Tíminn - 18.10.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.10.1972, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 18. október. 1972 TÍMINN 9 Björn Bjarman: Á Drottningargötu í velferðarríki ...og sprautan á kaf í vinstria handlegginn... — Það liggur við ég detti um töskuna okkar, þar sem hún stendur i salarkynnum flug- stöðvarinnar i Arlanda. Konan andvarpar og hælir kerfinu og segir, að islenzku flugfélögin hljóti að vera þau beztu i heimi. Við eigum að búa við Drottn- ingargötu á pensiónati, sem kennt er við einhvern ,,von”, sennilega þýzkrar ættar. „Vonninn” reynist myndarmaður með dökkt skegg kominn yfir miðjan aldur, spaug- samur, og hann er varla búinn að visa okkur á herbergið, þegar hann segir mér: „Ég kom oft til tslands fyrir strið og bjó á hótel Borg rétt við litla þinghúsið ykkar. Er Borg enn við lýði? Fint hótel og góður vert. Var hann ekki glimukappi áður en hann gerðist hótelhald- ari? Hér eruð þið i hjarta Stokk- hólmsborgar, aðeins steinsnar á Kóngsgötuna og alls staðar búðir til að verzla. Verzla ekki ts- lendingar mikið i útlandinu? Það koma margir tslendingar hingað til min og allir spyrja eftir búð- unum”, og hann sendir konunni minni ljúft bros. Velferðarrikið er alls staðar i kringum mann i höfuðborg Svi- þjóðar. Reistar góðborgarfrúr með djásn um hálsinn og hund i bandi spranga um i búðunum og gljáandi bilar biðandi á næsta bilastæði. Flott verzlanir og svignandi hillur undan fjölbreyttum varn- ingi. Gósenland fyrir kaupglaðar rikra manna frúr á tslandi. Allt á ferð og flugi, lyftur og rennistigar upp og niður, plastpokar og inn- kaupatöskur. Túristar að skipta ameriskum dollurum og þýzkum mörkum. Neðanjarðariestin ogj mikill hávaði niðri jarðgöngunum og þar lika verzlanir. Fleþnistórar myndir af Erlander .gamla og allir eiga að lesa endurminningar hans, sem eru nýútjéomnar. Torgið fyrir franían þinghúsið og þar utangarðsfólk, lepjandi bjór og aðra sterka drykki liggj- andi i smáhópum og sumt af þvi með óeðlilegan gljáa i augunum. Skartklæddir pólitimenn velvit- andi um mátt sinn og megin. Bankar og ferðaskrifstofur á hverju götuhorni og fyrir utan júgóslavneska túristakontórinn stendur vopnaður vörður. Sterkar andstæður Undir þinghúsinu er kúltúr- húsið og þar er hægt að slappa af, hlusta á útvarpsmúsik (misjafn- lega góða eins og gengur) og lesa blöð frá öllum heimshornum, jafnvel Mogginn er i einni hill- unni. Þarna inni er fólk af öllum þjóðernum, gult, brúnt, svart o.s.frv. Við hjónin fáum okkur sæti þarna inni, hvilum okkur og látum renna i brjóstið á okkur. Fyrir utan menningarmiðstöð- ina á „Rónatorginu”-, sem ég kalla, hanga dagdrifararnir, og sumir reyna að vera nærgöngulir við smátelpur, sem eru með i iðju- og tilgangsleysinu. Sterkar andstæður i velferðarrikinu: A götum fólk i kapphlaupi að verzla, i kúltúrstöðinni þreyttar manneskjur á öllum aldri að reyna að einangra sig frá borgar- ysnum og á torginu sorinn, sem hefur orðið út undan, biðandi eftir þvi að timinn liði og talandi um hvernig eigi að reisa nýja flösku, eða fá gras i næstu pipu, eða jafn- vel hvort ekki sé hægt að nálgast einhvern með góð sambönd til að fá „skot” i handlegginn. sprautan á kafi i vinstra handlegg annars unglingsins. Enginn felu- leikur og ég missi málið, fæ kligju i hálsinn og kökk um leið og ég hugsa um nemendur mina heima i Vogahverfinu. Viðbjóður og andstyggð og drengirnir svona ungir. Hvar er lögreglan? Hvar eru félagsfræðingarnir og lækn- Ég er snemma á fótum annan daginn minn i Stokkhólmi, er boð- inn út i Hásselbyhöll, þar sem sænskir rithöfundar kynna finnskum kollegum sinum höf- undaforlagið, sem sænskir hafa rekið i nokkur ár. Klukkan er ein- hvers staðar á sjöunda timanum, þegar ég kem niður i neðan- jarðarbrautarstöðina. Fáir á ferli. Tveir strákar úti i horni með eitthvert pukur. Ég forvitnast. Þeir eru á að gizka seytján eða átján og ofurlitið flóttalegir, og annar snýr sér að mér og spyr, hvort ég sé frá lögreglunni, og þá sé ég, að þeir eru með lækna- sprautu og áður en ég veit af er seint, það eru gestgjafarnir, sem láta biða eftir sér. Ég virði fyrir mér bókasafnið og rekst þar á Flateyjarbók, að visu ljósrit, og sé, að Geir borgar- stjóri hefur skenkt hallareig- endum þessa smekklegu gjöf. I hillunum eru islenzkar bækur m.a. eftir Laxness, Stein og t miðborg Stokkhólms. arnir? Sitja sálfræðingarnir við skrifborðið sitt semjandi töflur um ástandið i velferðarrikinu? Ég sé með eigin augum botnfall mannlifsins. Matarlystin var ekki mikil, þegar ég kom út i slotið, og ein- hvern veginn hafði ég misst allan áhuga á, hvernig sænsku rit- höfundasamtökin fara að þvi að græða á bókaútgáfu. Myndin úr neðanjarðarbrautarstöðinni sat föst i kollinum á mér. Rithöfundar í dýrum galla- buxum Fundurinn byrjar hálftima of Davið. Islenzkar myndir á veggj- um eftir þá Ásgrim, Jón Stefáns- son, Svavar og Kristján Daviðs- son. Smekkmenn sænskir. Og fundurinn hefst og fyrirles- arinn, ekki ólikur ólafi Jónssyni gagnrýnanda, útskýrir stofnun og rekstur bókaútgáfunnar, sem virðist ganga vel. Finnarnir eru efasamir og með múður, vilja heldur rikisrek- ið forlag. Það er einhver kommúnista —lykt af þeim. Þeir eru ungir og kenna sig við félagsskap, sem nefndur er eftir finnska ljóðskáldinu Eino Leino, sem uppi var á öndverðri þessari öld og var, að mér hefur verið sagt, eins konar Fjölnis- maður þeirra finnsku. Mér finnst selskapurinn leiðinlegur og nú er kominn nýr sænskur rithöfundur i dýrum gallabuxum (Karna- bæjarstæll) og hann segir sænska höfunda standa i mikilli þökk við þá sem komu þessu fyrirtæki á laggirnar og talar lika um bók- menntir, sem ég hef ekkert vit á. Eftir hádegismatinn þakka ég fyrir mig og tek lestina aftur niður i borg. Maður með diplómatafas A leiðinni til Noregs hafði ég hitt i flugvélinni ungan sænskan útvarpsmann Anders Thunberg að nafni, og hafði hann verið á snapi eftir fréttaefni heima á Is- landi, og þá sérstaklega reynt að afla sér fréttaefnis varðandi þorskastriðið og landhelgina. Við höfðum mælt okkur mót i Stokk- hólmi og þess vegna dreif ég mig i útvarpsstöðina, sem er til húsa i glæsilegri byggingu. Anders var ekki við og ég skildi eftir nafn mitt og heimilisfang. A leiðinni niður i borg aftur leit ég við hjá sænsku rithöfundasamtökunum, sem hafa aðsetur i húsi við Linne- götu. Anders Fischer tekur á móti mér, en hann er lögfræðingur samtakanna, ungur maður og sérlega léttur i skapi og hlátur- mildur. Hann kallar mig kollega og lætur mér i té ýmis gögn og plögg varðandi samninga sænskra rithöfunda og vill helzt allt fyrir mig gera. Formaðurinn Gehlin er ekki við, en féhirðirinn, hann Bo Hedlund, er i eldhúsinu að hella upp á könnuna og segir, að það séu erfiðir timar i fjármál- unum og hlær um leið. Skammt frá rithöfundaskrif- stofunni er sendiráðið okkar og ég þangað til að heilsa upp á Kröyer ambassador, en hann er gamall skólafélagi frá M.A. Ungur geð- ugur maður með diplómatafas verður fyrir svörum og segir ambassadorinn vera i New York á þingi Sameinuðu þjóðanna. Súrt i broti og ég spyr eftir Páli Ardal bekkjarbróður minum frá Siglu- firði. Jú, ungi sendiráðsmaðurinn kemur að vörmu spori með heim- ilisfang og simanúmer, en þvi miður náði ég aldrei sambandi við Palla og þótti skitt. Við hjónin göngum um ná- grenni Drottningargötu og kikk- um i búðarglugga. Verðlag er hátt, þegar maður er búinn að margfalda sænsku krónuna með seytján eða átján, og við ákveð- um að láta sænskan verzlunar- varning lönd og leið og biða með innkaup þangað til við komum til Finnlands. Enginn landi verður á vegi okk- ar. Alls staðar veitingahús og við fáum okkur að borða i leikhúss- veitingahúsinu. Góður matur og umfram allt velútilátinn. Og við erum södd og sæl, þegar við stöndum upp. Timinn er lengi að liða, og við vitum ekki almennilega, hvað við eigum að gera af okkur, þorum ekki að fara langt frá götunni okkar, erum að hugsa um að lita á konungshöllina eða aðrar gamlar, skartlegar byggingar en ekkert verður úr framkvæmdum. Ungur Svíi hefur orðið Siðasta daginn minn i Stokk- hólmi hitti ég útvarpsmanninn IFrh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.