Tíminn - 15.10.1972, Qupperneq 11

Tíminn - 15.10.1972, Qupperneq 11
10 Sunnudagur 15. október 1972 Sunnudagur 15. október 1972 TÍMINN 11 leikmönnum, á hverju þessi tækni byggist? — Það er þarna um að ræða hátiðni og háspennu rafsvið, sem vixlverkar við lifræn fyrirbæri, til dæmis mánnshönd, laufblað annars vegar, en við ljósmynda- filmu hins vegar. — Hvað um önnur verkefni, sem þið vinnið að? — Eitt eru menntamálin. Við vinnum að þvi að safna upplýs- ingum um niðurstöður i sálar- fræði, sem þýðingu hafa fyrir menn og kennslu, Liklega er ekkert svið þjóðfélagsins eins mikilvægt, né hefur jafn mótandi áhrif á framtiðina eins og menntamálin. Menn eru fjölda ára i skóla og skólinn hefur mjög gagnger áhrif á persónumótun, bæði skapgerðarleg og þekkingarlega. Fimmta verkefni okkar er svo að safna upplýsingum um lyf, sem hafa sálræna verkan. Sérstaklega erum við aö leita og kynna ýmsa valkosti i staðinn fyrir lyf. Leiðir, eins og þær, sem við nefndum i upphafi, stjórn vitundarinnar með viljanum, geta til dæmis oft komið i staðinn fyrir lyf. Við getum tekið það sem dæmi, að nú á dögum er það al- gengt, að fólk taki inn alls konar róandi lyf til þess að slaka á. En það er hægt að slaka á án lyf ja, til dæmis með sjálfssefjun, slökunaræfingum eða með hjálp lifeðlislegra mælitækja. — Þarna er sem sagt einn af þeim hagnýtu möguleikum, sem felast i rannsóknum ykkar? — Já, einmitt. En svo ég haldi nú áfram, þá er sjötta rannsóknarverkefni okkar i sam- bandi við langtima skipu- lagningu. Með öðrum orðum, hvernig sálfræðileg þekking og niðurstöður gripa inn i skipulags- mál. Þegar verið er að gera aðal- skipulag fyrir bæi og borgir, er nauðsynlegt að velta fyrir sér um leið sálrænum þáttum. Áhugamál fólks, lifnaðarhættir og lifsgildi kann að breytast — og breytist, það vitum við öll. Við verðum að gá að þvi, að skipulag, sem gert er hér og nú mun hafa áhrif á það fólk, sem hér gengur um stéttir eftir tiu, tuttugu, þrjátiu ár, eða enn lengri tima. Við höfum skrifað skýrslu fyrir Fram- kvæmdastofnun rikisins. Heitir STAÐREYND EDA ÓSKHYGGJA ? — Rætt við Geir Viðar Vilhjálmsson, sálfræðing ,\ þessari iuynd, som tokin var af visindaniönnum við lláskólann i Los Angelcs. kcinur orkusviðið aðeins fram þar sem laulblaðið cr fyrir hendi og ekkert sést þar seni klippt liefur verið af laufblaðinu. Mis- niunandi gerðir lilbiinaðar virðist þannig ná til niisniunandi sviða iifs- orkiinnar og eru Itússar grcinilcga koinnir töluvert langt á undan i þróun la-kja af þossu tagi. Þeir liafa einnig vl'ir að ráða niyndskermum, seni horfa má beint i gegniiin á lirevfingar og litbrigði lifsorkunnar. Kannsóknars tof niin er eitt þeirra orða, sem oft heyrist nú á dögum. og liefur notkun þess si- íollt farið vaxandi . Við þurfuni ekki annað en að opna sima- skrána til þess að sjá þar nefndar rannsóknarstofnanir af svo að segja öllu tagi. í landbúnaöi, sjávariitvegi, fiskiðnaði, iðnaði — og liver veit livað niargar þær eru, þessar hlessaðar rannsóknarstofnanir, allar. En cin er sú rannsóknarstofnun á lantli hér scm enn liefur ekki lilotið sess i hinni virðulcgu ii p p s 1 á 11 a r b ó k o k k a r . Simaskránni. — Það er rétt svo að hun er koniin á blað hjá rikis- skattstjóra. Þetta er rannsóknarstofnun Vitundarinnar. En livað er Kaiinsóknarstofnun vitundar- innar? Við skulum biðja Geir Vilhjálmsson sálfræðing að Laufásvegi (i i Keykjavik að svara þessari spurningu. — Geir! Hvaðer Iiannsóknarstofnun vitundar- innar? — Rannsóknarstofnun vitundarinnar er sálfræðileg rannsóknarstofnun. En hvað hún er, sést bezt á þeim markmiðum, sem lög stofnunarinnar gera grein fyrir. — Hver eru þau? — t fyrsta lagi, að vinna að visindarannsóknum á vitundinni. Kannsókn á aðferöum til breyt- inga á vitundinni og á vitundar- möguleikum mannsins. 1 öðru lagi, aðstuðla að fræðslu- og útgáfustarfsemi, sem tengd er markmiði stofnunarinnar. t þriðja lagi. að standa að ráð- stefnum, lundum og námskeið- um. 1 fjórða lagi. að efla samskipti l'ólks úr öllum fræðigreinum með það fyrir augum aö efla skilning á vitundinni og stuðla að heildarsýn og vexti allra heilbrigðra eigin- leika mannsins. — En hver eru þau verkefni, sem þið vinnið að frá degi til dags? — Ef við tökum rannsóknirnar fyrst, þá eru núna i gangi sex verkefni. Það verkefni. sem við höfum unnið einna lengst að. er könnun á ýmsum leiðum til þess að breyta vitundarástandi mannsins, til þess að stjórna vitundinni. Þetta hefur verið nefnt viljastjórn vitundar. Þar er um ýmsar leiðir að ræða svo sem eins og slökun, sjálfsefjun, hugleiðsluaðferðir, notkun lifeðlislegra mælitækja til þess að stjórna vitundinni og margt fleira, sem yrði of langt að telja her. Annað verkefni okkar eru rannsóknir á huglækningum. — Hvernig farið þið að þvi? Það felst i þvi, að kanna bæöi islenzka og erlenda huglækna. Við höl'um búið út spurningalista, þar sem við spyrjum huglækninn um hans eigin reynslu i sambandi við kckningarnar og um hans kenningar á þvi, sem fer fram. En hafið þið ekki prófað árangur lækninganna? Það er miklu yfirgrips- meira, og við komum ekki að þvi, fyrr en slikum byrjunarrann- sóknum, sem þeim er ég nefndi er lokið. Þú nefndir þarna islenzka huglækna. Eru þeir margir til hér á landi? Ég veit ekki, hve margir þeir eru i raun og veru. En mjög lausleg könnun hefur leitt i ljós þrettán einstaklinga, sem fást við huglækningar. Átta eru i Reykjavik, þrir á Akureyri og tveir i sveitum. ljetta eru þeir, sem við höfum haft spurnir af, en mig grunar, að þeir séu fleiri i sveitum og þorp- um, þótt okkur sé það ekki kunnugt Hafið þið safnað lækninga- sögum frá þessum einstakling- um? - t spurningalistanum, sem ég nefndi áðan, er huglæknirinn spurður um það. Jú, við söfnum lika sögum. svona i og með, en til þess að kanna raunverulegan árangur, þyrfti maður að hafa samband við lækna og vel útbúið sjúkrahús og meta árangurinn á læknisfræðilegum grundvelli. Kemur röðin að slikri rannsókn seinna meir. ef byrjunarniður- stöður eru nógu áhuga- verðar. - Eru þeir huglæknar, sem þið eruð i sambandi við, ekki sann- færðir um að hafa náð árangri, að minnsta kosti stundum? Þeir huglæknar, sem við höfum samband við eru að visu ekki ýkjamargir. Við höfum ekki getaðnáðtilallra þessara þrettán ennþá. En það eru einir fimm, sem við höfum haft samband við og þeir eru sjálfir alveg vissir um árangur verka sinna og segja margar sögur af mjög góðum árangri. — meira að segja alveg furðulegum i sumum tilfellum, þar sem hefðbundnar læknisað- gerðir höfðu ekki megnað að hjálpa. Virðist ykkur ekki al- menningur hafa trú á þessum lækningum? — Jú. Almenningsálitið virðist vera þannig stemmt. að það sé eitthvað til i þessu. ef dæma má eftir þeim fjölda einstaklinga, sem leitar til huglækna. Að visu höfum við ekki handbærar neinar áreiðanlegar tölur um það, en sennilega er sá hópur fólks tals- vert stór. sem leitar til huglækna. Þannig virðist ýmislegt benda til þess. að eitthvað sé til i þessu. En nú er það vitað að sefjun á mikinn þátt i lækningu sjúkdóma undir venjulegum kringumstæðum. Það er hafið yfir allan efa, að sefjun getur skilaö aö meðaltali svona brjátiu til fjörutiu hundraðshlutum af bata sjúk- linga með hina ýmsu sjúkdóma. En þegar kemur til þeirra sjúk- dóma, sem að nokkru leyti eru sálræns eölis, er árangurinn af sefjum oft miklu meiri. Af þessu er það ijóst, að sefjunin ein er mjög rikur þáttur i bata, og nokkur hluti af lækning- um huglækna á rætur að rekja til hennar. Hvort það eru til sérstök hug- læknisleg áhrif að sefjuninni frá- talinni er hluturi sem við vitum ekki enn, en okkur virðist vel mögulegt að svo geti verið, að minnsta kosti hjá sumum hug- læknum. En það þarf langar og nákvæmar rannsóknir til þess að nokkru sé hægt að slá föstu um þetta. — Þetta mál er þá litið rann- sakað enn? — Já. Mer vitanlega hefur að- eins ein tilraun verið gerð til þess að skera úr þessu á læknisfræði- legum grundvelli. Árangur þeirrar tilraunar var fremur jákvæður. — En eitthvað fleira munuð þið hafa á prjónunum? — Já. Vissulega. Ég er enn ekki búinn að telja upp nema tvö af þeim sex verkefnum, sem við erum að vinna að núna. Hið þriðja, sem mig langar til að nefna, eru rannsóknir á skyggni. Sú skyggni, sem við erum að rannsaka , er það, þegar fólk tel- ur sig sjá blik eða svokallaða áru i kringum lifandi verur. Þetta blik er ilitum og virðist standa i sam- bandi við sálræna eiginleika mannsins. Slikt skyggnt fólk sér oft lika framliðna, náttúruanda og ýmislegt af þvi tagi. — En eruð þið einkum núna að rannsaka þessa útgeislan, sem skyggnt fólk telur sig sjá í kring- um menn? — Já. Við vinnum nú með ein- um skyggnum einstaklingi, sem gerir teikningar af blikinu i kringum fólk. Siðan stendur til að gera rannsóknir á skapgerðar- eiginleikum þessa fólks og bera þá saman við það, sem þessi skyggna kona les úr árunni. Einnig áætlum við að gera til- raun, þar sem fleiri skyggnir lýsa sama fyrirbærinu. —Það væri nógu fróðlegt að sjá, hvað kæmi út úr slíkri athugun. ----Vissulega. Einn samstarfs- maður okkar, Ævar Jóhannesson, hefur lika byggt tæki, sem Rússar hafa fundið upp. Þetta tæki tekur ljósmyndir af útgeisl- an i kringum iifandi verur. Þetta tæki er nú nýlega komið i gang og við erum að byrja að kanna möguleika þess. En samkvæmt rússneskum og bandariskum til- raunum með þessa Kirlian-ljós- myndun, eins og hún er nefnd eft- irhöfundum sinum, þá er hægt að mæla með þvi mismunandi liti, eftir þvi, hvernig sálarástandi fólk er i. — 1 hverju er sá breytileiki fólginn? — Ef menn eru æstir, til dæmis reiðir, þá ber meira á rauðum lit. Aftur á móti er blái liturinn áber- andi, þegar menn eru rólegir og i jafnvægi. Enn fremur télja Rússar, að hægt sé að greina sjúkdóma, áður en þeir koma i ljós i likama manna. Þeir segja, að hægt sé að sjá sjúkdóminn i þessari lifgeislan, áður en hann er farinn að segja til sin sem likam- legur sjúkleiki. — Er hægt að lýsa þvi fyrir Kússar eru konuiir langlengst f þessum rannsóknuni á lifsorkunni, enda höfðu Kirlian hjónin stundað kannanir sinar i nærri 20 ár áður en þessi tækni barst til Veslurlanda. Þessi merkilega mynd sýnir lifs- orkukerfi laufblaðs og sézt til hægri á myndinni, hvernig lifsorkusviðið er óskert jafnvel þar sem kiippt hefur verið af rönd laufblaðsins. Myndin er tekin i Rússiandi. hún Skipulagsmöguleikar tslands árið 2000. En þar lýsum við meðal annars bandariskri skipulagsað- ferð, sem er alveg ný af nálinni, þar sem sálrænir, menningar- legir og félagslegir þættir eru teknirmeð i reikninginn. En það, sem er eitt athyglisverðasta ein- kenni þessarar áætlunar, er, að þar er ekki gert ráð fyrir ein- hverjum einum möguleika, heldur eru reiknaðir út hinir ýmsu framtiðarmöguleikar, gert einskonar landakort af framtið- inni, sem siðan er hagnýtt sem viðmiðun við skipulagningu og stjórnsýslu. — Ég heyrði ekki betur en þú nefndir hugleiðslunámskeið við gesti hérna frammi á ganginum áðan. — Þú hefur vafalaust heyrt rétt. Það komu tveir ungir piltar til þess að láta innrita sig á hug- leiðslunámskeið, sem við erum með aðra hvora helgi. En ýmsar hugleiðsluaðferðir eru einmitt ákaflega árangursrikar til þess að læra að stjórna sinni vitund og efla sjálfsþekking sina. Ég býst við, að við verðum með slik nám- skeið einu sinni til tvisvar i mánuði i vetur. — Það er eitt, sem mig langar að spyrja um i sambandi við rússneska tækið: Veiztu til þess, að mönnum hafi tekizt að ljós- mynda með þvi framliðinn mann, annað hvort einan sér eöa hjá öðrum lifandi manni? — Ég get imyndaö mér að það yrði erfitt, ef ekki ógerningur. Ég held, að það sem þarna er myndað, sé lifsorkan, sem felst bak við likamsstarfsemina, og mun hún þá vera nátengd likam- anum. En ef svo er, að við lifum, þótt likaminn deyi, þá eru mestar likur til þess, að við séum þar með komin yfir hreina sálræna vidd, sem ljósmyndatæki af þeirri gerð, sem hér um ræðir myndi ekki ná. Svo við vikjum nú aftur að skólamálunum: Hafið þið ekki reynt að koma ykkar fræðum á framfæri við hið almenna viður- kennda fræðslukerfi i landinu? — Jú, jú, það höfum við gert. Við sendum t.d. núna i ágúst bréf til grunnskólanefndar, sem vinnur að endurskoðun grunnskólafrumvarpsins. Þar lögðum við til, að fyrsta grein þess frumvarps yrði aukin, þannig: „Grunnskólinn skal i samvinnu við heimilin veita nem- endum siðgæðislegt og félagslegt uppeldi, sem miði að þvi að cfla sjálfsþekkingu þeirraog að þvi að gera þá að nýtum og viðsýnum samfélagsþegnum i þjóðfélagi sem er i sifelldri þróun! Við bætum sem sagt þarna inn ákvæði um eflingu sjálfs- þekkingar. Við teljum þetta írijög aðkallandi. Eins og er miðar nær allt starf skólanna að meðhöndlun ytri þekkingar, hin innri þekking þ.e. þekking nemendans á sjálfum sér, er ekkert tekin með i reikninginn. Já, eins og skólar haga yfirleitt starfssemi sinni, hindra þeir frekar sjálfsþekkingu heldur en hitt. Nemendur eru skikkaðir i það mót að taka viðþekkingu, en melting þekkingarinnar og tjáning eru að mestu vanrækt. Kennslufyrirkomulagið hindrar eðlileg félagsleg samskipti og samvinnu meðal nemenda, þannig að mikið skortir á að islenzkt námsfólk fái þa þjálfun, sem það þyrfti i félagslegri tján- ingu og samstarfi. Svo finnst okk- ur að það ætti að vera öllu hugs- andi fólki augljóst, að það að læra um sitt eigið sálarlif, læra að þekkja skapgerð sina, viðbrögð sin og möguleika, ætti aö vera eins nauðsynlegt og hagnýtt eins og þekking á hinu ytra umhverfi og lögmálum þess. Oll ytri þekking, nýtist marg- falt betur, ef nemandinn þekkir sjálfan sig og þá hæfileika, sem með honum búa. Menn þurfa lika aö þekkja eitt eigið tilfinningalif, og þá fyrst geta menn haft stjórn á tilfinningum sinum, þegar þeir þekkja þær og geta tjáð þær á heilbrigðan hátt. — En ef við vikjum nú aftur, að Rannsóknarstofnun vitundar- innar: Hverjir eru i stjórn stofnunarinnar? — Stjórnina skipa þessir þrir einstaklingar: Geir Viöar Vilhjálmsson sálfræðingur, Ingi- björg Eyfells og Orn Guðmunds- son, tannlæknir. Auk þess eru svo ráðgjafar. . Það eru átta bandariskir visinda- og fræði- menn. — Það kom fram i upphafi að skattyfirvöld þjóðarinnar vita að þið eruð til.Eru þeir strax farnir að plokka ykkur? — Starfsemi okkar er núna aðeins á ööru ári. Hún hófst árið 1971, en hefur ekki komizt i fast form fyrr en nú á þessu ári. En þessi viöurkenning frá rikisskatt- stjóra, sem við fengum i april siðast liðnum, hún var gefin sam- kvæmteigin umsókn okkar. Þessi viðurkenning hefur það i för með sér. að þeir einstaklingar, sem kynnu að vilja styrkja starfsemi stofnunarinnar með fjárframlög- um, geta fengið þau dregin frá til tekjuskatts. Þetta voru sem sagt gleðitiðindi fyrir okkur. — Þú nefndir þarna áðan, að þið hefðuð túlkað mál ykkar fyrir stjórnendum fræðslumála. En hyggið þið ekki á einhverja frekari kynningarstarfsemi? — Núna 17. október verður sjónvarpsþáttur, sem ég sé um. — Hvað verður þar á dagskrá? —Þessi þáttur fjallar um hug- lækningar, en á eftir verða um- ræður. Ef til vill eiga fieiri þættir eftir aö koma i sjónvarpinu, þar sem greint verður frá öðrum þáttum rannsókna okkar. Hér fellum við Geir Viðar Vilhjálmsson talið. Þegar hug- lækningar berast i tal, er óhjákvæmilegt , að hugurinn hvarfli til Ólafs Tryggvasonar á Akureyri, Ragnhildar Gottskálksdóttur i Reykjavik, og að Einarsstöðum i Reykjadal. En hverjar, sem skoðanir okkar eru, hvers og eins, þá hljótum við þó að viðurkenna, að jafnvel okkar eigin likama þekkjum við ekki nema að mjög takmörkuðu leyti — hvað þá annað, sem f jær virðist liggja. —VS. Þegar við erum æst, til dæmis reið eða glöð, sést rauður litur í kringum okkur. Aftur á móti ber meira á bláum litt þegar hugurinn er í jafnvægi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.