Tíminn - 15.10.1972, Side 9

Tíminn - 15.10.1972, Side 9
Sunnudagur 15. október 1972 TÍMINN 9 tJtgefandi: Fra'msóknarflokkurínn Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórs arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlssonj Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaös TImáns)j Auglýsingastjóri: Steingrimur. Gislasonu Ritstjórnarskrif-j stofur í Edduhúsinu viö Lindargötu, símar 18300-18306.Í Skrifstofur i Bankastræti 7 —afgreiöslusfmi 12323 — auglýs-: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsími 18300. Askriftargjald: .225 krónur á mánuði innan iands, i lausasölu 15 krónur ein-; takið. Blaðaprent h.f Skorizt úr leik Framlög streyma nú stöðugt til söfnunar- nefndar „Landssöfnunar til Landhelgissjóðs”. Bæjarfélög, félagasamtök, fyrirtæki og einstak- lingar leggja af mörkum, hver eftir sinni getu og margir af mikilli rausn. Eins og kunnugt er hefur Mbl. skrifað mjög óvirðuglega um þessa landssöfnun, svo ekki sé meira sagt. Hefur blaðið þó ekki beinlinis ráðlagt mönnum að neita þátttöku i söfnuninni og yfir- leitt birt fréttir af stærstu f járframlögum, en hins vegar farið hinum háðulegustu orðum um söfn- unina og þar með með óbeinum hætti gert þeim, sem taka þátt i söfnuninni óvirðingu. Þessi söfn- un á að sýna umheiminum hina miklu þjóðarein- ingu á íslandi i landhelgismálinu og vilja hins al- menna borgara á íslandi til þess að fiskveiðiland- helgi íslands verði varin gegn yfirtroðslu. Að áskorun til þjóðarinnar að taka þátt i þess- ari söfnun stóðu ýmsir merkir Sjálfstæðismenn og mjög margir Sjálfstæðismenn hafa lagt mjög myndarlega til söfnunarinnar og veitt henni lið á ýmsan annan hátt. Afstaða Mbl. er þvi hrein móðgun við þá. En biblia ýmissa Sjálfstæðismanna eru leiðarar Mbl. Þeir, sem eru móttækilegastir fyrir hvers konar boðskap, sem þar birtist, hversu fáránlegur sem hann er, leyna sjaldan eyrna- marki þegar á hólminn kemur. Þeir hafa nú þegar allmargir sýnt á sér auðkennin. í sveitarstjórn Seltjarnarnesshrepps báru full- trúar minnihlutaflokkanna upp tillögu um stuð- ning við Landssöfnun til Landhelgissjóðs. í Seltjarnarnesshreppi hafa Sjálfstæðismenn meirihluta i hreppsnefnd. Þeir beittu meirihlut- anum og felldu tillöguna um að sveitarsjóður Seltjarnarnesshrepps leggði nokkuð af mörkum. Vestmannaeyjar eru stærsta verstöð landsins. Þareigaallir ibúar afkomu sina undir aflagengd á fiskimiðin. Hvergi er meira i húfi en þar, að takast megi að koma i veg fyrir tortimingu fiski- stofnanna með öflugri vernd og vörzlu hinnar nýju fiskveiðilögsögu. Sl. miðvikudag var borin upp tillaga i bæjarstjórn Vestmannaeyja um að Vestmannaeyjabær gæfi 200 þúsund til land- helgissöfnunarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisfl. i bæjarstjórn virðast hins vegar vera i hópi þeirra Sjálfstæðismanna, sem hafa asklok Mbl.-leiðar- anna fyrir himin. Þeir báru fram frávisunartil- lögu. Sú tillaga var felld, þvi vinstri menn hafa meirihluta i bæjarstjórn Vestmannaeyja. Við atkvæðagreiðsluna um aðaltillöguna sátu þeir svo hjá en tillagan var samþykkt af öllum öðrum bæjarfulltrúum. Þessi afstaða umræddra forystumanna Sjálf- stæðisflokksins segir þó stærri og verri sögu, en við fyrstu sýn virðist. Hugarfarið, sem að baki liggur, þarfnast sérstakra skýringa. Þær skýr- ingar skulu ekki ræddar nánar hér, þvi nóg er hneisa þeirra samt og vonandi verður hún þjóð- hollum Sjálfstæðismönnum hvatning til að standa sem öflugast að tryggingu þjóðareiningar i land- helgismálinu. —TK Adlai E. Stevenson, öldungardeildarþingmaður: Ríkisstjórn Nixons hefur margt og mikið að fela Engin stjórn hefur verið meira ásökuð um spillingu Acllai E.Sleveiison Adlai E. Stevenson, öldungacleildarþingmaður frá Illinois. er sonur Adlai Stevensons, sem var for- setaefni demókrata 1952 og 1956. Ilann þykir nú eitt mesta foringjaefni i flokki demókrata. Eftirfarandi grein liefur nýlega birzt i llestnin hel/.tu blöðum Bandarikjanna. ENGINN stjórnmálamaður, úr hvaða flokki sem er, getur verið i essinu sinu þegar ásak- anir um óheiðarleika i stjórn- málum eru hvarvetna uppi og bent er á margt, sem styrkir þær ásakanir. Þegar klakkar grunsemda og tortryggni hrannast yfir Washington ber ekki aðeins skugga á einn mann, einn flokk eða eina stofnun, heldur dimmir yfir öllu stjórnmálá- lifinu. Slikur myrkvi grúfir nú yfir Washington, Hvita húsinu og allri opinberri framkomu og stjórnmálaathöfnum Nixons forseta og helztu sam- herja hans. 1 fyrstu voru þetta naumast nema lófastórir hnoðrar: Orð- rómur um rifleg, óskráð fram- lög i kosningasjóð, kjassbréf frá starfsmanni i Hvita húsinu — ritað á bréfsefni embættis- ins — til viðskiptavina bróður hans. EN hnoðrunum hefir fjölg- að, þeir hafa hrannazt upp á fjórum árum og eru orðnir að óveðursklökkum. Nú valda þeir orðið miklum myrkva i lofti, sem öllum er augljós. Regndans litt sannfærandi af- neitana dreifir honum ekki og humm og fuss i höfuðstöðvum kosningabaráttunnar blæs honum ekki burtu. Grun verður ekki eytt með innantómum neitunum, held- ur sannleikanum einum. Hreinskilnin ein getur eytt ef- anum, orðagjálfur fær engu um þokað. Hvað á almenningur að halda um athafnir Nixons og flokks hans, þegar enginn kostur er gefinn á einlægum, opinskáum skýringum? ÞEGAR ásakanir um spill- ingu eru fram bornar, er fleira i húfi en framtið flokks okkar eða ákveðins hóps stjórnmála- manna. Tiltrú þegnanna, trúnaður þeirra og traust er i voða. Engin rikisstjórn i manna minnum hefir orðið fyrir jafn miklum áburði og sú, sem nú situr að völdum. Þar ægir saman ásökunum um mis- gerðir, vanrækslu og undanlát við ákveðna hagsmuni. Þess eru heldur ekki dæmi i náinni fortið, að skýringar hafi verið jafn óburðugar eða viðleitnin til að rugla og draga fjöður yfir jafn áköf og nú. ALMENNINGUR er látinn um að draga þær ályktanir, sem honum sýnist. Og hann hlýtur að komast að þeirri niðurstöðu, að rikisstjórn Nixons hljóti að hafa margt og mikið að fela úr þvi að hún leyfir ekki hlutlausa rannsókn á þeim ásökunum, sem á hana eru bornar. Almenningur hlýtur að álykta, að „stjórn þjóðarinnar á þjóðinni þjóðarinnar vegna” hafi nú — i Washington Nixons forseta — orðið leiksoppur auðhyggju og launungar. Hann hlýtur að komast að þeirri niðurstöðu, að timabil hinna ,,nýju skipta” og tima- bil hinna „réttlátu skipta” hafi endanlega orðið að þoka fyrir timabili Nixons, — tima- bili „skiptanna”. TIL er annað orð um þetta allt, eða orðið spilling. Ég á ekki aðeins við þá spillingu, sem óhjákvæmilega hlýtur að leiða af innrás mangaranna i musteri rikisstjórnar lands- ins. Sú spilling er öllum kunn. Hún hlýtur að koma til kasta dómstólanna fyrr eða siðar. En til eru önnur tilvik stjórnmálaspillingar, sem lýsa meiri kænsku, en eru engu betri fyrir það. Þarna má nefna innrás flokkspólitik- ur á öllum sviðum opinberrar framkomu. Undangengin fjögur ár höfum við horft á dómsmálaráðuneytið breytast i útibú aðalstöðva kosninga- baráttu forsetans. Utanrikis- ráðherra og varnamálaráð- herra hafa einnig tekið þátt i þeirri baráttu. Þeir birta flokkspólitiskar yfirlýsingar við og við, en það er nýr siður og skuggalegur. Tölum hins opinbera um laus störf og glæpi er hagrætt kinnroðalaust eins og hentar bezt i stjórnmálabaráttunni. Leigupennar og trúðar stjórn- arflokksins hafa meira að segja lagt undir sig hátiða- höldin i tilefni af tveggja alda afmæli rikisins. Slik af- skræming — slik spilling — kann að hóa saman meirihluta um sinn, en hlýtur eigi að sið- ur að grafa undan trú þjóðar- innár á stofnanir sinar. ONNUR tegund spillingar er að verki i stjórnmálunum þegar hátt settir embættis- menn hafna hagsmunum alþjóðar i nafni eiginhags- muna. Þeir, sem bregðast trausti almennings, þurfa ekki endi- lega að vera vondir menn. Þeir bregðast þvi af þvi að þeir eru blindir orðnir af margra ára setu i rökkvuðum stjórnarherbergjum hluta- félaga og geta ekki framar greint milli þess, sem er þjóð- inni til heilla og hins, sem er þeim i hag. Þriðja mynd spillingarinnar er spilling hrokans. Sú spilling er að verki i stjórnmálalifi okkar þegar hinir æðstu leið- togar vilja blátt áfram ekki tala i einlægni til fólksins. Nixon hefir hvað eftir annað notfært sér aðstöðu sina til þess að hindra rannsóknir, sem þingið hefir efnt til. Hann hefir neitað að ganga á fund blaðamanna og svara spurningum þeirra af rikilát- ari fyrirlitningu en dæmi eru um áður i Hvita húsinu. ÞEGAR forsetanum þókn- ast á annað borð að tala til þjóðarinnar gerir hannn það úr vörðum upptökusölum sjónvarpsstöða i öruggu skjóli ræðuritara, sviðsetningar- manna og farðara. Við erum ósjálfrátt farnir að gera ráð fyrir verulegri svið- setningu i stjórnmálunum yfirleitt. En þegar sviðstæknin er orðin alls ráðandi i sam- skiptum forsetans og þjóðar- innar getur það ekki leitt til fjörugrar, opinberrar um- ræðu, heldur endurtekinna eintala forsetans. Stjórnunin er þá ekki lengur samskipti leiðtoga og þjóðar hans, heldur framkoma leik- ara frammi fyrir áhorfendum. Forustan er ekki framar sönn, heldur gerviframkoma ein. Framkoma forsetans er þá miklu likari afstöðu konung- legrar tignar en viðleitni opin- bers embættismanns, sem er ábyrgur gagnvart þjóðinni. Og þetta er siðasta og versta tegund spillingar — hirðu- leysið gagnvart þjóðinni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.