Tíminn - 18.10.1972, Qupperneq 13

Tíminn - 18.10.1972, Qupperneq 13
Miðvikudagur 1S. október. 1972 TÍMINN 13 DAGUR ÞORLEIFSSON: II Löggæzlumenn" eða hvað? Á Úrriferðarmiðstöðinni hefur maður tekið sér sæti á bekk, biður eftir rútu. Hann er eitthvað van- svefta, svo að honum rennur i brjóst meðan hann situr þarna. Hann hrekkur upp við það að lög- regluþjónar taka hann fantatök- um, hann er færður út i lögreglu- bil, honum ekið i fangageymslu og stungið þar inn i klefa. Mót- mælum og tilraunum til útskýr- inga er ekki svarað með öðru en: þetta kemur þér ekki við, haltu kjafti. Fyrir utan óþægindi og leiðindi missti maðurinn af rútunni. önnur frásögn: Kona var fyrir skömmu stödd á Hótel Sögu að kvöldi til, i Súlnasal. Maður, sem hún ekki þekkti, veittist þá að henni fyrirvaralaust og veitti henni höfuðhögg með þeim af- leiðingum, aö hún missti sem snöggvast meðvitund og mun hafa fengið snert af heila - hristingi, enda rúmföst i nokkra daga á eftir. Dyraverðir tveir komu á vettvang og kynnti annar sig sem rannsóknarlögregluþjón. Konan og kunningi hennar, sem var i fylgd með henni, kröfðust þess eðlilega að árásarmaðurinn yrði tekinn höndum, en dyra- verðirnir sem voru honum greini- lega vinveittir, lögðu áherzlu á að fá þau til að sættast á málið þá þegar. begar þau neituöu þeim kostum, kallaði rannsóknarlög- reglumaðurinn til lögreglubil með miklum liðskosti og lét hand- taka — ekki ofbeldismanninn heldur konuna og vin hennar, og voru þau flutt niður á lögreglu- stöð. Þar eö konan var illa haldin eftir höggið, mæltust þau til þess að henni yrði ekið á slysavarð- stofuna. bvi haröneituðu lög- reglumennirnir. Árásarmanninum var hins- vegar sleppt og fór hann ferða sinna úr landi daginn eftir, vestur um haf. Hann er annars kunnur borgari hér i bæ, hagfræðingur og rithöfundur út frá sinni fræði- grein. I þriðja lagi mætti svo kannski drepa á frétt i Alþýöublaðinu nú nýverið en þar segir frá manni, sem tveir bandóöir sadistar úr Reykjavikurlögreglunni mis- þyrmdu svo austur á Hellu „fyrir nokkrum árum” að hann var al- ger öryrki eftir i hálft ár og biður ekki fullar bætur meiöslanna ævi- langt. En viti menn! Borgardóm- ur sýknar lögregluþjónana af skaðabótakröfu mannsins, en kemst að visu aö þeirri niðurstöðu að þeir hafi sýnt „óþarfa harð- ræði” (sic). Væntanlega taka hlutaðeigandi löggæzlumenn” þá áminningu ekki of nærri sér. i sambandi við handtöku Helga Hóseassonar, húsasmiöa- meistara, hefur lögreglan orðið aðalumræðuefni manna undan- farna daga. Og þá bregður svo við, sem manni kom nú raunar ekki alveg á óvart, að svo að segja hver einasta manneskja, sem maður talar við, tilfærir eitt- hvert dæmi um ruddaskap eða ótilhlýðilega framkomu lögreglu- manna, sem sögumaður hefur annaðhvort sjálfur orðið fyrir eöa einhver, sem hann þekkir. Virðing sú og traust, sem maöur skyldi ætla að lögreglumenn nytu sem löggæzlumenn, virðist ekki vera til. Viðhorf ungs fólks og rót- tæks til lögreglunnar markast fremur af ógeði og fyrirlitningu en beint af hatri, og jafnvel ihaldssamir meðalborgarar kvarta yfir kauðaskap og plebbaorðbragði lögreglumanna. Nú hafa kannski einhverjir haldið, að fantaskapur einstakra lögreglumanna væri ein- staklingsframtak þeirra sjálfra og að ekki þyrfti nema harðari aga i lögregluna til að venja liðs- menn hennar af þessháttar. En nú bregður svo við að einn af æðstu mönnum lögreglunnar, Bjarki Eliasson, lýsir i sjónvarpi yfiránægju sinni yfir fantabrögð- um manna sinna, er þeir niddust á Helga Hóseassyni. Okkur er þá kannski óhætt að hætta að ásaka einstaka lögreglumenn um van- stillingu og sadisma. Kannski hegða þeir sér svona samkvæmt beinni skipun yfirmanna. Okkur ætti að likindum einnig að vera óhætt að hætta að horfa til Brasiliu eða Sovétrikja i leit að dæmum um fantaskap og valdniðslu löggæzlumanna og yfirvalda. Maður littu þér nær. Bjarka Eliassyni er sjálfsagt vorkunn, hann er að verja sinn karrier. Samt verður að telja þaö furðumikla dirfsku að ljúga þvi blákalt framan i sjónvarps- notendur að ekki hefði liðið nema þrjár til fjórar sekúndur frá þvi að Helgi tók að ausa skyrinu og þangað til „heiöursvörðurinn” hafði rænu á að slita hendurnar frá húfuderinu. En meö þessum sama sjónvarpsþætti voru þó sýndar myndir, teknar af Gunnari Andréssyni, ljós- myndara Timans. Gunnar tók þarna átta myndir, og til þess hefur, samkvæmt frásögn Timans, þurft i minnsta lagi niu sekúndur i kyrrstöðu. Þar viö Sölumaður BÚVÉLA ÓSKAST Stórt innflutningsfyrirtæki búvéla óskar aö ráða sölumann sem fyrst. Æskilegt er að viðkomandi hafi búfræði- menntun eða þekki vel til búskapar og bú- véla, nokkra reynslu við sölu- og verzlunarstörf, kunnáttu i ensku og norð- urlandamáli. Starf þetta býður upp á góða framtiðar- möguleika fyrir réttan mann. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf, sendist fyrir 28. október, i pósthólf 555, Reykjavik, merkt Búvélar. bættist að ljósmyndarinn hljóp á eftir Helga og skipti meira að segja um myndavél, svo aö öruggt er talið að einar tólf til fimmtán sekúndur hafi liðiö unz lögreglan tök við sér. Þetta hefði komið sér báglega ef um ofbeldis- mann hefði verið að ræða, en þeir geta auðvitað engu siður verið til hér en meö öðrum þjóðum, inn- fluttir eða innfæddir. Ekki lét sá sannleikselskandi lögregluforingi hér við sitja, heldur reyndi hann eftir beztu getu að ljúga sig frá þvi hne^ksli, að lögreglan lét undir höfuð leggjast að tilkynna fjölskyldu Helga hvernig komið var. Hann kvað mann frá Helga eða fjöl- skyldu hans hafa leitað eftir að fá að hitta hann að máli, og mun þar átt við undirritaðan. Það er rétt að ég hringdi til lögreglunnar þessara erinda, skömmu eftir að ég frétti af atburðum við Alþingishúsið, og fékk samband við Guðmund Hermannsson. Ég mæltist til þess að fá að heim- sækja Helga i Hverfisteini, þar sem Guðmundur kvað hann geymdan, og sagðist Guðmundur ekki sá þvi neitt til fyrirstöðu. Ég sagði Guðmundi til nafns mins, en kynnti migekkiað öðru leyti svo að hann hafði enga möguleika á að vita hvort ég stóð i neinu sam- bandi við fjölskyldu Helga eður ei. Þegar ég kom svo að Hverfi- steini, var ég fyrst látinn biða stundarfjórðung fyrir dyrum úti, en siöan komu út til tals við mig tveir lögregluþjónar — einum hefur sjálfsagt ekki þótt hættandi i slikan háskaleiðangur. Þeir báru það upp á mig að ég lygi þvi, að ég hefði nokkurt leyfi fengið frá Guömundi. Ég sagði þeim einnig til nafns og atvinnu, en ekki annað, svo að þeir höfðu enga ástæðu til að ætla að ég væri á snærum fjölskyldu Helga, enda spurðu þeir ekki að þvi. Allt frá söguöld hefur verið jafnað til vissrar persónu úr Njálu og lygar tengdar nafni hennar. Ætli sé ekki kominn timi til að leysa Mörð greyið af hólmi? Þáttur sjónvarpsins i þessu máli er kapituli út af fyrir sig. Auglýst var að atburðurinn við Alþingishúsið yröi tekinn fyrir i Sjónauka, þætti sem manni skilst að eigi að varpa nánara ljósi á þær fréttir, er mesta athygli vekja. En þegar til kemur, gerist ekki annaö en að talsmaöur lög- reglunnar fær að tala hennar máli og reyna að réttlæta silahátt hennar og ruddaskap. Þetta á vist að heita hlutlaus fréttaflutningur. Og ekki nóg með það. Fyrsta frétt sjónvarpsins af téðum at- burðum var i ekta sorpfréttastil. Sjónvarpsnotendur, sem ekkert þekktu til Helga eða hans máls, hlutu af fréttinni að fá þá hug- mynd að hér væri um að ræða mann, sem ekki væri með réttu ráöi. Hlutaðeigandi fréttamanni hefði þó átt aö vera hægt um hönd að leita sér ábyggilegra upp- lýsinga, þvi að nú hittist svo á að forstöðumaöur fréttadeildar sjónvarpsins er góðkunningi Helga frá fornu fari og hefur, ef mig grunar rétt, frá fyrstu hendi reynslu af drengskap hans og hjálpfýsi, svo sem flestir aðrir er hann þekkja. Aðrir fjölmiölar hafa yfirleitt tekið á þessu máli af hlutlægni. Morgunblaðið sýndi að visu sitt rétta eöli á allskemmtilegan hátt i leiðara fjórtánda október: þar gægist nasistavargurinn heldur betur fram úr lýöræöissauöar- gærunni. Þar er meðferðin á Helga ekki vitt út af fyrir sig, heldur harmað að fólk, sem mót- mælir á hliðstæðan hátt af stjórn- málalegum orsökum, skuli ekki sæta svipuðum fantaskap. En aftur til aöalefnisins, það er aö segja lögreglunnar. Eftir at- buröi undanfarinna daga ætti engum að blandast hugur um, að timi sé kominn að láta fara fram gagngerða rannsókn á starfsemi hennar og mannvali. Þar á meðal á tengslum lögreglu og dóms- valds. Það hefur lengi verið al- mannamál, að lögreglumenn séu aldrei sakfelldir, hversu alvarleg brot sem þeir drýgja. Saga mannsins frá Hellu ýtir undir það. Og þá fer maður að skilja, að lögregluþjónar séu ófeimnir að sýna af sér ruddaskap og sadisma, jafnvel þótt áhorfendur og ljósmyndavélar séu fyrir hendi. Mér hefur verið fortalið, að aö visu geti dómsmálaráöherra fyrir skipað rannsókn á starfsemi lög- reglunnar, en hinsvegar verði lögreglustjóri sjálfur að hafa yfirumsjón meö þeirri rannsókn!!! Þeim lögum þarf að breyta, og það snarlega. Meöan sú rannsókn, sem hér er stungiö upp á, færi fram, yröu allir nú- verandi yfirmenn lögreglunnar að láta af störfum. Þvi að þeirra þáttur i starfsemi lögreglunnar er áreiðanlega ekki sizt rannsóknar- efni. Ég efast ekki um aö i lög- reglunni sé margt heiðarlegra og kurteisra löggæzlumanna, manna sem hafa fulla meðvitund um þá ábyrgð sem fylgir þvi að vera gæzlumaður laga og réttar. Það er engin ástæða til þess að þeir þurfi saklausir að sæta ákúrum sem durgar og fautar, af þvi einu að vissir félagar þeirra og yfir- menn hafa komiö þesskonar oröi á lögregluna i heild. Það mun þvi ekki sizt i þeirra þágu ef farið verður svipu um musterisgarð islenzkrar löggæzlu. Dagur Þorleifsson. lILLUjatfME Notaðir bílar 1972 Chevrolet Nova 1985 1972 Vauxhall Firenza ,9Í>2 1972 Vauxhall Viva Station 1972 1971 Vauxhall Victor 1972 1971 Peugeot Station 204 1971 1970 Volkswagen 1600 TL Fastback 1971 1970 Vauxhall Viva Deluxe 1970 1969 Vauxhall Victor Station 1970 1969 Opel Commodore Cupe 1970 sjálfskiptur 1968 1968 Opel Caravan, 4ra dyra L, 1969 sjálfskiptur 1968 1968 Taunus 17 M Station 1967 1967 Chevrolet Impala Coupe 1967 1967 Ford Zephyr *966 1966 Toyota Crown Deluxe 1962 Opel Caravan Opel Caravan Chevrolet Chevelle Vauxhall Viva Deluxe 4ra dyra Vauxhall Viva STD Opel Ascona Station Vauxhall Victor 1600 Moskvish Taunus 1700 S Station 4ra dyra Opel Commodore 4ra dyra Opel Commodore Coupe Vauxhali Victor Scout 800 Opel Caravan Plymouth Barra Cuda Chevrolet Nova Óvenju mikið úrval af notuðum bílum. Hagstæð greiðslukjör. Ármúla 3 Sími 38900 BILABUÐIN

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.