Tíminn - 15.10.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 15.10.1972, Blaðsíða 17
Sunnudagur 15. október 1972 TÍMINN 17 dag. Viö slíku er vitanlega ekkert að gera. Hvatningin er eitt stærsta atriðið Hefur ekki reynzt óhjákvæmi- legt að skipta þessum hopum, þegar flest er? Við hófum orðið að tví- og þriskipta hópnum, sem kemur klukkan fimm, enda' er hann langstærstur. Aftur á móti höfum við ráðið við að hafa þá i einum hópi, sem koma kl. 9. En á það ber að leggja áherzlu, sem ég sagði áðan, að þetta er ekki nema hjálp til sjálfshjálpar. Það segir sig sjálft, að þegar kennari talar fyrirniutiu manna hópi, eins og hefur komið fyrir, þá eru ekki nein tök á þvi að sinna hverjum einstaklingi eins og tiðkast i venjulegum kennslustundum i skóla. Þetta verður að byggjast að verulegu Jeyti á heimavinnu fólksins sjálfs. Þvi er ekki að neita, að sumir voru dálitið svartsýnir á þetta i upphafi, einkum i sambandi við málakennslu, þar sem svo mikið riður á þvi, að nemendur fái þjálfun. En ég var þeirrar skoð- unar, að þetta væri samt sem áður mjög mikilvægt. Það er geysilegur aðstöðumunur fyrir nemanda, þótt hann fengi ekki nema tvo klukkutima einu sinni i viku i tiltekinni grein, þar sem honum væri bent á vandasöm at- riði, og honum hjálpað með hluti, sem hann hafði strandað á heima. Ég taldi, að þetta væri mikil að stoð, þrátt fyrir allt, og^ekki sizt ómetanleg hvatning. Það hefur komið i ljós, að ég hafði getið rétt til um þetta atriði. Nemendur hafa sjálfir sagt mér, að það sé allur munur að vinna þetta svona, heldur en að vera að basla við það heima hjá sér, einnig og án allrar aðstoðar. Það er ekki sizt þetta, að finna að maður er ekki einn á báti, heldur eru margir sem ein mitt eru að glima við nákvæm- lega sömu vandamálin. — Nú er það þegar komið fram, að margt af þessu fullorðna fólki eru húsmæður og aðrir, sem gera má ráð fyrir að ekki hafi stundað skólanám að neinu ráði fyrr. Er- uð þið með einhvers konar byrj- endastig, ef svo má að orði kom- ast? — Það er eðlilegt, að svo sé spurt. Skólinn er, jú, mennta- skóli. Um þetta er það að ségja, að við höfum gert ráð fyrir þvi, að þessir nemendur okkar séu komnir á gagnfræðaprófsstig, en að þeir, sem skemmra eru á veg komnir, yrðu þá að leggja þeim mun meira á sig. Sannleikurinn er nú sá, að til dæmis i ensku og dönsku eru flestir eitthvað staut- færir. Við bjuggumst þvi við, að þær greinar yrðu auðveldastar og það hélt fólkið sjálft lika. Reynd- ar kom það i ljós, einkum i dönsk- unni, að kröfurnar urðu meiri en búizt hafði verið við, þannig að nemendur urðu að leggja meira að sér, en þeir höfðu gert ráð fyrir. Aftur á móti i málum eins og þýzku, sem við kenndum i fyrra, og eins i frönsku, sem við byrjum á nú i haust — i þessum málum báðum byrjum við alger- lega á byrjendastigi. Þessu er á annan veg farið með raungreinarnar. Flestir þekkja talsvert til ensku fyrir milligöngu sjónvarps og kvikmynda, dönsku heimilisblöðin hafa lengi verið vinsæl og eru það enn. Allflestir eru þvi nokkurn veginn bænabók- arfærir i þessum málum, að minnsta kosti dönsku. En þegar kemur til stærðfræöi, eðlis- og efnafræði, fer heldur að kárna gamanið. Mörgu af þessu fólki eru þær greinar algerlega lokað- ur heimur. Jafnvel þótt menn hafi lært eitthvað i þessum greinum fyrir löngu, i unglinga- og gagn- fræðaskólum, þá er það allt löngu gleymt, af þvi að þetta er svo fjarri þeirra hugarheimi og við- fangsefnum hins daglega lifs. Okkur var þvi ljóst, að þetta yrðu erfiðustu greinarnar, enda kom það á daginn, að þær kostuðu mesta vinnu. Hitt er annað mál, að fólkið hafði dálitið gaman að þessu, þegar út i það var komið, og það létti að sjálfsögðu róður- „Móðurmálið mitt góða — En hvernig gekk með sjálft móðurmálið? — Þar kom reynslan'okkurdá- litið á óvart. Flestir telja sig kunna sitt eigið tungumál. Við byrjuðum i fyrra á hlutum, sem dálitið eru fjarlægir daglegu lifi, svo sem eins og málfræði, hljóð- fræði, saga málsins, merkingar- fræði, og svo framvegis. Þarna kynntust menn hugtökum, sem þeir höfðu aldrei heyrt nefnd áður, hvað þá meira. Og satt að segja, þá þótti mörgum þetta býsna strembið fyrst i stað. En okkur þótti samt sjálfsagt að taka þetta fyrst og gefa mönnum kost á að ljúka þvi. Nú i haust leggjum við aftur á stað með byrjenda- kennslu i þessu, en jafnhliða þvi tökum við upp kennslu i bók- menntum, sem vitanlega er miklu nær þvi, sem fólk hefur áhuga á, enda geri ég fastlega ráð fyrir, að það verði léttara við- fangs. Þar að auki erum við svo núna að byrja á fyrirlestraflokkum um sögu og liffræði. — Kostaði ekki skipulagningin á þessu mikla námsefni mjög aukna skrifstofuvinnu? — Það táknaði aukna vinnu. En i fyrravetur tókst að reka það án alls skrifstofubákns. Ég vann þetta eingöngu sjálfur, stjórnaði þvi og skipulagði það. Þetta var tómstundagaman mitt og „hobby". Vissulega var það mikil vinna,en engu að siður auðveldari en hún verður næstu vetur, þegar þetta fer að greinast meira. I fyrravetur vorum við aðeins með sex til sjö námsgreinar og sama efni fyrir alla. Nú strax i vetur verðum við með að minnsta kosti tvær námsgreinar i viðbót, en auk þess eru nú ekki allir nemendurn- ir i sama báti. Sumir eru á öðru námsári, aðrir eru byrjendur. Auðvitað táknar það meiri vinnu og kostnað, sem fer vaxandi, eftir þvi sem ofar dregur. Eins og allir vita, þá er stúdentsprófið i örri endursköpun, vegna hins mikla valfrelsis. I gamla daga var stú- dent alltaf stúdent, allir höfðu lært það sama. I kringum 1920 kemur þessi klofningur i stærð- fræðideild annars vegar og mála- deild hins vegar. Og þannig var það fram á seinustu ár. Nú eru komnir fyrstu árgangarnir af ndttúrufræðideildarstúdentum og félagsfræðistúdentum. Þannig heldur þetta áreiðanlega áfram að þróast. Það verður sifellt um fleiri leiðir aðvelja. Að sjálfsögðu gerir allt þetta okkur erfiðara fyrir að veita „öldungunum", sem viö svo köll- um, þjónustu. — Hvaða ráð eru helzt til þess? — Við höfum ráðið fólki til þess að halda sig við aðalgreinarnar, til þess að fá sem mest út úr þessu. Islenzka, danska og enska eru skyldugreinar, en strax þegar kemur að fjórða málinu, kemur valið til sögunnar, og verður væntanlega hægt að velja á milli fjögurra mála i framtiðinni, þýzku, frönsku, spænsku og rúss- nesku. Yfirleitt höfum við ráðið fólki til þess að taka þýzku, en annars munu menn i vetur geta valið á milli þýzku og frönsku. En vissulega verður þetta dálitið erfitt, þvi það byggist á þvi, að maður hafi kennaralið og hús- næði. Við erum svo heppnir hérna, að við höfum sal, sem tekur um niu- tiu manns i sæti, en auk þess er- um við með eina stofu, þar sem hægt er að troða sextiu manns inn, ef þröngt er setið. Fyrst og fremst ætlað stúdehtum, en... — Er nokkuð til, sem heitir að vera óreglulegur nemandi i þess- um skóla, ef menn vilja auka þekkingu sina en hafa ekki nein tök á þvi að lesa undir students- próf? — Þessarar spurningar hef ég verið spurður, en að visu ekki af mörgum. Menn hafa trúað mér fyrir þvi, að þeir væru nú alls ekki vissir um, að þeir muni nokkru sinni ljúka stúdentsprófi, en hvort það sé samt ekki allt i lagi að vera i skólanum og láta þar nótt sem ¦ nemur. Nú, þaö er alltaf skemmtilegt, að menn séu hrein- skilnir og segi sannleikann. Ég hef jafnan svarað þvi til, að ég geti auðvitað ekki stjórnað þvi, þótt menn láti innrita sig i skól- ann og segist ætla að taka stú- dentspróf, þótt þeir ætli sér það alls ekki. En að öðru jöfnu lætur maður þá ganga fyrir, sem maður veit með vissu að ætla sér að taka stúdentspróf, þvi fyrst og fremst er þetta ætlað þeim. Aftur á móti finnst mér rétt að veita mönnum þessa kennslu, þótt þeir aldrei gangi undir próf, svo framarlega sem húsrúm leyfir. Það heltast alltaf einhverjir Ur lestinni, hvort sem er. — Við minntumst á kennara- vandamál og húsnæðisvandamál. Eru þau brýn eins og er? — Já. Kennaravandamálið er svo brýnt, að jafnvel i skólanum sjálfum erum við i hreinustu vandræðum með að fá kennara, einkum i sumum raungreinum. Ég get nefnt sem dæmi, að þetta er nú sjöunda árið, sem þessi skóli starfar, og við höfum enn ekki fengið fastan kennara i fullu starfi i efnafræði. Við höfum að verulegu leyti kennt efnafræðina með stúdentum héðan úr skólan- um. Þetta slarkar vegna þess, að við höfum ágæta pilta, sem hafa staðið sig ljómandi vel, en það sér hver maður, hvort það er nokkur afkoma i svona stórri stofnun að hafa ekki einn mann fastráðinn og i fullu starfi i þessari grein. — Var ekki erfitt að fá kennara til starfa á þeim tima sem fullorð- inna fræðslan stendur yfir? — Jú. Einmitt það var sérstakt vandamál. Mjög stór hluti þeirrar kennslu fer fram á þeim tima dagsins, sem flestir nota til þess að horfa á sjónvarp, hluta á út- varp og'vera heima hjá fjölskyldu sinni. Engu að sfður hefur þetta nu tekizt, og það, sem hefur einna mest hjálpað okkur er það, hve þessir fullorðnu nemendur hafa reynzt skemmtilegir, áhugasam- ir og brennandi i andanum. Þeir eru hér, af þvi að þá langar til þess að íæra. Þetta hefur orðið til þess, að þeir kennarar, sem ég nærri þvi lokkaði til þess að koma hingað i fyrrahaust, hafa komið aftur, þeim þótti svo gaman aö vinna með þessu fólki. Þetta minnti mig á gamlan draum, sem lengi hafði buið með mér. Mig hefur lengi langað til þess að kynna mér dönsku lýðháskólana. Það er auðséð, hversu mjög þeir hafa veriö hvetjandi og haft heillavænleg áhrif á marga Is- lendinga, sem þarhafa verið. Það var ekki hvað sýztþessvegna, sem ég fór út i þetta hálf-fáránlega kennsluform að vera kannski með þetta sjötiu til áttatiu nemendur I tima i einu. En mig hafði alltaf dreymt um að þetta gæti blessazt og gert sitt gagn, þrátt fyrir að þar eru vitanlega allt aðrar kennsluaðferðir um hönd hafðar. — Attir þú sjálfur uppástung- una að þessari fræðslu fullorð- inna? — Ja, það er nú dálitið erfitt að segja, hver átti uppástunguna. Þetta er hlutur, sem búinn er að vera vakandi i löndunum i kring- um okkur. Ég fór i kynnisferð til Bandarikjanna fyrir nokkrum ár- um, og það sem hreif mig einna mest i þeirri ferð, var að sjá svona fræðslu i framkvæmd. Og allt frá þvl, að þessi skóli var stofnaður, hef ég veriö að hafa orð á þvi við kennarana, að gam- an væri að gera tilraun með svona deild hérna, þóttekki hafi orðið af framkvæmdum fyrr en núna. Að nota fristundir sinar skynsamlega. — Þvi miður verðum við nú vist að fara að fella talið. En má ég að lokum, rektor, spyrja þig um framtiðardrauma þina varð- andi þessa fræðslu hinna full- orðnu? — Ég vona, að þessi starfsemi eigi framtið fyrir sér. Mig dreym- ir um, að menn geti stundaö allt sitt nám, frá gangfræðastigi og upp i háskóla, jafnframt vinnu. Ég hef stundum sagt það I gamni, að þegar ég hætti hérna, vildi ég gjarna stjórna slikri stofn un. öldungur, sem stjórnar öldungum! — O — Við þökkum Guömundi Arlaugssyni rektor, fyrir spjallið og óskum honum og skóla hans alls velfarnaðar. -VS. Nýtt og enn betra Nescafé Nescafé er nú framleitt með alveg nýrri aðferð sem gerir kaffið hreinna og bragðmeira. Ilmur og bragð úrvals kaffibauna er nú geymt ómengað í grófum, hreinum kaffikornum sem leysast upp á stundinnL „Fínt kaffi" segja þeir sem reynt hafa. Náið í glas af nýja, krassandi Neskaffinu strax í dag. kaffi með réttum keim Nescafé Luxus — stórkornótta kaffiS glösunum meS gyllta lokinu verSur auSvitaS til áfram, þvi þeir sem hafa vanizt því geta aS sjálfsögSu ekki hætt. I.BRYNJOLFSSON&KVARHN Hafnarstræti 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.