Tíminn - 16.10.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.10.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur. 17. október 1972. „Augans leit yfir litanna sjóð" Tvær málverkasýningar heimsóttar Erl—Reykjavik Á sunnudag opnaði Ingvar Þor- valdsson sýningu á málverkum sinum að Hallveigarstöðum. Ingvar Þorvaldsson viö dýrustu myndina á sýningunni. Bláfjall. Ingvar er fæddur og uppalinn Húsvikingur og málarameistari að iðn. A sýningunni eru 30 myndir, allar málaðar með oliu- litum á yfirstandandi ári. Við- tökur gesta við þessari fyrstu sýningu hins unga málara virðast hafa verið allgóðar, þvi að fyrsta daginn seldust 8 myndir. Myndirnar eru allar „figúra- tivar” og eiga sér flestar fyrir- myndir i næsta nágrenni höfundar, frá Húsavik og úr Mývatnssveit. Þarna ræður litagleðin rikjum, enda hefur margt verið að sjá i Húsavikurfjöru, fram til þessa. — En nú eru skúrarnir, sem hafa gefið henni fjölbreytilegastan svip sem óðast að hverfa, en i staðinn koma nýjar verbúðir með sama ópersónulega kassasniðinu og nú er rikjandi á byggingum, segir Ingvar. Hann er, eins og áður segir málari að iðn og hefur i starfi sinu myndskreytt nokkrar byggingar, þ.á.m. félagsheimilið á Húsavik og barnaskólann á Raufarhöfn. Nú hefur Ingvar yfirgefið heim- byggð sina, en til Reykjavikur flutti hann i haust m.a. til að auð- veldara væri að stunda mynd- listarnám, en sl. vetur var hann i Myndsýn hjá Einari Hákonar- syni. Ekkisagðisthann eiga von á Guðrún Brandsdóttir si tur hér hjá mynd sinni af Ólafi Liljurós.” Tlmamyndir - Róbert. þvi að hann gæfi listinni sig allan að svo stöddu, en gaman væri að geta þó stundað þetta meira og lært meira. —Myndirnar kosta flestar frá 8000-30.00 kr, og eru allar til sölu Sama dag opnaði sjötug kona, Guðrún Brandsdóttir, málverka- sýningu uppi á Mokka. Þar sýnir hún 34 myndir, allar tmálaðar með oliulitum á siðustu 5 árum, en fyrr hafði hún ekki tækifæri til að sinna þessu áhugamáli sinu. INNLENT LAN RÍKISSIÓÐS ÍSLANDS 1972.2.FL VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI Hún er hjúkrunarkona og starfaði á slysavarðstofunni frá upphafi og þar til fyrir 5 árum, að hún hætti að gegna föstu starfi þar, en vinnur þó i afleysingum ennþá. Hana ættu þvi e.t.v. fleiri að þekkja en gera sér grein fyrir þvi i fljótu bragði, enda ekki alltaf i þvi ástandi að gera sér grein fyrir umhverfinu, þegar þeir hafa kynnzt höndum hennar. Fáir hafa þá rennt grun i, að listamanns- hendur hjúkruðú þeim. Sjálf vill Guðrún annars alls ekki nota orðið listamaður, segir að „hinum sönnu listamönnum” muni varla lika það. Guðrún festir einkum hug- myndir sinar á léreftið, „og þó að um landslag sé að ræða, er það lika hugmynd”, segir hún. Auk málverka hefur hún mikið málað á smáhluti ýmiss konar, t.d. skeljar, glös og flöskur en það er ekki til sýningar, segir hún, heldur aðeins til að gefa vinum minum. Þegar Guðrún hætti i föstu starfi, fór hún i Myndlistarskól- ann við Freyjugötu og var þar i fjögur ár. Eins sótti hún nám- skeið i teikningu i Myndlista - og handiðaskólanum. — Það voru nefnilega ekki skólar á hverju strái á æskuárum minum i Borgarfirði, segir hún, en hún er frá Fróðastöðum, i Hvitársiðu Verð myndanna er frá 2.500- 20.000 kr. og eru allar til sölu. í maí s. I. var boðið út 300 milljón króna spari- skírteinalán ríkissjóðs. Af þessari útgáfu eru nú um 200 millj. kr seldar og hefur sala farið vaxandi á ný að undanförnu. Ekki verður gefið út meira af þessum flokki og verður afgangur bréfanna til sölu á næstunni hjá bönkum, bankaútibúum og sparisjóðum um allt land, auk nokkurra verðbréfasala. Þessi flokkur spariskírteina er bundinn vísitölu byggingarkostnaðar frá 1. júlí þessa árs. Lionsklúbbur í Garða- og Bessastaða 2Spariskírteinin eru tvímælalaust ein skatt- og framtalsfrjáls og eina bezta fjárfestingin, sem völ er á, verðtryggða sparnaðarformið, sem þau eru fyrirhafnar- og áhyggjulaus, í boði er. 3Sem dæmi um það hve spariskírteinin eru arðbær fjárfesting skal upplýst, að tíu þúsund króna skírteini áranna 1965, 1966 og 1967 eru nú innleyst á rúmlega 41 þúsund, 33 þúsund og 29 þúsund, hvert fyrir sig og hafa því gefið árlegan arð liðlega 22-24 af hundraði. Innlausnarverð spariskírteina hefur rúmlega fjórfaldazt frá 1965, en það mun vera talsvert meira en almenn verðhækkun íbúða í Reykjavík á sama tímabili. Skírteini: Gefa nú. Árlegur arður. Frá sept. 1965 kr. 10.000 kr. 41.586 22,6% Frá sept. 1966 kr. 10.000 — 33.032 22,1% Frá sept. 1967 kr. 10.000 — 29.428 24,1% Október 1972. SEÐLABANKI ISLANDS hreppi Fyrir skemmstu tók til starfa Lionsklúbbur i Garða- og Bessa- staðahreppi, en hann er 54. klúbbur Lionshreyfingarinnar á Islandi. Stofnendur klúbbsins eru 30 úr báðum hreppunum. Stofnskra'rhátiðin fór fram 16. september að Garðaholti, en þar mun klúbburinn halda fundi sina. A hátiðinni afhenti Þórður Gunnarsson, umdæmisstjóri Lionshreyfingarinnar, nýkjörnum formanni klúbbsins, Þórði H. Jónssyni, stofnskrá fyrir klúbbinn, og bárust klúbbnum margar gjafir og heillaóskir. Hátiðin tókst vel i hvivetna, enda mjög vel sótt bæði af félögum og konum þeirra svo og gestum frá öðrum klúbbum. Viðstaddir voru einnig oddvitar hreppanna beggja og konur þeirra. Vænta félagar klúbbsins þess, að i framtiðinni muni i'lúbburinn láta margt gott af sér leiða fyrir þessi byggðarlög. Laitdsfni nrróður - yðar krMnr BÚNAÐARBANKI “ ISLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.