Tíminn - 16.10.1972, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.10.1972, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur. 17. október 1972. Listinunauppboð hafa ávallt þótt nokkrum tíð- iiidum sæta hérlendis, e.t.v. í og með vegna þess, að þar mættust Marnmon og menningin. Fjöldi manns hefur drifið að til að sjá faðm- lög þeirra skötuhjúa og gera þau sér hliðholl annað hvort eða bæði. Sumir hafa sloppið ,,litt sárir en ákaflega móðir”frá hildar- leiknum, en hinir munu þó fleiri, sem Mammon liefur borið ofurliði. Þvi var það siðastliðinn þriðjudag, að tiðinda- maður blaðsins brá sér á vettvang upp á Hótel Texti: Erlingur Myndir: Róbert Þessi Þingvallamynd Kjarvals seldist ekki, enda fylgdi henni 75.000 króna lágmarksverð. Sögu, en þar fór þá fram málverkauppboð á vegum Listmunaupp- boðs Sigurðar Bene- diktssonar h.f. Hafði hann ljósmyndara sér við hlið, og voru þeir hinir vigalegustu, er þeir gengu i Súlnasalinn laust fyrir kl. 5 þennan dag. Ekki var þó ætlun þeirra að hlanda sér i baráttuna né heldur að bera klæði á vopnin, þótt einhverjir særðust, heldur skyldi nú fylgzt með orustunni og fyllsta hlutleysis gætt. Er „njósnararnir” gengu i salinn var þar fyrir allstór hópur fólks. Það, sem mesta athygli vakti, var fjölbreytnin i mann- Mammon og menningargyðjan í faðma Hér heldur Hilmar á Þjóðsögu Muggs, áritaðri á baki meö „kunstforcdrag” listamannsins eins og hann komst að orði Tlmamyndir - Róbert. vali staðarins. t stað þess að sjá þarna nær eingöngu virðulega og hægláta eldri borgara, var að finna fólk á öllum aldri, og fjöl- breytnin i klæðaburði svaraði til allra aldursskeiða. (Þósáfrétta- maður engin korn börn, en e.t.v. móta fyrir nokkrum). Stöðugt fjölgaði i hópnum, en ekki fylltist þó salurinn alveg, enda rúmar hann „fleiri hundruð og fimmtiu manns”, eins og kerlingin sagði. Hilmar Foss, sem veitir upp- boðinu forstöðu tók mér ákaflega ástuðlega, fékk mér i hendur uppboðsskrá og benti á þær myndir, sem hann taldi athyglis- veröastar og mesti bardaginn myndi standa um. Sæti fékk ég fyrir miðjum sal, reiðubúinn að snúa mér til allra átta eftir þvi, sem boðin streymdu,að, en ljós- myndarinn læddist ut á meðal uppboðsgesta, tilbúinn að gripa hin minnstu svipbrigði og festa á filmu. Gestirnir sátu hinir rólegustu við borð sin, dreyptu á kaffi sinu eða pilsner og röbbuðu saman um góða veðrið, sem var þennan dag. Enga heyrði ég ræða um myndirnar og væntanlegt verð þeirra. Aldrei var að vita, hvar andstæðingarnir leyndust, og þvi bezt að tala ekki af sér. Þvi betur settu menn á sig andlit og verustaði hættulegustu mótfram- bjóðendanna til að eiga hægara með að henda á lofti boð þeirra og senda til baka af margföldum krafti. Nú leið að settum tima. Þögn sló á hópinn, menn sneru stólum sinum i rétta átt og biðu hinnar stóru stundar með svipaðri ákefð og börn biða aðfangadagskvölds jóla, enda allt i óvissu með, hvað þeir hrepptu, engu siður en börn- unum er innihald jólabögglanna hulið, unz þau fá þáihendur. Kl. stundvislega 5 gekk Hilmar fram, bauð gesti velkomna og setti leikinn. Siðan kynnti hann uppboðsskilmála, sem voru fáir og skýrir. Eitthvað hafa þessar mæðgur dregið I búið. Einbeitnin leynir sér ekki i svip þeirrar litlu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.