Tíminn - 16.10.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.10.1972, Blaðsíða 11
Þriðjudagur. 17. október 1972. TÍMINN JLL F- I heimsókn ó iistmunauppboð Sigurðar Benedikts sonar h.f. Þá var fyrsta myndin borin fram, Túlipanar, eftir öldu Snæhólm Einarsson. —A hverju vilja menn byrja? kallar Hilmar. Þögn rikir i salnum — menn lita finnanlegur i salnum gekk sú mynd inn óseld. Eins fór með hina myndina. Hún verður að biða sins tima. —Þá koma næst myndir eftir ungan og efnilegan listamann Að uppboðinu loknu myndaöist biöröð við kassann, er menn komu aö greiða myndir sinar. i eftirvæntingu hver til annars — hendur kreppast i vösum og þeir, sem enn standa fá sér sæti sem bráðast, til að enginn sjái, hvernig glimuskjálftinn læðist um hnén. Enn heyrist ekkert boð. —Vill enginn riða á vaðið og bjóða i þessa laglegu mynd? segir Hilmar. Sama þögnin rikir. Islendingar eru seinir af stað, en þvi ákafari að halda áfram, þegar út i hita leiksins er komið. Skyndilega rýfur röddþögnina. —500 —Þúsund er réttara, — hver býður 1000 segir Hilmar, látið nú boðin koma. —Eitt þúsund krónur, segir kvenrödd. —1500 -2000, heyrist kallað. —Tvö þúsund krónur boðnar, segir Hilmar. — býður nokkur betur? 2000 kr. 1 .. 2. og 1.. 2. og 1. 2. og —3000, heyrist kvenrödd hrópa. Hærra boð barst ekki, svo að myndin seldist á 3000 kr. Næst seldist falleg mynd eftir Axel Einarsson á 7000 kr. —Þá koma tvær myndir eftir Einar G. Baldvinsson, segir Hilmar. — Hver vill gera 20000 króna boð i þessa hér? Enginn gefur sig fram en í hina bjóða menn ákaft, unz hún er slegin á 23.000 krónur. Það var lit- rik mynd frá Reykjanesi. Næst eru boðnar upp tvær myndir eftir Eyjólf K. Jónsson og fara báðar á sæmilegu verði að dómi fréttamanns. Aðra þeirra frá vistmenn á Reykjalundi að hafa að augnayndi i framtiðinni. Þá er komið að mynd eftir Finn Jónsson. Það er Eyjafjallajökull, málaður með oliu á striga 85x106 cm. —30.000, er fyrsta boð. Siðan hækka boðin um 1000 kr, unz hún selst á 37.000 kr., þrátt fyrir áskoranir um að bjóða 40.000. Halldór Pétursson á tvær myndir, sem næst eru boðnar fram. Hin fyrri er af Króksbæ á tsafirði og sýnir þróuiThússins úr timbri yfir i stein. Þar . sem enginn ,,local-patriot” var segir Hilmar, —Jón Baldvinsson. Hann stundar nú nám við Aka- demiuna i Árósum og þykir þar góður. Hann á ábyggilega eftir að fara i hátt verð. Boðin streyma inn 3, 5, 7, 10, 12, 14, og 15.000, en það reynist hæsta boð, og myndin er slegin. Karen Agneta á þarna blóma- mynd, sem fer á háu verði, eftir að Hilmar hefur minnt á kyrrlífs- myndir Ninu og Kristinar Jóns- dóttur. —Nú fer þetta að nálgast eitthvert vit, verður Hilmari að orði, um leið og hann slær mynd- ina á 25.000 kr. Nú er borin fram geysistór mynd eftir Kára Eiriksson, en þó að Hílmar spyrji, hvort enginn hafi boðleg húsakynni fyrir þessa glæsilegu mynd, vill enginn ganga inn i 50.000 króna lág- marksboð.sem fylgir henni. Þá koma nokkrar snotrar landslagsmyndir og fara á all- góðu verði. Andrúmsloftið i salnum rafmagnast. Menn róa af spenningi i sætum sinum og kliðurinn eykst. Hilmar ýtir við mönnum, minnir þá á timann og hvetur þá til að bjóða rösklega. Við þetta kemur fram dulbúin keppni milli „vinstri og hægri''' manna, þ.e. þeirra fyrir innan og framan Hilmar. Þegar kemur að mynd nr. 20 á skránni hlaupa boðin á fimm þúsundum allt upp i 25.000, en þá hægja menn skyndilega á sér og aðeins einu er bætt við. —26.000 eru boðin i sýslumannssoninn frá Sauðárkróki, kallar Hilmar, — lágt verð hér i dag, engin verð- bólga. Myndin þroskast upp i 30.000 við þetta og er slegin á þvi verði. Timinn liður, boðin hækka og koma nú greiðar en áður. Brátt er farið að bjóða upp verk látinna listamanna og verðið hækkar. Þó vill engin ganga inn i lágmarks- verð tveggja mynda eftir Bryn- jólf Þórðarson, sem báðar eru málaðar 1918 fyriraustan fjall. — Þangað hefur Brynjólfur heitinn varla komizt oft til að mála, segir Hilmar, er hann býður litla vatnslitamynd af Heklu, en ekkert hrifur. Guðmundur frá Miðdal á þarna tvær myndir, en varla er hægt að segja að kaupendur taki stóran kipp, þótt þeir bjóði annars sæmi- lega i þær. Þá er kömið að konumynd eftir Gunnlaug Blöndal. Hún er ófull- gerð, en einstök tæknilega, eins og Hilmar segir, þegar hann býður myndina. Hið sama má segja um allar hans andlits- myndir Hvar byrjum við á Blöndal, sem allt ætlaði um koll að keyra út af i fyrra? heldur Hilmar áfram. Þögn slær á hópinn. Enginn virðist vilja riða á vaðið — enginn vill sýna listamanninum og list- hans þa óvirðingu, að gera i hana skammarlega lágt boð. En jafn- framt vilja menn eðlilega komast hjá þvi að þurfa að punga út „óþarflega” háum upphæðum. Menn standa á öndinni til að rjúfa ekki kyrrð andrúmsloftsins. Skyndilega er hér orðið eins og i einangrunarklefa, menn stara framfyrirsigogtelja peninga i huganum. Hvað skyldi vera óhætt að nefna lága tölu, án þess að ósæmilegt teljist, hugsa menn hver i sinu horni, en fréttamann langar til að gerast svo dónalegur að nefna þúsund krónur. Frá þvi hverfur hann þó strax, vitandi að boðin streymi þá inn og fari fljótt fram úr greiðslugetu hans. Myndin er dregin til baka, og er þá ekki laust við að sumum hrjóti ljótt af munni að hafa látið Hver á nú hvað? þetta „einstæða tækifæri” sér úr greipum ganga. En glötuð tækifæri verða ekki aftur gripin, og nú búast menn til átaka við meistara Kjarval, sem á þrjár myndir. Hin fyrsta þeirra, Svipur, tússteikning i ör- fáum dráttum, selst á 15.000 kr. —Lágt verð á Kjarval það, segir Hilmar, um leið og hann óskar kaupandanum til hamingju með góð kaup. Enginn vill hins vegar ganga inn i lágmarksverð hinna tveggja, enda er það hátt, eins og Kjarval sæmir. önnur þessara mynda er stórglæsileg, lökkuð, svo að stirnir á hana, og þarfnast sérstakrar lýsingar. Hún hefur til þessa alið aldur sinn 1 Kaupmannahöfn, en er nú komin heim. Nú liður senn að lokum. Sumir tygja sig til brottfarar, en enn eru eftir tvö oliumálverk Jóns Þorleifssonar, sem bæði ná þrjátiu þúsundum. Siðan kemur reiðmaður með tvo til reiðar, Hér gleðjast Grétar og Svanhildur yfir góðum kaupum. Til hægri eru láksson, en hinu megin Barkarstaðir i Fljötshlið, eftir Túbals. „Bátar I höfn” eftir Þorlák Þor- báða vel viljuga. Lifið, sem Kristin Jónsdóttir hefur gefið myndinni, er ótrúlegt, og maður fær á tilfinninguna, að maðurinn, sem þarna fer á rauðum með vin- dóttan i taumi út i kvöldblámann, sé ekki kominn enn til byggða. Að slðustu eru boðnar tvær myndir eftir ólaf Túbals. Nú ganga boðin greitt og þær hverfa fljótt. Að uppboðinu loknu þyrpast kaupendur aö riturunum og losa úr pyngjum sinum. Aðrir um- kringja Hilmar og spyrjast ákafir fyrir um óseldar myndir. Ég næ rétt snöggvast I hann, er hlé verður á. —Þetta er alveg óvenjulega dauft uppboð, segir hann, ómögu- legt að segja orsakir þess. Eins eru óvenju margar myndir óseldar, en nú er búið að spyrja um allar nema tvær — margir um sumar. Fyrri eigendum er mjög sárt um þær myndir, sem þeir láta á uppboðið og vilja alls ekki láta þær nema á góðu verði. Þvi eru lágmarksboðin svo há. Er ekkert um að hæstbjóðendur láti ekki sjá sig,á eftir? spyr ég. Nú tók tók ég eftír að sumir vildu ekki gefa upp nöfn sin, heldur gáfu aðeins merki. —Nei, slikt hefur aldrei gerzt, og öll þau 17 ár, sem Sigurður heitinn var með uppboðiö, held ég að það hafi aldrei komið fyrir. Sumir eiga að sjálfsögðu ekki gott með að greiða i skyndi, en það kemur allt til skila. Hér þakka ég Hilmari og sný mér að kaupendum sjálfum. Hinir fyrstu vilja ekkert við mig tala, en loks hitti ég glöð og reif hjón, sem eru að taka myndirnar sinar, Svanfriði Kjartansdóttur og Grétar Haraldsson. —Ég bauð alltaf vel yfir alla og náði góðum árangri, segir Grétar og hampar myndunum„og kona hans samsinnir þvi brosandi. Bæði hlakka þau til aö skreyta hýbýlin með þessum fallegu myndum. Eftir að ljósmyndarinn hefur tekið myndir af þeim hjónum og við óskað þeim til hamingju með kaupin, hverfum við á braut reynslunni rikari, en kaupendur arka burt með myndirnar sinar. Sumir koma þó við á barnum niðri til að halda upp á daginn, enda er það alltaf gleðilegt að eignast fagran hlut i búið. Erl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.