Tíminn - 16.10.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.10.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur. 17. október 1972. TÍMINN 9 Útgefandi: FraTnsóknarflokkurlhn Framkvæmdastjóri': Kristján Benettiktsson. Ritstjórar: l*ór|: arinn Þórarinsson (ábm.),<Jón Helgason, Tómas Karlsson ‘Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Timans) Auglýsingastjóri: Steingrlmuit. GUiasetoi, • Ritstjórnarskrif stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 183QP-ý830G Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðsluslmi 12323 — auglýs i;: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300..,Askriftargjalct;; S25 kyónur á mánuði innan lands, I lausasölu 15 krónur ein-j:; takiö. Blaðaprent iv.f. Talað tveim tungum Það fór ekki illa á þvi, að Eyjólfur Konráð Jónsson birti alllanga grein um það i Lesbók Morgunblaðsins siðastl. sunnudag, að Morgun- blaðið væri sérstaklega heiðarlegt og áreiðanlegt blað i fréttaflutningi, og sjálfstætt og óháð i mál- flutningi og laust við að vera undir beinni stjórn Sjálfstæðisflokksins. Forustugrein Mbl. og Reykjavikurbréf Mbl. staðfestu það nefnilega vel þennan sama dag, hve mikið mark væri takandi á þessum yfirlýsingum Eyjólfs. Skal þá fyrst vikið að Reykjavikurbréfinu. Efni þess er um sambúðina innan rikisstjórnar- innar, eða nánar tiltekið um samvinnuna milli ráðherra Framsóknarflokksins og Alþýðubanda- lagsins. ’ Niðurstaðan er sú, að ráðherrar Alþýðubandalagsins beiti mestu frekju og og of- forsi og ráðherrar Framsóknarflokksins láti jafnan undan siga. Allar horfur séu á, að þetta eigi þó eftir að versna. Lýsingar Reykjavikur- bréfs um undirlægjuhátt þeirra Ólafs Jóhannes- sonar og Einars Ágústssonar eru mjög á svip- aðan veg og lýsingar Mbl. fyrir meira en hálfum öðrum áratug á undirlægjuhætti Hermanns Jónassonar og Eysteins Jónssonar við Lúðvik Jósefsson i þáverandi vinstri stjórn. Frumlegri eru þessar lýsingar Mbl. ekki. En nú vikur sögunni að forustugrein Mbl. á sunnudaginn, en hún birtist á sömu siðu og Reykjavikurbréfið. Fyrirsögn hennar er: Fram- ferði Lúðviks Jósefssonar. — Þar er þvi siður en svo haldið fram, að Lúðvik Jósefssyni hafi tekizt að beygja samstarfsmenn sina, heldur hið gagn- stæða. I greininni er þvi fyrst lýst, að Lúðvik Jósefsson hafi beitt sér harkalega gegn hækkun fiskverðsins, en að lokum gefizt upp. Siðan er það rakið i greininni, að Lúðvik Jósefsson hafi beitt sér með mikilli frekju gegn sérstökum styrk til togaranna, sem bæði forsætisráðherra og fjár- málaráðherra hafi verið búnir að fallast á, en að lokum hafi Lúðvik séð þann kost vænstan að láta undan siga. Þannig á Lúðvik að hafa farið hverja hrakförina annarri meiri innan rikisstjórnar- innar. Oft áður er Mbl. svo búið að lýsa þvi, hvernig Lúðvik hafi gefizt upp i andstöðu gegn lengingu flugbrautarinnar i Keflavik. Þannig er talað tveim tungum i forustugrein og Reykjavikurbréfi Mbl. á sunnudaginn var. í Reykjavikurbréfinu eru það ráðherrar Fram- sóknarflokksins, sem sagðir eru láta undan. í for- ustugreininni er það hins vegar Lúðvik Jósefs- son, sem er sagður biða ósigrana. Það er von að Eyjólfur Konráð teldi sig þurfa að setja heiðar- leikastimpil á Mbl. i Lesbók þess þennan sama dag! En almenningur áttar sig vafalaust á þvi, hvað veldur þessum broslegu mótsögnum á sömu siðu Mbl. siðastl. sunnudag. Mbl. telur sig geta með. þessum hætti komið af stað ágreiningi innan stjórnarflokkanna. Reykjavikurbréfið á að gera Framsóknarmenn óánægða, en forustugreinin á að gera Alþýðubandalagsmenn óánægða! Gott á Sjálfstæðisflokkurinn, að geta vitnað til þeirra orða Eyjólfs Konráðs, að Mbl. sé ekki undir beinni stjórn hans. En varaformaður Sjálfstæðis- flokksins getur ekki verið eins ánægður vegna þeirrar ábyrgðar, sem hann ber á stjórn Mbl. Þ.Þ. Páll Þorsteinsson: JÖFNUÐUR í STJÓRNMALAYFIRLÝS- INGU Framsóknarfiokksins, sem samþykkt var á 15. flokksþinginu, háðu i Reykja- vík 16.—21. apríl 1971, segir svo m.a.: „Framsóknarflokkurinn stefnir að: Jafnrétti og jafn- ræði allra þegna þjóöfélags- ins. Félagslegri samstöðu um lausn þjóðfélagsvandamála. Jafnri aðstöðu til menntunar. Framför landsins alls. Aukn- um almannatryggingum”. i málefnasamningi, sem gerður var við myndun núver- andi rikisstjórnar, þar sem formaður Framsóknarflokks- ins er forsætisráðherra, var að sjálfsögðu tekið mið af þessari stefnu-yfirlýsingu flokks- þingsins. Hér skal drepið á þrjú mál, er gefa greinilega bendingu um, að unnið er í samræmi við þessa stefnu. Með almannatryggingum er veittur fjárhagslegur stuðn- ingur þeim þjóöfélagsþegn- um, sem standa höllum fæti sökum sjúkdóma, aldurs eða af öðrum ástæöum. Einnig eru veittar fjölskyldubætur þeim, sem hafa börn á framfæri. Siðan núverandi stjórn kom til valda hafa almannatrygging- ar veriö auknar til mikilla muna, lífeyrisgreiðslur hækk- aðar, látin koma til fram- kvæmda tekjutrygging þeim til handa, sem hafa ekki aðrar tekjur en ellilifeyrir almanna- trygginga og fjölskyldubætur auknar. Við breytignar á trygginga- löggjöfinni hefur þess verið gætt, að jafnrétti verði milli einstaklinga með svipaða að- stöðu, s.s. að ekkill og ekkja hafi hliðstæöan rétt gagnvart tryggingunum. Bótagreiðslur trygginganna eru jafnháar hvar sem er á landinu. A SUMUM sviðum verður mikill aðstöðumunur eftir bú- setu manna. Þetta kemur greinilega fram i sambandi við skólagöngu ungmenna. Hjá þeim, sem geta gengið I skóla frá heimilum sinum, verður námskostnaður mikl- um mun lægri en hjá þeim nemendum, sem eiga ekki annars kost en að fara að heiman og dvelja fjarri heim- ilum sinum vegna námsins. Þar sem þarf aö senda nemendur frá heimili i skóla, stundum tvo eða fleiri nemendur á sama tima, getur kostnaður, sem af þvi ieiðir, orðiö mjög mikill hjá þeirri fjölskyldu, sem i hlut á. Stuðn- ingur rikisins viö rekstur heimavista hefur miðaö að þvi að draga úr þessum kostnaði, en þaö nær of skammt. Þing- menn úr hópi Framsóknar- manna hafa á undanförnum árum bent á þetta og gert til- lögur um að gerðar yröu sér- stakar ráðstafanir með lög- gjöf til að jafna þennan að- stöðumun. Sá árangur varð af þessu, að veitt hefur verið á fjárlögum nokkur fjárhæö i þessu skyni og þvi fé úthlutað til nemenda eftir vissum regl- um. En á siðasta þingi var stigið stærra skref á þessu sviði. Þá voru sett ný lög um ráöstafanir til jöfnunar á námskostnaði. Þessi lög eiga að koma til framkvæmda á skólaári þvi sem nú er að hefj- ast. Samkvæmt iögum þessum veitir rikissjóður námsstyrki til jöfnunar á fjárhagslegum aöstöðumun nemenda i framhaldsskólum, að þvi ieyti sem búseta veldur þeim misþungum fjárhagsbyrðum. Réttur til námsstyrkja sam- kvæmt lögunum er bundinn við þessi skilyrði: — Að hafa lokið skyldu- námi. Aö veröa að vista sig utan lögheimilis sins og fjarri fjöl- skyidu sinni vegna námsins. Páll Þorsteinsson. Að stundað sé reglulegt nám, sem framhaldsskóli við- urkennir sem áfanga aö rétt- indum eöa prófi, er hann veit- ir. Aö nemandi eigi ekki rétt til námsláns eða styrkja samkvæmt lögum. Nefnd, sem menntamálaráöuneytið skipar, aflar upplýsinga um námskostnað og gerir saman- burð á námskostnaði, annars vegar þeirra nemenda, sem verða að dvelja fjarri lög- heimilum sinum við nám, og hins vegar þeirra, er stundaö geta nám sitt án þess að hverfa að heiman. Siðan gerir nefndin tillögur um, hvað greiða skal tii jöfnunar á námskostnaöi vegna nemenda I heimavistarskólum annars vegar og heimangönguskólum hins vegar. Skólastjórar munu veita nemendum aðstoð viö að gera úr garði umsóknir og önnur skilriki í þessu sam- bandi. i MALEFNASAMNINGI setti rikisstjórnin sér þaö markmiö að vinna að aukinni jöfnun raforkuverðs i landinu og að Ijúka innan þriggja ára rafvæöingu allra þeirra bú- jarða i sveitum, sem hag- frá samveitum. Hinum, sem tryggja verður raforku með einkavatnsaflsstöðvum eða disilstöövum, verði veitt aukin opinber aðstoð. Raforka veitir lifsþægindi, sem allir vilja njóta. Þegar ákveðið var af núverandi stjórnarflokkum að Ijúka raf- væðingu sveitanna á þriggja ára timabili, þá var stigið mjög mikilvægt skref i þá átt að jafna að fullu aöstöðumun á þessu sviði hjá þeim, sem búa i sveitum, gagnvart þeim, sem heimili eiga i þéttbýli. Nóg raforka er'ekki einungis nauð- synleg vegna heimilanna, heldur er hún undirstaða hvers konar iðnaðar og ann- ars, sem eykur fjölbreytni at- vinnulifs. Nær alls staðar við störf er fariö með tæki, sem tengd eru rafmagni. Þar sem raforkan er svo mikilsverður þáttur I nútima atvinnulifi, sem raun ber vitni, þá skiptir miklu að verð á raforku sé svo hóflegt sem kostur er. Þaö hefur þvi lengi verið eitt af áhugamálum Framsóknarflokksins að kom- ið veröi á jöfnunarverði á raf- orku. Nú er rúmur aldarfjórðung- ur siöan raforkulögin voru sett. Með þeim var lagður grundvöllur aö miklum og við- tækum framkvæmdum á þessu sviöi, enda hafa verið unnin stórvirki i raforkumál- um á þessu timabili. Þegar raforkulögin voru sett fyrir 20-30 árum, var af hálfu Framsóknarflokksins kostað kapps um, að tekið yrði i löggjöfina þaö ákvæði, að komið skyldi á jöfnunarverði á raforku i heildsölu. Sú tiilaga hiaut þá ekki nægilegt fylgi þingmanna úr öðrum flokkum og var felld, en þó með litlum atkvæðamun. Núverandi rikisstjórn hefur tekið upp þetta gamla baráttumál Framsóknarflokksins og I málefnasamningi gefið fyrir- heit um að vinna að aukinni jöfnun raforkuverðs i landinu. t framhaldi af þessu var á sið- asta þingi flutt af rikisstjórn- inni tillaga til þingsályktunar um raforkumál, þar sem svo er kveðið á, að stefnt skuli að þvi, að verð á raforku veröi sem næst þvi að vera hið sama um land allt. Tillaga þessi varö eigi útrædd á siðasta þingi, en málið mun væntan- lega verða flutt á ný og fá af- greiðslu á þingi I vetur. TRYGGINGAKERFIÐ eyk- ur ekki útgjöld þjóðarbúsins i heild i viðskiptum við aörar þjóðir. En það er orðiö afar kostnaðarsamt fyrir rfkissjóð og stórhækkar útgjöld hans. Samkvæmt fjárlögum ársins 1972 fara til almannatrygg- inga og atvinnuleysistrygg- inga rúmar 30 kr. a'f hverjum 100 kr., sem greiddar eru úr rikissjnöi á árinu. Með þessu er gerð geysilega mikil til- færsla fjármuna milli þegna þjóðfélagsins, þar sem fyrir- tæki og einstaklingar, sem sæmilega aðstöðu hafa láta af hendi, en hinir njóta góðs af, sem hafa skerta starfsorku eða búa við þröngvan kost. Víðtækar almennar trygging- ar eru grundvallaðar á félags- hyggju. þar sem maðurinn sjálfur er metinn meira en annaö og fjármagninu dreift þannig, að allir landsmenn geti notið sæmilegra lifskjara. Ráðstafanir til jöfnunar á námskostnaði eru einnig grundvallaöar á félagshyggju. ÞEIRRI tillögu að jafna verð á raforku um land allt hefur verið andmælt með þeim rökum, að kostnaðar- minna sé aö leiða rafmagn um þéttbýli en strjálbýli. Rafmagnsveitur á þeim svæðum landsins, þar sem rafmagnsnotendur eru margir og þar á meðal stór iðjuver, hafi betri rekstrargrundvöll en rafmagnsveitur á öðrum stöðum. Af þvi leiði, aö eðli- le.gt sé, að rafmagnsverð sé mjög misjafnt I landinu. En á fleira ber að lita i þessu máii. Orkuiindirnar- fallvötnin og jarðhitinn- eru ekki á þeim svæðum landsins, þar sem byggðin er þéttust. Þessi nátt- úruauðæfi ber að hagnýta til hagsbóta fyrir þjóöarheildina. Stofnkostnaður hinna stóru orkuvera hefur ekki verið greiddur með einkafjármagni. Þar hafa komið til rlkisfram- lög og stórfelldar ríkisábyrgð- ir á lánum. Bak við þá fjár- mögnun stendur þjóðin öll. Með þvi að koma á jöfnu verði á raforku um land allt yrði gerð nokkur tilfærsla á fjár- munum innan kerfisins. Slik ráðstöfun rikisvaidsins væri i anda félagshyggju, likt og tryggingarnar. Og þessi leið er fær, en hún krefst félags- legrar samstöðu. ÞRIÐJUDAGSGREININ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.