Tíminn - 16.10.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.10.1972, Blaðsíða 1
GOÐI .jó&'m* JO/tn w£g/t A/ RAFTÆKJADEILD Hafnarslræti 23 Símar 18395 & 86500 - Skyldi skákeinvíg ið skila hagnaði ? —Það eru hreint ekki litlir fjár- munir, sem runnið hafa i gegnum hendur okkar vegna skákcin- vigisins i sumar, sagði Hilmar Viggósson, gjaldkeri Skáksam- bands tsiands, við Timann — veltan verður einhvers staðar á milli sextiu og áttatiu miiijónir. Það nálgast, að viö förum að sjá fyrir endann á þessu, sagði Hilmar ennfremur. Þó vantar enn nokkuð upp á, að við getum sagt, hver niðurstaðan verður. Við lögðum þrettán hundruð þúsund krónur i bók um einvigiö, er koma átti út i Bandarikjunum þrjátiu dögum eftir að þvi lauk, I kringum 3. október. Sú áætlun hefur ekki staðizt, þvi aö bókin er ókomin enn, svo aö ekki verður i það ráöið, hvað til okkar kann aö renna þaðan. Þar aö auki er enn verið að vitja minnispeninga, sem búið var að panta, svo eigum við eftir að auglýsa það af þeim, er afgangs kann að verða. Fénist okkur til einhverra muna á bókinni til dæmis, gæti svo farið, að einvigið skilaði hagnaði, en það getur lika eins vel orðið dálitill halli, þótt tæpast nemi hann sérlega háum fjár- hæðum. En sem sagt: Það fer að sjást fyrir endann á þessu innan mjög langs tima. Til vinstri: Jóhann Svarfdælingur og blaðamaður Tfmans I gistiherbergi á Hótei Borg. Að ofan: Jóhann skoðar svefnból sitt, sem vitaskuld verður aö vera ilengra lagi. Timamynd: GE. JÓHANN SVARFDÆL- INGUR ( HEIMSÓKN Stp—Reykjavík Jóhann Pétursson frá Brekku- koti i Svarfaðardal, sem löngum hefur veriö kaiiaður Jóhann Svarfdælingur kom til landsins i gærmorgun frá Bandarikjunum. Frettamaður hitti hann snöggvast að máli á herbergi hans á Hótei Borg i gærkvöldi. Eins og meðfylgjandi myndir bera meö sér ber Jóhann vöxtu- legt hæruskotið skegg. Ósjálfrátt dettur manni I hug heljarmennið annálaða, Skugga-Sveinn. Þó er það alveg i hött, þvi aö Jóhann er* að sögn þeirra, sem hann þekkja, hið mesta prúðmenni i öllum háttum. Jóhann virðist fylla alveg út i litið herbergið, og aö sjálfsögðu var venjulegt rúm allt of litið, svo að nauðsynlegt hafði verið að tengja tvö saman. Hann var að sjálfsögöu þreyttur eftir margra tima flug yfir hafið og vildi þvi helzt komast hjá löngum viðræðum. Það eru nú orðin tæp 25 ár siðan Jóhann fór vestur til Banda- ríkjanna (fór þangað i marz 1948) og hefur hann aldrei komið til landsins á þeim tima. Samt sem áður talaði hann lýtalausa islenzku, eðlilega þó með nokkrum erlendum hreim. Kvaöst Jóhann hafa lesið islenzku blöðin við og við, og þannig getaö fylgzt með gangi helztu mála hér heima. Nefndi hann þar sérstak- lega stjórnmálin. Þegar Jóhann fór vestur, hafði hann haft samband við hring- leikahús i Flórida, þar sem hann starfaði i tvö ár. Hefur hann siðan talið sér heimili á Flórida. Þennan tæpa aldarfjórðung i Bandarikjunum hefur hann starfað hjá ýmsum fjölleika- og hringleikahúsum og ferðast með þeim um öll Bandarikin. Starf- semi þessa skemmtiiðnaðar er einkum á sumrin en á vetrum hefur Jóhann litils háttar starfað við kvikmyndaleik. Við spurðum hann, hvort hann væri ekki orðinn vel efnaður, þá kimdi Jóhann og vitnaði i gamla brandara frá Kanada, en lengi var sú trú hér heima, að þeir Islendingar, sem fluttust héðan vestur um haf, yrðu allir mill- jónamæringar. —Jú, ég er svo sem byrjaöur að safna annarri milljóninni. Hitt er svo annaö mál, að ég hef ekki safnaö þeirri fyrstu ennþá. Ekki kvaðst Jóhann vera al- kominn heim, og ekki hefði hann ákveðið, hve len'gi hann dveldi hér að sinni. Sagðist hann hafa látið undan þrábeiðni systkina sinna og annarra ættmenna að koma heim til ættlandsins og heilsa upp á þá fjölmörgu vini, sem hann á hér frá þvi i gamla daga. Akveðinn var hann að fara norður i heimahagana i Svarf- aðardal, norður i Brekkukot, þar sem hann ólst upp og ber enn hlýjan hug til. Jóhann fæddist á Akureyri 9. febrúar 1913 og er þvi kominn hátt á sextugasta árið. Margir muna eflaust eftir Jóhanni, er Framhald á bls. 13 ,,Handa að leika I gær kom upp um það kvitt- ur, að með ólikindum væru ferðir litiilar Beachcraft-flug- vélar, sem lent hefur eitthvaö þrisvar eða fjórum sinnum á Rey kjavikurflugvelli og staldrað var við stutta stund. Þessi flugvél kom á Reykja- víkurflugvöll igær frá Kanada og sögð hafa innan borðs sprcngiefni, er fara ætti til oliuborunarstöðva á llollandi eða við Hollandsstrendur. Var hún af þeim sökum látin standa afsiðis á flugveliinum á meðan hún var hér, svo að ekki stafaði af henni hætta. Farmur flugvélarinnar sem átti að millilenda i Skotlandi var ekki kannaður, en hitt fékk Timinn staðfest, að yfir- r Irunum sér að?" völdum væri tortryggni á ferð- um hennar og flutningi þeim, er hún hefði meðferðis. Kom á daginn, að getum er að þvi leitt, að ferðir hennar kunni að standa i einhverju sambandi við rósturnar á Norður-ír- landi. Þykir einkum harla ósennilegt að oliuleitarfélag noti slika smáflugvél til sprengiefnisflutninga yfir Atlantshafið. Það er með öðrum orðum grunur um vopna- eða sprengiefnasmygl, er upp gaus. Að svo komnu máli veit þó enginn, hvort þessi kvittur hefur við rök að styðjast — „kannski eitthvað handa trun- um að leika sér að”, sögðu menn. Hvað var innan borðs? Það vitum við ekki en þannig var þar umhorfs. Tlmamynd: Gunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.