Tíminn - 18.10.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.10.1972, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 1S. október. 1972 TÍMINN 7 Útgefandi: Fra'msóknarflokkuriíin Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:j: arinn Þórarinsson (ábm.).'Jón Helgason, Tómas Karlssonj Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblabs TImáns)j: Auglýsingastjóri: Steingrimur, Gislaso«i , ■ Ritstjórnaríkriffi stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306Í: Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiösluslmi 12323 — auglýs :;: ingasimi 19523. Aðrar skrifstofurrsimi 18300. Askriftargjald;: ££5 krónur á mánuði innan lands, i lausasölu 15 krónur ein-|:; takið. Blaðaprent h.f. Stefnuræða forsætisráðherra í stefnuræðu sinni i gærkveldi minnti ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, á J>að, að hann hefði sagt eftir gerð kjarasamninga i desember sl., að með þeim væri gengið á yztu nöf, hvað greiðsluþol atvinnuveganna snerti. Ef þróun efnahagsmálanna hefði orðið sú á þessu ári, eins og hún var á siðasta ári, eins og reiknað hefði verið með, þegar kjarasamningarnir voru gerðir, hefði allt gengið áfallalaust. En þróunin hefur orðið önnur og lakari en búizt var við. Ástæðurnar eru óumdeildanlega fyrst og fremst tvær, sagði forsætisráðherra: 1. Stórkostlegur aflabrestur. 2. Tilkostnaðarhækkun af völdum gengisbreyt- inga erlendis. Tilfinnanlegast er, sagði Ólafur, að afla- minnkunin kemur fram á mikilvægustu fisk- tegundinni, þorskinum. Fjóra sumarmánuði þessa árs hefur þorskafli numið um 48.749 lest- umámóti81.7411est á sömu mánuðum i fyrra, eða hefur þannig minnkað upp undir helming, þrátt fyrir aukna sókn. Þetta er alvarleg stað- reynd og svo mikil breyting frá þvi, sem reikn- að var með, sagði forsætisráðherra, að ekki yrði hjá þvi komizt að taka til hennar fullt tillit. Forsætisráðherra sagði, að það væri engin ný bóla, að vegna aflabrests eða röskunar af völdum verðhreyfinga eða gengisbreytinga erlendis, þyrfti að koma til ihlutunar af opin- berri hálfu hér á landi. Siðan sagði hann: Á þessu stigi er hins vegar ekki timabært að taka ákvarðanir um það, til hverra úrræða þurfi, eða eigi að gripa. Rétt er að biða þess, að myndin skýrist og álit efnahagssérfræðinga komi fram. Aflavonir geta glæðzt, og auk þess koma ný og betri skip i gagnið á næsta ári. Við þau eru miklar vonir bundnar. Það er þvi engin ástæða til hrollvekjutals eða kviða, eins og nú standa sakir. Þegar litið er til efnahags þjóðar- innar, atvinnuástandsins, neyzlustigsins og lifsafkomu fólksins, er enginn voði á ferð, þó að viðyrðum aðlækkaofurlitið seglin um stundar- sakir. En grundvallarboðorðið er og verður, að hvað, sem á dynur, verður að halda atvinnu- tækjunum i fullum gangi og tryggja atvinnu- öryggi um allt land. Ef það á eftir að sýna sig, að fiskimið okkar séu þegar að verulegu leyti eyðilögð, þá fyrst er útlitið alvarlegt, en við skuluvn i lengstu lög vona, að ekki sé svo illa komið. Minni aukning þjóðartekna Forsætisráðherra sagði, að reiknað hefði verið með, að þjóðarframleiðslan gæti aukizt um rúmlega 7% á þessu ári. Léleg aflabrögð valda þvi, að nú er ekki reiknað með meira en 6% aukningu og að raunverulegar þjóðartekjur aukist ekki nema um 4-5%. Þvi valda óhag- stæðar breytingar viðskiptakjara. Þessi aukn- ing þjóðarframleiðslu og tekna er mun minni en i fyrra, en þá var hagvöxtur með eindæmum mikill hér á landi. TK FRLENT YFIRLIT GerirMao tengdason sinn að eftirmanni sínum? Yao Wen-yuan nýtur mikils trausts tengdaforeldranna Yao Wen-yuan NÆR allir þeir menn, sem skipa æðstu valdastóla Kina, eru komnir á efri ár. Þar er þvi fyrirsjáanlegt, að miklar breytingar verða i Kina á næstu árum á skipan manna i æðstu trúnaðarstöðum. Sú breyting getur ráðið miklu um framtið Kina og afstöðu þess til alþjóðamála. Mjög hefur það þvi verið rætt i vestrænum blöðum að undanförnu, hverj- irséu liklegir til forustu i Kina á næstu árum og einkum þó hverjir séu liklegastir til að taka sæti þeirra Maos og Chou En-lais. Umræður þessar hafa magnazt siðustu vikurnar og er ástæðan sú, að nýlega átti hópur ameriskra blaðamanna viðtal við Chou En-lai, þar sem þetta mál bar á góma. Chou En-lai svaraði á þá leið, að i Kina væru margir menn á miðjum aldri eða yngri, sem væru ágæt foringjaefni og þvi yrði ekki neitt vandamál að fylla sæti þeirra, sem nú stjórna Kina. Siðan bætti hann við: Meðal þeirra er t.d. Yao Wen-yuan. Þetta hefur orðið til þess, að vestræn blöð hafa rætt mikið um Yao að undan- förnu sem liklegan eftirmann Mao. Aðalblað kinverskra kommúnista i Peking hefur svarað þessu með þvi að segja skýrt og skorinort, að Mao og Chou hafi ekki ákveðið eftir- menn sina og þeir verði út- nefndir af flokknum á sinum tima. Jafnframt sagði blaðið, að það væri ekki annað en flónska að draga einhverjar ályktanir af þvi þótt vissum mönnum hefðu verið falin til- tekin trúnaðarstörf, að þar með væri ákveðið, að þeir ættu að taka við öðrum áhrifameiri störfum siðar. Þetta færi allt eftir þvi hvernig menn reynd- ust og um það gæti enginn sagt fyrirfram. ÞRATT fyrir þessi óbeinu mótmæli Dagblaðs þjóðarinn- ar, eins og aðalmálgagn kommúnista heitir, hefur litt dregið úr þeim skrifum vest- rænna blaða, að Yao Wen- yuan sé hugsanlegur eða lik- legur eftirmaður Maos. Það hefur nefnilega styrkt þessar ágizkanir, að sá orðrómur hef- ur komizt á kreik, að Yao sé tengdasonur Maos, en ekki hefur það þó fengizt staðfest. Jafnframt er það upplýst, að hann hafi um alllangt skeið verið náinn samverkamaður Chiang Ching, konu Maos. Augljóst er það lika, að Yao hefurnotið tiltrúar Maos, eins og sést á þvi, að hann er lang- yngsti maðurinn, sem á sæti i æðstu stjórn kommúnista- flokksins. Þangað hefði hann ekki komizt, ef hann hefði ekki haft öruggan stuðning Maos. Þá hefur það rifjazt upp, að það var blaðagrein, sem Yao skrifaði, er kom af stað menn- ingarbyltingunni svonefndu. Að sjálfsögðu stóðu Mao og Chiang Ching þar á bak við, en þau hefðu ekki látið Yao skrifa greinina og gerast þannig upphafsmann menningar- byltingarinnar, ef þau hefðu ekki borið sérstakt traust til hans og ætlað honum meira hlutverk i framtiðinni. YAO WEN-YUAN er lang- yngstur af aðalleiðtogum kin- verskra kommúnista, aðeins 44 ára gamall. Hann er fæddur og uppalinn i Shanghai. Faðir hans, Yao Lien-tse, var þekkt- ur rithöfundur. Yao stundaði nám við háskólann i Shanghai og gerðist að honum loknum einn af helztu leiðtogum i samtökum ungkommúnista. Jafnframt starfaði hann sem bókmenntagagnrýnandi og hlaut það orð, að vera i senn orðheppinn og hvassyrtur. Ár- ið 1953 varð hann ritstjóri vikublaðs i Shanghai, sem fjallaði sérstaklega um bók- menntir og listir. Þar beitti Yao sér mjög gegn ýmsum eldri rithöfundum, sem hann taldi of gamaldags i hugsun. Skrif Yaos vöktu mjög athygli á honum og hann varð fljót- lega gerður pólitiskur ritstjóri við aðalblað kommúnista i Shanghai. t blaðinu hélt Yao uppi hörðum árásum á ýms þau öfl eða menn, sem hann taldi i andstöðu við Mao og kenningar hans. Jafnt rit- höfundar, visindamenn og stjórnmálamenn urðu fyrir ádeilum hans. Hann vann sér það orð, að vera i senn einn hvassyrtasti og ritfærasti blaðamaður i hópi kinverskra kommúnista. HINN 10. nóvember 1965, birti Yao i blaði sinu greinina, sem oftast er talin upphaf menningarbyltingarinnar. Greinin var hörð ádeila á varaborgarstjórann i Peking, Wu Han, en hann var þekktur leikritahöfundur. Yao hélt þvi fram i grein sinni, að i einu nýjasta leikriti hans fælist grimuklædd árás á Mao og kenningar hans, og sýndi þetta bezt, að þörf væri nýrrar bylt- ingar i menningarmálum þjóð arinnar, sem beindist m.a. að þvi, að uppræta gamlan og úr- eltan hugsunarhátt og treysta kenningar Maos i sessi. Sagan segir, að Chiang Ching hafi upphaflega reynt að fá grein um þetta efni birt i blöðunum i Peking, en hinn voldungi aðal borgarstjóri þar, Peng Chen, hafi komið i veg fyrir það. Chi- ang Ching fór þá til Shanghai og fór þess á leit við Yao, að hann birti grein um þetta efni. Hann skrifaði siðan greinina i samráði viö Mao og Chiang Ching. Þessi saga hefur ekki fengizt staðfest, en hitt má telja nokkurn veginn vist, aðYao hefði ekki hafið þessa árás á valdamenn i Peking án vitundar og vilja Maos og Chi- ang Ching. Eftir þetta hefur Yao verið handgenginn Mao og Chiang Ching og bar mjög á honum og skrifum hans i sambandi við menningarbyltinguna. Arið 1966 var hann kosinn eða skipaður i miðstjórn kommún- istaflokksins. A flokksþinginu 1969 var hann svo kosinn i æðstu stjórn eða fram- kvæmdastjórn flokksins, en það er hún sem raunverulega stjórnar Kina undir forustu þeirra Maos og Chou En-lais. Eins og áður segir, er Yao talinn kvæntur dóttir Maos og Chiang Chings, þótt það hafi ekki verið opinberlega stað- fest. Þessi dóttir þeirra heitir Mao Hsiaoli, er sögð þritug að aldri og stundar blaða- mennsku. Ekki er kunnugt um, nema eina utanferð Yao. Hann var fyrirnokkrum árum formaður i sendinefnd rauðliða, sem heimsótti Albaniu. AÐ SJALFSÖGÐU verður ekkert fullyrt um það nú, hvort Yao á eftir að taka sæti þeirra Maos eða Chou En-lais, jafnvel þótt hann væri krón- prins. Þeir menn, sem áöur hafa verið taldir liklegir eftir- menn Mao, hafa horfið af svið- inu með ýmsum hætti. Hitt er hins vegar vist, að eins og er, þá er Yao einn af mestu áhrifamönnum i Kina og hefur það umfram þá að vera enn á bezta aldri. Hann er sagður mikill starfsmaður og sizt minni áróðursmaður i ræðu en riti. Sagt er, að Rússar hugsi ekki til þess með neinni ánægju, ef Yao verður eftir- maður Maos, eða Chou En- lais. Yao er nefnilega sagður vera mikill andstæðingur Sovétrikjanna. Af hálfu Rússa er það áreiðanlega óttazt, að Mao reyni að velja sér eftir- mann, sem sé i senn bylt- ingarsinnaður og andstæður Rússum. Yao fullnægir þessu hvoru tveggja. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.