Tíminn - 15.10.1972, Side 13

Tíminn - 15.10.1972, Side 13
Sunnudagur 15. október 19J2 TÍMINN 13 MEGAS Magnús Þór Jónsson LP - stereo isl. stúdentar i Osló, MGAB 720601 baö sem er tvimælalaust athyglisverðast við þessa plötu er, hvernig i ósköpunum islenzkir námsmenn i Osió hafa farið að þvi að raka saman kapitali til að gefa hana út. fslenzkir námsmenn, undirritaður þar meðtalinn, látast vera blönkustu menn i heimi og hafa gert miklar og háværar kröfur á hendur yfir- völdum til námsstyrkja, og lána og svo allt i einu slá þeir um sig i Osló og gefa út plötu. Slikt fyrirtæki er yfirleitt ekki talið kosta undir milljón. Nú stendur að visu á plötuum- slagi, að platan sé tekin upp i Oslo Tekniske Skole og má af þvi draga þá ályktun að um einskonar áhugamannaupp- töku sé að ræða, en engu að siður hefur það kostað eitthvað. Pressun platna kostar og dágóðan skilding, meö öllu sem þvi fylgir og prentun umslags kostar einnig* sitt Halldór S. Blöndal, sem tók ljósmyndir, mun aö visu vera prentari eöa prent- myndagerðarmaður, en harla óliklegt er að hann eigi sjálfur prentmaskinu og fleiri nauð- synleg tæki. Ofan á þetta er platan hund- ieiðinleg. Ekki einu sinni fyndin, þó það sé áreiðanlega ætlun aðstandenda. Þrátt fyrir mjög góðan vilja og allgóðan tima hefur mér aðeins tekist að hlusta á hana þrisvar — og Þegar ég hlustaði á seinni hliðina i þriöja skiptið leiddist mér svo, að ég fór að gera leikfimisæfingar. Til sliks brúks er platan svo sem ágæt. bessi óskaplegu leiðindi geta mjög liklega verið ástæðan fyrir upphafi þessarar „gagn- rýni”. Aðeins einu sinni minnist ég þess að hafa heyrt Megasar, alias Magnúsar Þórs Jóns- sonar, getið áður og var það á ljóða- og visnakvöldi i Norræna húsinu fyrir nokkrum misserum siðan. Komu þar fram nokkuð mörg ungmenni, ljóða- og visna- gerðafólk, róttæk mjög og nokkur fjandanum frumlegri. Þá þótti mér og kunningja minum.Megas frumlegastur allra og var ástæðan einfald- lega sú, að við skildum ekki hætishót af þvi, sem maðurinn hafði fram að færa. Þó þótti okkur — og reyndar flestum þetta kvöld — „Vertu mér samferða inní blómalandið amma” skemmtilegt. Það mun vera einskonar guð- leysisyfirlvsing og er, eins og allt annað efni plötunnar, ákaflega neikvæð og nöldur- kennd. 1 öðrum textum gerir Megas illkvittið grin að landi og þjóð, svo ekki sé talað um það, sem löngum hefur verið heilagt talið og helzt ekki notað nema i minningargreinum og 17. júni ræðum, svo sem Jóni Sigurðssyni, (einattgekk hann nakinn i rauðum slopp... og brúkaði gylltan kopp) og Jónasi Hallgrimssyni, sem Megas ákærir fyrir að hafa verið drykkjurútur með sýfils. Alls eru á plötunni 15 „lög”, öll svo svipuð að i augnablikinu man ég ekki eftir nema einu, blómalandsferð ömmu. Um músikina á plötunni er eiginlega ekkert að segja, þvi þar fyrirfinnst varla nokkur músik. Megas er ekki söngvari fyrir fimm aura, og virðist að auki vera alvarlega blæstur á máli — nema hann sé að gera grin að amerikanséringu ís- lendinga með þessu óskaplega flámæli. Lögin eru eiginlega ekki lög og Megas hvæsir textunum ekki i takt. Aftur á móti bregður fyrir laglegum hljóðfæraleik, til dæmis er flautuleikur Inge Rolland smekklegur. Útsetningar gerðu Tore Tambs-Lyche, sem jafnframt leikur á gitar og kontrabassa og Öivind Ekman Jensen, sem einnig leikur á gitar. Hvort þessir menn eru til veit ég ekki. Upptakan er sæmileg að undanskildu „Spáöu i mig”, en fyrir þvi finnst sú ástæða, að upprunalega segulbands- spólan var villandi og kom upptakan mun verr út i pressun en áður og var þá of seint að gera nokkuð i málinu. Pressun er gerö i stærsta og skásta stúdiói Norðmanna, Arne Bendiksen i Osló, og hefur að öðru leyti lukkast allvel. Textar fylgja allir með plötunni á griðarstórri örk, og þykir mér það illa fariö meö góðan pappir. Eftir þvi sem ég bezt veit, hefur þessi plata litið sem ekkert selzt og þykir mér það ekki undalegt. Og þar sem is- lénzkir stúdentar i ósló eru varla það margir, aö þeir hafi lyst á að kaupa allt upplagið, legg ég til að Lánasjóöur is- lenzkra námsmanna geri það — og úthluti þvi siðan aftur við næstu lánveitingu til islenzkra námsmanna i Osló. Ó. Vald. MENN 0G MÁLEFNI Framhald af bls. 8 misserum. Niðurstaða hans var þessi: Frá ársbyrjun 1970 til fyrsta ársfjóröungs 1971 nam kaupmátt- araukning timakaupsins 12,7%, en frá ársbyrjun 1970 til þessa dags hefur hún numið 43%. Kaupmáttaraukning vikukaups- ins nam 12,7% frá ársbyrjun 1970 til fyrsta ársf jórðungs 1971, en frá ársbyrjun 1970 til þessa dags hefur hún numið 30,6%. Samkvæmt þessu hefur kaup- máttur timakaups verkafólks aukizt um meira en 20% i valdatið núverandi rikisstjórnar, en kaup- máttaraukning vikukaupsins hefur orðið nokkru minni. Þá hefur lifeyrir gamalmenna og öryrkja verið stóraukinn á þessum tima. Hann var kr. 4.900,00, þegar núverandi rikis- stjórn kom til valda, en er nú kr. 7.214.00 oe kr. 11.200,00 hjá þeim sem ekki hafa aðrar tekjur. Hann hefur m.ö.o. meira en tvö- faldazt hjá þeim tekjulægstu. Traust samstaða Þvi er ekk'i að, leyna, að talsverður vandi er framundan og veldur þar mestu aflabresturinn á siðari hluta þessa árs. Óhjákvæmilegt er þvi að gera verulegar efnahagsráöstafanir til að forða vandræöum, þegar bráðabirgðaverðstöðvuninni lýkur. En sá vandi er minni en oft áður og ætti þvi að vera auðvelt að leysa hann, ef rétt verður á málum haldið. Það styrkir þá trú, að vandinn verði farsællega leystur, að sam- staða hefur verið góð h já ráðherr- unum. Stjórnarandstöðublöðin reyna að gripa hin minnstu tilefni til að gera úlfalda úr mýflugu, ef einhver ágreiningur ris milli stjórnarsinna, eins og oft vill verða. Slik æsiskrif styrkja stjórnarsamstarfið frekar en hið gagnstæða. Ef foringjar stjórnar- andstöðunnar binda vonir um fall rikisstjórnarinnar við öll þau tilefni, sem þeir nota til slikra skrifa, þá er eðlilegt að vonbrigði þeirra séu mörg og sár, enda gætir þess orðið mjög i mál- flutningi þeirra. Stjórn SUF fagnar ófanga í sameiningarmálinu EJ-Reykjavik Á siðasta fundi stjórnar Sam- bands ungra framsóknarmanna var einróma samþykkt eftir- farandi ályktun: „Stjórn SUF fagnar þeim áfanga i baráttunni fyrir sam- einingu jafnaðar og samvinnu- manna, sem náðst hefur með sameiginlegri yfirlýsingu Al- þýðuflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, þar sem þessir flokkar lýsa vilja sinum til að gerast aðilar að sameiningu þeirra stjórnmála- samtaka og einstaklinga, sem aðhyllast stefnu jafnaðar, sam- vinnu og lýðræðis, fyrir næstu ai- mennu kosningar i landinu. Kvenfélag Áspresta- kalls heldur Flóamarkað sunnudaginn 22. okt. Konur i sókninni eru vinsamlega beðnar að gefa muni. verður þeim veitt móttaka i As- heimilinu Hólsvegi 17, þriðjudaga milli kl. 10-12 og fimmtudaga kl. 2-4. Sótt heim ef óskað er. Uppl. hjá Stefaniu simi 33256. Kristinu simi 32503. Jafnframt vill stjórnin minna á samþykkt siöasta þings SUF, þar sem viðræöunefndir ■ vinstri flokkanna eru hvattartil að vinna ötullega aö mótun sameiginlegs stjórnmálaafls allra þeirra, sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar, samvinnu og lýðræðis, og itrekar þá skoðun SUF, að viðræðu- nefndirnar eigi að einbeita sér að þeirri könnun á málefnastöðu Tillitssemi Hann er tillitssamur maður, Björn þessi Matthiasson. 1 Mbl. 4. okt. kveðst hann ekki vera þeirrar skoðunar að „tafarlaust” beri að „segja..fjölda bænda upp störfum" (auðk. hér G.M.) Hins vegar þykir honum sem hreinn óþarfi sé að hirða nokkuð um „þarfafullnægingarsjónar- miðið”, er hann svo nefnir (haglega smiöað nýyrði hjá hag- fræðingnum), og þvi einsætt að flytja inn landbúnaðarvörur. „Þá slyppum við við að greiða þús. milljóna i niðurgreiðslur og fengjum þó ódýrari vörur ofan i kaupið”, segir hagfræðingurinn, þessi nýi spámaður Morgun- blaösins. 1 Vestur-Þýzkalandi kostar mjólkurlitrinn 30 krónur is- lenzkar, að sögn Matthiasar rit- stjóra i Morgunblaðinu 3. okt. G.M. vinstri flokkanna, sem þær hafa þegar hafið. Hvetur stjórnin við- ræðunefndirnar til aö hraða þessari málefnakönnun eftir föngum.” Athugasemd: Vegna viðtals við frú Mariu Dalberg, er birtist i dagbl. Visi, þ. 25. sept. s.l. óska stjórnir F.Í.S.S. og F.l.F.S. að leiðrétta eftirfarandi: Starfsstúlkur er afgreiða i snyrtivöruverzlunum eiga kost á námskeiöum i meðferð og sölu á flestum algengustu snyrtivöru- tegundum sem seldar eru hér á landi, auk þess að einn eða fleiri snyrti- eða fegrunarsérfræðingar afgreiða i flestum snyrtivöru- verzlunum. Okkur er ekki kunnugt um annað, en að heilbrigðiseftirlitið sé starfi sinu vaxið enda hljóti hver stofnun að sjá sóma sinn i þvi að gæta fyllsta hreinlætis. Ekki er hægt að fordæma eina eöa fleiri snyrtivörutegundir án undanfarandi sérfræöilegra rannsókna. Stjórn Kélags islenzkra snyrtisérfræöinga. Stjórn Sambands islenzkra fegrunarsérfræðinga. Greiöasta leiöin eriiofti Flugfélagið tengir alla landshluta með tíðum áætlunarferðum fyrir farþega og vörur. Það er fljótt, þægilegt og ódýrt að ferðast með hinum vinsælu Fokker Friendship skrúfuþotum félagsins innanlands og það er fyrir farþegann og vöruflytjandann sem við högum áætlunarferðum okkar, flugvélakosti og þjónustu á öllum sviðum. 35 ára reynsla Flugfélagsins og landsmanna sýnir, að greiðar samgöngur í lofti eru þjóðarnauðsyn. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.