Tíminn - 15.10.1972, Side 8

Tíminn - 15.10.1972, Side 8
8 TÍMINN Sunnudagur 15. október 1972 Vinstri stjórn hefur náð miklum árangri Fall „viðreisnar- stjórnarinnar” t byrjun annars þingsins i valdatið núv. rikisstjórnar, er ekki úr vegi að rifja upp aðdrag- andann að myndun hennar og það starf, sem hún hefur þegar leyst af hendi. Valdaferill hennar ekki enn nema réttir 15 mánuðir, en þó einkennist hann af mörgum stór- um og merkum verkum. Hæst ber þar að sjálfsögðu útfærslu fisk- veiðilögsögunnar. Næst kemur það, að tryggður hefur verið vinnufriður og næg atvinna og að kjör láglaunafólks hafa verið stórlega bætt. l>á hefur verið haf- izt handa um eflingu atvinnulífs- ins á mörgum sviðum og drög lögð að þvi að koma á markviss- um áætlunarbúskap, en innan þess ramma fái félagsframtak og einkaframtak að njóta sin. . Sá árangur, sem hér hefur ver- ið nefndur, hefði ekki náðst, ef „viðreisnarstjórnin” hefð ékki l'allið i kosningunum 13. júni 1971. l>ær urðu að þvi leyti sögulegustu þingkosningar hérlendis siðan 1918 að þá beið rikisstjórn, sem studdist við starfhæfan þing- meirihluta, svo mikinn ósigur, að andstæðingar hennar gátu mynd- ar meirihlutastjórn. Slik hafði aldrei áður gerztá þessu timabili. Heztmá af þessu ráða, hve þreytt þjóðin var orðin á stefnu og störf- um „viðreisnarstjórnarinnar”. Forganga Fram- sóknarflokksins Á flokksþingi Framsóknar- manna, sem haldið var i april- mánuði 1971, var m.a. mörkuð sú stefna, að „Framsóknarflokkur- inn mun á komandi kjörtimabili vinna að þvi að móta sameigin- legt stjórnmálaafl allra þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jalnaðar, samvinnu og lýðræðis”. Felta þýddi, að Framsóknarflokkurinn myndi að kosningum loknum, el' mögulegt yrði, beita sér l'yrir stjórnarsamvinnu ihaldsand- stæðinga og i framhaldi af þvi traustara samstarfi þeirra. k>etta var i samra'mi við þá stefnu Framsóknarflokksins frá upp- hafi að hafa forustu um sam- starf ihaldsandstæðinga og taka þvi aöeins þátt i samstarfi við ihaldsmenn, að ósamlyndi og klofningur hindraði vinstra sam- starf, eins og var á dögum Kommúnistaflokksins. ! sam- ræmi við þessa yfirlýsingu flokksþingsins, og allt fyrra starf og stelnu Framsóknarflokksins, beitti hann sér fyrir þvi, eftir kosningarnar 13. júni 1971, að flokkarnir þrir, sem verið höfðu i stjórnarandstöðu, mynduðu nýja rikisstjórn. Hetta tókst, og er ekki á neinn hallað, þótt sagt sé, að þar hafi Framsóknarílokkurinn haft leiðsögu og milligöngu. hað greiddi tvimælalaust mikið fyrir stjórnarmynduninni, að Fram- sóknarflokkurinn hafði átt frum- kvæði að þvi, að þessir þrir flokkar gengu til kosninga með sameiginlega stefnuyfirlýsingu i landhelgismálinu. Alþýðuflokkurinn Að tillögu Samtaka frjálslyndra og vinstri manna var Alþýðu- flokknum boðin þátttaka i rikis- stjórninni, en hann hafnaði henni. Eftir stjórnarmyndunina hafði Framsóknarflokkurinn forustu um að komið yrði á viðræðum milli stjórnarflokkanna þriggja og Alþýðuflokksins um myndun sameiginlegs stjórnmálaafls, eins og segir i ályktun flokks- þingsins. Þær viðræður standa enn og hljóta að taka sinn tima. Það væri verulegur ávinningur, ef Alþýðuflokkurinn gegni tií síiks samstarfs og sliti tengslin við Sjálfstæðisflokkinn. Enn hefur forusta hans ekki viljað segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn i verki, þótt hún geri það i orði. Tólf ára samvinna Alþýðu- flokksins við Sjálfsætöisflokkinn hel'ur bersýnilega gert það að verkum, að foringjar hans eiga crfitt að slita hin sterku tengsli, sem hafa skapazt milli flokkanna á þessum langa samstarfstima. Aðalloringi flokksins virðist nú hyggja á að leika þá list, að halda álram fóstbræðralaginu við Jó- hann Hafstein en ganga jafn- framt i fóstbræðralag við Hanni- bal Valdimarsson og Björn Jóns- son! Ljóst er af þessu h’ver fyrir- ætlun hans, er, en eftir er að sjá, að honum takist hún. Ljótur viðskilnaður Það hefði mátt ætla, að ekki yrði erfitt að taka við stjórnar- taumunum, þegar vinstri stjórnin kom til valda, þar eð góðæri var i landinu. Viðskilnaður „viðreisn- arstjórnarinnar” var samt eins slæmur og hugsazt gat. Nokkur helztu einkenni hans voru þessi: Miklum verðhækkunum hafði verið frestað um stundarsakir með bráðabirgðaverðstöðvun. Nær allir kaupsamningar voru lausir. og framundan voru miklar kaupdeilur, sem hefðu leitt til stórverklalla að óbreyttri stjórn- arstefnu. eins og glöggt má ráða af reynslu áranna 1968-1970. Elli- og örorkulaun voru orðin skamm- arlega litil þvi að hin nýja forusta Alþýðuflokksins hafði misst allan áhuga á eflingu almanna- trygginga. Ein helzta at- vinnugrein landsmanna, togara- útgerðin, hafði grotnað niður og þurfti að endurnýjast að fullu. Frystihúsin. þurftu einnig stór- lelldar endurbætur, ef fram- leiðsla þeirra átti að vera söluhæf á bandariskum markaði i fram- tiðinni. Iðnaðurinn bjó við mikla rekstrarfjárkreppu. Bændur voru launalægsta stétt landsins. Framlög til framkvæmda i strjálbýlinu voru mjög takmörk- uð, enda fólksflótti til þéttbýlis- staðanna sivaxandi. Trúleysi á landið 1 tið ..viðreisnarstjórnarinnar” skorti alla stjórn á fjárfestingar- málum. sem tryggði forgangsrétt þeirra framkvæmda sem voru mest aðkallandi. Ekkert raun- hæft hafði verið aðhafzt i land- helgismálinu um 10 ára skeið sið- an nauðungarsamningarnir voru gerðir við Breta og V-Þjóðverja 1961. 1 innsta hring beggja stjórn- arflokkanna rikti trúleysi á is- lenzkt framtak og atvinnuvegi, og það helzt talið til bjargar, að út- lendingar fengju hér ódýra raf- orku til að koma upp stóriðju. Þessi áróður studdi mjög að trú- leysi á landið, sem sést á þvi, að fleiri lslendingar fluttust héðan búferlum á árunum 1968-1970 en nokkru sinni áður á þessari öld. Kjörtimabilið 1967-1971 einkennd- ist af meiri dýrtiðarvexti, stærri verkföllum og stórfelldara at- vinnuleysi en dæmi eru um hér- lendis eða i nálægum löndum eftir siðari heimsstyrjöldina. Omurlegri vitnisburð var ekki hægt að fá um það, að bandalag Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins var orðið gjörsamlega ófært um að stjórna landinu. Útfærslan Það verður ekki annað sagt en að storfelld stefnubreyting hafi orðið á þeim fimmtán mánuðum, sem eru liðnir siðan núv. rikis- stjórn kom til valda. Mest hefur stefnubreytingin þó orðið i land- helgismálinu. Fyrir kosningarnar vildi ..viðreisnarstjórnin” enga ákvörðun taka um, hvenær skyldi ráðizt i útfærslu á fiskveiðilög- sögunni. eða hversu mikil hún skyldi vera. Hún vildi heldur ekki segja upp landhelgissamningun- um frá 1961. Núverandi rikis- stjórn gerði það að aðalmáli sinu, að framkvæma þá stefnu i land- helgismálinu. sem flokkar hennar höfðu boðað sameiginlega fyrir þingkosningarnar. Samkvæmt þvi hefur fiskveiðilögsagan nú verið færð út i 50 milur og lýst yfir þvi, að samningarnir frá 1961 séu ekki bindandi fyrir Island lengur. Kappkostað hefur verið undir for- ustu Einars Ágústssonar utan- rikisráðherra að kynna málstað Islendinga sem bezt út á við og það borið mikinn árangur. Undir forustu hans hafa einnig verið gerðir samningar við Belgiumenn og Færeyinga. sem munu styrkja verulega aðstöðu okkar i málinu. Bétt er að taka það fram. að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn hafa átt þátt i þvi að þjóðareining náðist um útfærsl- una og verður að kappkosta, að sú samstaða haldist. Vinnufriður 1 tið núv. rikisstjórnar hefur það tekizt i fyrsta sinn um langt skeið að gera viðtæka kjara- samninga án stórfelldra verk- falla, og það til lengri tima en áður. en vinnufriður er frumskil- yrði þess, að hægt sé að takast á við verðbólguna. Samkvæmt þessum samningum hefur kaup hinna lægst launuðu hækkað mest, og er það verulegt spor i þá átt að gera lifskjörin jafnari og réttlátari. Laun bænda i verð- lagsgrundvelli búvara hafa hækkaði samræmi við hina nýju kjarasamninga. Ellilaun og ör- orkulaun hafa verið stórhækkuð, einkum þó þeirra, sem ekki hafa aðrar tekjur. Sett hafa verið lög um aukið orlof og styttan vinnu- tima. Þá hefur Alþingi sett lög um stórbætta aðstöðu þess náms- fólks, sem hefur erfiða aðstöðu sökum búsetu. Alveg sérstaklega ber að geta þess, að kjör sjómanna hafa aldrei verið bætt meira á skömm- um tima, en siðan núv. rikisstjórn kom til valda. Efling atvinnulffs Af hálfu núv. rikisstjórnar hefur verið gert stórfellt átak til að endurnýja togaraflotann og dreifa hinum nýju togurum þannig milli útgerðarstaða, að til- koma þeirra mun stórefla jafn- vægi i byggð landsins. Lán til landbúnaðar og sjávarútvegs hafa verið stóraukin og samþykkt lög. sem munu tryggja iðnaðinum stóraukin rekstrarlán. Framlög rikisins til verklegra fram- kvæmda hafa verið stórlega auk- in, einkum þó til framkvæmda i stjálbýlinu. Stefnt er að þvi að ljúka hringvegi um landið fyrir 1974 og að rafvæða öll sveitabýli fyrir þann tima. Hafizt hefur ver- ið handa um að gera skipulega áætlun um gróðurvernd landsins og i nýjum jarðræktarlögum er i fyrsta sinn tekinn upp styrkur til hagaræktunar. Unnið er að þvi, að gerbreyta skattakerfinu. og hafa allir helztu nefskattar verið afnumdir. en þessu starfi er ekki lokið enn og verður hið nýja skattakerfi þvi ekki dæmt ai' skattlagningunni i ár. Siðast, en ekki sizt. skal svo nefna lögin um framkvæmdastofnun rikisins. en henni er ætlað að tryggja for- gangsrétt þeirra framkvæmda, sem eru mest aðkallandi, og að tryggja skipulega og markvissa hagnýtingu fjármagns og vinnu- afls, án þess að gripa til hafta, eins og gert var af fjárhagsráði Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins á árunum 1947 til ’49. Glíman við verðbólguna Hér hefur hvergi nærri verið talið allt það sem núv. ríkisstjórn hefur gert. En vissulega ber það, sem nefnt hefur verið merki um stórhuga stefnu og mikla at- hafnasemi. Hitt skal svo játað, að stjórninni hefur enn ekki tekizt að ná þeim tökum á verðbólgunni, sem stefnt er að, þ.e. að draga úr vexti hennar svo að hún vaxi ekki hraðar hér en i nágrannalöndun- um. Þvi var ekki heldur lofað af núverandi stjórnarflokkum, að þetta myndi takast á fyrsta ári eftir kosningar, heldur var þvert á móti þráhamrað á þvi fyrir kosningarnar af öllum núverandi stjórnarflokkum, að hér hlytu að verða miklar verðhækkanir, þegar verðstöðvuninni lyki. Þetta stafaði einfaldlega af þvi að haust ið '70 var það ljóst að þá þegar þyrfti að- gera erfiðar efnahags- ráðstafanir, og þvi vildu margir leiðtogar Sjálfstæðisflokksins efna til þingkosninga strax, þvi að óvinsælar ráðstafanir yrðu ekki gerðar fyrir kosningar. Þessu hafnaði Alþýðuflokkurinn, og að ráði hans var gripið til hinnar svonefndu verðstöðvunar, þ.e. að fresta þvi að fást við vandann fram yfir kosningarnar og láta eins og allt væri i bezta lagi. Það var þó ljóst að þetta myndi frekar auka vandann en leysa hann, enda likti færasti hagfræðingur þáverandi stjórnarflokka þvi ástandi, sem tæki við eftir verð- stöðvunina, sem hreinni hroll- vekju. Helmingi minni dýrtíðarvöxtur Þótt það sé viðurkennt, að nú- verandi rikisstjórn hafi enn ekki náð þeim tökum á efnahags- málunum, sem stefnt er að, hefur henni tekizt að draga stórlega úr dýrtiðarvextinum frá þvi, sem var. Það sézt bezt á eftirfarandi samanburði: Þrjú siðustu valdaár fyrrver- andi rikisstjórnar hækkaði fram- leiðslukostnaðurinn samkvæmt framfærsluvisitölunni um 18,6% til jafnaðar á ári. Hinn 1. janúar 1968 kom til framkvæmda nýr visi tölugrundvöllur og samkvæmt honum var framfærsluvisitalan þá merkt með tölunni 100. Hinn 1. nóv. 1970 var visitalan komin upp i 155 stig. Framfærslukostnaður hafði m .ö.o aukizt um 55% á þess- um 34 mánuðum, en það svarar til 18,6% aukningar á ári. I nóvem- ber 1970 kom verðstöðvunin til sögunnar. Þá var öllum verð- stöðvunum frestað, og er þvi ekki hægt að taka það timabil inn i samanburðinn. Þegar núverandi rikisstjórn kom til valda á siðastl. sumri var framfærsluvisitalan 155 stig, en var komin upp i 170 stig i júli siðastl., þegar rikisstjórnin ákvað bráðabirgða-verðstöðvun til ára- móta. Visitalan hafði m.ö.ohækk- að um 15 stig, en það svarar til þess, að framfærslukostnaðurinn hefur hækkað um 9,7%, Á fyrsta valdaári vinstri-stjórnarinnar hefur hækkun framfærslu- kostnaðarins þvi orðið nær helmingi minni en hún varð til jafnaðar á ári siðustu þrjú valdaár fyrrverandi rikisstjórn- ar. Kaupmátturinn 1 júli siðastl. birti Björn Jónsson. forseti Alþýðusambands íslands, eftirtektarverðar upp- lýsingar um kaupmátt timakaups verkafólks á undanförnum Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.