Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.05.2004, Blaðsíða 1
● meistararnir lágu, 3-0 Landsbankadeild kvenna: ▲ SÍÐA 24 Fyrsti sigur Vals á KR í sex ár ● er 45 ára Kristján Franklín Magnús: ▲ SÍÐA 18 Æfir nýtt leikrit í dag ● eftir sunnlenskar konur Guðrún Ingibjörg Hálfdanardóttir: ▲ SÍÐA 35 Leitar að hugverkum MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 MÁNUDAGUR ELDHÚSDAGUR Almennar stjórn- málaumræður verða á Alþingi í kvöld. Búast má við athyglisverðri ræðu forsæt- isráðherra en nú eru fjórir mánuðir þar til stólaskipti verða í stjórnarráðinu. Umræð- urnar hefjast klukkan 19.50 og verður þeim útvarpað og sjónvarpað. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BLÍÐSKAPARVEÐUR Já og það víðast hvar á landinu ef fer sem horfir. Þykknar upp vestan til síðdegis eða í kvöld. Milt veður. Sjá síðu 6. 24. maí 2004 – 141. tölublað – 4. árgangur ÞAKIÐ HRUNDI Allt að sex manns fór- ust í slysi á Charles de Gaulle-flugvelli í París í gærmorgun. Talið er að hönnunar- galli hafi valdið slysinu. Byggingin var opn- uð fyrir tæpu ári. Sjá síðu 2 MORÐHÓTANIR Sambýlisfólki hefur verið hótað lífláti og kveikt var í íbúð þeirra á fimmtudagskvöld. Fólkið óttast um líf sitt og barna sinna og hefur kært til lögreglu. Vernd fæst hins vegar ekki. Sjá síðu 4 SKÓLINN RÍS Fjölbrautaskóli Snæfell- inga tekur til starfa í lok ágúst. Skólinn er í byggingu og ganga framkvæmdir vel. Búið er að ráða í flestar stöður. Áætlaður nem- andafjöldi er í kringum fimmtíu til sextíu manns. Sjá síðu 10 KLAMYDÍA Klamydíusýkingum fækkaði um tæplega 500 milli síðustu ára. Fækkun- in heldur áfram samkvæmt upplýsingum landlæknisembættis. Þó smitast um tíu ungabörn af klamydíu á ári. Sjá síðu 14 Sa m kv æ m t f jö lm i›l ak ön nu n Ga llu ps m ar s '0 4 48%65% Kvikmyndir 30 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 Margrét Ákadóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Vill helst eyða öllum stundum í garðinum ● fasteignir ● hús HJÁLPARSTARF Þörf er á mikilli að- stoð alþjóðlegra hjálparstofnanna ef takast á að afstýra hung- ursneyð í Súdan sem við blasir innan þriggja mánaða. Þúsundir gætu soltið til bana í héraðinu Darfur þar sem skortur á fersku vatni og fæðu er orðinn hættulega mikill. Yfirvöld í Súdan tilkynntu á föstudag að þau hefðu aflétt tak- mörkunum á alþjóðleg hjálpar- samtök um að veita hjálp í Darfur. Stríð hefur geysað í meira en ár í héraðinu og yfir milljón manns hafa þurft að flýja heimili sín af þeim sökum. Um níuhundruð þús- und eru taldir heimilislausir í Darfur en hundrað þúsund eru taldir hafa flúið til Tsjad. Þúsundir eru taldir hafa látið lífið síðan snemma árs í fyrra þegar uppreisnarmenn hófu að berjast fyrir sjálfstjórn og frekari fjárstuðningi frá ríkinu. Hjálparstofnanir saka stjórnvöld í Súdan um að vera á bandi þjóð- varðsliðs araba og styðja þannig til- raunir til þjóðarmorða á afrískum ættbálkum. Forseti Súdan, Omar el- Bashir, neitar því alfarið. ■ Þörf á alþjóðlegri hjálp: Hætta á hungursneyð í Súdan Sjálfstæðismenn vildu hemja vöxt Baugs Sjálfstæðisflokkurinn ræddi í janúar hvernig bregðast ætti við vaxandi styrk Baugs. Ekki væri lengur hægt að ráða við fyrirtækið. Þetta sagði Pétur Blöndal. Hann segist ekki taka mark á skoðanakönnunum Fréttablaðsins. FJÖLMIÐLALÖG Þingmenn Sjálfstæð- isflokksins ræddu um það sín á milli í janúar að bregðast þyrfti við styrk Baugs. „Menn ræddu um að þessi sterki aðili, eigandi þessara mörgu fjölmiðla, væri orðinn svo sterkur að bráðum gætu menn ekki ráðið við hann. Hann hefði svo skoðanamyndandi áhrif að það hreinlega myndi ekki vera hægt að gera neitt á móti honum,“ sagði Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali á Bylgjunni í gær. Í samtali við Fréttablaðið sagð- ist Pétur geta fært stoðir undir þetta með vísun í umfjöllun fjöl- miðla um fjölmiðlafrumvarpið. „Þeim sem eru fylgjandi frum- varpinu finnst umræðan vera mjög skökk. Dag eftir dag eru nei- kvæðar forsíðufréttir, það er aldrei neitt jákvætt og er mjög lít- ið talað við fylgjendur frumvarps- ins.“ Hann sagði að þetta skýrðist af ótta fréttamanna við að missa störf sín ef leysa þyrfti Norður- ljósasamsteypuna upp, en eigend- ur Norðurljósa hefðu haft uppi hræðsluáróður. Hann sagðist ekki taka mark á skoðanakönnunum Fréttablaðsins því blaðið sé ekki hlutlaust. „Ég hefði tilhneigingu til að trúa skoð- anakönnun frá Gallup, en ég veit ekki hver fylgist með skoðana- könnun sem Fréttablaðið gerir sjálft um þessi mál. Þeir eru þar að fjalla um eigendur sína,“ sagði hann. Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, sagði ummæli Péturs vera enn eina staðfestinguna á því að lög um eignarhald á fjölmiðlum séu sértæk lög og beinist eingöngu að Norðurljósum. Hjálmar Árnason, þingflokks- formaður Framsóknarflokksins, túlkar ummæli Péturs þannig að hann sé að segja frá vangaveltum manna um stöðu á fjölmiðlamark- aði, sem sjálfstæðismenn hafa ekki einir verið að velta fyrir sér. sda@frettabladid.is Sjá nánar síður 6 og 8. GULLIN SIGURSTUND Í STOKKHÓLMI Ísland eignaðist þrjá Norðurlandameistaratitla unglinga í körfubolta í Stokkhólmi í gær og hér má sjá allan hópinn samankominn með bikarana þrjá en Ísland hafði aðeins einu sinni unnið Norðurlandameistaratitil í körfubolta. Ís- lensku krakkarnir tóku þrjá af fjórum bikurum í boði og heimamenn í Svíþjóð náðu aðeins í einn. Finnar, Danir og Norðmenn fóru hins- vegar tómhentir heim. Nánar um úrslitaleikina á síðu 22. Bush datt á fjallahjóli: Slapp með skrámur BANDARÍKIN, AP Bush Bandaríkja- forseti virtist ekki hafa hlotið var- anlegan skaða eft- ir að hafa dottið af fjallahjóli sínu á laugardaginn. Sjá- anlegar eru aðeins skrámur á höku, vör, nefi og hægri hendi. Að því er Hvíta húsið skýrði frá meiddist hann einnig lítillega á hné. Bush-fjölskyldan naut sam- vista um helgina í tilefni þess að tvíburadæturnar Barbara og Jenna eru að útskrifast úr há- skóla. Bush veifaði til mótmæl- enda gegn Íraksstríðinu sem kom- ið höfðu saman við Yale-háskól- ann í New Haven í tilefni af komu forsetans. ■ ARABÍSKIR OG AFRÍSKIR HESTA- MENN Í SÚDAN Forseta Súdan, Omar El-Bashir, er sýndur virðingarvottur í Nyala, höfuðborg Darfur- héraðs. 01 23.5.2004 23:21 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.