Tíminn - 18.10.1972, Qupperneq 15

Tíminn - 18.10.1972, Qupperneq 15
Miövikudagur 18. október. 1972 TÍMINN 15 íwrRf CU*«*K9 Þessi mynd var tekin af skipverjum á togaranum Wyre Gleaner FD 269 á miöunum út af Vestfjöröum. En það var einmitt Wyre Cleaner, sem reyndi að koma i veg fyrir, að varðskipið Ægir gæti klippt á togvlra wyre Corsair FD 27 út af Dýrafirði i gærdag. Tfmamynd Gunnar mm Togarinn Wyre Cleaner reyndi að sigla varðskipið Ægi i kaf á miðunum úti fyrir Vestfjöröum I gær. A myndinni er Ægir búinn að koma sér undan togaranum, en togarinn heldur þó ennþá stefnunni i átt að Ægi. Halastýfður Framhald af bls. 1. Wyre Cleaner tók stefnuna á Ægi og hugðist sýnilega ætla að sigla á varðskipið. En skipstjórnarmenn á Ægi brugðu skjótt við, bættu við ferð skipsins og breyttu stefnunni og tókst með þvi að afstýra hugsanlegum árekstri. Flogið var yfir skipunum i nokkra stund. Var farið mjög lágt, og sást þá greinilega niður á dekkin. Varðskipsrtienn veifuðu til flugvélarinnar, en Bretarnir steyttu hnefa i átt til hennar. Eftir að hafa skoðað skipin nánar, hélt flugvélin lengra norður til að kanna hvort einhver skip væru þar að veiðum. Var komið að tveim vestur-þýzkum togurum á Deildargrunni, og á Kögurgrunni sáust 6 vestur-þýzkir togarar að veiðum einar 10 til 15 sjómilur innan 50 milna markanna. Ahöfn flugvélarinnar lét varðskipsmenn vita af þessum togurum og hélt Ægir þegar á staðinn. Á heimleiðinni var flogið yfir Ægi, þar sem hann var á leið til þessara togara, en nær landi var flogið yfir eina 8 brezka togara, sem varðskipið Óðinn rak á undan sér eins og stóð norður með landinu. Hjálparskipið Othello elti svo hópinn, en hafði sig annars ekkert i frammi. Þetta er i sjötta sinn, sem Islenzkt varðskip „halastýfir” brezkan togara frá útfærslu land- helginnar 1. september. Hefur Ægir „halastýfir” fjóra þeirra en Óðinn tvo. Aðstoðarmaður við rannsóknir Óskað er eftir manni til aðstoðar við rann- sóknir. Umsókn berizt blaðinu merkt „aðstoðarstörf 1903” sem fyrst. eridúr \iiui>miinar. sni licnist |\rir kI. i ; an Hiima i iilaóiiiu a suimucloRum þurfa ao I óstudói'uiu. XuHl.stolii l imaiis ci i Itankastra ti 7. Himar: l'i.Vj.’t - Ihiioti. í velferðarríki a/bS i. minn og hann býður mér að borða. Anders hefur hitt ýmsa að máli heima og hefur gert að minnsta kosti tvær dagskrár um ferðina. Hann hefur mikinn áhuga á her- stöðinni i Miðnesheiði og ætlar að skrifa grein um hana og afstöðu íslendinga til ameriska herliðsins þar. Heima á Islandi talaði Anders við ráðherra, fannst Magnús Kjartansson spennandi og sann- færandi og hann talar mikið um demókratiið i sinu heimalandi: „Þetta er ekkert lif yfir ungt fólk hér, sósialdemókratar hafa alveg brugðizt, og við eigum ekkert haldreipi i þeim, þeir gera ekkert annað én viðhalda kapitalismanum án þess að vilja viðurkenna það. Við fáum alla hluti skammtaða. Sjáðu bara menningarmiðstöðina hérna rétt hjá, þar sitja unglingar með heyrnartæki á eyrunum hlustandi á músik frá radióinu og hafa ekkert valfrelsi. Rússland og kommúnisminn er engin lausn, Maótizkan er lika að ganga yfir. Dagens Nyheter og önnur stórblöð skammta okkur skoðanir og segja allt i lagi. Komdu ég skal sýna þér þinghúsið”, og þessum lágvaxna útvarpsmanni er mikið niðri fyrir. Við förum i þinghúsið og þar allt uppi i nútimanum. Þingmenn þurfa ekki annað en styðja á hnapp, þegar þeir greiða atkvæði og halda ræður i sætum sinum gegnum mikrafón. Og Anders heldur áfram að tala: „Við trúðum á hippamennsk- una og kærleiksboðun hennar, reyktum hass og reyndum að finna nirvana, ég prufaði þetta allt i skólanum, en fann ekkert nema gerviheim, óekta og i eng- um takt við sjálft lifið. Hérna er ekki til neitt venjulegt heimilislif lengur, eiginmennirnir vinna á daginn, og þegar þeir koma heim, fara eiginkonurnar útaðvinna i verksmiðjum og fjöl- skyldan öll hittist i mesta lagi einu sinni i viku og þá þarf kannski karlinn að hitta félaga sina á uppáhaldsknæpunni. Og hann drekkur sig fullan og lemur konuna sina, þegar hann kemur heim. Skáldin og rithöfundarnir okkar eru hætt að skrifa bókmenntir, fabulan er dauð og lyrik úrelt, bara steinkaldar staðreyndir um tryggingar og félagshyggju. Það verður að breyta kerfinu og við, sem erum ung getum það, ef við stöndum saman. Dreymir um hjól og vélar Við fáum góðan mat i matsal þinghússins og þar er slangur af finu fólki: Karlmönnum i bláum tvihnepptum jökkum, og komum i loðkápum og þó skin blessuð sólin fyrir utan, og fyrir neðan glugg- ann okkar flatmagar utangarðs- lýðurinn i tröppum torgsins. Og Anders heldur áfram að tala yfir hausamótunum á mér og alls staðar ljón á veginum. Niður- staða: Demókratiið hefur brugð- izt. Sama kvöld erum við, kona min og ég á lokarúntinum á Drottningargötunni. Hjón af fin- ustu gráðu koma akandi i bió i glansandi Rolls-Royce, hún ang- andi af dýrindis ilmvötnum og hann i svörtum jakka og röndótt- um buxum eins og dr. Gylfi gekk i, þegar hann var ráðherra. Nokkrum skrefum neðar stendur betlari styðjandi sig við tvær hækjur, spilandi á hálfónýta munnhörpu og framhjágang- endur láta tuttuguogfimmeyringa detta niður i húfuna hans, sem liggur á götunni. Svona kemur velferðarrikið mér fyrir augu við fyrstu sýn, allt kalt og ópersónulegt, enga hlýju að finna, hraði og kaupskapur, og einhvers staðar i fjarlægð mala verksmiðjurnar og fólkið stendur við færiböndin hlakkandi til að komast heim i grautinn sinn og horfa á sjónvarpsskerminn áður en það dettur útaf til að dreyma um hjól og vélar. Næsta dag göngum við upp i Súper-Karavell frá Finnair og enn er flogið i austurátt. b. Framhaldsaðalfundur Félags islenzkra rithöfunda var haldinn I Reykjavik 12. október siöastliö- inn. Að loknum aðalfundarstörf- um var rætt um framtiðarverk- efni félagsins. Voru fundarmenn einhuga um að efla samtök sin og standa vörð um tjáningarfrelsi — sem og réttinn til að sérhver rit- höfundur njóti sjálfur arðsins af vinnu sinni. Lögð var áherzla á, að tryggt sé, að við ávinninga i samningagerðum falli það fé, sem um semst, til einstakling- anna, en úthlutunarsjóðnum verði ekki komið á fót, fyrr en réjtur þeirra sé tryggður. Formaður Félags islenzkra rit- höfunda er Þóroddur Guðmunds- son. ElE]E1E]E]E]E)EigE]E]EHgElEnElElElElElEl Draumur húsmó&urinnar ELDAVÉLIN Fímm mismunandi gerðir Hagstætt verð Góðir greiðsluskilmálar Umboðsmenn víða um land H.G.GUÐJÓNSSON UMBOÐS & HEILDVERZLUN STIGAHLÍÐ 45-47- REYKJAVIK SÍMI 37-6-37 BlalalalalataBlalaBlaiglaíaEHalalBlaB

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.