Tíminn - 15.10.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 15.10.1972, Blaðsíða 11
Sunnudagur 15. október 1972 TÍMINN n æðing hvað kæmi út úr slikri athugun. ----Vissulega. Einn samstarfs- maður okkar, Ævar Jóhannesson, hefur lika byggt tæki, sem Rússar hafa fundið upp. betta tæki tekur ljósmyndir af útgeisl- an i kringum lifandi verur..Þetta tæki er nú nýlega komið i gang og við erum að byrja að kanna möguleika þess. En samkvæmt rússneskum og bandariskum til- raunum með þessa Kirlian-ljós- myndun, eins og hún er nefnd eft- irhöfundum sinum, þa er hægt að mæla með þvi mismunandi liti, eftir þvi, hvernig sálarástandi fólk er i. — I hverju er sá breytileiki fólginn? — Ef menn eru æstir, til dæmis reiðir, þá ber meira á rauðum lit. Aftur á móti er blái liturinn áber- andi, þegar menn eru rólegir og i jafnvægi. Enn fremur télja Rússar, að hægt sé að greina sjúkdóma, áður en þeir koma i ljós i likama manna. Þeir segja, að hægt sé að sjá sjúkdóminn i þessari lifgeislan, áður en hann er farinn að segja til sin sem líkam- legur sjúkleiki. — Er hægt að lýsa þvi fyrir leikmönnum, á hverju þessi tækni byggist? — Það er þarna um að ræða hátiðni og háspennu rafsvið, sem vixlverkar við lifræn fyrirbæri, til dæmis mannshönd, laufblað annars vegar, en við ljósmynda- filmu hins vegar. — Hvað um önnur verkefni, sem þið vinnið að? — Eitt eru menntamálin. Við vinnum að þvi að safna upplýs- ingum um niðurstöður i sálar- fræði, sem þýðingu hafa fyrir menn og kennslu, Liklega er ekkert svið þjóðfélagsins eins mikilvægt, né hefur jafn mótandi áhrif á framtiðina eins og menntamálin. Menn eru fjölda ára i skóla og skólinn hefur mjög gagnger áhrif á persónumótun, bæði skapgerðarleg og þekkingarlega. Fimmta verkefni okkar er svo að safna upplýsingum um lyf, sem hafa sálræna verkan. Sérstaklega erum við að leita og kynna ýrhsa valkosti i staðinn fyrirlyf. Leiðir, eins og þær, sem við nefndum i upphafi, stjórn vitundarinnar með viljanum, geta til dæmis oft komið i staöinn fyrir lyf. Við getum tekið það sem dæmi, að nú á dögum ar það al- gengt, að fólk taki inn alls konar róandi lyf til þess að slaka á. En það er hægt að slaka á án lyf ja, til dæmis með sjálfssefjun, slökunaræfingum eða með hjálp lifeðlislegra mælitækja. — Þarna er sem sagt einn af þeim hagnýtu möguleikum, sem felast i rannsóknum ykkar? — Já, einmitt. En svo ég haldi nú áfram, þá er sjötta rannsóknarverkefni okkar i sam- bandi við langtima skipu- lagningu. Með öðrum orðum, hvernig sálfræðileg þekking og niðurstöður gripa inn í skipulags- mál. Þegar verið er að gera aðal- skipulag fyrir bæi og borgir, er nauðsynlegt að velta fyrir sér um leið sálrænum þáttum. Ahugamál fólks, lifnaðarhættir og lifsgildi kann að breytast — og breytist, það vitum við öll. Við verðum að gá að þvi, að skipulag, sem gert er hér og nú mun hafa áhrif á það fólk, sem hér gengur um stéttir eftir tiu, tuttugu, þrjátíu ár, eða enn lengri tima. Við höfum skrifað skýrslu fyrir Fram- kvæmdastofnun rikisins. Heitir Rússar eru komnir langlengst í þessum rannsóknum á lifsorkunni, enda höfðu Kirlian hjónin stundað kannanir sinar i nærri :10 ár áður en þessi tækni barst til Vesturlanda. Þessi merkilega mynd sýnir lil's- orkukerfi laufblaðs og sézt til hægri á myndinni, hvernig lifsorkusviðið er óskert jafnvel þar sem klippt hefur verið af rönd laufblaðsins. Myndin er tekin i Rússlandi. hún Skipulagsmöguleikar Islands árið 2000. En þar lýsum við meðal annars bandariskri skipulagsað- ferð, sem er alveg ný af nálinni, þar sem sálrænir, menningar- legir og félagslegir þættir eru teknirmeð i reikninginn. En það, sem er eitt athyglisverðasta ein- kenni þessarar áætlunar, er, að þar er ekki gert ráð fyrir ein- hverjum einum möguleika, heldur eru reiknaðir út hinir ýmsu framtiðarmöguleikar, gert einskonar landakort af framtíð- inni, sem siðan er hagnýtt sem viðmiðun við skipulagningu og stjórnsýslu. — Ég heyrði ekki betur en þú nefndir hugleiðslunámskeið við gesti hérna frammi á ganginum áðan. — Þú hefur vafalaust heyrt rétt. Það komu tveir ungir piltar til þess að láta innrita sig á hug- leiðslunámskeið, sem við erum með aðra hvora helgi. En ýmsar hugleiðsluaðferðir eru einmitt ákaflega árangursrikar til þess að læra að stjórna sinni vitund og efla sjálfsþekking sina. Ég býst við, að við verðum með slik nám- skeið einu sinni til tvisvar i mánuði i vetur. — Það er eitt, sem mig langar að spyrja um i sambandi við rússneska tækið: Veiztu til þess, að mönnum hafi tekizt að ,ljós- mynda með þvi framliðinn mann, annað hvort einan sér eða hjá öðrum lifandi manni? — Ég get imyndaö mér að það yrði erfitt, ef ekki ógerningur. Ég held, að það sem þarna er myndað, sé lifsorkan, sem felst bak við likamsstarfsemina, og mun hún þá vera nátengd likam- anum. En ef svo er, að við lifum, þótt likaminn deyi, þá eru mestar likur til þess, að við séum þar með komin yfir hreina sálræna vidd, sem ljósmyndatæki af þeirri gerð, sem hér um ræðir myndi ekki ná. Svo við vikjum nú aftur að skólamálunum: Hafið þið ekki reynt að koma ykkar fræðum á framfæri við hið almenna viður- kennda fræðslukerfi i landinu? — Jú, jú, það höfum við gert. Við sendum t.d. núna i ágúst bréf til grunnskólanefndar, sem vinnur að endurskoðun grunnskólafrumvarpsins. Þar lögðum við til, að fyrsta grein þess frumvarps yrði aukin, þannig: „Grunnskólinn skal i samvinnu við heimilin veita nem- endum siðgæðislegt og félagslegt uppeldi, sem miði að þvi að efla sjálfsþekkingu þeirraog að þvi aö gera þá að nýtum og viðsýnum samfélagsþegnum i þjóðfélagi sem er i sifelldri þróun! Við bætum sem sagt þarna inn ákvæði um eflingu sjálfs- þekkingar. Við teljum þetta tnjög aðkallandi. Eins og er miðar nær allt starf skólanna að meðhöndlun ytri þekkingar, hin innri þekking þ.e. þekking nemendans á sjálfum sér, er ekkert tekin með i reikninginn. Já, eins og skólar haga yfirleitt starfssemi sinni, hindra þeir frekar sjálfsþekkingu heldur en hitt. Nemendur eru skikkaðir i það mót að taka viðþekkingu, en melting þekkingarinnar og tjáning eru að mestu vanrækt. Kennslufyrirkomulagið hindrar eðlileg félagsleg samskipti og samvinnu meöal nemenda, þannig að mikið skortir á að islenzkt námsfólk fái þa þjálfun, sem það þyrfti i félagslegri tján- ingu og samstarfi. Svo finnst okk- ur að það ætti að vera öllu hugs- andi fólki augljóst, að það að læra um sitt eigið sálarlif, læra að þekkja skapgerð sína, viðbrögð sin og möguleika, ætti að vera eins nauðsynlegt og hagnýtt eins og þekking á hinu ytra umhverfi og lögmálum þess. öll ytri þekking, nýtist marg- falt betur, ef nemandinn þekkir sjálfan sig og þá hæfileika, sem með honum btia. Menn þurfa lfka að þekkja eitt eigið tilfinningalif, og þá fyrst geta menn haft stjórn á tilfinningum sinum, þegar þeir þekkja þær og geta tjáð þær á heilbrigðan hátt. — En ef við vikjum nú aftur. að Rannsóknarstofnun vitundar- innar: Hyerjir eru I stjórn stofnunarinnar? — Stjórnina skipa þessir þrir einstaklingar: Geir Viðar Vilhjálmsson sálfræðingur, Ingi- björg Eyfells og Orn Guðmunds- son, tannlæknir. Auk þess eru svo ráðgjafar. . Það eru átta bandariskir visinda- og fræði- menn. — Það kom fram i upphafi að skattyfirvöld þjóðarinnar vita að þið eruð til.Eru þeir strax farnir að plokka ykkur? — Starfsemi okkar er núna aðeins á öðru ári. Hún hófst árið 1971, en hefur ekki komizt i fast form fyrr en nú á þessu ári. En þessi viðurkenning frá rikisskatt- stjóra, sem við fengum i april siðast liðnum, hún var gefin sam- kvæmteigin umsókn okkar. Þessi viðurkenning hefur það I för með sér. að þeir einstaklingar, sem kynnu að vilja styrkja starfsemi stofnunarinnar með fjárframlög- um, geta fengið þau dregin frá til tekjuskatts. Þetta voru sem sagt gleðitiðindi fyrir okkur. — Þú nefndir þarna áðan, að þið hefðuð túlkað mál ykkar fyrir stjórnendum fræðslumála. En hyggið þið ekki á einhverja frekari kynningarstarfsemi? — Núna 17. október verður sjónvarpsþáttur, sem ég sé um. — Hvað verður þar á dagskrá? —Þessi þáttur fjallar um hug- lækningar, en á eftir verða um- ræður. Ef til vill eiga fleiri þættir eftir að koma i sjónvarpinu,, þar sem greint verður frá öðrum þáttum rannsókna okkar. Hér fellum við Geir Viðar Vilhjálmsson taliö. Þegar hug- lækningar berast i tal, er óhjákvæmilegt , að hugurinn hvarfli til Ólafs Tryggvasonar á Akureyri, Ragnhiidar Gottskálksdóttur i Reykjavik, og að Einarsstöðum i Reykjadal. En hverjar, sem skoðanir okkar eru, hvers og eins, þá hljótum við þó að viðurkenna, að jafnvel okkar eigin likama þekkjum við ekki nema að mjög takmörkuðu leyti — hvað þá annað, sem f jær virðist ¦'ggja- —VS. Þegar við erum æst, til dæmis reið eða glöð, sést rauður litur í kringum okkur. Aftur á móti ber meira á bláum lit, þegar hugurinn er i jafnvægí. illplHfsl

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.