Tíminn - 18.10.1972, Síða 8

Tíminn - 18.10.1972, Síða 8
8 TÍMINN Miövikudagur 18. október. 1972 Sigvaldi Hjálmarsson: EINS OG FÓLKIÐ í DALNUM ÞAÐ GERÐIST rétt fyrir seinni heimstyrjöldina, liklega 1938, aö tveir könnuðir hugðust rannsaka hálendi Nýju-Guineu úr flugvél. Þcir fundu dal, sem byggður var steinaldarfólki. Það hafði aldrei séð mannlega veru utan dalbúa og „vissi”, að dalur þessi var allur hcimurinn! Nú verður það næst, að þeim félögum tekst að lenda i dalnum og hyggjast ná einhverjum sam- skiptum við fólkið. En hegðan þessvar furðuleg. Ef þeir mættu einhverjum tók hann á sig stóran krók til að verða ekki á vegi þeirra, en ef ekki varð undan þvi komizt, að þeirfærusthjá, kreysti dalbúi aftur augun, eða leit i aðra átt. Svo varð allt i einu snögg breyting á framkomu dalbúa. Þeir tóku að venja komur sinar til þess staðar þarsem mennirnir tveir voru með flugvél sina og létu i ljósi vinsemd og virðingar- merki. Allt hefur sýnar skýringar. Og flugmennirnir komust siðar að á- stæðunni fyrir skringilegu fram- ferði þessa einfalda og ljúfa frumfólks. Þegar þeir komu fyrst, skipti fólk sér ekkert af þeim, af þvi þeir voru ekki tiL Menn, sem komu utanfyrir endimörk tilverunnar voru auðvitað ekki til. Fólkið vildi ekki sjá það, sem hlaut að vera blekking, eða annað verra, og lokaði þvi augunum, eða gekk úr vegi. En loks varð reynslan sterkari en hinn „viðurkenndi sann- leikur”. En samt mátti hinn „viðurkenndi sannleikur” ekki lúta i lægra haldi. Og einhvers konar visindamaður eða guðfræð- ingur dalbúa (annaðhvort hlýtur hann að hafa verið) fann skýr- inguna (en skýring er notuð þegar brúa þarf bilið milli reynslunnar, sem löngum er ólygnust, og þess, sem okkurerheilagt) Þetta voru tveir guðir sem komu til fólksins með hús sitt(flugvélina) með sér! Þarmeð var heimsmyndin úr allri hættu. Fólk gat haldið áfram að „vita” að dalurinn var öll til- veran, það hélt áfram að vera jafn fávist og það hafði verið, þrátt fyrir stórkostlega nýja reynslu — og sælt i sinni skoðun (eða trú). Hvað gerðist þarna I dalnum: Ofur einfalt. Hið nýja, sem kom, var skilið og skýrt sam- kvæmt hinu gamla — og þess vegna kom ekkert nýtt! Mig grunar, að dalbúarnir á Nýju-Guineu séu ekki einir um að gera þessa skyssu. Trúarbrögð eru yfirleitt öll með þvi marki brennd að skýra allt nýtt út frá þvi gamla, og visindi nútimans eru lika búin að skapa sér sinar reglur um hvað er sannleikur og stiga treglega út fyrir þau mörk. Sagan greinir frá óteljandi til- fellum, þegar ráðamenn mennta og menningar börðu sinu gáfaða höföi við stein frammi fyrir ólygnum vitnisburði reynsl- unnar. Frægasta dæmið er bar- áttan fyrir þvi að fá það viður- kennt að jörðin væri kúla en ekki flöt — þvi það var guðlast að segja að hún væri kúla. En nú langar mig til að spyrja: Hvaða firra i viðhorfum okkar i dag er sambærileg við þá firru að halda að jörðin væri flöt (jafnvel eftir að annað var komið i ljós), hvaða misskilningur rikir i dag, sem á sama hátt lokar fyrir réttari sjónarmið á eðli manns og heims? Eða eigum við að vera svo for- hert að halda að við séum búin að leiðrétta íyrir fullt og allt grund- vállar sjónarmið okkar við- vikjandi manninum og heimi hans? Það held ég ekki. Vonandi er fram undan álika byltingarkennd uppgvötun á einhverjum sviðum og sú var einu sinni, að jörðin væri hnöttur og svifi um geiminn. Vonandi á mannkynið framundan álika yfirþyrmandi reynsla og þá, sem dalbúarnir margnefndu urðu fyrir, ekki einu sinni heldur oft, og þá er skynsamlegra að leggja það gamla alveg til hliðar og skoða það nýja einsog það sé nýtt. Ég er ekki með þessar að- finnslur að tilefnislausu. Visinda- menn okkar, æðstu prestar mannkynsins i dag, eru i þeirri hættu að lenda niður i troðnar brautir. Nýlega las ég grein um nála- stungu lækningar i „Science”. Höfundurinn, sem kvað vera heims-kennivald um sársauka, telur að þetta hljóti að vera dá- leiðsla, afþvi staðirnir, sem stungið er i, svara ekki til þekk- ingar sérfræðinga um tauga- kerfið. En ég, alger glópur i tauga- kerfinu, spyr i minni takmarka- lausu fávisi: Er endilega vist, að þessi að- ferð, sem ég veit nákvæmlega ekkert um, lúti lögmáli okkar þekkingar? Þarf ekki lika að gera ráð fyrir, að kannski sé eitthvað allt annað er taugakerfið, sem skiptir máli? Þetta er algeng villa: Fyrst finnur maður upp „lögmál”. Svo neitar hann að taka nokkuð til greina, sem ekki má skýra sam- kvæmt þvi lögmáli. t trú og siðum hljómar sama villa á þennan hátt: Fyrst finnur maður upp kenningu, siðan er öllu ýtt til hliðar, sem ekki lýtur kenningunni. Fyrirnokkrum árum kom fram i Bandarikjunum maður sem virtist gæddur þeim undarlega hæfileika að geta, stundum að minnsta kosti, hugsað myndir inná filmu i myndavél. Menn urðu efasamir um þetta sem von var. Einhver vildi rannsaka málið, en visindin vildu hvergi nærri koma. Svonalagað var ekki á prógrammi neinnar rannsóknar- stofnunar! Flestir lokuðu augunum og gengu úr vegi einsog dalbúar, þvi þetta var ekki til. Samt skildi maður ætla, að vilji hefði verið á að afsanna, að þetta væri hægt. Ég heyri, að dýrafræðingur hafi einhverju sinni sagt, þegar honum var sýnt furðulegt og sjaldgæft dýr: — Svona skepna er ekki til. Við vitum að ýmsar „skepnur” eru til, en þá vitneskju útfærum við yfir það að vita lika hvaða „skepnur” eru ekkitil. Heimurinn er fullur af fyrir- bærum, sem ekki eru tekin með i reikninginn — menn loka augunum. Hvað eftir annað hafa komið fyrir banaslys, eða hvað sem það skal kallast, þarsem fólkið brann til bana innan i fötum sinum, sjálf- ikveikja virðist hafa orðið i skrokknum. Lögregluskýrslur greina frá þessu viða um heim — en menn gleyma svona tilfellum. „Orsök ókunn” er skýringin, afþvi þetta passarekki við hina viðurkenndu mynd af tilverunni. Sjálfikveikja verður ekki i fólki, rétt eins og þegar franskir visindamenn rifust við bændur uppi i sveit i þvi landi um hvort steinar gætu komið úr loftinu, loftsteinar væru hjátrú, þvi ekkert grjót væri þarna uppi! Mikið er lika um mannhvörf, sem ekki er unnt að skýra, Til eru jafnvel ófá dæmi um, að menn hafi horfið einsog þeir yrðu að engu á punktinum, jafnvel fyrir augunum á öðru fólki. Ég veit sjálfur ekkert um slik tilfelli, þótt ég hafi heyrt um þau, en mér fin’nst jafn fávislegt að játa þeim og neita að óathuguðu máli. Það er ekki nóg að vita, maður verður lika að vita, að maður veit ekki. Nú veit ég, að þeirri mótbáru verður hreyft, að allir viti, að þekkingu okkar sé áfátt. En það er ekki nóg að efast um þekkingaratriðin. Við verðum lika af efast um aðferðirnar, sem við notum til að afla þekkingar. Eitt sinn voru vestræn nútima- visindi ekki til. Tilkoma þeirra olli byltingu. En vitum við fyrir vist, að þeirra vinnubrögð nái yfir allt? Þarf kannski ekki að finna upp ný visindi? ódysseifsferö 2001 Leikst jóri: Stanley Kubrick Bandarisk frá 1968 Sýningarstaður: Gamla bió, isienzkur texti „Svikult er seiðblátt hafið, og siglingin afar löng.” Þannig kvað Jóhann Sigur- jónsson um Ódysseif. 2001 rætast þessi orð en nú er það ekki hafið, heldur geimurinn sem menn eigra fram og aftur i til þess að kanna það óþekkta. Kubrick hefur tekist að skapa afar sérstæða mynd sem er vönduð til hins itrasta. Bæði byrjunin og endirinn táknar hina eilifu könnun sem mannshugurinn glimir sifellt við. Að visu er byrjunin heldur hæg, meiri klippingar hefðu bætt um i byrjuninni, en það fyrirgefst allt af þeim snilldartökum, sem Kubrick hefur á viðfangsefninu. Kubrick er ákaflega fjölhæfur, hann hefur samið handrit, kvikmyndað og klippt sjálfur nokkrar af myndum sinum. Við höfum séð hérna „Spartacus” frá árinu 1960 „Lolita", gerð eftir hinni þá umdeildu sögu Nabukovs, frá 1962 og „Dr. Strangelove, or how I learned to stopWorrying and love the bomb” frá 1963, sem var sú siðasta á undan þessari. Þetta viðfangsefni hefur sýnilega verið Kubrick hugleikið þar sem hann gerir þvi aðdáanlega skil i tveimur myndum. Hann gerir engan greinarmun á hvort manneskja eða tölva hefur einhverra hluta vegna fengið völd yfir lifi og dauða, hvort- tveggja er jafn vitfirringslegt. Bæði Dr. Strangelove og Odysseifur gætu þessvegna kallast hryllingsmyndir, þó að meira bæri á gamni i hinni fyrrnefndu. För manna til annarra hnatta hefur alltaf verið draumur mannkynsins, „en sá sem eykur þekking sina, eykur kvöl sina” segir Prédikarinn og það sannast rækilega i framtiðarmynd Kubrick. Þetta er ein þeirra mynda þar sem efnið segir ekkert, en myndin sjálf allt sem segja þarf. Þessvegna er fólk eindregið hvatt til að missa ekki af þessari frábæru mynd, sem er þar að auki af- burða vel og tæknilega kvik- mynduð, enda marg verð- launuð fyrir. p l. A myndinni sést geimskipið á leiö til fjarlægrar stjörnu Ingólfur Davíðsson: Aldinfegurð haustsins. Reyniviður skartar með rauðum berjum á haustin. Hann er þá að halda sér til fyrir þröstum o.fl. fuglum, sem þykja berin girnileg til fróðleiks og eta þau. Fuglarnir launa greiðann óafvitandi með þvi að dreifa fræjunum, sem ganga ómelt niður af þeim. Stöku sinnum lenda fræin, sem fugl- arnir láta frá sér, uppi i holum eða sprungum i trjám og spira þar og verða jafnvel að dálitlum hrislum. Ræturnar ná næringu úr moldarryki, sem vindurinn beruppi trén. Slikan flugreyni hef ég einstöku sinnum séð, bæði hér heima og erlendis. Reynihrislur vaxa allviða uppi i klettum og munu fuglar hafa flutt fræin þangað. Margar rósirbera mjög fögur, æt aldin, auðug af C fjörefni. Myndin sýnir aldingrein af fjallarós, öðru nafni bergrós, sem þrifst hér ágætlega i görðum. Sjást hin fagurrauðu, flöskulaga aldin hér allviða nú i byrjun október. Fjallarós vex villt i fjöllum Mið- og Suður-Evrópu og skreytir klettastalla með fjöldamörgum, en litlum, ljósrauðum blómum. Hér i görðum eru þessir rósa- runnar oft alsettir blómum i júli og ágúst og mjög fagrir. S.l. vor nöguðu skógarmaðkar sumar rósir og tré svo mjög, að blóm- gun var lítil, eða tafðist unz lauf og blóm tóku að vaxa að nýju. Fjallarósin er oft um 1 m á hæð og er sérkennileg að þvi leyti, að venjulega er litið um þyrna á henni, miklu minna en á flestum öðrum rósum. Auðvelt er að fjölga henni með rótarsprotum og græðlingum og ætti að auka mjög ræktun hennar, þvi að hún ér bæði falleg og harðgerð. A hVaða rósategundum öðrum hafið þig séð aldin nú i haust? Sjálfsagt á hinni algengu garð- rós igulrósinni og kannski á llH A ' J III I I ' iiiiiiiiiiHhiiliilliiiliiiiiiiikiillLiiiiJII fleiri, t.d. meyjarósinni frá hálendi Kina. Islenzku berin, bláber, aðalbláber, krækiber, hrútaber og jarðarber eru lika haustfögur, girnileg og góð til matar mönnum og dýrum. Flestir hafa séð hrafn á berja- mó o.fl. fugla. Hagamúsin er lika sólgin i ber og safnar þeim i holu sina til vetrarforða. Kindur, refir, jafnvel sumir hundar eta ber með góðri lyst. En berin „láta ekki eta sig” fyrr en rétti timinn er kominn og fræin i þeim orðin þroskuð. þangað til eru þau súr eða beisk, svo að ekki sé litið við þeim. Haustlitir i laufi hafa verið heldur daufir i haust, a.m.k. á sunnanverðu landinu viðast hvar, þau gera dimmviðrin og bleytan. Ber mest á brúnum litum og gulleitum. Þó roðnaði lyngið sums staðar og i görðum. t.d. gljámispillinn, sem þrifst hér vel, þó kominn sé um langan veg frá fjöllum Asiu. Við ræktum runna, tré og blóm frá furðu mörgum löndum. Ingólfur Daviðsson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.