Tíminn - 16.10.1972, Blaðsíða 14

Tíminn - 16.10.1972, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Priftjudagur. 17. október 1972. lega viðleitni til að stjórna mér. Stofan rann i móðu fyrir sjónum minum. Bræðisorð byltust um i huga minum af skef jalausum ofsa. Þá fann ég að tekið var um handlegginn á mér. Ég leit við. Manga stoð við hliðina á mér. Andlit hennar var afmyndað af ótta og æsingu. Brjóstið hófst ótt og titt undir svörtum kjólnum. „Emelia! Hanna! Komið þið fljótt. Það er barizt...hérna við bakdyrnar hjá okkur. Múrsteinn kom fljúgandi inn umbúrgluggan og það heyröistekki mannsins mai fyrir háreysti og djöfulgangi. — Kallið á lögregluna, fljótt”. Hanna hljóp að simanum, en ég elti Möngu gegnum forstofuna. Ég heyröi hávaðann greinilega. Köll kváðu við og högg buldu á hurðinni. Ég ætlaði að hlaupa til og opna en Manga reyndi að halda aftur af mér. „Ekki, ekki Emilia. Biddu þangað til lögreglan kemur. Þetta eruóðir menn.” „Ég vil sjá, hvað er að gerast,” svaraði ég og stjakaði henni frá mér. „Það er gottað tala hressilega”, sagði hún „en nú er hvorki staður né stund til þess að hegða sér heimskulega.” Ég reif dyrnar opnar með einhverjum herkjubrögðum. Ég hlýt að hafa kveikt á útiljóskerinu.sem bar birtu á dyraþrepin og stiginn sem lá að kjallaradyrunum. Óvænt sjón blasti við mér, keimlikust hreyfi- mynd á tjaldi. Þrir menn hörfuðu undan mér niður af dyrapallinum i áttina til tveggja annarra, sem bogruðu yfir þeim þriðja, er lá endi- langur á snævi drifinni akbrautinni. Þeir voru aðeins fá skref frá mér, en áður en ég hafði stigið þessi fáu skref skauztTáta framhjá mér með kviðinn við jörðina ogeyrun risandi. Mennirnir reyndu að sparka henni frá, en hún þokaðist hvergi, heldur stóð kyrr yfir hinum fallna manni, sem engdist sundur og saman og sparn fótum, snörlaði og rak upp lang- dregið skerandi óp, sem jafnvel ég heyrði. Mennirnir ávörpuðu mig, en ég skildi ekki, hvað þeir sögðu. Einn þeirra reyndi að aftra mér. Ég hratt honum frá mér. Ég held, að ég hafi vitað, að það var Jói Kellý, sem lá þarna ósjálfbjarga i snjónum, áður en ég bar kennsl á gamla jakkann hans. „Jói! Jói!" Ég kraup niður og lagði höfuð hans i kjöltu mina og endurtók nafn hans hvað eftir annað. „Varlega, ungfrú Blair”, sagði einn mannanna og laut alveg niður að mér, svo að ég skyldi greina orð hans. „Hann er særður. Það hlýtur að hafa lent á honum múrsteinn....þarna, sjáið þér?” Hann benti á hnakkann á Jóa, þar sem skein i hvita kúpuna undir blóðugu hárinu. Limíelldur, heitur vökvinn seytlaði yfir handarjaðar- inn á mér, og megnan blóðþef lagði úr opinni undinni. Ég gat ekki horft á sáriö. Ég reyndi að festa augun við munninn, sem mér var svo minn- isstæður, og grannar, fimar hendurnar, sem Táta sleikti i ákafa. Ég tók utan um annan úlnliðinn og þreifaði eftir slagæðinni og sneri siðan að manninum, sem hal'ði ávarpað mig. „Sækið Vace lækni”, sagði ég. „Takiö litla vagninn. Lyklarnir eru i honum. Komiömeðhann hingað, og veriðeins fljótir og þiðgetið”. Manga hafði komið út með brekán og hægindi. Við hlúðum að honum með þessu og reyndum að hagræða honum eins vel og við gátum. Ég gat greint orð og orð á stangli af þvi, sem mennirnir sögðu sin á milli og skaut jafnvel inn i nokkrum orðum. „Þetta hefur sýnilega verið ægilegt högg, sem hann hlaut....” „Við vorum búnir að segja honum að vera ekki að snöltra hér. Ég sagði einmitt við hann i morgun: Við vitum, Jói, að þú ert að spaðjarka þarna hinum megin. Við spyrjum þig einskis, en þér er ráðlegra að halda þig réttu megin við ána, ef þú vilt komast hjá hnjaski. — Og þó gat hann ekki á sér setið að fara hingað i kvöld”. „En hann var bara að hjálpa okkur með miðstöðina", stundi ég upp. „Sjáið þið! Þarna er askan, sem hann hefur verið að bera út, þegar þeir...” „Já”. Einn maður, sem staðið hafði álengdar, bættist i hópinn. „Og þarna er vasaljósið hans. Þeir hafa ráðizt á hann, þegar hann kom út”. „Og enginn gat grunað Jóa um græsku". Ég leit á mennina, einn af öðrum: „Grunaðir þú hann um svik? Grunaðir þú hann um svik? Hver getur hafa viljað vinna honum mein?” „Ja”,—-einum mannanna vafðist tunga um tönn. „Ég treysti honum eiginlega alltaf, en sumir héldu samt, að hann væri að svikja okkur — að hann yrði kannske næstur til þess að gerast verkfallsbrjótur. Þeir höfðu gát á honum, og þegar hann laumaðist hingað i kvöld, var ekki að sökum að spyrja. Auðvitað hafa þeir ekki ætlað nema rétt að hræða hann, en....steinninn hefur hitt”. „Hann varð strax á barnsaldri fyrir alls konar skráveifum”. Manga var komin aftur með brennivinsflösku og skeið. Hún reyndi að láta drjúpa úr skeiðarblaðinu milli vara hans. Hendur hennar voru styrkar, en andlitið var tárvott og torkennilegt. Ég hef aldrei séð Möngu gráta i annan tima, hvorki fyrr né siðar. „Þið biðið allir þangað til lögreglan kemur”, sagði hún. „Hún mun leiða þetUmál til lykta”. Mennirnir, sem verið höfðu næstir dyrunum, þegar ég kom út, þokuðu sér dálitið fjær okkur og stungu saman nefjum. Þeir tvistigu um stund og skimuðu i kring um sig og drógu húfurnar niður á enni. „Heyrið þér”. Einn þeirra seildist til min og studdi hendinni á öxlina á mér og horfði flóttalega niður veginn. „Ætli það sé ekki bezt fyrir okkur að fara, þvi að annars verður sökinni skellt á okkur. Lögreglunni er trúlega sama hver hefur gert þetta, ef hún klófestir einhvern, sem hún getur kennt um óhappið. Það litur kannski illa út, en hann hefði nú samt fyrstur manna ráðlagt okkur að forða okkur burt. — Þarna kemur bifreið”. Ég þorði ekki að hreyfa mig. Ég hefði ekki heldur getað hindrað það, að mennirnir hlypu niður garðinn. Höfuð Jóa hvildi svo þungt á koddanum , að ég var tekin að þreytast að halda þvi uppi. Manga hafði komið meira af brennivini inn fyrir varir hans. Sterkan þef lagði að vitum minum. Augnalok hans titruðu ofurh'tið, en að öðru leyti sást ekki lifsmark með honum. Við biðum um stund, og mér flaug i hug, hvort Manga myndi eftir þvi, er hann steyptist niður úr gamla greni- trénu, daginn sem ég varð sjö ára, og lá fölur og meðvitundarlaus eins og nú á flötinni. ÞRÍTUGASTI OG ANNAR KAPtTULI Salurinn, þar sem verkamannafélagið var vant að halda fundi sina og hvatningarsamkomur og dansleiki, var orðinn troðfullur af fólki, þegar ég kom. Ég nam staðar og virti fyrir mér mennina, sem stóðu beggja megin við dyrnar. öllum varð litið á mig, og siðan leit hver á annan. Enginn hafði búizt við komu minni og enginn hafði framtak i sér til þess aö bjóða mér sæti. Loks gaf ungur maður sig fram. Hann kink- aði kolli ófimlega, og ég þekkti, að hann var sá hinn sami og beint hafði orðum sinum til min, er ég var að stumra yfir Jóa Kelly föllnum fyrir tveim kvöldum. Já, siðan voru aðeins tvö kvöld — ekki meira. Ég varð að hugsa mig um og átta mig, áður en ég kinkaði kolli á móti og gaf til kynna, að ég þekkti hann. Hann sneri sér við og benti inn i skipaðan salinn og gaf Lárétt 1) Seiður - 5) Vökva,- 7) Jökull.- 9) Bölv. 11) 1 kýrvömb,- 13f Ruggi,- 14) llát.- 16) Eins,- 17)' Spotti,- 19) Fuglinn.- Lóðrétt 1) Vinblöndu.- 2) EH.-3) Tónte 4) Framar,- 6) Tilskorin.- Brennsli - 10) Agætra,- 12) Þjc 15) Fönn - 18) Borðandi.- X Ráðning á gátu No. 1233 Lárétt I) Flotið.- 5) Fýl.-7) NV,- 9) Slór. II) Tiu.- 13) Aða,- 14) Urta,- 16) Ak.- 17) Stelk.- 19) Frelsi,- Lóðrétt 1) Fantur,- 2) Of.- 3) Týs.- 4) Illa - 6) Krakki - 8) Vir,- 10) Óðals,- 12) UTSR,- 15) Ate,- 18) El.- llil si liHi I Þ RIÐJUDAGUR 17. október 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 12.25. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið,Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siödegissagan: „Draum- ur um Ljósaland” eftir Þór- unni Elfu Magnúsd. Höf- undur les (2). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 Miðdegistónleikar. 16.15 Veðurfregnir. Létt lög. 17.00 Fréttir .Tónleikar. 17.30 Sagan: „Fjölskyldan i Hreiðrinu" eftir Estrid Ott Sigriður Guðmundsdóttir les (8) 18.00 Fréttir á ensku 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Fréttaspegill 19.45 Umhverfismál 20.00 I.ög unga fólksins, 21.00 iþróttir. Jón Ásgeirsson sér um þáttinn. 21.20 Vettvangur,i þættinum er fjallað um ungt fólk i nú- tima þjóðfélagi. Umsjónar- maður: Sigmar B. Hauks- son. 21.50 Söngsvita eftir Atla Ileimi Sveinsson úr „Dimmalimm” . Barnakór syngur undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur. Sin- fóniuhljómsveit Islands leikur með. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfréttir. Tækni og visindi,Páll Theódórsson eðlisfræðingur og Guð- mundur Eggertsson prófessor sjá um þáttinn. 22.35 Harmonikulög Jore Löv- gren kvartettinn leikur. 22.50 A hljóðbcrgi.The James- town saga. — Saga land- náms i Jamestown 1605 til 1620 i orðum landnemanna, sjálfra. Philip L. Barbour tók saman efniö en Nigel Davenport o.fl. leikarar fiytja. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 17. október 1972 20.00 Fréttir 20.25 Veöur og auglýsingar 20.30 Ashton-fjölskyldan Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 25. þáttur. Að gefa °g þiggja Þýðandi Heba Júliusdóttir. Efni 24. þáttar: Philip Ashton er á vigstöðv- unum i eyðimörkum Norð- ur-Afriku og er þar settur á námskeið, til að læra að gera sprengjur óvirkar. Heima i Liverpool ber fátt til tiðinda. 21.25 Svanfriöur Hljómsveitin Svanfriður flytur frum- samda rokk-músik i sjón- varpssal. Hljómsveitina skipa Birgir Hrafnsson, Gunnar Hermannsson, Pétur Kristjánsson og Sig- urður Karlsson. Aðstoðar- maður er Albert Aðalsteins- son. 21.50 Huglækningar Fyrst verður sýnd mynd, sem Sjónvarpið hefur látið gera um þetta efni, þar sem rakin er saga huglækninga hjá ýmsum þjóðum, og sýndar nútimaaðferðir til að kanna orkusviö manna. Einnig er rætt við vegfar- endur og sýndar stuttar myndir af huglækningum. Að myndinni lokinni hefst i sjónvarpssal umræðuþáttur um efni hennar. Umræðum stýrir Geir Viðar Vilhjálms- son, sálfræðingur, en þátt- takendur, auk hans, eru Ólafur Tryggvason frá Hamraborgum, Snorri Páll Snorrason, læknir, og Þor- björn Sigurbjörnsson, eðlis- fræðingur. 23.00 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.