Tíminn - 18.10.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.10.1972, Blaðsíða 6
TÍMINN Miövikudagur IX. október. 1972 Eins og kunnugt er, standa yfir margvislegar framkvæmdir á Keflavikurflugvelli, i sambandi við stækkun og endurbætur á flugvellinum. í tilefni af þessu brá fréttamaöur blaðsins sér i heimsókn til Péturs Guðmunds- sonar, flugvallarstjóra, og spurði hann tiðinda. Fram kom, að unnið er að ýmsum verkefnum. Ber þar fyrst að nefna, að unnið hefur verið að undanförnu að lengingu þver- brautarinnar. Er hér um að ræða norður/suður flugbraut, sem ákveðið er að lengja um rúma lOOOmetra, þannig að hún verður jafnlöng aðalflugbraut vallarins, eða rúmir 3000 metrar. Verkið gengur samkvæmt áætlun,oger nálægt 1/3 heildarverksins búinn i dag, en reiknað er með að taka flugbrautina i notkun haustið 1973. Eins og fram hefur komið i fréttum áður, var ráðizt i þessa framkvæmd til þess að koma i veg fyrir, að stórar þotur þurfi að snúa frá vellinum, þegar hliðar- vindur er of mikill á aðalflug- brautina. Jafnframt þessu hefur verið unnið uð uppbyggingu blindlend- ingarkerfa, með það fyrir augum að lækka blindfugslágmörk vallarins um 50%. Blindlendingarkerfi þessi eru þannig uppbyggð, að settur er við flugbrautina rafeindabúnaður, sem veitir flugmanni nákvæmar upplýsingar um stefnu og aðllugshorn flugvelarinnar. Til þess að auðvelda flugmanni enn betur að finna flugbrautina, er komið fyrir við flugbrautar- endann svokölluðum aðflugs- ljósum, sem ná rúma 1000 metra út frá endanum. Þegar aðflugs- ljósunum sleppir, tekur við full- komin flugbrautarlýsing, I fyrsta lagi 180 Ijós á þeim fleti flug- brautarinnar, sem flugvélin snertir fyrst. l->á er miðlina flug- brautarinnar lýst upp með 400 ljósum. Auk þess eru bæði hliðar og endar flugbrautarinnar með sterkum ljósum. Stefnt er að þvi að byggja upp i framtiðinni svona blindlendinga- Umbætur á Keflavíkurflugvelli kerfi fyrir tvær flugbrautir, þ.e. fyrir lendingar til austurs og suðurs, en úr þeim vindáttum er verstra veðra von. Langt er komið að byggja upp svona blindlendingarkerii fyrir lendingar til austurs, eða fyrir aðalflugbraut vallarins, en uppbygging hafin á hinni flug- brautinni. Fyrsta skrefið er að keyptur hei'ir verið rafeinda- búnaður og verður byrjað á að koma honum fyrir innan skamms. Aformað er, að llug- menn geti farið að nota hann til blindlendinga fyrir n.k. áramót. Þessu til viðbótar er unnið að uppsetningu aðflugshallaljósa við flugbrautaenda. Þessi Ijósa- búnaður er til að auðvelda flug mönnum að koma inn til lendingar i réttu aðflugshorni. Búnaður af þessu tagi er nú fyrir hendi við tvo flugbrautar- enda, en ákveðið er að hann verði settur við þrjá enda til viðbótar. Tridentflugvél í flugtaki á austur-vesturbraut. mm Aðflugsljós á flugbraut þeirri, sem snýr austur og vestur. i Rafgeymir 6BHKA — 12 volta 317x133x178 m/m 52 ampertimar. Sérstaklega framleiddur fyrir Ford Cortina. SÖNNAK rafgeymar i úrvali. ARMULA 7 - SIAAI 84450 Snertiflatarljós. A/c/re/ meiri laxveiði: Um 65 þúsund lax- ar veiddir í sumar ÞÓ—Reykjavik. Allt útlit er fyrir, að laxveið- in i ár hafi verið a.m.k. 10% meiri en á siðasta ári. A árinu 1971 veiddust um sextiu þús- und laxar, og samkvæmt þeim skýrslum, sem veiðimála- stjóra hafa nú bori/.t, bendir allt til þess, að veiðin á þessu ári geti orðið um 65 þúsund lax'ar. bór Guðjónsson, veiðimála- stjóri sagði, að fyrir utan það, að fjöldi laxanna væri meiri, þá væri það lika athyglisvert að meðalþunginn virtist vera hærri en undanfarin ár, og er það mikið að þakka árgöngun- um 1969 og 1970, en þeir ar- gangar virðast hafa heppnazt mjög vel. Laxagegnd á Islandi hefur aukizt hröðum skrefum und- anfarin ár og til marks um það er, að á árunum 1955-1960 veiddust að meðaltali um 25 þúsund laxar, á árunum 1961-1965 veiddust um 37 þlis- und laxar, 1966-1970 voru þeir um 40 þús. og nú þrjú siðustu árin er meðaltalsfjöldinn að ná 60 þúsundum. Það er margt, sem veldur þessari auknu laxagengd, en þó ber sjálf fiskiræktin þar hæst, en auk þess hefur náttúran verið hagstæð fyrir laxaseiðin. Undanfarin ár hefur verið sleppt um 300 þúsund göngu- seiðum árlega, og búizt er við að fjöldinn verði svipaður næsta ár, en úr þvi má búast við, að útsettum fjölda seiða fjölgi, þar sem um þessar mundir eru margar eldis- stöðvar i byggingu, sem eiga að geta gefið frá sér mikínn fjölda gönguseiða, en stærsta stöðin i landinu, er ennþá Kollafjarðarstöðin. Þaðan koma nú árlega 100 þúsund seiði, sem hafa farið i ár á 45 stöðum á landinu. — Þrjár stórar eldisstöðvar eru nú i byggingu. Eru það Tungu- lax i Landbroti, en sú stöð er rétt að verða tilbúin, þá er verið að byggja eldisstöð sem mun leggja áherzlu á bleikju- rækt við Oxnalæk i ölfusi og á Laxamýri i Þingeyjarsýslu er verið að byggja stóra eldis- stöð. Er jafnvel gert ráð fyrir að einhverjar af þessumstöðv um geti farið að selja seiði þegar á komanda vori. Þór Guðjónsson sagði, að viða á landinu væri verið að undirbúa mikla laxaræktun og t.d. eru nokkrir stórir laxa- stigar i smiðum eða þá á teikniborðinu. Stærsti laxa- stiginn, sem nú er i smiðum er við Lagarfoss, og verður það lengsti laxastigi á landinu, þegar honum verður lokið. Einnig er verið að byggja laxastiga i Svartá i Skagafirði, og Laxá i Leirarsveit og viðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.