Tíminn - 15.10.1972, Síða 15

Tíminn - 15.10.1972, Síða 15
Sunnudagur 15. október 1972 TÍMINN 15 „Steingrímur baunar á S.U.F.” í Staksteinum Morgunblaðsins hinn 5. þ.m. birtist undir fyir- sögninni „Steingrimur baunar á SUF” hluti af grein, sem Stein- grimur Hermannsson, ritari Framsóknarflokksins, skrifaði i Timann daginn áður. Steingrimur, sem, eins og allir vita, er þekktur fyrir að vera sér- lega heppinn og hygginn stjórn- málamaður og fyrir það að koma flestu þvi i verk, sem hann tekur að sér, hefur verið ritari Fram- sóknarflokksins frá þvi fyrir sið- ustu alþingiskosningar. En það verður að segjast, að menn voru farnir að velta þvi fyrir sér hvort röskleiki hans ætlaði ekki að njóta sin sem skyldi i ritarastarfinu og farnir að biða eftir þvi að hann bryddaði upp á einhverjum ný- mælum. En nú hefur Steingrimur rekið af sér slyðruorðið. Aður- nefnd grein hans ber sannarlega vott um skörungsskap og verður að teljast markvert nýmæli. f meira en 50 ára sögu Fram- sóknarflokksins hefur það ekki áður þekkzt, að ritari flokksins réðist að einstakri flokksdeild eða flokksfélagi, og forystumönnum þess með svo hressilegum skömmum i flokksblaðinu. Það er augljóst, að Steingrimur ætlast til þess að greinin verði upphaf að umræðum hér i blaðinu, þvi i upp- hafi hennar segist ritarinn skrifa greinina ,,i þeirri von að það geti orðið til þess að málefnalegar umræður verði um skipulag flokksstarfsins með aukna þátt- töku ungs fólks i stjórnmálastarf- inu i huga”. f grein sinni segir hann, að for- ystumenn ungra Framsóknar- manna hafi á undanförnum árum „legið marflatir” fyrir andstæð ingum flokksins, lætur að þvi liggja að erindrekar SUF sitji eins og varðhundar yfir stjórnar- kosningum og öðrum kosningum i FUF-félögunum, (hvað er ritar- inn sjálfur aö gera þegar hann mætir á flokksfundum úti um land?) og ennfremur segir ritar- inn að SUF „hafi ekki talið það ó- maksins vert” að senda erind- reka nema i sum kjördæmi, svo nokkuð sé nefnt. Þá vitum við hvernig á hefja „málefnalegar umræður”. Ritarinn virðist lika telja það nauðsynlegan þátt i málefnalegri umræðu að upplýsa hvert sé inn- ræti þeirra sem rætt er við. A þingi SUF á s.l. hausti gaf undirritaður upp tölu starfandi FUF-félaga i kjördæmi ritarans (þar er þvi miður ekkert FUF-fé- lag starfandi eins og er, engir aðalfundir hafa verið haldnir i mörg ár og enginn fulltrúi kjörinn af FUF-félagi i umræddu kjör- dæmi var mættur á þinginu). Þessa frásögn af staðreyndum kallar ritarinn „furðulegar stað- hæfingar” minar og telur að þær „lýsi fyrstog fremst félagsþroska mannsins”. Þá vitum við það. Tilefni greinar Steingrims En hvert er þá tilefni þess, að Steingrimur ritar þessa sérstæðu grein? f upphafi hennar vitnar hann til eftirfarandi orða, sem ég lét falla er ég flutti skýrslu for- manns á siðasta þingi SUF, sem haldið var fyrir rúmum mánuði á Akureyri: „FUF-félögin eru nú 35 tals- ins og ná til allra byggðarlaga landsins nema Vestfjarða- kjálkans. Þar voru þau lögð niður eftir að núverandi ritari flokksins tók við forystuhlut- verki i þvi kjördæmi. Það er kunnara en frá þurfi að segja að siðan félögin voru lögð niður, hefur Framsóknar- flokknum ekki vegnað sem skyldi i þessu kjördæmi". Grein ritarans beinist svo öll að þvi að sýna fram á, að hin tilvitn- uðu ummæli min séu tómt slúður. Þar að auki sé ég að skensa sig og það sé nú aldeilis ekki fallega gert. Ekki ætla ég að karpa við Stein- grim um það, hvort félögin vestra eigi erfitt uppdráttar vegna þess, að þau fái ekki nauðsynlegan stuðning og hvatningu frá for- Már Pétursson ystumanni kjördæmisins, eða hvort erfiðleikarnir stafa beinlin- is af þvi að forystumaðurinn hafi komið of oft á fundi og heimsóknir hans hafi haft neikvæð áhrif eins og helzt verður skilið af eftirfar- andi orðum Steingrims: „Þegar ég hóf afskipti af stjórnmálum i Vestfjarðarkjör- dæmi voru þar að nafninu til starfandi þrjú félög yngri manna, i Strandasýslu, Vestur- Isafjarðarsýslu og á fsafirði. Ég gerði mér strax mikið far um að mæta á fundum þessara félaga. Efast ég satt að segja, um að aðrir frámbjóðendur hafi gert það meira en ég. Engu að siður varð starfsemi þessara félaga, eins og viðast annars staðar i dreifbýlinu, sáralitil. Aðalfundir féllu niður og stjórnir félaganna voru iðulega ekki fullskipaðar’.. Þarna kemur þó fram að tölu- vert hefur verið um fundahöld fyrst eftir að Steingrimur tók við. Ekki ætla ég heldur að karpa um það viö hann, hvort Fram- sóknarflokknum „hafi vegnað sem skyldi” i þeim kosningum og á þeim stöðum þar sem Stein- grimur Hermannsson hefur ráðið ferðinni. (Flokkurinn tapaði fimmta hverju atkvæði við sveitarstjórnarkosningar i Garðahreppi 1970, en Steingrimur skipaði þar efsta sæti listans og nákvæmlega sama hlutfalli i al- þingiskosningum 1971 i Vest- fjarðakjördæmi, og i aukakosn- ingum til bæjarstjórnar á tsafiröi haustið 1971, var tap flokksins svipað að hlutfalli, sem þýddi, að hann tapaði manni. Þess er þó skylt að geta, að Steingrimur var ekki I framboði við bæjar- stjórnarkosningarnar á tsafirði. Það er þannig misskilningur, sem margir hafa haldið, að hann sitji bæði i bæjarstjórn tsafjarðar og hreppsnefnd Garðahrepps). Þannig ætla ég ekki að ræða um aðdráttarafl Steingrims á kjós- endur, enda mun hann telja um- rædd kosningaúrslit sitt einkamál og ókurteisi ef aðrir tala um þau. Skipulag flokksstarfsins og aukin þátttaka ungs fólks Hins vegar verður með engu móti á það fallizt, að störf ritara P’ramsóknarflokksins séu einka- mál eins eða neins. Lög Fram- sóknarflokksins hafa verið skýrð á þann veg. að ritarinn væri yfir- maður flokkastarfsins. nokkurs konar 1. vélstjóri á skipulagsvél- inni. Þess vegna hlýtur starf rit- ara að skipulags- og félagsmálum flokksins að vera það atriði, sem fyrst af öllu kemur til athugunar, þegar rætt er um skipulag flokka- starfsins. Eins og áður er til vitn- að biður ritarinn i grein sinni um umræður „um skipulag flokka- starfsins meö aukna þátttöku ungs fólks i stjórnmálastarfinu i huga”. Mér er það bæöi ljúft og skylt að leggja litiö eitt að mörk- um til þessarar umræðu og skal fyrst athugað hvernig yfirmaður flokksstarfsins hefur sýnt i verki þann yfirlýsta vilja sinn „auka þátttöku ungs fólks i stjórnmála starfinu", en það verður væntan- lega ekki á annan hátt betur gert en með þvi að efla unghreyfingu flokksins. Forsenda þess að hægt sé að halda Sambandi ungra Fram- sóknarmanna gangandi er erind- reksturinn. Útilokað er fyrir hin smærri aðildarfélög að starfa til lengdar og raunar fer öll starf- semi samtakanna fljótlega úr böndunum ef ekki er starfandi er- indreki. Það hefur löngum verið eitt erfiðasta vandamál SUF að afla fjár til að launa erindreka. Það hefur ennfremur sina ókosti að hinar einstöku flokksdeildir hafi erindreka i ferðum, starfs- kraftar erindreka nýtast betur, ef hann starfar á vegum flokksins sem heildar og sinnir félagsleg- um þörfum hinna einstöku flokks- deilda jöfnum höndum, eftir þvi sem til fellur og þörfin kallar á. Aðferð Helga Bergs Af þessum sökum var þeirri skipan komið á erindrekstrar- málin i ritaratið Helga Bergs, að i stað þess að SUF réði sjálfstætt erindreka og héldi happdrætti, gæfi út auglýsingablöð og snikti fé hingað og þangað til að skrapa saman fyrir erindrekstrarkostn- aði þá var ákveðið að flokkurinn réði erindrekann, hann væri laun- aður af fé frá hinu sameiginlega happdrætti flokksins, sem um svipað leyti var komið á. Það þótti sjálfsagt að erindrekinn væri ráðinn i samráði við SUF, og væri úr röðum yngri manna. Reynslan varð lika sú, að verulegur hluti af störfum fastaerindrekans var unninn i þágu ungsamtakanna. Til þess liggja þær augljósu á- stæður, að þar eru verkefnin mest aðkallandi og mests árangurs aö vænta. Félög eldri manna eru i fastari skorðum og þurfa þvi siö- ur aðstoð erindreka en félög yngri manna, þar sem mannaskipti eru mikil, félagsmennirnir eldast á fáum árum uppúr félaginu og bú- ferlaflutningar meðal ungs fólks eru tiðir. Flestir flokksmenn koma upphaflega innf yngri fé- lögin og samkeppnin um fylgið er fyrst og fremst meðal æskufólks. Það hefir þvi þótt eðlilegt að fastaerindreki flokksins verði verulegum tima til starfa fyrir ungsamtökin og væri úr hópi ungra Framsóknarmanna. Aðferð Steingríms Hálfu ári eftir að núverandi rit- ari tók við þvi starfi, eöa haustið 1971, stóð svo á að erindrekastarf- ið varð laust, ötull og starfhæfur ungur maður, sem gegnt hafði erindrekastarfinu um tveggja ára skeið, Atli Freyr Guðmundsson, fór til útlanda til náms i hagfræöi og félagsfræöi i Manchester. Fulltrúar yngri manna i fram- kvæmdastjórn flokksins hófu fljótlega máls á ,þvi, að ráða þyrfti nýjan erindreka. Fram- kvæmdastjórnarmenn tóku flest- Framhald á bls. 19 Fratntíðin. ersem opin °-— - —- | /J bok Reglubundinn sparnaður er upphaf velmegunar. Fjðlskyldan, sem sparar reglulega hefur meiri möguleika á því að láta óskir sínar rætast: Læra meira, kaupa í innbú, endurbæta húsnæði, o.s.frv. Oft geta óvænt útgjöld sett strik í reikninginn. Nú gefur hið nýja sparilána- kerfi Landsbankans yður tækifæri til að safna sparifé eftir ákveðnum reglum, sem jafnframt veita yður rétt til lántöku á fljótan og einfaldan hátt, þegar þér þurfið á viðbótarfjármunum að halda. Temjið yður reglubundinn sparnað. Búið í haginn fyrir væntanleg útgjöld. Verið viðbúin óvæntum útgjöldum. Kynnið yður þjónustu Landsbankans. Biðjið bankann um bæklinginn um Sparilán. Bcmki allra lamlsmimna / LANDSBANKI ÍSLANDS Nr. ÚTTEKIÐ INNLAGT DAGS. INNSTÆÐA T-.5 00.00 2 JÖL '72 3. 3 0 0 0 0 AÍGÖ'7? 5. 3 0 0 0 0 sSfP'72 * * 3. 3 0 0 * * 0 ( 0 0 * * o 9 o n

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.