til meðalmannsins, fyllist þvi vanmáttarkennd, sem siðan elur af sér hatur til hins þrúgandi Framhald á bls. 19 Haustlskkun Nú er tækifæri til að skreppa til sólar- landa til að njóta sumarveðurs, sem margir söknuðu hér þetta árið sími 25100 beint samband við farskrár- deild LOFTLEIBIfí

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.