Tíminn - 18.10.1972, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.10.1972, Blaðsíða 5
rJ\\i Miðvikudagur 18. október. 1972 TÍMINN S2ðfi Stal hausnum Napoleon Þjófur, sem hafði rán úr söfnum að sérgrein, var nýlega dæmdur i fjögurra mánaða fangelsi fyrir að stela mynd af höfði Napoleons. Er myndin hin minnsta, sem vitað er til að hafi verið gerð af keisaranum. Er myndin mjög smágerð og greypt i málmramma. Myndin er i eigu Mörthu Bibesco, prinsessu, og var henni stolið er hún var lánuð á sýningu, sem á voru myndir og hlutir, sem voru keisaranum viðkomandi, og haldin var 1969. Tveim árum siðar fannst myndin i ibúð Antons nokkurs Utiger i borginni Lucerne i Sviss. Gerði lögreglan húsleit hjá honum, en maðurinn hefur sérhæft sig i að stela munum og fágætum bókum úr söfnum. Talsvert fannst af þýfi hjá Uti- ger, sem er húsamálari að at- vinnu,og var hann framseldur til Frakklands og myndinni af Napoleon skilað. I réttarhöldunum ' hélt þjófurinn þvi fram, að hann hafi ekki stolið myndinni af Napoleon til að auðgast á henni, heldur væri hann mikill aðdáandi keisarans, og ætlaði hann að eiga myndina sem minjagrip um þann merka mann. En Utiger var dæmdur fyrir þjófnað eftir lögum, sem keisarinn setti á sinum tima. 4r af Þar drekka menn hafið Moskvu, 11.10. 72. Borgin Sjevtjenko fær daglega 135 milljónir litra neyzluvatns frá eimingarstöð, sem eimar vatn úr Kaspiahafinu. Borgin er staðsett á Mangyjlak- skaganum, sem er á austur- strönd Kaspiahafs. t umhverfi borgarinnar er gnægð járns, kopars, sjaldgæfra málma og brennisteinsefna og i borginni er blómlegur iðnaður, en á margra kilómetra svæði er ekki að finna dropa af fersku vatni. Fyrir tiu árum hófu visinda- menn handa við að athuga möguleika á að framleiða vatn, sem nægði heilli borg. t fyrstu tilraunum voru eimaðir 5000 litrar á klst. og var sifellt unnið að þeim, þar til góður árangur náðist. Sjávarvatnið er fyrst látið renna inn i eimingarker, sem er kalkborið og bindur það ketilsteininn, þegar vatnið sýður. Þetta hefur vakið mikla athygli alls staðar. Þaðan fer vatnið i gegnum nokkra klefa. Þrystingurinn rénar smám saman i klefunum og i þeim siðasta sýður vatnið við 45 gráður á C. A leið sinni út i vatnsleiðslur bæjarins fer vatnið i gegnum ýmsar siur og verður smám saman á bragðið eins og ferskt vatn. Það er fylgzt vel með þvi, að vatnið sé hreint. Læknar fylgjast með borgarbúum til að & komast að raun um, hvort vatnsneyzlan hafi óheppilegar hliðarverkanir i einhverjum aldursflokki. Barnalæknaháskóli 1 Tashkent, höfuðborg Mið- Asiulýðveldisins, úzbekistan, hefur verið komið á fót háskóla fyrir barnalækna. Þar er öllu fyrirkomið eftir nýjustu kröfum og allur útbúnaður er samkvæmt nýjustu tizku. Við háskólann eru sjúkrahús, svo og kennslubyggingar og þægileg fjölbýlishús fyrir nemendur og kennara. 700 stúdentar hófu þar nám og að þvi loknu munu þeir fá störf við sjúkrahús og rann- sóknastöðvar i Mið-Asiu. Ilvar er heilinn úr forsetanum Þegar lik Johns F. Kennedy var krufið eftir að hann var myrtur i Dallas var heili forsetans settur í glas með formalini og var afhentur Robert Kennedy, sem þá var dómsmálaráðherra, og var heilinn settur i örugga geymslu hjá yfirvöldunum. Arið 1971 áttu visindamenn að fá að rannsaka heílann. Þegar að þvi kom fannst heilinn hvergi. Átti þá t.d. að athuga hvort mögulegt væri að Osvald hafi verið einn að verki við að myrða for- setann, eða hvort fleiri hafi V skotið á hann, en eins og menn muna voru banaskotin i höfði forsetans. Hvað orðið hefur af heilanum er ekki vitað, og eru menn að velta fyrir sér hvört á honum sjást skemmdir, sem gætu stafað af sjúkdómi og þá hvort forsetinn hafi verið dauðsjúkur maður, þegar hann var myrtur. Dansar á gamalsaldri. Josephine Baker er enn i fullu fjöri þótt hún sé projn'66 áragöm- ul. Hún kemur enn fram á skemmtistöðum viða um Evrópu. 1 sumar var hún á ferðalagi á Norðurlöndum og kom þá fram á nokkrum þekkt- um skemmtistöðum. Kaupa ekki köttinn i sekknum. t Frakklandi eru gengin i lög ákvæði um merkingar á vöru. Verður að setja nákvæmlega á umbúðir, hvaða efni eru i tiltek- inni vörutegund og hve mikið af hverju. Þær vörutegundir, sem hætta er á að skemmist með timanum, verður að setja dag- setningu á, þannig að sjá megi, hvenær sé óhætt að nota vöruna áður en hún skemmist. Lög um likar merkingar eru þegar i gildi um mjólk og ljósmynda- filmur. Sérstaklega verður strangt tekið á merkingum á matvæl- um. Þýðir nú ekki að selja lævirkjastöppu, þar sem kjöt af lævirkja er notað á móti hross- skrokki, nema að það sé tekið fram. Undantekning frá merkingarskyldu eru vin. Þurfa framleiðendur ekki að taka fram, hvaða efni eru sett i vinið til að halda þvi óskemmdu á flöskunum. I !M ¦ WW# ...!...iii.,:I...MHl..HHH..JIl..H)...Hi....... — Karen, þú mátt taka upp úr tözkunum. Ég er búinn ao vinna þig aftur. — Nei, ég er ekki að segja veiði- sögur. Ég er ab lýsa buxunum, sem þú fékkst þér. — Halló, er þetta framkvæmda- stjórafrú Sveinsspn? — Já, það er hún. — Ég er einkaritari mannsins yðar og bið afsökunar á ónæð- inu, en fenguð þér minkapels i jólagjöf frá honum? — Já ég fékk hann reyndar. — Grunaði mig ekki. Pakkarnir hafa ruglast. Ég fékk nefnilega ryksugu. DENNI DÆMALAUSI Hvernig getur staðio á þvi, að þú sért eitthvaðóstyrk, og hr. Wilson segir að þú hafir stáltaugar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.