Tíminn - 18.10.1972, Síða 12

Tíminn - 18.10.1972, Síða 12
n 1 T * H -«i TÍMINN > .1 (■>•> .>o.l /■-- Miövikudagur 18. október. 1972 einhverjum merki um að fylgja mér. Ég fetaði á eftir honum og mændi niður á gólffjalirnar og óskaði þess i huga minum, að ég hefði fengið sæti nær dyrunum, þar sem ég vekti minni athygli. Fólkiö, sem sat á einum fremstu bekkjanna, þokað sér saman, kona lyfti barni upp á kjöltu sina og ég tróð mér milli raðanna að auðu sæti. Ég fann, að allra augu mændu á mig, en einkum stóðu þó augu kvenna á mér undan slútandi hattbörðum og höfuðskýlum. Þótt ég heyrði það ekki, varð ég þess vör, að lágur kliður fór um salinn við komu mina. Maðurinn, sem var við hliðina á mér, sat grafkyrr sem steinrunninn væri og starði fram fyrir sig. En ég fann harða vöövana hnyklast inn undir rytjuleg- um fötum hans. Þykkar hendur með slyttislega fingur, sem lágu mátt- lausar á hnjám hans virtust tæplega geta verið limir á likama hans. Við hina hliðina á mér sat stúlka i köflóttri kápu og meö litið hattkrili aftan i hnakkanum og úðaði púðri á nefið á sér. Hárið á henni var dökkt og gljáandi eins og fátæklegir skórnir, sem hún var með á fótunum. Ég sá, að hún gaut hornauga á úrið mitt, þegar ég ýtti hanzkanum niður af úlnliðnum til þess að sjá, hvað klukkan væri. Og klukkuna vantaði tiu minútur i þrjú. Ég andvarpaði og óskað þess i huganum, að athöfnin byrjaði réttstundis. Ég neyddi sjálfa mig til þess aö lita upp á viðhafnarpallinn. Þvi fyrr sem ég heföi það, þvi léttara myndi mérveitastþað.Maðursatviðmannánokkrum bekkjum fyrir framan mig, en þó sá ég gerla kistuna, sem ég hafði kviðið svo fyrir að sjá, uppi á pallinum. Mér til hugarhægðar sá ég, að þeir höfðu breitt Bandarikjafánann yfirhana. Vera má, að sumum hafi þó fundizt það óviöeigandi Jói Kellý gegndi aldrei herþjónustu, hvorki á sjó né landi. Striðið, sem hann hafði háð, var ekki þess umkomið að varpa á hann vegsamlegum ljóma fórnfúsrar ættjarðarástar. En ég gat ekki varizt þvi, að mér komu i hug orðin, sem letruð eru á verzlunarvarning og framleiðsluvörur „Búið til i Bandarikjunum”. Mér fannst Jói Kellý eiga rétt til að njóta hliðstæðra eftirmæla og sömuleiðis fánans, sem hann hafði svo oft hjálpað afa sinum til að draga að hún á þjóðminn- ingardaginn. Blómskrúð var ekki mikið á þessari kistu. En þetta var lika i janú- armánuði, og blóm torfengin og dýr. Heljarstór og tildurslegur krans, sem liktist auglýsingasveigunum, sem siður er að hengja upp, þegar nýjar verzlunarbúðir eru opnaðar að þvi undanskildu að um hann var ekki brugðið neinum gullnum borða, sem á væri letrað: „Bjóðum beztu kjörin”, haföi verið lagður kyrfilega á mitt kistulokið. Ég gat þess til, að verkamannasambandið hefði sent hann. — Auk þess voru fáeinir fátæklegir sveigar og rauður rósavöndur, sem ég hafði sjálf sent. Hann stóð i ljótri pjátursdós á borði við kistuna. Tólf menn gengu upp á pallinn. Þeir reyndu að vera sem settlegastir, og mér virtust þeir stiga þannig til jarðar, að þeir væru alltaf að forðast marr i skónum sinum. Þó var klunnalegur virðuleiki i framgöngu þeirra, sem ekki fór illa við sundurleitan klæðaburð þeirra. Allir voru þeir þó i hvitum skyrtum og með svört bindi. Þeir settust allir á stóla, sem raðað hafði verið annars vegar á pallinn. önnur stólaröð var hin- um megin, nær kistunpi. Bráðlega varð einnig hver stóll setinn þeim megin. Þar þekkti ég ungan prest, séra Fergus, sem þjónaði við ka- þólsku kirkjuna hamfan árinnar, og Meþódistaprestinn gamla, séra Ellis, sem þjónað hafði i tuttugu ár meðal verkamanna, er töldust til hinna margvislegu^tu kirkjudeilda. Hér átti ekki að fylgja ströngum trúarvenjum neinnar sérstakrar kirkjudeildar, hugsaði ég. Þrir ókunn- ugir menn sátu milli prestanna, sjálfsagt fulltrúar verkamannasam- bandsins eða einstakra deilda þess, komnir til þess að krydda lofræður hinna vigðu kennimanna. Kona, sem ég sá ekki framan i hafði tekið sér sæti við pianó milli tveggja sölnaðra innipálma. Mennirnir, sem uppi á pallinum sátu, stóðu upp, og við, sem á bekkjunum voru, risum einnig á fætur. „Ég fálma, hrópa, flýt til hans, sem finnst mér vera Drottinn alls, og styð mig, þótt sé stutt til falls, við stærstu von i brjósti manns”. Salurinn allur bergmálaði af söng óteljandi radda. Loftið titraði við hljómfallið, svo að ég gat ógerla gert þess mun, hvað ég heyröi og hvað ég skynjaði á annan hátt. Ég hallaöi mér fram á bakið á bekknum fyrir framan mig og lagði eyrun við söngnum og hljóðfæraslættinum og orð- um þessa óðs, sem við skólanemarnir höfðum eitt sinn verið látnir syngja, þegar við gengum inn i hátiðasalinn við mikils háttar tæki færi. Margir piltar og margar stúlkur, sem þarna voru þennan dag, höfðu þá gengið i fylkingu með okkur Jóa Kellý og sungið þetta vers. Nú sungum við það yfir honum. Jú, hugsaði ég, yfir honum, en fyrir okkur sjálf, sem hér vorum saman komin við kistu hans, ringluð hjörð og sundurleit. „A hann, sem bar sitt bölvafarg og barðist fyrir satt og rétt, að verða hjóm og hismi létt, sem hylur mold og sær og bjarg?” „Bölvafarg....”. Það var hræðilegt orð þeim, sem vissi hvað það merkti. Þessi orð gerðu mig skelkaða. Ég gat ekki annað en minnzt þeirra dapurlegu hugrenninga, sem ég hafði alið i brjósti siðustu vikur og mánuði. En Jói hafði ávallt verið heill i geði, þjónað sannleikanum óskiptur og aldrei gefið freistingunum og rangsleitninni færi á sér. Hann hafði fórnað öllu.... Og fyrir hvað? Fyrir málefni, hugsjón, sem þegar virtist falli vigð. Fyrir órjúfandi tryggð, sem að lokum varð hans banasök. I huganum sá ég hann engjast sundur á garðstignum, varnar- lausan gegn tilræði þeirra, sem hann taldi vini sina, byltast i blóðugri fönninni i fjörubrotunum. Við settumst aftur á bekkinn. Ég reyndi ekki að fylgjast með þvi, sem sagt var uppi á pallinum, nema hvað ég laut höfði eins og aðr- ir, meðan bænirnar voru fluttar. Þar var mér ofraun að einblina á varir ræðumannanna, og hugur minn var of bundinn við gamlar minn- ingar til þess að ég gæti hent reiður á innantómu skrafi. Ég hafði ekki gert mér það ljóst fyrr, hve sterkum böndum við Jói vorúm tengd. Við höfðum svo lengi átt saman leik og starf, án þess að krefjast nokkurs hvort af öðru. Við vorum bundin böndum ástar, sem fólk veit ekki, hve djúplæg er, fyrr en hún er öll. Við Jói höfðum stælt og verið ósammála. Leiðirokkar hafði skilið, en þó höfðum við treyst hvort öðru eftir sem áður. Nú var ég miklu svipt. Hið eina, sem ég gat huggað mig við, var minningin. Einn ókunni maðurinn stóð við borðið og var að halda ræðu. Rauðu rósirnar i pjáturdósinni tiruðu i hvert skipti, sem hann hallaði sér fram á borðið, orðum sínum til áherzlu. Konur grétu allt i kring um mig. Karlmennirnir sátu gneypir og hlustuðu. Jói var þegar orðinn spámað- ur og pislarvottur i huga fólksins. Ég gat mér þess til, að hinn ókunni 1235 Lárétt 1) Málmur.- 5) Fersk- 7) Blöskri,- 9) Menn,- 11) Stia.- 13) Straumkasti.- 14) Krass.- 16) Greinir,- 17) Bókar.- 19) Övirðir- Lóðrétt 1) Verða grennri.- 2) Upphr - 3) Þyt.- 4) Virði - 6) Hávaði.- 8) Sig.- 10) Þátttakandi.- 12) öfug röð,- 15) Segja frá,- 18) Utan.- Ráðning á gátu No. 1234. Lárétt 1) Galdur,- 5) Lút - 7) Ok,- 9) Ragn,- 11) Gor,- 13) Rói,- 14) Glas,- 16) ÐÐ.- 17 Snæri,- 19) Spætan.- Lóðrétt 1) Groggi,- 2) LL,- 3) Dúr,- 4) Utar,- 6) Sniðin.- 8) Kol - 10) Góðra.- 12) Rasp.- 15) Snæ.- 18) Æt,- t - y M II /V y /c i7 /f D R E K I "Gott — kryfjum þetta til mergjar. Ert þú ekki af ættbálki Hoog- aana? 1 siðustu viku var é| beðinn að koma heim móðir min ^væri að ftdeyja Hlýöa þér Hoogaan? , l||' ||l iT/i' ■nil limi lliilnllli ■ MIÐVIKUDAGUR 18. október 7.00 Morgunútvarp, Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Pálina Jónsdóttir les söguna „Kiki er allt- af að gorta,, eftir Paul Huhnerfeld (9) Til kynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. 12.00 Dagskráin. Tónleikar Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan „Draum- ur um Ljósaland” eftir Þór- unni Elfu Magnúsd. Höfundur les (3). 15.00 Fréttir. Tilkynningar. 15.15 íslenzk tónlist: 16.15 Veðurfregnir- Síðasta ferð min yfir Smjörvatns- heiði.Árni Benediktsson les minningarþátt eftir Bene- dikt Gislason frá Hofteigi. 16.40 Lög leikin á trompet. 17.00 F'réttir. Tónleikar. 17.30 Sagan: „Fjölskyldan i Ilreiðrinu” eftir Estrid Ott Sigriður Guðmundsdóttir les (9). 18.00 Fréttir á ensku. 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Daglegt mál. Páll Bjarnason menntaskóla- kennari flytur þáttinn. 19.35 Alitamál Stefán Jónsson stjórnar umræðuþætti 20.00 Pianósónata nr. 28 i A- dúr op. 101 eftir Beethoven Artur Schnabel leikur. 20.20 Sumarvaka a. 21.30 Útvarpssagan: „Bréf séra Böðvars” eftir Ólaf Jó- liann Sigurðsson. Þorsteinn Gunnarsson leikari les (5). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Óskasteinninn”, smá- saga eftir Rósu Einarsdótt- ur frá Stokkahlöðum. Sig- riður Schöth les. 22.30 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGUR 18. október 1972 18.00 Teiknimyndir 18.15 Chaplin 18.25 Pétur og úlfurinn Ballett eftir Colin Russel við tónlist eftir Sergei Prókoffieff. Sin- fóniuhljómsveit Islands leikur undir stjórn Václavs Smetáceks. Söguna segir Helga Valtýsdóttir. Frum- sýnt 22. marz 1970. 18.50 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Vcður og auglýsingar 20.30 Hár er höfuðprýði Bandarisk fræðslumynd, þar sem fjallað er i léttum tón um hárvöxt og hártizku. Rætt er við sköllótta menn og lokkaprúða og sýnt, hvernig bæði karlar og kon- ur leggja sig fram um að halda „höfuðprýði” sinni i rækt. Rakin er þróun hár- tizkunnar á siðari timum og rif juð upp hjátrú i sambandi við hárvöxt. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 21.25 Árásin (Attack) Banda- risk bíómynd frá árinu 1956, byggð á leikriti eftir Norman Brooks. Leikstjóri Robert Aldrich. Aðalhlut- verk Jack Palance, Eddie Albert og Lee Marvin. Þýð- andi Björn Matthiasson. Myndin gerist i heimsstyrj- öldinni siðari og lýsir þvi, hvernig heigull i hárri stöðu kallar dauða yfir liðsmenn sina — og hefnd yfir sjálfan sig. 23.10 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.