Tíminn - 15.10.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 15.10.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 15. október 1972 Þeír eru hér, af því ab þá langar fil þess ab læra — Rætt við Guðmund Arnlaugsson, rektor, um menntun fullorðna fólksins í Hamrahlíðarskólanum Við erum stödd i mennta- skólanum við Hamrahlið. Það mun varla þurfa þeim að segja, sem eitthvað fylgjast með, að i þeirri ágætu stofnun brá til nýrra tiðinda i fyrrahaust: Mið- aldra húsfreyjur og ráðsettir heimilisfeður tóku að streyma i skólann og sækja þar kennslu- stundir. Hvað hafði gerzt? Var allt þetta fólk orðið ruglað i riminu og myndi það enn vera innan tvitugsaldurs? Ó, nei. Ekki var nú það. Hér var ein- faldlega á ferðinni hin gagn- mérka starfsemi að veita full- orðnu fólki fræðslu, sem það af ýmsum ástæðum hafði farið á mis við i æsku sinni. Allt er þetta alþjóð kunnugt. Þegar nú þessi starísemi er að hefja annað starfsár sitt með eins vetrar reynslu að baki, er freistandi að ónáða rektor skólans, Guðmund Arnlaugs- son, og fá hjá honum nánari fregnir af þvi, sem gerzt hefur — og ef til vill reyna að spá i, hvað gerast muni. Kjöldinn kom....á óvart — Nú hefur að sjálfsögðu enginn getað vitað, rektor, hve margt fullorðið fólk myndi sækja slikan skóla. Varð að- sóknin i fyrra eitthvað lik þvi, sem þið höfðuð búizt við? — Já, það er nú skemmst írá þvi að segja, að ég var i fyrra að tala um það við raðuneylið, hvað við ættum að gera i peningamálunum, ef mjög margir sæktu um skólann. En með orðunum „rnjög margir" átliég viðsvona eitthvað á milli sextiu og hundrað manns. En reynslan varð nú svona, eins og menn vita, að það komu yfir hálft þriðja hundrað manna. Þetta sýndi, að þörfin fyrir þetta var miklu brýnni, en maður hafði gert ráð fyrir, eða ef maður vill orða það á annan hátt: Ahuginn á þessu var miklu meiri og almennari en maður hafði þorað að vona, og það er vissulega mjög gleðilegt. En auðvitað skapaði það okkur vissan vanda. — En þið veittuð samt öllum viðtöku? — Já. Ætlun okkar var að veita þessu fólki eitthvert lið. Það segir sig sjálft, að ekki var hægtað veita þvi sömu þjónustu og nemendum i skóla. En ég var þeirrar trúar, að fyrir mann, er langar til að lesa utan- skóla undir stúdentspróf, væri þaðákaflega mikill munur, þótt hann fengi ekki nema tiltölulega litla kennslu. Hún mætti þá gjarna vera i fyrirlestrarformi til þess að vekja nemendurna, benda þeim á erfiða hjalla i náminu og kannski að hjálpa að einhverju leyti yfir þá. Þetta taldi ég verulega lausn, þótt það væri ekki nákvæm kennsla og þjálíun eins og fram fer i skóla. Við getum kallað það hjálp til sjálfshjálpar. Meginþunginn hvilir eftir sem áður á nemand- anum sjálfum. — Eruð þið ánægðir með, hvernig þetta gekk? —Ég held, að maður verði að segja, að reynslan i fyrra hafi verið framar öllum vonum. Að sjálfsögðu mátti alltaf búast við þvi, að verulegur fjöldi þessa fólks félli frá af ýmsum orsök- um. Sumir komust að raun um, að þeir höfðu blátt áfram ekki tima til þess að stunda þetta, aðrir sáu, þegar á reyndi að þeir réðu ekki almennilega við það, vþi satt að segja var þetta býsna strembið prógramm, sem við vorum með. — Voru margir, af þeim sem (¦iiðmiinriur Arulaugsson, rektor menntaskólans við Hamrahlíð byrjuðu/sem ekki gengu undir próf i vor? — Já. Við öðru var ekki að búast. Mér finnst það samt Iramar öllum vonum, að það skyldi þó yfir eitt hundrað manns koma til þess að þreyta einhver próf á siðastliðnii vori. — Standa til einhverjar breytingar á tilhögun þessarar fræðslu hinna fullorðnu? — 1 hinum ákveðnu reglu- gerðum, sem opna heimild fyrir fullorðið fólk til þess að taka stúdentspróf, er gert ráð fyrir þvi, að prófið sé tekið i einu lagi, það er að segja lokapróf i hverri grein. Við erum hins vegar að breyta skólanum þannig, að við stefnum að þvi, sem við köllum áfangakerfi. Það þýðir, að við skiptum náminu niður i skýrt afmarkaðar einingar, sem við nefnum áfanga. Siðan ljúka menn prófi i hverjum áfanga og safna sér þannig stigum. Og þegar þeir hafa safnað sér nógu mörgum stigúm, þá hafa þeir lokiðstúdentsprófi iviðkomandi grein. — Er ekki þetta miklu þægi- legra fyrir fólk, sem stundar nám jafnframt fullri vinnu? — Jú. Okkur fannst alveg sjálfsagt að bjóða fullorðna fólkinu upp á þetta, einmitt vegna þess, að slikt fyrirkomu- lag er svo miklu þægilegra fyrir fólk, sem stundar nám jafn- framt öðrum störfum. Við höfum reynt að koma fólki inn i þetta kerfi, og prófin, sem tekin voru i fyrra, eru fyrstu stigin, sem þessir nemendur fá. — Þáð er auðvitað ekki nein smáræðis vinna, sem liggur á bakvið stúdentspróf. — Þegar ég sá i fyrra, hve nemendur okkar voru geysilega margir, brýndi ég það fyrir þeim, hvilikur timi það er, sem til þess arna þarf. t mennta- skóla eru um það bil 36 kennslu- stundir á viku. Þessar 36 kennslustundir vikulega, verða eitthvað yfir eitt þúsund kennslustundir á ári.Þannig er fjögurra ára skólanám ekki undir fjögur þúsund kennslu- stundum, trúlega nokkuð meira. Ef við svo gerum ráð fyrir, að á bakvið kennslustund á skóla- bekk liggi jafnlangur timi i heimavinnu, þá er niðurstaðan sú,að þaðkostar, alveg minnst, átta þúsund vinnustundir að ljúka stúdentsprófi. Haustheimtur eru góðar — En hvað um þessa rösklega hundrað nemendur, sem gengu undir próf siðast liðið vor. Hafa þeir komið aftur i haust? — Já. Ég held að mér sé óhætt að segja, að þeir hafi skilað sér, og séu byrjaðir á verkefni annars árs. — Komu margir nýir? — Satt að segja er ég ekki buinn að telja það alveg nákvæmlega saman, en ég veit, að það er einhvers staðar rétt fyrir neðan tvö hundruð. Við erum sem sagt með eitt hundrað nemendur frá fyrra skólaári og tæpa tvö hundruð, sem eru að byrja núna þessa dagana. Það eru þannig rúmlega þrjú hundruð manna, sem við erum með i fullorðinna fræðslunni. Lillega svo sem einn eða tveir tugir fram yfir þrjú hundruð. — En hvers konar fólk er þetta einkum? — Þegar við tóldum saman i fyrra, var skiptingin eftir kynjum furðujöfn. Þó voru konur aðeins fleiri. Siðar kom i ljós, að konurnar voru þraut- seigari, það fór að halla á karl- kynið, þegar á leið tímann. Ef til vill stafaði þetta nokkuð af þvi, að þær höfðu betri aðstöðuna, sumar hverjar, að minnsta kosti. Margt af þeim voru húsmæður. En sumir karl- mennirnir komust að þvi, að þeir voru i of erfiðri vinnu til þess að þetta gæti gengið. Þeir voru hreinlega of þreyttir til þess að stunda svona mikið nám að loknum vinnudegi sínum. — Virðist þér þetta vera eins núna? — Já. Ég get ekki betur séð núna, en að kvenfólkið sé alveg i meirihluta. Hiismæður eru margar. — Er þetta fullorðna fólk flest á likum aldri? — Nei, aldurinn er talsvert breytilegur. Verulegur hluti eru hiísmæður, sem búnar eru að ala upp börn sin, farnar að hafa léttara heimili og vilja þá gjarna leita út i atvinnulffið á ný. En svo er líka talsvert af ungu fólki, sem vinnur á skrif- stofum og hefur annað hvort áhuga á menntuninni sem slfkri, eða vill afla sér hennar til þess að eiga betri kosta völ á vinnu- stað sinum eða á vinnu- markaðnum, yfirleitt. Er ekki trúlegt, að þessi að- sókn verði lik á næstu árum? —Við verðum að gá að þvi, að nú erum við að taka kúf, sem safnazt hefur fyrir á mörgum árum. Við erum með öðrum orðum að bæta úr þörf, sem orðin var brýn, og hafði reyndar verið það lengi. Það má þvi alveg búast við, að þetta jafnist eitthvað, þegar frá líður. Engu að siður geri ég ráð fyrir að það verði stöðug þörf fyrir þetta. Þeir verða alltaf fleiri og fleiri, sem krafizt er menntunar af, menntunin er mönnum meira og meira virði i starfi, hún er viða að verða komin inn i starfsmat og heldur áfram að gera það i auknum mæli. Enn er svo þess að gæta, að þjóðfélagið breytist alltaf örar og örar. Hinar ýmsu starfsgreinar krefjast siauk- innar sérmenntunar, og það er ekki að þvi að spyrja, að sér- menntunin krefst aftur almennrar menntunar. Menn verða til dæmis að geta lesið kennslubækur á erlendum málum, og menn verða að hafa svolitla hugmynd um grund- vallaratriði i almennum greinum. Það hafa sagt mér forstöðu- menn ríkisstofnana, að þeir kjósi gjarna stúdenta til starfa, fremur en fólk með sér- menntun. Stúdentarnir eru að visu seinni fyrst i stað, t.d. i vélritun og öðrum sérstörfum en þeir síga á. Og þar kemur þessi almenna grundvallar- menntun þeim að haldi. Þeir eiga betra með að tileinka sér þá kunnáttu og tækni sem þarf til starfsins. — En svo við snúum okkur aftur að fullorðinna fræðslunni hér: A hvaða tima dagsins fer kennslan fram? — Það kom i ljós í fyrra, að þetta fólk skiptist aðallega i þrjá hópa. Stærsti hópurinn er fólk, sem vinnur frá klukkan niu á morgnana til fimm á daginn. Þetta fólk vill gjarna ljúka námi sinu i beinu framhaldi af vinn- unni, svo við höfum kennslu- stundir fyrir það á timabilinu frá klukkan tæplega hálfeex og fram að kvöldmat, um klukkan sjö. Siðan er hópur, sem er alltaf bundinn á timabilinu frá klukkan fimm til sjö. Það eru einkum húsmæðurnar, sem þá eru algerlega uppteknar við að gefa fólki sfnu kvöldmatinn. Fyrir þær og aðra, sem eins er ástatt um, höfum við tima frá klukkan niu til hálfellefu. Loks er svo dálitill hópur fólks, sem vinnur vaktavinnu. Þessi hópur er að vísu ekki fjölmennur, en segir sig sjálft, að þeir nem- endur geta alls ekki komið á neinum ákveðnum tíma. Suma daga koma þeir klukkan rúm- lega fimm, stundum klukkan niu, og loks suma daga alls ekki, og verða þá að missa úr þann Kennslustund. ,,Þeir eru hér, af því að þá langar til þess að læra". —Tlmamynd Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.