Tíminn - 16.10.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.10.1972, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Þriöjudagur. 17. október 1972. Er „óperan" í Þjóðleikhús- inu túskildings virði? Þjóðleikhúsið: Túskildingsóperan eftir Bertolt Brecht Tónlist: Kurt Weill Þý ðin g : Þo rst ein n Þorsteinsson Þýðing söngva: Þorsteinn frá Hamri, Sveinbjörn Beinteinsson, Böðvar Guðmundsson Leikstjórn: Gísli Alfreðsson Leiktjöld og búningar: Ekkehard Kröhn Hljómsveitarstjórn: Carl Billich. Hver er grundvallarhugmynd Túskildingsóperunnar og boð- skapur? Að minu viti er hann m.a. sá, að sýna i spéspegli skýra mynd af þeim mótsögnum, sem hugur borgara og hjarta nærist á. Brecht telur, að skýringin á áhug- anum, sem borgarar hafa a átiga- mönnum og bófum, sé fólgin i þeirri firru eöa misskilningi, að bófar geti aldrei orðið hlutgengir i borgaralegu þjóöfélagi né komizt i tölu góðborgara. Þessi misskiln- ingur er svo reistur á enn öðrum misskilningi, þ.e.a.s. þeim, að borgari verði aldrei aö bófa. Ætlun höfundar mun vera sú aö sýna góflega skoplegan þver- skurð af borgaralegu þjóðfélagi. Bófarnir og dækjurnar eru hér fulltrúar þess, svo giæsilegir sem þeir nú annars eru. Skopstælingin er algjör. Hvergi er sleginn! ófalskur tónn og er þá vitaskuld ekki átt viö dýrlega tónlist Kurts Weills. Allt er tilbúningur fals og blekking. Svik og prettir, grip- deildir og morð er arðvænlegasta og eftirsóttasta atvinnugrein þessa borgaralega bófafélags. Hér á bezt viö hið fornkveöna: „Hart er i heimi / hórdómur mikill / skeggöld, skálmöld / og skildir klofnir”. Það gengur meira aö segja svo langt með tilbúninginn, að sú mannlega eymd og vesöld, sem Peachum tekst að gera aö svo girnilegum verzlunarvarningi, er lika tilbúin. Astin er lika af gervi- toga spunnin. Þaö eina, sem er ósvikið er gegnlýsing Brechts á þrálátum þjóöfélagsmeinum og úrskurður hans viröist helzt vera sá, að litill sem enginn munur sé á stórbófum og virðulegustu borgurum i æöstu stöðum. Sé rétt að hlutunum farið, getur „brechsur” leikmáti einmitt notiðsin prýðilega i Túskildingsó- perunni. Þar ber leikendum beinlinis skylda til aö sýna per- áonur i skoplegu ljósi og gerast gagnrýnendur þeirra og dómarar og benda jafnvel á þær i háðungarskyni, ef svo ber undir. Ýkjur á leik og gráglettur eru þvi oft æskilegar, ef ekki bráðnauð- synlegar. Blátt bann er lagt við lágkúrulegri og „gamaldags” innlifun, en þeim mun meira kapp lagt á að breikka bilið milli leik- persóna annars vegar og leikenda hins vegar. Þar gerir fjarlægöini hugverkiö heillandi og leikendur lifandi, að minnsta kosti sam- kvæmt listkenningum Brechts. Magnús Jónsson, sem sviösetti- Túskildingsóperuna fyrir Leik- félag Akureyrar i fyrra, fylgdi liststefnu Brechts og anda með ólikt farsælli árangri heldur en Gisli Alfreðsson gerir nú. Sýning norðanmannanna var að visu ekki alveg gallalaus, en hvilikur munur er þó á skilningi þeirra og vinnubrögðum og atvinnufólksins i Þjóðleikhúsinu. Þótt þýzk menntaður sé, bregður leikstjór- inn á það óheillaráð að hvitþvo Brecht og snurfusa af þrálátri kostgæfni, en hann lætur ekki þar viö sitja heldur gerir hann lika broslega tilraun til að draga vig- tennurnar úr byltingaskáldinu tannhvassa. Hvaö gengur mann- inum eiginlega til? Sýninguna skortir af þessum sökum lifs- anda, eldmóö, stefnufestu og formfestu. Leikstjóranum er ekki sú list gefin að laða fram réttan geðblæ, samstilla átak allra aðila og veita bæði stórum straumum og smáum i einn farveg. Hver syngur með sinu nefi, hver leikur eftir eigin höföi. Einn syngur og leikur i norður, annar i suður, sá þriðji i vestur og sá fjórði i austur. Afleiðingin er sú, að úr þessu verður slik heljarinnar al- viöra, aö maður veit ekki hvaðan á mann stendur veðrið. Mjög var það og misráðiö af leikstjóranum aö rifa Túskildingsóperuna upp úr rótum sins eiginlega jarövegs og skilja hana frá sinum tima og aldarhætti. Hvernig dirfist Gisli Alfreðsáon að taka ser slikt bessaleyfi? Skilur hann ekki hvi- lik spjöll hann vinnur með þviliku athæfi? Skylt er þó að viðurkenna hér, að ljósum glömpum bregður er vandfariö með góðan grip. Rúrik Haraldsson skýtur yfir markið og það talsvert. Ævar R. Kvaran, Edda Þórarinsdóttir, Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Þórhallur Sigurðsson og Sigurður Skúlason leggja ekkert nýtt né frumlegt af mörkum. Um Briet Héðinsdóttur og Flosa ólafsson er það að segja, að þau sýna þó lofsverð tilþrif á nokkrum stöðum. Þóra Lovisa Friðleifsdóttir virðist meta radd- færi sin litils eftir meðferðinni á þeim að dæma. Sú eina, sem leikur og syngur stöðugt i rétta átt er Sigrún Björnsdóttir i hlut- verki Knæpu-Jennýar. Framlag hennar er jafnglæsilegt sem framlag leikstjórans er óglæsi- legt. Ef þessi leikkona er ekki til stórræða likleg, þegar fram liða stundir, þá er ég illa svikinn. Að lokum langar mig til að spyrja tveggja spurninga. Hvers- vegna var ekki valið eitthvert annað verk eftir Brecht eins og t.d. Góða konan frá Setzúan, Gali- leo eða Kritarhringurinn hans. Túskildingsóperan hefur bæði verið sýnd hjá L.R. og L.A. og það siðast I fyrra. Siðari spurningin hljóðar svona: „Er „óperan” i þjóðleikhúsinu túskildings virði?” Svari nú hver fyrir sig. Halldór Þorsteinsson P.S. Vegna anna gat ég ekki séö Túskildingsóperuna fyrr en á þriðju sýningu, laugardaginn 14. þ.m. Lesendur eru hér meö beðnir velvirðingar á drættinum, sem orsakazt hefur af þeirri ástæöu. H.Þ. Myndin var tekin á æfingu á Túskildingsóperunni, og er Róbert Arnfinnsson þarna umkringdur mörgum meyjum. fyrir i einstaka atriöum eins og t.d. á kveöjustundu Pollýar og Makka hnifs i skemmunni. Þrátt fyrir ótviræöa leikhæfi- leika og fágæta, finnst mér Róbert Arnfinnsson ekki eiga alls kostar heima i hlutverki Macheaths eða öðru nafni Makka hnifs. 1 stað þess að sundurliða ástæöurnar fyrir þvi, ætla ég aö leyfa ykkur, lesendur góðir, að geta i eyðurnar eða að lesa á milii linanna eftir eigin getu og dóm- greind. Aöur en við skiljum við Róbert Arnfinnsson langar þann, sem þetta ritar, að varpa fram þeirri spurningu hvort það sé I. rauninni ætlun að gera aðal- gæðing stofnunarinnar, þjóð- leikarann okkar góða, að ótindu brúkunarhrossi á stærsta leik- vangi þjóðarinnar. Hann á þúsundfalt betra skilið og áhorf- endur sömuleiðis. Munið, að það Maðurinn skilaði barninu Klp—Reykjavík Eins og áöur hefur komið fram I fréttum, hefur lögreglan haldið uppi fyrirspurn um mann, sem nitaði að láta af hendi til fyrr- verandi eiginkonu sinnar barn, sem þau áttu, og úrskuröað hefur veriö að ætti aö vera I umsjá hennar. Eftir að úrskurðurinn féll fyrir viku siöan, hvarf maðurinn með barnið og spurðist ekki til þeirra, fyrr en um siðustu helgi, aö maðurinn gaf sig fram og skilaði barninu. Maöur þessi, sem er góökunnur listamaður og vel látinn af öllum,er til hans þekkja, hefur að undanförnu háð haröa baráttu fyrir þvi að fá að halda barninu hjá sér, en móðirin, sem er brezk vildi einnig hafa þaö og hún vann máliö fyrir islenzkum dómstólum. Brotizt inn í Stapa Um helgina var brotizt inn i veitingahúsið Stapa I Njarö- vlkum. Er þetta i þriðja sinn á skömmum tíma, sem þar er brotizt inn og skemmdarverk unnin. Að þessu sinni höfðu þjófarnir á brott með sér öl og vindlinga að verðmæti um 25 þús. krónur. Stp—Reykjavik 1 efri deild Alþingis i gær flutti menntamálaráðherra Magnús Torfi Ólafsson frumvarp til laga um hlutdeild rikisins i byggingu og rekstri dagvistunarheimila. Einnig flutti menntamálaráð- herra frumvarp til laga um Fóstruskóla íslands og 1 þriöja lagi um Stýrismannaskólann i Vestmannaeyjum. Sameiginlegt þessum þremur frumvörpum, er, að þau voru öll flutt siðla á siðasta þingi og eru nú flutt óbreytt af menntamálaráðherra. Hinn 20. desember 1971 skipaði menntamálaráðherra nefnd til þess að semja frumvarp til laga um hlutdeild rikisins i byggingu og rekstri barnaheimila. For- maöur var skipaður Stefán 01. Jónsson, fulltrúi i menntamála- ráöuneytinu. Aðrir i nefndinni voru: Guðrún Jónsdóttir, félags- ráðgjafi, Gyða Sigvaldadóttir, forstöðukona, Svava Jakobs- dóttir, alþingismaður, og Þóra Þorleifsdóttir, Var lagafrum- varpið um dagvistunarheimili, er menntamálaráðherra flutti i gær, samið af þessari nefnd. Hinn 29. júni 1971 skipaði þá- verandi menntamálaráöherra, dr. Gylfi Þ. Gislaáon, nefnd „til þess að gera tillögur um framtið Fóstruskólans og tengsl hans við hið almenna fræðslukerfi” 1 nefndina voru skipuð: Sigurður Helgaáon, stjórnarráðsfulltrúi, formaður, Kristján J. Gunnars- son, skólastjóri, Valborg Sigurðardóttir, skólastjóri, og hinn 5. október 1971 var bætt i nefndina Ásgeiri Guðmundssyni, skólastjóra, skv. tilnefningu Barnavinafelagsins Sumar- gjafar, og Svandisi Skúladóttur, fóstru, skv. tilnefningu Fóstru- félags Islands. Nefndin samdi frumvarp til laga um Fóstrunar- skóla Islands, er flutt var efnis- lega óbreytt i gær, en nafni skólans breytt i Fóstruskóla tslands. Arið 1964 voru sett lög um Stýrimannaskólann i Vest- mannaeyjum og breytt með lögum nr. 6 frá 25. marz 1967. Voru þessi lög að mestu sniðin eftir þágildandi lögum um Stýri - mannaskólann i Reykjavik. A siðasta Alþingi voru samþykkt ný lög um Stýrimannaskólann i Reykjavik, og þykir þess vegna eðlilegt að samræma lög um Stýrimannaskólann i Vestm.eyj- um þeim lögum, vegna ýmissa breytinga, sem á þeim hafa orðið, bæöi hvað snertir efni og form. Stýrimannaskólinn i Vest- mannaeyjum útskrifar aðeins skipstjórnarmenn meö réttindum 1. og 2. stigs, en megin tilgangur hinna nýju laga, er sá, að skólarnir veiti sambærilega menntun á þessum tveim skóla- stigum, þannig að nemendur úr Vestmannaeyjum geti haldið áfram námi i Reykjavik að loknu öðru stigi. — Samþykkt var að visa öllum frumvörpunum til annarrar umræöu og menntamálanefndar. I—BI ■ Menntamáiaráðherra flytur þrjú frumvörp til laga Frumvarp til laga um raforkuver Vestfjarða Stp—Reykjavik Á Alþingi i gær flutti iðnaöar- ráðherra, Magnús Kjartansson, frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 54 frá 20. april. 1954 um orkuver Vestfjarða. Fyrsta grein frumvarpsins hljóðar svo: 1. gr. laga nr. 54 20. apríl. 1954 orðist svo: Rikisstjórninni er heimilt aö fela Rafmagnsveitum rikisins að virkja Dynjandisá eða Mjólká til raforkuvinnslu i orkuverum með allt að 10.000 kilówatta fram- leiðslugetu og gera nauðsynlegar ráðstafanir á vatnasvæði ánna til að tryggja rekstur þeirra. Enn fremur að leggja 'aðalorkuveitur frá raforkuverunum um Vest- firði. 2. gr.: Lög þessi öölast þegar gildi. — Frumvarpinu fylgdi fylgi- skjal undirritaö af forseta tslands, Kristjáni Eldjárn, bráðabirgðalög um breytingu á lögum nr. 54 20. april. 1954 um orkuver Vestfjarða. Um frumvarpið tók einnig til máls Matthias Bjarnason, annar þingmaður Vestfjarðakjördæmis og lýsti hann yfir stuðningi við frumvarpið. Samþykkt var að visa frum- varpinu til annarrar umræðu og iðnaðarnefndar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.