Tíminn - 15.10.1972, Side 19

Tíminn - 15.10.1972, Side 19
Sunnudagur 15. október 1972 TÍMINN 19 Steingrímur iTÍS ir undir þá kröfu að frátöldum rit- ara flokksins er þvældist fyrir fund eftir fund og bar ýmsu við, stundum peningaleysi flokksins og stundum þvi að hæfur maður væri ekki fáanlegur. Hvað eftir annað tókst fulltrúum SUF að út- vega ágæta menn til starfsins og i ljós kom að fjárskortur flokksins hamlaði ekki ráðningu erindreka. i nóvemberlok gat SUF ekki mannlaust verið lengur og réði mann til sin i trausti þess að hann yrði um áramótin ráðinn til flokksins. eða þá að ákveðin neit- un fengist, svo tilefni gæfist til að hefja sjálfstæða fjáröflun til að kosta erindreksturinn. Hvor- ugt gerðist. og veturinn leið og aldrei tókst að knýja fram ákveð- ið svar. Þegar leið að vori, kom i ljós að Atli Freyr var fáanlegur til starfa. Uað var gerð formleg samþykkt i framkvæmdastjórn- inni um að erindreki skyldi ráðinn og talað um að það yrði Atli Freyr. Nefnd var kosin til að skipuleggja erindreksturinn. Nokkrum dögum siðar, kom i ljós að ritarinn hafði tekið sig til og ráðið erindreka án þess að kalla nokkurn tima saman erind- rekstrarnefndina og án þess að gera SUF viðvart. Ekki var það Atli Freyr sem var ráðinn, heldur maður, sem er kominn yfir aldursmark SUF og aldrei hefir verið félagi i samtökunum. h’ærð var fram sú ástæða að hinn nýi starfsmaður ætti aö vinna að verkalýðsmálum og undirbúningi fyrir Alþýðusambandsþing. Ekki var þó leitað álits forystumanna okkar i verkalýðshreyfingunni og ekki er vitað til að þeir hafi óskað eftir aðstoð erindreka. Það þarf engum getum að þvi að leiða, hver er aðstaða hins nýja starfsmanns, sem ráðinn var með þvilikum hætti. Þótt við- komandi einstaklingur muni hafa fullan vilja á þvi að vinna vel, þarf fulla bjartsýni til að ætla, að starf hans reynist árangursrikt. Það varður þvi að álykta, að ráðning þessa fastaerindreka flokksins, hafi fyrst og fremst verið i þvi skyni gerð. að koma i veg fyrir. að það fé sem lagt var til erindrekstrar. kæmi að notum, til efiingar á pólitisku starfi ungra Framsóknarmanna i land- inu. Þess er skylt að geta, að þegar aörir forystumenn flokksins sáu i hvert óefni var komið með skipan erindrekstrarmála, þá tóku þeir ráðin af ritaranum og veittu SUF það liðsinni sem dugði til þess að SUF gat ráðið Atla Frey til sin i sumar. i byrjun september hélt svo SUF landsþing sitt á Akur- eyri. Þar voru mættir 192 fulltrú- ar. og allir sem til þekkja eru sammála um að þingið hafi verið myndarlegasta þing i sögu sam- takanna og jafnframt, i sögu ung- pólitiskra samtaka á tslandi. Menn geta velt þvi fyrir sér, hvort erindrekinn hafi setið auð- um höndum þá þrjá mánuði, er hann hafði til að undirbúa þingið. Menn geta lika velt þvi fyrir sér, hvaða áhrif það hefði haft á þetta þinghald og aðra pólitiska starf- semi ungra Framsóknarmanna i landinu, ef ritaranum hefði tekizt að koma i veg fyrir að unghreyf- ing flokksins hefði aðgang að er- indreka i sumar. Nú kann einhverjum að finnast að hér hljóti ritarinn að vera hafður fyrir rangri sök — það geti ekki verið að hann vilji unghreyf- inguna i flokki sinum feiga. Þá það. Lengi skal manninn reyna: Ungir menn i framkvæmdastjórn flokksins munu á næstunni bera upp tillögu um að ráðinn verði ungur maður sem erindreki i samræmi við þá skipan sem var komið á erindrekstrarmálin i rit- aratið Helga Bergs. Við skulum sjá viöbrögð ritarans við þeirri tillögu. Það er gott uppá fram- hald þeirrar „málefnalegu um- ræðu um skipulag flokksstarfs- ins", sem ritarinn hefur boðað til, að gagnaöflunin sé sem viðtæk- ust. Kristinn og Steingrimur Hér skal ekki fjölyrt um fleiri afskipti ritarans af unghreyfingu flokksins. Það sakar þó ekki að geta þess. vegna þess að hús- næðismál og skrifstofuaðstaða er mikilvægur þáttur i flokksstarf- semi. að ritarinn lét á s.l. vori til- kynna SUF að samtökin hefðu ekki lengur skrifstofuaðstöðu i húsi flokksins að Hringbraut 30, en þar hafa samtökin i mörg ár leigt skrifstofuherbergi af hinu sameiginlega húsfélagi. Goð- heimum h.f. Það má þakka það Kristni Finnbogasyni að samtök- in lentu ekki á götunni, þvi hann tók. sem formaður húsfélagsins. ráðin af ritaranum og staðfesti að munnlegur leigusamningur til langs tima væri i gildi og þvi ekki hægt að bera SUF út. allra sizt fyrirvaralaust. Undir þetta tóku að sjálfsögðu aðrir forystumenn flokksins, sem um þetta mál höfðu fjallað, og var ritarinn þannig borinn ofurliði og hafði það eitt uppúr krafsinu að verða uppvis að tilræði við unghreyfing- una i flokknum. En allt er þetta nú liðið og allt fór þetta vel, þvi SUF heldur áfram að hafa sitt ágæta húsnæði og sina ágætu erindreka og flokk- urinn heldur áfram að hafa sinn ágæta ritar^sem nú er farinn að skrifa i blöðin gagngert til þess að laða fram umræður um skipulag flokksstarfsins, ef ske kynni að eitthvað væri nú hægt að bæta. Það verður ekki litið gagnlegur þáttur i flokksstarfinu ef þær um- ræður halda áfram með svo sem vikulegum greinum i nokkra mánuði og fróðlegt verður að sjá, hvað ritarinn tekur fyrir i næstu grein. Ég mun hinsv. láta hér stað- ar numið, enda ekki mitt verkefni að hafa frumkvæði i þessari nýju umræðu, eða draga innf hana ný atriði. Það er lika svo með okkur marga þessa minni spámenn, að okkur fellur betur að vinna að flokksstarfinu og rabba um það á fundum við okkar fólk, heldur en að skrifa um það i blöðin. Már Pétursson. Framhald af bls. 3. verið gert til að gera klefann þekkilegri en hann er aðra daga lyrir komu okkar. Hann er auð- vitað óyndisleg vistarvera, veggir flagnaðir, gólfið ekki sem hreinast. Dýna ,var skitin og á henni bæði blóðblettir og bruna- giit. Teppin tvö, sem á henni lágu, voru al'tur á móti hreinleg. Ilér og þar á veggina eru krot- aðar setningar, og má segja, að þar hal'i ýmsir skilið eftir nafn- spjald sitt. ásam t stuttum greinargerðum um menn og málefni. E I N I KLEFINN, ÞAR SEM FANGAR GETA EKKI FYRIRFARIÐ SÉR Valdimar sagði okkur, að Kistan væri eini klefinn. þar sem talið er að menn gætu ekki farið sér að voða. þó að þeir hefðu hug á þvi. Það væri ekki óhult i neinum öðrum klefa. Það er ég, sem ákveð, hverjir hingað eru færðir. sagði Valdimar. Það eru bandóðir menn, sem ég neyðist tii þess að vista hér. og svo þeir, sem ég óttast, að leitist kannski við að fyrirfara sér. Það er rétt, að hingað var farið með Helga llóseasson, og það ákvað ég vegna þess. að ég þorði ekki annað eftir það. sem á undan var gengið. Ég þekkti hann ekki. þvi að hann hefur ekki verið hér fyrr né ég halt af honum nein kynni. og mér varð hugsað til ábyrgðar minnar. ef hann gripi til örþrifa- ra’ða i þessu húsi. þar ég hef umsjá á hendi. Það var ekki af neinni fólsku gert af minni hendi, engum hefndarhug. enda á ég alls engar sakir við hann. En ég bara þorði ekki annað. __J |-| Hvar liggur...? , Framhald 'af bls. 6. niður það, sem hinir bjálfarnir byggja upp. Þær eru margar sprænurnar, sem mynda stór- fljótið og svo mun einnig hér. I flestum tilfellum mun það þó staðreynd, að við sinnum ekki sem skyldi andlegum vanþroska þessa hóps, rekum hann miskunnarlaust áfram undir böggum náms, sem hann ræður ekki við. 1 mörgum tilfellum eru foreldrarnir, sem þjóðin felur uppeldið, ekki vandanum vaxnir, vanmáttarlýður, sem ekki skilur, að þægilegheitin við að búa til umhverfis og tekur við að rifa barn kallar til ábyrgðar við uppeldi þess. Þvi er hópurinn oft- ast vanræktur, bæði af heimili og skóla, þroskinn mældur i likams- styrk og árum en ekki andlegri getu til þess að fást við verkefni þjálfunarskeiðsins. Sú er reglan, að sextán ára verði unglingur sjálfráða. Þetta hæfir flestum, en hópnum, sem við ræðum um, alls ekki. Flestir afbrotaungling- ar hafa ekki greindarþroska á við ellefu eða tólf ára börn, engum dytti i hug að krefjast sjálfræðis fyrir þann aldursflokk. Af þvi leiðir, að þjóðin verður að fá leyfi til að ákveða frestun sjálfræðis, ef andlegur þroski einstaklings er ekki orðinn nægur. Það eitt nægir þó ekki, heldur þarf skóla, þar sem hægt er að sinna þessu fólki, heimavistarskóla, þar sem sér- þjálfaðir kennarar og fóstrur reyndu að bæta úr þvi, sem úr- skeiðis hefur farið. Slíkur skóli þarf að ráða yfir aðstöðu til verk- legrar þjálfunar fyrst og fremst og ég held, að ekki væri úr vegi að hafa á sliku heimili nokkra öldunga, sem bæta ættu i þau skörð, sem foreldrarnir gengu frá af einhverjum ástæðum Einhvern timá hlýtur að koma að þvi að við gerum eitthvað fyrir utangarðs- börnin, eitthvað raunhægt, eitt- hvað annað en tala og halda ráð- stefnur um þau. Þjóðin hefur ekki efni á að ala upp afbrotalýð. Gleymum heldur ekki, að þjáningin, sem við leggjum á þessa vesalinga er slik, að hún hlýtur að striða gegn almennum mannréttindum. A meðan við treystum hvaða hálfvita sem er, til að geta af sér börn, verðum við lika að bera okkar hluta af upp- eldinu. r< BB SOKKAK KAFQEYMK þjónusta - sala - hleðsla - viðgerðir Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla Notum eingöngu og seljum járninnihaldslaust kemiskt hreinsað rafgeymavatn Næg bílastæði — Fljót og örugg þjónusta „SÖNNAK RÆSIR BÍLINN” I Tæhniver AFREIÐSLA i Laugavegi 168 — Simi 33-1-55 I u Götunarstulka Stúlka vön IBM-götun óskast til starfa sem fyrst. Umsóknir um starfið sendist starfs- mannahaldi bankans, þar sem allar nánari upplýsingar eru veittar. SAMVINNUBANKINN Bankastræti 7, simi 20700 iliJi H konan Edith Guillaume syngur i Norræna húsinu: Ingolf Olsen leikur með. 20.45 Um Vesturhcimsferðir, Guðrún Guðlaugsdóttir tek- ur saman. Lesari með henni Sigurður Skúlason. 21.15 Hornkonsert nr. 1 cftir Itichard Strauss. Myron Bloom og Cleveland hljóm- sveitin leika: Georg Szell stj. 21.30 Árið 1948, siðara misseri Bessi Jóhannsdóttir rifjar upp liðna tið. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 16. október 7.00 Morgunútvarp .Veður- fregnir kí. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. landsmálabl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45: Séra Erlendur Sig- mundsson (a.v.d.v.) Morgunleikfimi kl. 7.50: Valdimar örnólfsson og Magnús Pétursson pianó- leikari (alla virka daga vikunnar). Morgunstund barnanna kl. 8.45: Pálina Jónsdóttir les söguna „Kiki er alltaf að gorta’’ eftir Paul Huhnerfeld (7). Tilkynning- ar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Popphornið kl. 10.25: Holy Magic og Lunch syngja og leika. Fréttir kl. 11.00. Tónleikar: Suisse Ho- mande hljómsveitin leikur Pastoralsvitu eftir Chabri- er: Ernest Ansermet stj./Janet Baker syngur lög eftir brezk tónskáld: Martin Isepp leikur á pianó/Andor Foldes leikur á pianó.Til- brigði um ungverskt bænda- lag eftir Béla Bartók. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Draum- ur um Ljósaland” cftir Þór- unni Elfu Magnúsdóttur. Höfundur byrjar lesturinn. 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar: Er- ling Blöndal Bengtsson og Kjell Bækkelund leika só- nötu i a-moll fyrir selló og pianó op. 36 eftir Grieg. Fil- harmóniúsveit Berlinar leikur Sinfóniu nr. 2 i C-dúr op. 61 eftir Schumann: Rafael Kublik stj. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 P’réttir. Tónleikar. 17.30 Sagan: „Fjölskyldan i Ilreiðrinu" eftir Estrid Ott Jónina Steinþórsdóttir, þýddi, Sigriður Guðmunds- dóttir les (7) 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar 19.30 Daglegt mál, Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.35 Um daginn og veginn, Eggert Jónsson borgarhag- fræðingur talar. 19.55 Mánudagslögin 20.30 Viðtalsþáttur. Jón R. Hjálmarsson, skólastjóri ræðir við Brynjólf Oddsson á Þykkvabæjarklaustri i Álftaveri. 21.00 Strengjaserenata i E-dúr op. 22 eftir Antonin Dvorák Sinfóniuhljómsveit útvarps- ins i Hamborg leikur: Hans Schmidt-Isserstedt stjórnar. 21.30 Útvarpssagaan: „Bréf séra Böðvars” eftir Ólaf Jó- hann Sigurðsson Þorsteinn Gunnarsson leikari les (4). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur: Um æðardún og æðardúnshreinsun Gisli Kristjánsson ritstjóri fer með hljóðnemann i dún- hreinsunarstöðina á Kirkju- sandi. 22.40 Illjómplötusafnið i um- sjá Gunnars Guðmunds- sonar. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 1 I iiiiill SUNNUDAGUR 15. október 1972. 17.00 Endurtekið cfni. Grimsvatnahlaup. 17.30 Jónas og Einar. Jónas R. Jónsson og Einar Vilberg leika og syngja lög og ljóð eftir Einar. Áður á dagskrá 24. april siðastliðinn. 18.00 Stundin okkar. Sýndur er kafli úr „Leikhúsálfun- um” eftir Tove Janson og rætt við nokkra leikara og börn um leikritið. Siðan eru sýndar einfaldar aðferðir við leikbrúðugerð, en þætt- inum lýkur með mynd um Linu Langsokk. (Sænska sjónvarpið). Umsjónar- menn Ragnheiður Gests- dóttir og Björn Þór Sigur- björnsson. 18.50 Enska knattspyrnan 19.40 Illé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Koger Whittakcr Roger Whittaker er kunnur, brezk- ur dægursöngvari og laga- smiður. Þessi upptaka var gerð i Stokkhólmi, þar sem hann söng og blistraði fyrir gesti á skemmtistað. (Nord- vision — Sænska sjón- varpið) 20.55 Ilver cr maðurinn? 21.00 Elisabcl I Framhalds- leikrit frá BBC. 2. þáttur. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 1 fyrsta þætti greindi nokkuð frá uppvaxtarárum Elisabetar og valdatima Mariu Tudor, hálfsystur hennar. Baráttan um völdin er hörð. Kaþólskir óttast að þjóðin flykki sér enn frekar um Elisabetu, ef Maria getur ekki alið rikiserfingja. Reynt er aö sanna á hana þátttöku i samsæri gegn Mariu og hún er flutt i fang- elsi. Maria giftist Filippusi Spánarprinsi, sem reyndist Elisabetu hliðhollur. Hann fer úr landi og Maria deyr barnlaus. 22.30 Að kvöldi dags Sr. Áreli- us Nielsson flytur hugvekju. 22.40 Dagskrárlok MÁNUDAGUR 16. október 1972. 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 IIátiðartónleikar i Björgvin Filadelfiu- strengjakvartettinn leikur Strengjakvartett eftir Far- tein Walen. (Nordvision — Norska sjónvarpið) 20.50 Mannheimur i mótun Franskur fræðslumynda- flokkur. Borgin bak við múrinn 1 þessari mynd er fjallað um Austur-Berlin á siðustu árum. Rætt er um Berlinarmúrinn og áhrif hans á lif fólksins. Litazt er um i borginni og athuguð þróun hennar og uppbygg- ing. Einnig er rætt við Gyð- inga um kjör þeirra og að- stöðu, og spjallað við nokkra listamenn um störf þeirra. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. 21.45 Réttur er settur Hér sviðsetja laganemar við Háskóia Islands réttarhöld i hjónaskilnaðarmáli. Skarp- héðinn Þórisson kynnir málið. 22.35 Dagskrárlok

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.