Tíminn - 18.10.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.10.1972, Blaðsíða 1
GOÐI goóan mu! 238. tölublað — Miðvikudagur 18. okt. — 56. árgangur. kæli- skápar RAFTÆKJADEILD Hafnarsltiælti 23 Símar 18395 & 86500 Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra í stefnuræðu í gærkvöldh Höfuðboðorðið er atvinnuöryggi Þjóðarbúið hefur orðið fyrir verulegu áfalli vegna aflabrests, tilkostnaðar- hækkana og gengisbreytinga erlendis, beðið með úrræði þar til myndin skýrist ólafur Jóhannesson flytur ræðu slna igærkvöldi. (Tímamynd G.E.) TK—Reykjavik í stefnuræðu sinni i útvarpsumræðum frá Alþingi i gærkveldi, sagði Ólafur Jóhannes- son forsætisráðherra, að stefna rikisstjórnar- innar væri óbreytt. Áfram yrði unnið að framkvæmd málefna- samningsins. Við efna- hagsvanda yrði þó að glima vegna stórkost- legs aflabrests og til- kostnaðarhækkana af völdum gengisbreytinga erlendis. Yrðu þvi þjóðartekjur talsvert minni á þessu ári en reiknað hefði verið með. Forsætisráðherra sagði, að enn væri þó ekki timabært að taka ákvarðanir um það, til hverra úrræða skyldi gripa. Rétt væri að biða þess, að myndin skýrðist. Aflavonir gætu glæðzt og miklar vonir væru bundnar við þau nýju skip, sem brátt kæmust i gagnið. Þegar litið væri til efnahags þjóðarinnar, atvinnuástands, neyzlu, og lifsafkomu fólksins, væri enginn voði á ferðum, þótt við yrðum að lækka seglin eitt- hvað i bili. En grundvallarboð- orðið, sagði forsætisráðherra, er og verður að halda atvinnu- tækjunum i fullum gangi og tryggja atvinnuöryggi um allt land. Útlitið væri þá fyrst alvar- legt, ef það ætti eftir að sýna sig, að fiskimið okkar væru þegar að verulegu leyti eyðilögð. En við skulum vona I lengstu lög, sagði ráðherrann, aö ekki sé svo illa komið. I ræðu sinni gerði ráðherrann grein fyrir stærstu verkefnunum, sem þegar hefði verið ráðizt 1, eða af höndum leyst, og rakti það, sem fram undan væri á hinum ýmsu sviðum atvinnu- og þjóðlífs, greindi frá þeim frumvörpum, sem flutt verða á þingi I vetur og þeim málaflokkum, sem að væri unnið. Verður ræða forsætisráð- herra birt i heild hér i blaðinu á morgun, en einnig er um hana fjallað i forustugrein blaðsins I dag. „Ekki ætan fisk síd- anég fór frá Islandi" Þó—Reykjavik A meðan Ólympiumótið i skák stóð yfir I borginni Skoplje I Júgó- slaviu, var oft minnzt á tsland og þá auðvitað i sambandi við heimsmeistaraeinvígið i skák. Margir þeirra, sem voru á tslandi i sumar og fylgdust með heimsmeistaraeinviginu, voru I Skoplje.og bar öllum saman um, að framkvæmd einvígisins hefði tekizt mjög vel. Guðmundur G. Þórarinsson, forseti Skáksambands Islands, sem var i Skoplje og fylgdist með Ólympiumótinu, sagði i samtali við Timann, að hann hefði m.a. hitt vin okkar frá i sumar, Fred Cramer, að máli i Skoplje. Hældi Cramer öllu á Islandi mjög mikið, en sagði þó, að eitt hefði verið slæmt við Islandsferðina. Cramer sagði „Siðan ég fór frá Islandi hef ég ekki fengið ætan fisk i matinn". Fréttamenn vitni að tilraun Brefi halasiýfdur á miðum út af Vestfjörðum: Klp—Reykjavik. i gærmorgun kom varðskipið Ægir að brezka togaranum Wyre Corsair FD 27 að veiðum rétt við gömlu 12 milna mörkin út af Dýrafirði. Varðskipsmenn skipuðu skipstjóra togarans að taka upp veiðafærin og koma sér burt en hann skeytti þvi engu og hélt áfram að toga. Akvað þá skipstjórinn á Ægi, Guðmundur Kjærnested, að taka fram vira- hnifinn fræga, sem Ægir hafði notáð á 3 aðra togara með góðum árangri. Var hann settur út fyrir, og þegar skipstjóranum nafði verið gefin önnur viðvörun, renndi Ægir sér aftur fyrir togar- ann og skar báða togvirana i sundur. Annar togari, Wyre Cleaner FD 269, var þarna skammt frá, og reyndi hann að trufla aðgerðir varðskipsins, en tókst ekki. Reyndu skipverjar m.a. að koma kaðli i skrúfur varðskipsins og að sigla skipið niður. Gerði Wyre Cleaner tvær tilraunir til þess, og voru blaðamenn og ljósmyndarar vitni að siðari tilrauninni. Blaðamönnum var boðið i land- helgisflug með flugvél land- annars togara til ásiglingar helgisgæzlunnar skömmu eftir að atburðurinn átti sér stað, og komu þeir á átakasvæðið um einum og hálfum tima siðar. Þegar komið var á staðinn, sást fyrst hópur togara, sem varð- skipið Óðinn rak á undan sér norður með landi. Skammt þar frá var Ægir og rétt fyrir framan hann var Wyre Corsair á siglingu, og voru allir skipverjar á þilfari að slá annarri vörpu undir, i stað þeirrar, sem Ægir hafði skorið frá þeim. Þar fyrir aftan, og nokkuð f.iær landi, var svo hjálparskipið Öthello, sem fylgdist með að- gerðum varðskipanna. Þegar flugvélin flaug yfir stað- inn, sast allt i einu hvar togarinn Framhald af 15. siðu. A þéssari mynd er fremst togarinn Wyre Corsair frá Fleetwood, sem klippt var aftan úr, næst varðskipið Ægir, en eftir togarinn Wyre Cleanerfrá Fleetwood, sem sýnilega er aðreyna aðsigla á Ægi. (Tlmamynd: Róbert)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.